Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Side 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 Þ egar leikrit Henriks Ibsens, Þeg- ar vér dauðir vöknum, hefst eru barn og móðir þess dáin. Barnið er meistaraverk Arnaldar Rúb- eks myndhöggvara sem bera átti heitið Upprisudagurinn. Móðir barnsins er Írena, konan sem ung að ár- um sat nakin fyrir hjá Rúbek meðan hann skapaði sitt meistaraverk og var uppsprettan að sköpun hans, en þegar svipleg rof urðu á sambandi hennar og myndhöggvarans leið hún andlegan dauða. Rúbek lýsir því að í fyrstu hafi hann séð meistaraverk sitt í líkingu jarðkonunnar sem full gleði yfir því að hafa fundið sjálfa sig á ný rís í hreinleika og án umbreytingar úr duftinu. Í samskiptum sínum við Rúbek op- inberaði Írena ekki aðeins líkama sinn fyrir myndhöggvaranum honum til innblásturs. Hún þráði ekkert heitar en að gefa honum jafnframt sál sína, sinn helgasta kjarna. Hann gat hins vegar hvorugu veitt viðtöku. Líkami Írenu var Rúbek aðeins uppspretta eig- ingjarnrar sköpunar. Vegna tilfinningalegrar bælingar og göfgunar og upphafningar eigin listar gat hann hvorki mætt sál Írenu í anda né notið líkamlegrar ástar með henni. Írena hafði vonað að þegar barnið þeirra, meistaraverkið Upprisudagurinn, sprytti full- skapað út úr leirnum í höndum Rúbeks, myndi herra hennar og meistari láta undan þránni til þess að njóta hennar. Þetta fór á annan veg. Í leikritinu segir Írena frá því hvernig eitt lítið orð af vörum Rúbeks tvístraði sál hennar: ,,Þú tókst í báðar hendur mínar og þrýstir þær inni- lega. Og ég stóð þarna og náði ekki andanum fyrir eftirvæntingu. Svo sagðirðu: Og nú bið ég þig að þiggja mínar innilegustu þakkir. Þetta hefur verið, sagðirðu, blessunarlegt tímabil fyrir mig. Að þessum orðum sögðum yfirgaf Írena Arnald Rúbek. ,,Þetta er það sem ég dó af, Arnaldur,“ segir hún og lýsir því um leið hvernig hún á samri stundu og hún gerði sér ljóst að hún var að deyja hóf endalausa leit að sínum innsta kjarna sem hún hafði skilið eftir hjá honum. Svissneski geðlæknirinn og greiningarsál- fræðingurinn Carl Gustav Jung leitaðist við að lýsa tengslunum milli kynþrár og andlegrar þrár mannsins. Hann hélt því fram að kyn- hneigðin væri tjáning hins jarðneska anda og sá andi væri hin hliðin á Guði. Sé þessi skiln- ingur hafður að leiðarljósi þá rúmar hið and- lega líf kynhneigð hvers einstaklings og kyn- hneigð allra, þrána eftir því að sameinast og skapa. Það er þessi skapandi þáttur lífsins sem Rúbek myndhöggvari afneitar og fyrir það líða bæði hann og Írena; þau lifa sem dauð væru. Mörg ár eru liðin frá því Írena fór frá Rúbek þegar þau tvö hittast á nýjan leik í upphafi leik- rits Ibsens. Rúbek hefur þá hlotið heimsfrægð fyrir höggmynd sína af Upprisudeginum og er kvæntur ungri konu sem Maja heitir. Írena veit því ekki betur en barnið hennar, Upp- risudagurinn innblásinn af henni sjálfri, sé lif- andi, elskað og dáð. En einnig þetta fór á ann- an veg en hún óskaði því að eftir að hún yfirgaf Rúbek gerbreytti hann höggmyndinni. ,,Því miður neyddist ég til að flytja kvenveruna í myndinni svolítið aftar,“ segir hann við Írenu. ,,Vegna heildaráhrifanna, þú skilur. Annars hefði hún orðið allt of ríkjandi. Í lokaútfærslu verksins hefur Rúbek ekki einungis gert hlut jarðkonunnar minni en ætlað var í fyrstu, held- ur hefur hann einnig mótað jarðsprungur í mynd sína og upp úr þeim skríða mannlegar