Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Side 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005 | 3 Þ að kemur í ljós þegar ég for- vitnast um hvað liggur að baki hugtökunum Jákvæð eigna- myndun – neikvæð eignamynd- un, sem eru heiti sýningar Óskar Vilhjálmsdóttur í Lista- safni ASÍ sem verður opnuð í dag að eignir, ekki síst húseignir, koma nokkuð við sögu á sýningunni. Í Arinstofunni er myndband, sem sýnir Reykjavík og nágrenni úr lofti, og tvö börn dansa og leika sér. „Ég hef mikið verið að velta fyrir mér nútímalandnámi, hvernig borgin sívex og maðurinn brýtur undir sig hrjóstruga mela og breytir þeim í notalegustu mannabú- staði,“ segir Ósk í samtali okkar. Út frá sama meiði er innsetning hennar í Gryfjunni, en þar gefur að líta vegavinnutjald sem vekur upp ýmsar hugrenningar um húsnæði og landnám; tjaldbúðir í óbyggðum, vegavinnu, flóttamannabúðir og indíánatjöld, svo dæmi séu tekin. „Tjaldið er einfaldasta form þess að búa sér til íverustað,“ segir Ósk. Það er rökkvað í salnum og eina ljósið er inni í tjald- inu, sem stafar frá sér daufri birtu. Uppi á vegg sést glitta í orð, eitt-ann-hvað-að, sem eru brot úr orðunum eitthvað annað – sem Ósk málaði utan á gluggann á sýningu sinni í Galleríi Hlemmi árið 2003. Hún segist þá hafa opnað „vettvang fyrir hugmyndir og myndverk sem fjölluðu um eitthvað annað en það sem er.“ Nú, þegar orðin hafa verið brot- in upp, er ekki það sama uppi á teningnum. „Mér fannst orðin einfaldlega falleg í þessu formi. Til dæmis ann, eins og í að unna,“ seg- ir hún. Tap og gróði Ádeilan ekkert langt undan hjá Ósk frekar en fyrri daginn, þó hver verði að túlka inn- setninguna eins og hann vill eins og hún bendir sjálf á, því innan úr tjaldinu berst furðulegt og dálítið ógnvænlegt hjóð. Á sama hátt er óþægilega tilgerðarlegur hlátur, í anda bandarískra gamanþátta, undirleikur myndbandsins af loftmyndinni og dansandi börnunum. Titilhugtök sýningarinnar, jákvæð eigna- myndun og neikvæð eignamyndun, eru meðal hugtaka úr viðskiptalífinu sem Ósk er að velta fyrir sér um þessar mundir. Að hennar mati eru þau til þess fallin að breiða yfir önn- ur og óþægilegri orð. „Í raun þýðir þetta bara gróði og tap, sem eru vúlgar orð sem menn vilja helst ekki nota. Í staðinn eru tækniorð notuð til að fegra hlutina,“ segir hún og tekur sem dæmi orðin hagvöxtur, markaðslögmál, eignarhald og kaupmáttur. „Öll þessi tæknilegu orð viðskiptalífsins hafa fegrandi yfirbragð. Þau fela í sér trú á upp- gang, vonir, væntingar og vonbrigði. Þau fjalla ekki um raunveruleg verðmæti heldur væntingar. Hvað eru verðmæti? Hvenær er- um við að græða og hvenær erum við að tapa?“ Skuggabaldrar og skoffín Með þessi óþægilegu hljóð í eyrunum og orð í huganum geng ég upp stigann og inn í inn- setningu Ólafar Nordal, sem ber yfirskriftina Hanaegg. Þrátt fyrir leit í íslensku orðabók- inni hef ég ekki fundið skýringu á þessu hug- taki, þó mig renni reyndar í grun að þar sé eitthvað þjóðlegt á ferðinni eins og svo oft í verkum Ólafar. Forystuféð og fjögurra laufa smárarnir hennar eru mér ennþá í fersku minni. Ólöf hváir þegar ég segi henni að hanaegg sé ekki í orðabókinni. „En hanaormur er það. Hann er einn af þeim óvættum sem koma úr hanaeggi,“ útskýrir hún og segir hanaegg vera egg sem hanar