Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 ! Á fögru febrúarkvöldi gekk ég inn í fallegt nýuppgert hús við Hafnarstræti. Þegar inn kom blasti við mér fallegur lítill sýningarsalur og ljósmyndir, sem á vissan hátt voru líka fallegar, en jafnframt óhugn- anlegar, fjarlægar, óskýrar og um leið uppáþrengjandi og ágengar. Ljósmyndasýning Katrínar Elvars- dóttur, Frelsarinn, var opnuð í SÍM- húsinu, Hafnarstræti 16, núna í febr- úar og var liður í Vetrarhátíð Reykja- víkurborgar. Með sýningunni tekst Katrín á við „vopnabrölt“ vestrænna þjóða með athygl- isverðum hætti. Þrátt fyrir að fjalla, leynt eða ljóst, um mál sem hefur verið á allra vörum að undanförnu, Íraksstríðið og þátttöku Íslands í því, er sýningin laus við klisj- ur. Eðli ljósmyndanna sjálfra og með- ferð Katrínar á ljósmyndatækninni skiptir þar ef til vill mestu. Ljósmynd- irnar eru teknar á stríðsminjasafni í New York. Þær eru svarthvítar, dálítið óskýrar en samt er eins og viðföng myndanna, skriðdrekar, herþotur og sprengjur, þrýsti sér út úr myndflet- inum og verði nærri því áþreifanleg. Engu að síður er eitthvað sem kemur í veg fyrir að maður reyni að snerta þau. Það er vissara að halda sig í ákveðinni fjarlægð. Í ljósmyndinni mætist hið fjarlæga og hið nálæga. Atburðurinn sem ljós- myndin birtir okkur færist nær þegar við rýnum í myndina en á því augna- bliki sem við hyggjumst teygja okkur inn í hana verðum við þess áskynja að atburðurinn hefur aldrei verið jafn- fjarlægur. Þrátt fyrir að hann sé full- komlega nálægur okkur á því augna- bliki sem við virðum ljósmyndina fyrir okkur er hann jafnframt fullkomlega utan seilingar. Í ljósmyndum sínum leikur Katrín sér með þetta samspil fjarlægðar og nálægðar. Óbreyttur hermaður í flughernum horfir á mig, ímynda ég mér, í gegnum skothelt gler á pínulitlum flugstjórnarklefa. Hann er lokaður inni í ljósmyndinni. Óttasleg- inn á leið út í óvissuna. Ég stari á hann og um leið blasir tómur flug- stjórnarklefinn við mér. Var ekki mað- ur þarna inni? Ég er ekki viss. Þannig leiða ljósmyndir Katrínar mann áfram inn á svið sem er mitt á milli draums og vöku, mitt á milli fjarlægðar og ná- lægðar. Íraksstríðið er alstaðar nálægt í um- ræðunni en samt svo langt utan seil- ingar. Langt úti í heimi eru menn að drepa hver annan. Ég fylgist annars hugar með hermönnum að störfum, furða mig á því að enn skuli vera til fólk sem heldur að menn geti farið í stríð án þess að eiga það á hættu að deyja, og gríp fyrir augun á dóttur minni þegar limlestir líkamar birtast á skjánum. Hvað get ég gert? Er ekki hægt að stoppa þetta? Íraksstríðið er ef til vill útmálun þess að það sem orð- ið er daglegur viðburður á heimili manns er fullkomlega utan seilingar. Nálægðin og fjarlægðin kallast stöðugt á. Ef til vill er lífið í eðli sínu fólgið í samspilinu milli nálægðar og fjar- lægðar. Án þessarar togstreitu væri kannski ekkert sem myndi hvetja okk- ur til athafna. Á sýningu Katrínar blasa við karl- mannleg stríðstól af ýmsu tagi, skrið- dreki sem potar sprengjuhlaupinu frekjulega framan í áhorfandann, rennileg sprengja og oddmjóar herþot- ur. Við fyrstu sýn kynni einhver að álykta sem svo að með sýningu sinni sé Katrín að upphefja stríðstól og hetju- legt líf hermannsins. Sú hugsun dvelur þó ekki lengi við eftir að inn í sýning- arsalinn er komið. Til þess eru ljós- myndirnar alltof þversagnakenndar. Hátæknileg drápstæki birtast í þoku- kenndri móðu. Það er sem áhorfandinn sé staddur milli draums og vöku eða öllu heldur milli lífs og dauða. Ljós- myndin hefur fangað síðasta augna- blikið. Lífið og dauðinn takast á. Það er annaðhvort að drepa eða verða drepinn. Ég ímynda mér að sú sjón sem blasi við hermanni í dauðateygj- unum sé eitthvað á þessa leið: þoku- kennd herflugvél að hefja sig til lofts. Frelsarinn Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur sbsm@simnet.is S íðasta sumar breytti kvikmynda- gerðarmaðurinn Baltasar Kor- mákur svæðinu í kringum Hlemm í bandarískt krumma- skuð með því að hengja á hús- veggi nokkur erlend auglýs- ingaskilti. Dapurlegri vitnisburð um þá húsagerðarlist sem ráðið hefur ríkjum í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugina er vart hægt að ímynda sér. Á ferðum mínum um Bandaríkin hef ég ekið í gegnum borgir eins og Reykjavík, borgir sem eru lítið annað en merkingarlausar klessur á landakorti. Augað hrekkur af þessum borgum vegna þess að ferðalangurinn megnar ekki að innbyrða ljótleika þeirra. Þær eru án sér- kenna, gætu verið hvar sem er, jafnvel á eyju lengst norður í Atlantshafi. Reykjavík er líklega ljótari en augu okkar nema. Hún var lamin saman í flýti, fyrst af vanefnum og svo af hemjulausu smekkleysi nýríkrar þjóðar. Það rann þó ekki upp fyrir mér fyrr en nú í vikunni að líklega væri Laugavegurinn jafn misheppnaður og flestar aðrar götur bæjarins, að í honum bærist Skipholt, og það sem verra er, jafnvel Síðu- múli og Grensásvegur. Þessar götur búa yfir síendurteknum sjónrænum óhroða, ljótleika sem lamar augnbotnana í fábreytileika sínum. Þær eru einstrengingslega ljótar. Í sam- anburði við Skipholt, Síðumúla og Grens- ásveg mætti í fljótu bragði ætla að Laugaveg- urinn væri falleg gata og reyndar var það (eins og áður sagði) mín skoðun allt þar til í þessari viku. Þá skyldi ég loksins að Lauga- vegurinn er margbrotnari í ljótleika sínum en hinar göturnar, en því má ekki rugla saman við fegurð. Laugavegurinn gerir nefnilega þá kröfu til áhorfandans að hann takist á við fjöl- þætt ferlegheit frá ólíkum tímaskeiðum í ís- lenskri byggingarsögu. Margfeldisáhrifin sem nást fram í götum eins og Grensásveginum eru hér ekki til staðar, því að á Laugaveg- inum virðist það sem er ljótt við eitt hús ógilda ferlegheitin í næsta húsi sem eru af allt öðrum toga. Til þess að hægt sé að meta ljótleika Laugavegarins að fullu verður að skilgreina hina ýmsu flokka íslenskrar húsagerðarlistar sem þar má finna. Með því er hægt að ein- angra betur hina sjónrænu mengun og breyta götunni í síendurtekið stef hins sama, í þann Síðumúla og Njálsgötu sem býr innra með henni. Þetta hafa ljósmyndarar DV gert, en dagana 12. og 22. febrúar birti blaðið raðir ljósmynda af húsunum í götunni. Fyrst birti blaðið ljósmyndir af 22 af þeim 25 húsum sem leyfi fæst fyrir að rífa samkvæmt nýju deili- skipulagi R-listans. Flestar bygginganna eru frá 19. öld eða frá upphafi nýliðinnar aldar, en þvílíkar afgangsstærðir í hugum borg- arfulltrúanna að þeir telja flestir fullvíst að mannlíf muni aldrei blómstra aftur í mið- bænum fái þessir hjallar að standa. Þó að ég aðhyllist í öllum megindráttum helstu kenni- setningar hjallatrúfræðinnar verður því ekki neitað að mörg þessara dæmdu húsa eru skolli ljót. Helmingur timburbygginganna ætti helst heima á skreiðarminjasafni, annar hluti virðist hvergi eiga heima. Þó eru þarna innan um gersemar sem aðeins hefðu átt að enda á verndunarlista. Í seinni syrpunni í DV má finna myndir af 21 nýbyggingu við Lauga- veginn. Ef smágerður ljótleiki einkenndi fyrri syrpuna birtist hér hið stórbrotna andleysi, því að fjarlægja mætti stóran hluta þessara nýbygginga að meinalausu. „Sporin hræða“ er nafn syrpunnar sem ætti að vera Reykvík- ingum þörf áminning. Athafnafólin í samtíma okkar eru mörg og þau sameinast helst um það að halda fast í fánýtið en kasta því sem er meira um vert á glæ. Hver er svo niðurstaðan? Hluti þjóðarinnar er á þeirri skoðun að réttast væri að rífa kofabyggðina við Laugaveginn og ýmsum þætti í lagi að ganga lengra en svo að rífa að- eins 25 hús. Annar hópur, engu minni, myndi eflaust ekki sjá eftir flestum þeim nýbygg- ingum sem risið hafa við Laugaveginn á síð- ustu áratugum. Þetta er réttur helmingur húsanna á Laugavegi upp að Hlemmi. Eftir standa hús sem eru hvorki gömul né ung, en þau eru flest ekkert augnayndi heldur. Laugavegurinn er ljótur. Hvað annað er hægt að segja um þá götu sem stór hluti þjóðarinnar getur sammælst um að jafna megi við jörðu? En Laugavegurinn er ekki einstrengingslega ljótur eins og hann yrði ef- laust kæmi til þeirra framkvæmda sem nú liggja fyrir. Sjarmi götunnar liggur í þeim felulitum ljótleikans sem hún sveipar sig núna, en gatan rúmar allan ljótleika borg- arinnar frá hinu stóra til hins smáa. Á Lauga- veginum slær ófrýnilegt hjarta borgarinnar og það ber að vernda. Vorkvöld í Reykjavík Fjölmiðlar Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is ’Athafnafólin í samtíma okkar eru mörg og þau sam-einast helst um það að halda fast í fánýtið en kasta því sem er meira um vert á glæ. ‘ ÞVÍ meira sem ég hugsaði um þetta, því heppilegri varð þó einmitt þessi rósrauði draumur. Eiginlega alveg afskaplega heppilegur. Of heppilegur jafnvel. Og ég mundi eftir því hvað það var sem kom mér mest á óvart í þeim áföngum um Ís- landssögu sem ég sat í BA-námi mínu í sagnfræði við Háskóla Íslands. Það sem ég lærði þar um en hafði lítið heyrt um áður var einmitt sá styr sem hefur staðið um bæði menn og málefni í gegnum tíðina. Ég mundi hvað það kom mér á óvart að Íslendingar hefðu varla verið nema í meðallagi samheldin þjóð. Sú línulega saga sem mér var kennd í grunn- og framhaldsskóla minntist nefnilega ekki einu orði á það að pólitískar ákvarðanir hefðu nokkurn tímann verið umdeildar, nema í mesta lagi í eins og kannski fimm mínútur. Lög og reglur sem okkur finnst í dag fáránleg eru kennd örfáum blórabögglum en ekki minnst einu orði á það að stór hluti þjóðarinnar hafi á sínum tíma talið bæði bjórbann og haftakerfi þjóna illri nauðsyn. Sveitarómagar sviptir kosningarétti eru í okkar huga leifar þröngsýns bændaveldis en þegar þetta ákvæði var numið úr lögum 1936 var til staðar heill kór sem fussaði og sveiaði yfir breytingunum. Undir gamlar blaðagreinar sem lýsa hinum óumflýjanlegu fylgifiskum þéttbýlismyndunar, þeim solli og siðspill- ingu, skrifaði glettilega stór hluti þjóðarinnar. Umfangsmiklar breytingar á lífs- stíl eða sjálfsmynd þjóðarinnar eru þannig í dag kynntar okkur sem óumflýj- anlegar og andstöðumenn þeirra kenndir við afturhald og framfaraótta. Enginn man heldur eftir því að bara nýlega hafi stór hluti þjóðarinnar verið mótfallinn Ráðhúsinu og Perlunni. Úrtölumenn eru aukin heldur aldrei kynntir nema sem lítið brot hinnar annars samheldnu þjóðar og aldrei er annað gefið í skyn en að þeir hafi allir endað á því að sjá ljósið. Hefði íslenskt þjóðfélag þó þróast öðruvísi, önnur öfl haft vinninginn, er þá ekki líklegt að í stað þess að vera aðhlátursefni myndu til dæmis forsvarsmenn sveitasælunnar birtast okkur innrammaðir í sögubókum sem ötulir verjendur göfugra hugsjóna og lífsgilda? Unnur María Bergsveinsdóttir Kistan www.kistan.is Morgunblaðið/Ómar Er Laugavegurinn ljótur? Eru Íslendingar sammála? I Kunna Íslendingar að tala saman? Kunnaþeir að komast að niðurstöðu? Eða er hringavitleysan og móaflanið það eina sem Ís- lendingar kunna? Hvers vegna er svona erfitt að hefja umræður um hluti hér á landi? Hvað gerir það að verkum að ef einhvern langar til að ræða ákveðið efni á þessu landi þá er við- mælandinn nánast um- svifalaust farinn að snúast í kringum sjálfan sig eins og skopparakringla eða hlaupinn út í móa að elta lóaspóa? Þarf þetta virkilega að vera svona? Erum við virkilega svona? II Hver eru lögmál samræðunnar? Þau erueftirfarandi: Tveir eða fleiri ræða saman með það að markmiði að komast að niðurstöðu. Og hvernig komast þeir að niðurstöðu? Með því að hlusta á orð hins, leggja skilning sinn í þau og svara síðan með það í huga að reyna að fikra sig nær einhvers konar niðurstöðu. Það er til annars konar samræða sem er mikið stunduð hér á landi, og kannski er það eina samræðan sem stunduð er á Íslandi um þessar mundir. Þetta er pólitísk samræða en hún er af allt öðrum toga en hin fyrrnefnda. Þar ræða tveir eða fleiri saman með það að markmiði að komast ekki að niðurstöðu; þátttakendur stefna orðum sínum ætíð gegn hver öðrum án þess að hugsa um röklegan framgang. Pólitísk samræða á þannig margt skylt með pólitískum áróðri en honum trúir enginn heilvita maður. III Þessi vanþekking á list samræðunnarbirtist ekki aðeins í umræðum um flest þjóðþrifamál landsins, eins og til dæmis um stöðu og stefnu Íslensku óperunnar í þessari viku, heldur og í borgarlandslaginu. Á þetta var bent í grein um viðbyggingar í miðbæ borgarinnar í síðustu Lesbók og í dag er fjallað um skort á heilbrigðri samræðu milli nýbygginga við Sæbrautina í Reykjavík. Þeg- ar íslenskir arkitektar teikna ný hús eða við- byggingar virðast þeir oft og iðulega stefna byggingum sínum gegn byggingunum sem eru fyrir án þess að skeyta nokkuð um röklegan framgang, hvað þá fagurfræðilegt samhengi. Milli Borgartúns og Sæbrautar hafa á und- anförnum árum risið sex nýjar og miklar byggingar hlið við hlið án þess að taka nokkurt tillit til útlits eða inntaks hvor annarrar. Hið sama virðist gilda um Laugaveginn sem hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Guðni El- ísson fjallar um byggingarlist hans í fjölmiðla- pistli sínum ofar á þessari síðu og kemst að þeirri niðurstöðu að þar sé heldur ekkert sam- hengi að finna: „Laugavegurinn gerir nefni- lega þá kröfu til áhorfandans að hann takist á við fjölþætt ferlegheit frá ólíkum tímaskeiðum í íslenskri byggingarsögu,“ segir Guðni og set- ur skoðun sína fram umbúðalaust: „Laugaveg- urinn er ljótur.“ IV Er hugsanlega kominn tími til að Ís-lendingar læri eitthvað um samræðu, hvernig hún fer fram, hver sé tilgangur henn- ar, hvert sé gildi hennar? Kjarni málsins er þessi: Það sem sagt er hefur ekkert gildi nema það sé sagt við einhvern sem nennir að hlusta. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.