Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Qupperneq 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005
!
Aha, The Sunday Times,
sagði dökkleiti blaðasalinn í
kaupfélaginu á George IV
Bridge í Edinborg um daginn,
þegar ég rogaðist að af-
greiðsluborðinu með mikinn
bunka; sunnudagsútgáfu The
Times með öllum fylgiblöðum
dagsins, sérritum og fríum geisladiski.
It’s all rubbish, sagði hann og glotti.
Já, samsinnti ég og gramsaði eftir
klinki, þetta verður allt sorp um leið
og það hefur verið lesið. Nei, ég meina
fyrr, sagði hann þá og hló, þetta eru
blaðaukar sem eng-
inn þarf á að halda,
ferðasögur, bisness,
auglýsingar … Þetta
er drasl, sóun á plássi, lýsti hann yfir
og ítrekaði, waste of space! Hann hélt
áfram: Við höfum ekkert við þetta að
gera – við þurfum bara að lesa fjórar
síður. Fyrirlestur mannsins var kon-
ungleg skemmtun. Ég ákvað að kaupa
blöðin mín alltaf hjá honum.
Getur það annars verið? Að við gef-
um út og kaupum allt, allt of stór blöð
sem eru ekki annað en sóun á rúm-
metrum, yfirfall upplýsinga, ónauðsyn-
legt mas og daður við tilgangsleysi? Er
það hugsanlegt?
II.
Á þriðjudegi leitaði ég skjóls fyrir
rigningu og slagviðri í National Gall-
ery of Scotland. Innan stokks var mjög
hátíðlegt, teppalögð gólf og rauðir
veggir með meistaraverkum málverka-
sögunnar í gylltum römmum. Ég
gleymdi mér strax, á meðan bráði af
veðurguðunum, en þegar regnið hóf að
lemja glerþakið með tvöföldu afli
ákvað ég að hraða mér. Við aðaldyrnar
var gamall safnvörður á vappi. Hann
hélt hurðinni opinni og sagði: Þú ættir
að hlaupa núna, áður en allt verður vit-
laust – þetta er nú meira veðrið. Já,
svaraði ég, og búið að vera alla vikuna.
Segðu, jánkaði hann, svona er veð-
urfarið að breytast. Og verst er að vita
að þetta er okkur sjálfum að kenna!
Svo sendi hann mig út í hvassviðrið.
Getur það verið, hugsaði ég, að losun
gróðurhúsalofttegunda, eða hvað það
nú heitir, sé farin að hafa svona áþreif-
anleg áhrif á veðrakerfi heimsins? Sá
gamli í köflóttu buxunum var a.m.k.
með sínar hugmyndir um global warm-
ing á hreinu. Hugtakið var enda mikið
rætt í skoskum fjölmiðlum í janúar
sökum óvenjukröftugs vatnsveðurs og
flóða. Og fólk tók það augljóslega inn á
sig. Getur verið að við lifum á þeim
tímum að sektarkennd muni hér eftir
skyggja á gleði okkar yfir björtu,
hlýju, blautu, dramatísku eða fallegu
veðri?
III.
Þegar ég lenti á Glasgow-flugvelli
þurfti ég að taka strætó niður á lest-
arstöð að nafni Queen Street. Ég steig
inn í strætisvagninn og sagði bílstjór-
anum hvert ferðinni væri heitið. Hann
seldi mér miða. Þá greip mig
skyndipanik og ég spurði hvernig í
ósköpunum ég gæti eiginlega vitað
hvenær ég ætti að fara út. Ég sá engin
leiðakort á veggjunum og þaðan af síð-
ur tölvuskjá eins og í þýskum S-
lestum, bjóst samt við að einhvers kon-
ar bjöllukerfi væri í vagninum og
fannst nauðsynlegt að setja mig inn í
málið hið snarasta. Bílstjórinn brosti
vingjarnlega og svaraði svo eins og
ekkert væri einfaldara: I’ll give you a
shout!
