Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 Þ að er í sjálfu sér umhugsunarefni, hvað Niflunga- stefið hefur verið lífseigt í þýskri sögu. Allt frá því að Niflungakvæðið („Niebelungenlied“) var ort af ókunnu skáldi í Þýskalandi á 13du öld – um líkt leyti og Snorri skrifaði Heimskringlu – hefur Sigurður Fáfnisbani fylgt þýsku þjóðinni eins og skugginn. Niflungakvæði týndist að vísu og féll í gleymsku á 16du öld, en þeim mun meira líf hljóp í útbreiðslu þess eftir að það kom aftur í leitirnar og var látið á þrykk út ganga um miðja 18du öld. Þá leið ekki á löngu þar til það var orðið eins konar „guðspjall“ þýskrar þjóðernisvitundar, sögulegur minnisvarði um bestu og göfugustu dyggðir Þjóðverja. „Seggur hinn snarráði“ Efni hins þýska miðaldakvæðis er um margt náskylt þeim sögn- um sem er að finna í fornritum okkar Íslendinga, einkum Eddu- kvæðum og Völsunga sögu. Í Niflungakvæði segir frá konungssyninum Sigurði, uppvexti hans í bænum Xanten og ástum hans og örlögum síðar á ævinni. Ókunnur höfundur Völsunga sögu, sem líka er talin vera frá miðri 13du öld, lýsir hetjunni sömuleiðis með miklum tilþrifum: „Og þá er nefndir eru hinir ágætustu menn og konungar í forn- sögum, þá skal Sigurður fyrir ganga um afl og atgervi, kapp og hreysti, er hann hefur haft um hvern mann, fram annarra, í norðurálfu heimsins.“ Sigurður kemur líka við sögu í nokkrum Eddukvæðum. Í Reginsmálum segir frá því að kappinn, sem þar er nefndur „seggur hinn snarráði“, hafi verið fóstraður í smiðju hins dverghaga Regins. Reginn gefur Sigurði sverðið Gram sem er svo beitt að þegar hann bregður því ofan í Rín og lætur reka ullarlagð fyrir straumi, tekur í sund- ur bæði lagðinn og vatnið. Í Fáfnismálum segir frá för Regins og Sigurðar upp á Gnita- heiði, þar sem Sigurður notar sverðið Gram til að vinna á orm- inum Fáfni sem liggur á vænum haug af gulli. Síðan steikir garpurinn hjarta Fáfnis yfir eldi. Þegar hann hyggst kanna hvort fullsteikt sé fær hann dropa af hjartablóði ormsins á tung- una, „þá kunni hann fuglsrödd og skildi, hvað igðurnar sögðu“ segir í Snorra Eddu. Og eftir að Sigurður hefur hlustað á snjall- an ljóðasöng spörfuglanna um stund drepur hann Regin, bindur gullið í klyfjar sem hann leggur á bak hestinum Grana og ríður á brott. Í Skáldskaparmálum rekur Snorri Sturluson sögu Sigurðar að mörgu leyti á líkan hátt og hún er sögð í Niflungakvæðinu þýska. Í húsi nokkru á Hindarfjalli rekst Sigurður á valkyrju sem er kölluð Brynhildur og sníður af henni brynjuna. Þvínæst stofnar hann til bandalags við Gjúkunga og fær Guðrúnu Gjúka- dóttur fyrir konu. Þar kemur að Sigurður slæst í för með mági sínum Gunnari Gjúkasyni sem ætlar að biðja Brynhildar. Þegar þeir koma á Hindarfjall mætir þeim vafurlogi sem umlykur sal valkyrjunnar, en hún hefur heitið því að eiga þann mann einan sem þorir að ríða vafurlogann. Hestur Gunnars guggnar á því, svo að Sigurður stekkur á bak Grana og ríður logann fyrir mág sinn í dulargervi. Þegar kemur að brúðkaupsnóttinni dregur hann