verpi þegar þeir eru orðnir gamlir. Úr hanaeggi komi bastarður eins og hanaormur, sem er hálfur ormur og hálfur dreki, svipaðrar ættar og skugga- baldrar og skoffín, óvættir sem eru hræðileg- ir og drepa með augnaráðinu einu saman. Rithöfundurinn Sjón hefur skrifað „Hug- arburð“ í sýningarskrá sem hann tileinkar Ólöfu, um túnfótinn sem tillögu að nýjum óvætti sem borðar hár sofandi stúlkna. Brot úr lýsingu Sjóns á túnfætinum er svona: „Ís- lenskur túnfótur er á stærð við fót fjögurra ára barns; þ.e.a.s. frá hné og niður úr. Er hnéð þá ekki reiknað með og aðeins miðað við legginn og sjálfan fótinn. Hann heldur sig við skurði eða lækjarsprænur því þar er gott að dyljast undir barði og iðjagrænu, slútandi grasstríinu sem hangir þar fram af. Hann er því með fásénni skepnum, í flokki með nykri og flæðarmús, já, ef ekki sú allra fásénasta.“ Að kveikja hugsun En það er það sem er inni í hanaegginu áður en það klekst út sem er viðfangsefnið á þess- ari sýningu Ólafar í Listasafni ASÍ, ekki egg- ið sjálft sem hún hefur reyndar sýnt áður, né hanaormurinn né túnfóturinn hans Sjóns. Í myndböndum gefur að líta einskonar fóst- urmyndir innan úr hanaeggi, og á gólfinu eru hrúgöld í sama lit – bleikum – sem Ólöf býð- ur mér að setjast í meðan við spjöllum. Það er sérlega þægilegt að sitja í hrúgöldunum sem laga sig að líkamanum og halda þétt ut- an um hann, gerðum úr hreinu gerviefni, á meðan við ræðum allt það sem kemur upp í hugann inni í þessari bleiku veröld skoffína. Fantasía og þjóðtrú, genatækni, umræða um klám, það óþekkta, það sem er alvöru og það sem er ekta. En sem fyrr er það áhorfandans sjálfs að túlka innsetningu Ólafar. „Það er æði margt sem fór í gegnum huga minn þeg- ar ég var að vinna þessa sýningu,“ segir Ólöf, „enda margt sem veldur áreiti í nútímaþjóð- félagi, margt sem frjóvgar hugann og kveikir framandi hugsanir í hugskoti manns, kenndir sem eru stundum svo hræðilegar að maður blygðast sín fyrir en eru á sama tíma aðlað- andi og heillandi. Það getur því verið snúið að hafa fulla stjórn á hugsun sinni og þeim hugarburðum sem höfuðið fóstrar.“ Á Safnanótt á Vetrarhátíð í Reykjavík næsta föstudag, 18. febrúar, verður frum- fluttur tónlistargjörningur í innsetningu Ólafar, sem er samvinnuverkefni Þuríðar Jónsdóttur tónskálds, Ásgerðar Júníusdóttur mezzósópransöngkonu og Ólafar sjálfrar við eftirfarandi vísu: Moðormur, varúlfur, vargasvín, vættur í konuskeggi. Keimlík er skapkenndin skopleg mín, skoffín’ í hanaeggi. Sýningar Ólafar og Óskar í Listasafni ASÍ standa til 5. mars. Landnám hugsunarinnar Yfirskriftir sýninganna sem verða opnaðar í Listasafni ASÍ í dag vekja óneitanlega hug- renningar. Hvað skyldi Hanaegg, sem er yf- irskrift sýningar Ólafar Nordal, merkja og hvað skyldi Ósk Vilhjálmsdóttir eiga við með hugtökunum Jákvæð eignamyndum – nei- kvæð eignamyndun, sem heiti á myndlist- arsýningu sinni? Ólöf Nordal „Það getur því verið snúið að hafa fulla stjórn á hugsun sinni og þeim hugarburðum sem höfuðið fóstrar.“ Morgunblaðið/Golli Ósk Vilhjálmsdóttir „Ég hef mikið verið að velta fyrir mér nútímalandnámi, hvernig borgin sívex og maðurinn brýtur undir sig hrjóstruga mela.“ Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Golli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.