Getur þetta verið? Að við, sem borg-
arbúar og ferðalangar, séum orðin svo
vön og háð tæknilegum lausnum að við
séum hætt að gera ráð fyrir mannlegri
nálægð, samskiptum og almennri
greiðasemi, á leiðum okkar? Getur ver-
ið að sumir kimar hversdagsins hafi
hreinlega verið tæknivæddir að óþörfu,
sem ekki gerir annað en auka fjar-
lægðina milli fólks? Hér er ekki ein-
asta átt við ferðir með strætó heldur
margt fleira og hugsi nú hver fyrir sig.
Af vagnstjóranum er það að segja að
hann kallaði „Queen Street Station!“ í
tæka tíð og þakkaði mér af einlægni
fyrir samfylgdina. Mér varð bjánalega
orða vant.
Riddarar
götunnar
Eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is
Ránið á milljónamæringnum FabianBengtsson hefur verið aðal-umfjöllunarefni sænskra fjölmiðlaundanfarnar vikur. Bengtsson er
erfingi fjölskyldufyrirtækisins Siba sem
verslar með raftæki en honum var rænt að
því er talið er 17. jan-
úar en fannst aftur illa
til reika 3. febrúar á
bekk í Slottsskogen í
miðborg Gautaborgar.
Málið er ekki upplýst
þegar þetta er skrifað en þó er búið að
handtaka mann í Austurríki sem talinn er
tengjast því.
Sænsk lögregla hefur verið þögul allan
tímann og uppskorið pirring hjá blaða-
mönnum fyrir vikið. Greinar uppfullar af
spurningum til lögreglunnar hafa birst í
blöðunum en engin svör. Fyrr en nú í vik-
unni þegar tveir yfirmenn hjá lögreglunni í
Gautaborg skrifuðu grein í Gautaborg-
arpóstinn undir yfirskriftinni: „Þess vegna
höfum við ekki sagt sannleikann um mann-
ránið.“ Þar kom annars vegar fram að öll
leyndin hafi verið nauðsynleg og þjónað
rannsóknarhagsmunum. Hins vegar má
a.m.k. lesa á milli línanna að leyndin hafi
einnig þjónað ákveðnum tilgangi, þ.e.a.s.
þeim að blekkja mannræningjana. Lög-
reglan notaði því fjölmiðlana.
Myndband með foreldrum Bengtssons
þar sem þau biðja mannræningjana að láta
soninn lausan var sýnt bæði í sænska rík-
issjónvarpinu og TV4 stuttu eftir að honum
var rænt og allt þar til umrædd grein birt-
ist var talið að lögreglan vissi ekkert um
það fyrr en eftir að það hafði verið sýnt. Í
grein lögreglumannanna Krister Jacobsson
og Klas Friberg í GP 8. febrúar kemur hins
vegar fram að lögreglan vissi allan tímann
af myndbandinu.
Í greininni kemur fram að lögreglan hafði
ríka ástæðu til að ætla að mannræningj-
arnir myndu fylgjast vel með fjölmiðlum.
Og á þeim tímapunkti sem myndbandið
birtist, þ.e. 22. janúar hafi það verið mik-
ilvægt fyrir öryggi Fabian Bengtssons að
gjörningsmennirnir fengju það á tilfinn-
inguna að það væri gjá á milli fjölskyld-
unnar og lögreglunnar. Mannræningjarnir
höfðu jú krafist þess að lögreglunni væri
ekki blandað í málið. Þannig er því lýst
hvernig fjölmiðlarnir lögðu óafvitandi lagt
sitt af mörkum til rannsóknarinnar.
Það er ástæða til að leiða hugann að því
hversu stutt er á milli þess að upplýsa les-
endur/áhorfendur/áheyrendur eða að vera
handbendi einhvers, eins og oft er talað um
að fjölmiðlar geti verið. Það er reyndar
kannski betra að fjölmiðlar séu notaðir í
þágu réttvísinnar en í þágu stjórnmála- eða
viðskiptaafla eins og stundum tíðkast.
Mannræningjunum sjálfum tókst hins vegar
ekki að færa sér fjölmiðla í nyt þegar þeir
skrifuðu síðdegisblaðinu GT bréf og skip-
uðu svo fyrir að það ætti að birtast strax.