sverðið Gram úr slíðrum og leggur það á milli sín og val- kyrjunnar, svo að það sé öruggt að ekki komi til samræðis. Gunnar fær síðan Brynhildi fyrir konu. Ráðabruggið kemst þó upp um síðir, með þeim afleiðingum að það slær heiftarlega í brýnu með þeim Brynhildi og Guðrúnu á Rínarbökkum, þar sem þær „gengu til vatns að bleikja hadda sína“. Í þýska kvæðinu á þessi senna sér reyndar stað á tröppum dómkirkjunnar í Worms. Eftir að Guðrún niðurlægir Brynhildi fyrir allra augum eggjar sú síðarnefnda mann sinn og mága til að ráða Fáfnisbanann af dögum. Það verk kemur í hlut Gutt- orms, bróður Gunnars, sem leggur „Sigurð sverði í gegnum sof- anda“ eins og Snorri orðar það í Skáldskaparmálum. Ólíkt yfirbragð norrænu og þýsku gerðarinnar Í Niflungakvæðinu er atgervi og vaskleika hetjanna oft lýst á nokkuð viðkvæmnislegri hátt en í norrænum heimildum. Það var sjálfsagt ein af ástæðum þess að Richard Wagner kaus að styðjast fremur við norrænan skáldskap en þýska kvæðið þegar hann samdi Niflungahringinn. Honum hefur eflaust þótt þýski Fáfnisbaninn of teprulegur og meira púður í nafna hans úr norðrinu, enda sá ótvírætt meiri þjarkur og rusti. Í Niflunga- kvæði er t.d. hárómantísk lýsing á því þegar Fáfnisbaninn siglir með Gunnari mági sínum til Íslands, þeirra erinda að vinna ástir Brynhildar. Ef marka má endursögn þýska skáldsins Franz Fühmanns, þar sem hann rekur efnisþráð kvæðisins mjög ná- kvæmlega, hefur verið mikið um dýrðir á Íslandi þegar þeir fé- lagar, Gunnar Gjúkason og Fáfnisbaninn, taka land og ganga á fund Brynhildar drottningar: „Hetjurnar skildu skipið eftir í höfninni og riðu til kastalans. Brynhildur fylgdist með þeim úr skemmuglugga sínum. Svo stórfenglegar hetjur höfðu aldrei fyrr til Íslands komið. Gimsteinarnir glóðu, umluktir arabísku gulli. Þeir glitruðu og á reiðtygjum klingdu gullnar bjöllur. Gunnar konungur og Sigurður klæddust hvítu silki, Högni og Þakkvarður svörtu flaueli. Þannig riðu þeir til kastalans. Á kast- alanum voru 86 turnar. Í honum voru 3 aðalbyggingar og salur úr grænum marmara. Í þeim sal sat Brynhildur með hirðfólki sínu. Hún var í klæðum úr skíragulli, hirðmeyjar hennar í skar- latsflíkum og riddararnir í stálbrynjum. Þannig biðu þau gest- anna.“ Samkvæmt hinu þýska kvæði hefur gestum því ekki verið í kot vísað í kastalanum Ísasteini, þar sem Brynhildur drottning bjó; höllin sú hefur ekki verið nein hrákasmíð, enda hefur hún varla átt sér neina hliðstæðu í byggingarsögu Íslendinga til þessa dags. Frásögn Völsungu af því þegar Sigurður keyrir hest sinn sporum og ríður vafurlogann til að sigra Brynhildi fyrir Gunnar mág sinn, er reyndar líka býsna áhrifamikil: „Grani hleypur fram að eldinum, er hann kenndi sporans. Nú verður gnýr mik- ill, þegar eldurinn tók að æsast, en jörð tók að skjálfa. Loginn stóð við himin. Þetta þorði enginn að gera fyrr og var sem hann riði í myrkva. Þá lægðist eldurinn, en hann gekk af hestinum inn í salinn …“ Hollywood-bræðingur Þrátt fyrir ólíkt yfirbragð er kjarninn í frásögn