verur með svip dýra í andlitunum. Og fremst í höggmyndinni situr Rúbek sjálfur í líki mann- veru sem syrgir glatað líf. Það er næsta víst að í Þegar vér dauðir vökn- um skrifar Ibsen undir áhrifum tveggja meist- ara ítölsku endurreisnarinnar og túlkunar þeirra á efsta degi. Annar þessara listamanna er Michelangelo og mynd hans af Dómsdegi á vesturvegg Sixtusarkapellunnar í Vatíkaninu, en Michelangelo var eftirlætislistamaður Ib- sens. Hinn er Luca Signorelli og freskumynd hans, Upprisa holdsins, í dómkirkjunni í Or- vieto, en á þeirri mynd er auðvelt að þekkja fyrirmyndina að Rúbek sem situr í forgrunni myndarinnar og veitist sársaukafullt að vakna af andlegum dauða sínum. Í öðrum þætti leik- ritsins lýsir Ibsen því hvernig Rúbek situr á steini í nær nákvæmlega sömu stellingum og mannveran í freskumynd Signorellis. En þótt næsta víst sé að báðir þessir endurreisn- armenn, Michelangelo og Signorelli, hafi haft mikil áhrif á Ibsen til innblásturs þá er þó inn- tak síðasta leikrits hans mun flóknara en svo að túlka megi það út frá list endurreisnarinnar einni saman þótt kraftmikil sé. Eins og nær öll leikrit Ibsens þá hverfist Þegar vér dauðir vöknum um grundvallarand- stæður, um líf og dauða og um kynhneigð og andlega hneigð manneskjunnar. Þessar and- stæður birtast mjög skýrt í aðalpersónum verksins, pörunum tveimur, annars vegar Írenu og Rúbek og hins vegar Maju eiginkonu Rúbeks og Úlfheimi stórbónda og bjarndýrs- veiðimanni. Írena og Rúbek eru táknmynd hins andlega og æðra, Maja og Úlfheimur birt- ingarform hins holdlega og jarðbundna. Vand- inn sem leikurinn snýst um er hvernig sætta megi þessar andstæðu hliðar mannssálarinnar, því að frjáls tilvist hvorrar um sig er háð því að ná skapandi jafnvægi við hina. Í upphaflegri gerð Upprisudags Arnaldar Rúbeks myndaði jarðkonan miðdepil mynd- arinnar, innsta veruleika verksins og ímynd sjálfsins, en þegar Rúbek víkur af þeirri sköp- unarleið vegna þess að honum er um megn að sætta kynhvöt sína og andlega vitund hverfur honum kjarni eigin tilvistar. Honum fer eins og mörgum manninum að líf hans verður and- legur dauði. Til þess að hann vakni ekki upp við það að hann hefur aldrei lifað er honum nauð- synlegt að sameinast sínum andlega kjarna sem Írena er fulltrúi fyrir í leikritinu. Í loka- þætti verksins klífa þau Írena og Rúbek hátt fjall. Í humátt á eftir þeim kemur Maja í fylgd bjarndýrsbanans Úlfheims sem býður henni náttstað í veiðikofa sínum þar sem hann hyggst halda með henni skyndibrullaup þeirra og bæta þar með Maju á listann yfir allar þær konungsdætur sem kofann hafa gist. Loft er lævi blandið uppi á háu fjallinu þar sem allra veðra er von og tindarnir sjást ekki fyrir dimmri þokunni. En upp vilja þau Írena og Rúbek, upp í gegnum móðuna og myrkrið, upp til hæstu tinda sem lýsa í sólarupprásinni. Á samri stundu eru þau Maja og Úlfheimur á leið niður fjallið og Maja heyrist í fjarska syngja fagnandi um sitt nýfengna frelsi. Svo fer að vonum að Írena og Rúbek ná ekki tind- inum. Þess í stað leggst þokan yfir þau, þrumur fara um loftið og höggmyndarinn og módelið hans, táknmyndir hins andlega í leik- riti Ibsens, farast í ógnarlegu snjóflóði. Á eftir þeim horfir svartklædd díakonissa sem fylgt hefur Írenu hvert fótmál frá upphafi leikritsins án þess að mæla orð frá vörum. Nú hefur þessi dökkklædda vera loks upp raust sína og flytur lokakveðjuna í gervöllum leikritum Ibsens: ,,Írena. Pax vobiscum“. Á eftir þessari einföldu kveðju díakonissunnar fellur tjaldið í síðasta sinn á leiksviði skáldsins. Hinum dramatíska eftirmála er lokið og áhorfendur standa eftir með gátuna um hvað fyrir höfundinum vakti. Pax vobiscum, friður sé með yður, eru loka- orð leikritaskáldsins. Fögur orð og þrungin merkingu enda var þetta sú kveðja sem frels- ari kristinna manna ávarpaði lærisveina sína með þegar hann birtist þeim fyrst eftir uppris- una. Þótt ekki væri nema fyrir þá sök er ekki úr vegi að álykta að Ibsen hafi í sínu síðasta verki viljað árétta þá upprisuhugsun sem hann fékkst við í mörgum verkum sínum og sagt hef- ur verið frá í fyrri greinum í þessum flokki. Dauði þeirra Írenu og Rúbeks er einungis táknrænn. Þau eru ekki nema að hluta til per- sónur af holdi og blóði heldur standa þau fyrir sértækar sálrænar og andlegar eigindir mannsins, eiginleika sem Ibsen var kappsmál að samferðarmenn hans ræktuðu með sér. Írena og Rúbek, Maja og Úlfheimur, öll eru þau aðeins brot af einni heild, ímynd mannssál- arinnar sett fram í mismunandi táknmyndum. Eins og áður hefur verið drepið á í þessum greinaflokki þá var Ibsen undir sterkum áhrif- um frá þýska skáldjöfrinum Jóhanni Wolfgang von Goethe og til hans sótti hann bæði inn- blástur og fyrirmyndir. Hin sterku áhrif gnostíkurinnar og gullgerðarlistarinnar, al- kemíunnar, sem víða er að finna í leikritum Ib- sens og ná hámarki í dramatíska eftirmálanum Þegar vér dauðir vöknum eru að líkindum komin beint frá Goethe. Áralangar rannsóknir Ibsens á lífshlaupi og kenningum Júlíanusar keisara komu skáldinu í snertingu við nýplat- ónismann og gnostíkina og hugmyndir þaðan runnar birtust í óendanlega mörgum myndum í leikritunum sem hann skrifaði eftir Keisara og Galílea, tvíleikinn sem byggist á ævi Júl- íanusar sem kallaður var guðsafneitari. Síðasti fundur paranna tveggja í Þegar vér dauðir vöknum er jafnframt gagnkvæmur við- skilnaður þeirra en um leið er hér um að ræða alkemískt coniunctio, hið helga brúðkaup gull- gerðarlistarinnar þar sem ólík efni renna sam- an í eitt og andstæðurnar ganga í hjónaband þar sem mökin leiða af sér fæðingu nýrra eig- inda. Endurfæðingin markar ekki endilega upphaf ævarandi hamingju heldur upphaf nýrra tíma í lífi þess sem verður aðnjótandi hinnar helgu hjónavígslu andstæðra afla í eigin vitund. Hugmyndir af þessu tagi voru vita- skuld bannfærðar af kirkjunni í árdaga þeirrar stofnunar. Hitt virðist augljóst að Ibsen, sem leit svo á að það væri æðsti og í raun eini til- gangur lífsins að menn þroskuðu sig andlega, hefur verið ákaflega hallur undir alkemísk fræði og gnostík. Það er því ekki að undra að hann gagnrýndi kirkjuna af hörku og ákveðni lengst af ævi sinnar og áliti að hún fjötraði anda mannsins í stað þess að veita honum frelsi til að þroskast. En um leið og Ibsen gagnrýnir kirkjuna þá er Biblían ein hans helsta uppspretta þegar að því kemur að velja táknheim og myndhverf- ingar í leikritin sem hann skrifaði. Hér er Þeg- ar vér dauðir vöknum engin undantekning, heldur eins konar staðfesting á því að Ibsen virðist hafa skilið frásagnir Biblíunnar að hætti nýplatónista, sem litu svo á að allar goðsagnir væru ætlaðar mönnum til þess að yrkja sig áfram gegnum hin ýmsu þroskaskeið lífsins. Sögur af gyðjum, guðum og goðkynjuðum ver- um væru því ekki óbreytanlegar frásagnir og sagnaheildir heldur væri mönnum frjálst að túlka þær og segja á nýjan hátt í því augnamiði að þroska sitt innra sjálf og nálgast guðdóm- inn. Magnaðasta biblíuminnið í bakgrunni leik- risins Þegar vér dauðir vöknum er lýsing Daní- elsbókar á upprisu holdsins, lýsing sem síðan gengur aftur á stórfenglegan hátt í Opinber- unarbók Jóhannesar. Þessar frásagnir tekur Ibsen ekki bókstaflega, heldur umhverfir þær að hætti gnostíkeranna og alkemistanna, og skapar leikrit um hið helga brullaup þar sem samruni andstæðna veldur dauða eigindanna en innifelur um leið í sér þá orku sem leiðir til nýrrar upprisu. Merking lokaorða Þegar vér dauðir vöknum, Pax vobiscum, er eins konar undirstrikun þess- arar hugsunar. Írena ber nafn grísku frið- argyðjunnar og merking nafnsins er samhljóða hinu latneska pax. Þegar díakonissan mælir fram síðustu orðin í hinum dramatíska eft- irmála Ibsens: ,,Írena. Pax vobiscum“, biður hún þess að Írena, gyðja friðarins, megi vera með Rúbek og sálu hans þegar hann vaknar af dauða sínum, svo og með öllum áhorfendum skáldsins sem með þessum orðum hafði skrifað sitt síðasta tilsvar fyrir leiksvið.  Verk Ibsens í heildarútgáfu, Hundreårsutgave, Osló 1928-57. 13. bindi. Biblían, heilög ritning, Reykjavík, 1981. Jung, C. G., Memories, Dreams, Reflections, New York, 1989. Giacometti, M., The Sistine Chapel: Michelangelo Rediscovered, London, 1986. Hinn efsti dagur Höfundur er doktor í leiklistarfræðum og sérfræðingur í leikrænni meðferð. Henrik Ibsen kallaði síðasta leikritið sem hann skrifaði Þegar vér dauðir vöknum og gaf því undirtitilinn Dramatískur eftirmáli. Leikritið kom út í árslok 1899 og eins og titill þess ber með sér er verkið hlaðið trúarlegum tilvísunum, ekki síst hugmyndinni um hinn efsta dag. Undirtitilinn má líta á sem tilraun höfundar til þess að draga saman í eina dramatíska heild þær trúarhugmyndir sem líkt og rauður þráður mynda einn uppistöðu- þáttanna í fjölmörgum leikritum hans og fjallað hefur verið um í þessum greinaflokki um launhelgar leikritaskáldsins norska sem lýkur hér. Eftir Trausta Ólafsson traust@mmedia.is Launhelgar leikritaskálds Henrik Ibsen „En um leið og Ibsen gagnrýnir kirkjuna þá er Biblían ein hans helsta upp- spretta þegar að því kemur að velja táknheim og myndhverfingar í leikritin sem hann skrifaði.“ Lag: Hvað boðar nýárs blessuð sól? Sjá, – árið nýtt á stund og stað. Af stofni Ísaí spratt það. Hvert árið vitnar ekki síst, um áhrif Jesú – það er víst. Hin stærsta saga sú er manns, er sögðu fyrstu vottar hans. Og fyrir öldum áður spáð er auðséð, – marki því var náð. Vort Testamentið gamla gaf oss glögga forsögn honum af. Í fjárhúsi kom fyrst á storð, með fjögur þessi spádóms orð: Því Friðar hann er höfðingi og hetju Guð vor foringi, sem Undraráðgjafarinn kann, oss Eilífðar er faðir hann. Vart boðar nú svo nokkurn mann, sem Nýja testamentið hann. Vel þúsund sinnum sagður er hann sá er Jesú nafnið ber. Æ, – hverfult lífið hérna er og hversu skammt vort auga sér. Í myrkri sól ei sést um nótt, þó sofum út – helst vært og rótt. Og syndugs manns ei sá vill deyð, er sættist heiminn við í neyð í Syni er læknar syndarann, og svo dó – upp reis fyrir hann. Um ótal „hvað svo“ ei neinn veit. Þó öruggt Krists er fyrirheit. Vel undirbúinn ertu hér, í auðmýkt – trú að fylgja mér. Pétur Sigurgeirsson Árið 2005 í tilurð sinni! (Jóh. 14:1-3, 2. Kor. 5:19, Jes: 9:6 – 11:1) Höfundur er biskup.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.