Bréfið var hins vegar afhent lögreglunni
sem ekki getur kvartað yfir því að fjöl-
miðlar séu ekki samstarfsfúsir. Bréfið var
þó vissulega birt eftir að Bengtsson fannst.
Enn sér ekki fyrir endann á leyndinni því
ákveðið hefur verið að gefa alls ekki upp
nafn mannsins sem handtekinn hefur verið
og vísað til aðstandenda hans í því sam-
bandi. Jafnramt er vísað til rannsókn-
arinnar á morðinu á Önnu Lindh utanrík-
isráðherra á sínum tíma en Siba-málið
hefur nánast vakið jafnmikla athygli fjöl-
miðla. Einnig er verið að verja rannsóknina
því glæpaklíkur og -samtök geta e.t.v. nýtt
sér slíkar upplýsingar ef þær eru opinberar
og búið sig betur undir hugsanlegt áhlaup
lögreglu. Lögreglan leiðrétti ekki heldur
rangfærslur fjölmiðlanna á meðan Bengts-
son var enn í haldi mannræningjanna og
segist ekki hafa viljað staðfesta annað
óbeint með því.
Það er augljóst að sænskt fjölmiðlafólk er
ergilegt. Það kemur ekki nema broti af
upplýsingunum til fjölmiðlaneytenda og
fréttirnar verða efnisminni fyrir vikið. Og
nú er ekkert hægt að segja um manninn
sem var handtekinn annað en að hann er
talinn tengjast glæpasamtökum og hefur
hlotið dóma. Hann hefur hlotið nafnleynd
samkvæmt dómsúrskurði, sem reyndar hef-
ur verið áfrýjað.
Sannleikur og blekking
Fjölmiðlar
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
’Það er ástæða til að leiða hugann að því hversu stutter á milli þess að upplýsa lesendur/áhorfendur/áheyr-
endur eða að vera handbendi einhvers, eins og oft er tal-
að um að fjölmiðlar geti verið. ‘
I Það góða við strúktúralismann er að hannfellir sjálfsagða hluti í kerfi. Það góða við
póststrúktúralismann er að hann rífur niður
öll kerfi um sjálfsagða hluti. Það góða við það
sem kemur eftir póst-
strúktúralismann hlýtur
þá að vera að það býr til
nýja heimsmynd sem verður ekki sjálfsögð,
eins og sú sem við höfum nú glatað, heldur
eitthvað miklu, miklu betra.
II Veruleikinn er þarna, segir Páll Skúla-son í viðtali í Lesbók í dag. Þetta eru góð
orð og raunar huggunarrík fyrir fólk sem
hélt um tíma að veruleikinn væri jafnvel
horfinn fyrir fullt og allt sem haldgott við-
mið; hann væri einungis til í mistraustum
orðum og hugmyndum. Nei, veruleikinn er
þarna og hann er miklu, miklu stórkostlegri
en við getum nokkru sinni ímyndað okkur,
hann er stærri en öll okkar orð, hann er
merkilegri en allar okkar hugmyndir, að mati
Páls.
III Hugsanlega er veruleikinn hið nýja við-mið sem hljómar samt eins og einhver
brandari vegna þess að ef veruleikinn er þarna
þá hefur hann alltaf verið þarna og allt það
sem við segjum og hugsum er og hefur alltaf
verið viðbrögð við honum. En kannski verður
veruleikinn ekki hið nýja viðmið heldur sú af-
staða að hann sé tvímælalaust þarna og við
skyldum hætta að ímynda okkur eitthvað ann-
að, að hann sé horfinn, að það sé ekkert til að
tala um nema það sem býr innan í sjálfum okk-
ur og það sem við segjum um það sem býr inn-
an í sjálfum okkur – sú afstaða að við segjum
loksins skilið við Hegel og þá díalektísku
draumsýn hans að við munum að endingu
finna hinn algera anda og snúum okkur frekar
að því sem við höfum fyrir framan nefið á okk-
ur, hinn alltumvefjandi, áþreifanlega og ótrú-
lega augljósa veruleika.