Niflunga- kvæðisins, Völsungu og Eddukvæða að miklu leyti sá sami: hetj- an drýgir frækna dáð, kvænist fagurri konungsdóttur, en er þó jafnframt í óljósum tygjum við aðra konu, sem seinna verður svilkona kappans. Þessi tengsl, sem fela m.a. í sér að Sigurður beygir svilkonu sína á bak aftur og afmeyjar hana jafnvel af ein- skærri greiðvikni við mág sinn, verða honum að fjörtjóni. Hann verður fórnarlamb kvenlegrar afbrýðisemi sem þekkir enga miskunn, heldur heimtar blóð og meira blóð. Þessi kjarni hetjusögunnar er í sjálfu sér ágætur efniviður í spennumynd. Og það verður að segjast að leikstjóranum Uli Edel tekst að búa til úr efninu þokkalegan bræðing í Hollywood- stíl. Það var heldur ekkert til sparað, því Niflungamyndin er sögð hafa kostað um 20 milljónir evra, sem jafngildir um 1,7 milljörðum íslenskra króna. Eflaust hefur drjúgur hluti þessa fjár verið notaður til að greiða fyrir þá viðamiklu tölvu- og tæknivinnu sem leikstjórinn hefur nýtt sér við gerð mynd- arinnar. Þegar hetjan berst við drekann Fáfni er t.d. ljóst að fyrirmyndin er sótt í þekktar tölvugerðar skrímslamyndir seinni tíma. Jafnframt minnir tölvusmíðaður kastali Brynhildar drottningar á Íslandi, sem er hélaður mjög, á ýmsar slíkar byggingar úr tölvugerðum ævintýramyndum seinni ára. Og efn- ismeðferðin ber sömuleiðis keim af vinsælum stefjum úr draumafabrikkunni Hollywood, enda er hér um hreina og klára afþreyingarmynd að ræða. Þannig eru þau Sigurður og Bryn- hildur látin hittast í upphafi sögunnar, eftir að loftsteinn fellur til jarðar. Umrædd himnasending virðist gædd einhvers konar töframætti sem dregur þau bæði á staðinn. Í gryfjunni þar sem steinninn liggur njóta þau ásta í fyrsta sinn og þeim hrollkennda unaði fær Brynhildur drottning aldrei gleymt. Það er undirrótin Fyrir skömmu frumsýndi sjónvarpsstöðin SAT-1 í Þýskalandi kvikmyndina Ring of the Nibelungs sem byggð er á hinu sögufræga miðaldakvæði um ævi Sigurðar Fáfnisbana („Niebelungenlied“). Kvikmyndin vakti mikla athygli, enda langt um liðið frá því að þýski leikstjórinn Fritz Lang kvik- myndaði þetta efni á fyrri hluta síðustu aldar, auk þess sem Niflungastefið hefur að mestu legið í þagnargildi, eftir að nasistaforinginn Hermann Göring notaði það í sögufrægri ræðu í Berlín árið 1943. Með hlutverk Brynhildar Íslands- drottningar í kvikmyndinni um Niflungana fer bandaríska leikkonan Kristanna Loken, en hún varð fræg fyrir að leika á móti Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni Terminator 3. Eftir Arthúr Björgvin Bollason arthur@icelandair.is Brynhildur og Sigurður „Kristanna Loken hefur á hinn bóginn alla líkamsburði til að hrífa áhorfendur og fá þá til að trúa því að hún sé viðþolslaus af kynferðislegri ófullnægju og löngun eftir ástum Sigurðar.“ Á Gnitaheiði „Í Fáfnismálum segir frá för Regins og Sigurðar upp á Gnitaheiði, þar sem Sigurður notar sverðið Gram til að vinna á orm- inum Fáfni sem liggur á vænum haug af gulli.“ Drottning Íslands

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.