IV Það vill reyndar svo til að þessa af-stöðubreytingu, þetta nýja viðmið, hafði
franski póststrúktúralistinn Michel Foucault
spáð um í frægustu bók sinni Les mots et les
choses eða Orðin og hlutirnir sem kom út um
miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Í lok
þeirrar bókar gekk Foucault þvert á kenningu
Hegels og hélt því fram að maðurinn sem
ríkjandi viðmið og algildur útgangspunktur í
fræðum og vísindum væri um það bil að deyja
drottni sínum, að þurrkast út smátt og smátt
eins og andlit dregið í fjörusand, og við tæki
hinn algeri efnislegi veruleiki.
V Foucault gekk að vísu skrefinu lengra enPáll sem vill ekki segja skilið við manninn,
útiloka hann. Páll vill að við tölum um veru-
leikann eins og hann sé þarna, og hann vill að
við tölum um hann eins og við sjáum hann en
ekki eins og við upplifum hann. Það verður
hins vegar að segjast eins og er að ríkjandi
hugarfar gagnvart náttúrunni hér á landi, sem
Páll er að andmæla í bók sinni um Öskju og
viðtalið fjallar um, minnir óþægilega mikið á
það ástand sem Foucault lýsti sem algerri
efnishyggju.
Neðanmáls
VIÐ ERUM það upplýst samfélag að hér tekst að halda úti athyglisverðu menningar-
lífi og virkri umræðu um hitt og þetta sem allir geta tekið þátt í ef áhugi er fyrir
hendi. Allt okkar menningarbrölt á sér samt einhvers konar undirtexta sem skýrist af
persónulegu samhengi eða af þeirri stemmningu sem ríkir það andartakið. Undirtext-
inn er þá þýðing. Sú þýðing sem eitt og annað brölt hefur fyrir okkur sem ein-
staklinga eða hóp. En almennt séð vill fólk náttúrulega bara láta hafa ofan af fyrir sér.
Svo var haldið pervertakvöld á galeiðunni um helgina. Ég fór ekki. Var samt næst-
um því búin að senda lútherskt lesendabréf til Morgunblaðsins en eitthvað stöðvaði
mig. Þegar á hólminn er komið, hefur maður eitthvað að segja um samfélagsástand
þar sem öllu fæst hampað? Allt á sér sinn tíma, sitt ár hafsins, sína viku símenntunar,
sinn dag bókarinnar. Eiga perversjónirnar ekki rétt á einni kvöldstund? Rétt í krafti
sérstöðu sinnar og afþreyingarmöguleika, skemmtanagildis. Á plaggötunum stendur
PERVERTAKVÖLD, með x punkta letri og slær þankaganginn utanundir – sem er
víst ætlunin. Það er samt ekki blætið sem er verið að auglýsa, almenn afbrigðilegheit
heldur kvöldstundin og partýið. Ekki beint andóf gegn klámvæðingu. Bara kóun.
Undirtextinn er því fólginn í því að það er allt í lagi að nota perversjónir í auglýs-
ingaskyni og það er víst ekkert nýtt.
Annar undirtexti angraði mig í bókabúðinni. Yfirleitt gleðst ég yfir mögulegum
kjarakaupum á hvaða vettvangi sem er en krakkarnir eru núna að selja hina stórgóðu
Þögn Vigdísar Grímsdóttur á 690 krónur. Svona gerðarlegt ritverk, fjöldi síðna,
ánægjuleg lesning, krefjandi saga sem ég las í einhverju desemberflóðanna. Ég hef
alltaf verið sökker fyrir handverki og þurfti að minna mig á af hverju ég má ekki
kaupa fleiri bækur í þessum mánuði. Núna kostar Þögnin 690 krónur til marks um
það hversu marklaus verðlagningin á bókmenntunum er. Ætti tíminn að gjaldfella af-
urðir eins og bækur? Markaðsvæðing menningarinnar er undirtexti útsölunnar. Bók-
in er vara sem á heima á jólunum. Nú liggur hún plastlaus og varnarlaus á afgreiðslu-
borðunum og reynir að tæla fólk til þess að lesa meira í febrúar. Blóðugt að vera
rithöfundurinn ekki satt?
Kristrún Heiða Hauksdóttir
Kistan www.kistan.is
Undirtextar
menningarinnar
Morgunblaðið/Kristján
Íslenskur veruleiki.
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins