Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 ÞAÐ var með mikilli eftirvæntingu sem ég lagði leið mína til Parísar í byrjun árs. Tilgangur ferðarinnar var að sjá loksins uppfærslu Brooks með eigin augum og reyna þannig að öðlast meiri skilning á vinnuaðferðum og galdri þessa aldna meistara. Vissulega hafði ég í gegnum tíðina lesið ótal bækur og greinar um sýningar hans, auk þess að kynna mér skrif hans í þaula. En eins og hverjum sem kynnst hefur galdri leikhússins má ljóst vera felast ákveðin takmörk í því að sjá aðeins upptöku hvað þá að lesa um leiksýningu, því leikhúsið snýst um hið sérstæða samband sem skapast milli áhorfenda og leikenda, en þau tengsl hafa einmitt verið eitt aðalrannsóknarefni Brooks síðustu þrjá áratugi. Bouffes du Nord-leikhúsið var byggt 1876 og hafði staðið yf- irgefið í tæp tuttugu ár þegar Brook heillaðist af rýminu árið 1974. Það var þá í mikilli niðurníðslu, en með styrk frá franska ríkinu gat Brook látið gera við það allra nauðsynlegasta. Hann vildi þó alls ekki að því væri komið í upprunalegt horf, en að hans mati felst ákveðinn sjarmi í hinu gamla og máða sem ber með sér að hafa lifað tímana tvenna, enda líkir Brook sjálfur sprungum veggjanna við hrukkur í andliti. Það sem mér gafst kostur á að sjá í Bouffes du Nord í jan- úarbyrjun var sannkölluð leikhúsveisla. Hér var um að ræða þrjú leikverk hvert úr sinni áttinni sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um samband guðs og manns og mynduðu nokkurs kon- ar þríleik þar sem kristni, íslam og hindúismi var til skoðunar. Leikhúsveislan hófst á endurkomu Krists og lauk með dauða Krishna, með viðkomu í Afríku þar sem sýndar voru afleiðingar áreksturs trúar og stjórnmála. Maurice Bénichou fór afar vel með hlutverk rannsóknardóm- arans í leikgerð Brooks á sögu úr Karamasov-bræðrum Dostoj- evskís. Leikur hans var lágstemmdur en að sama skapi áhrifa- mikill. Ekki síður mögnuð var þögul nærvera tónlistarmannsins Antonins Stahlys, í hlutverki Krists. Stahly sat allt eintalið og fylgist með mótleikara sínum af þvílíkri einbeitingu að aðdáun sætti og þegar hann í lok verksins stóð upp, gekk til dómarans og kyssti hann áður en hann yfirgaf hann einan í örvæntingu sinni gat maður varla andað fyrir spennu. Í Tierno Bokar, aðlögun Marie-Hélène Estienne á sögu eftir Amadou Hampaté Bâ, skapaði fjölmennur og fjölþjóðlegur leik- hópur sérlega skemmtilegt og fyndið andrúmsloft þó svo að inn- Brook boðið til Íslands? tak verksins byggðist á trúardeilum. Hér gafst tækifæri til að sjá nokkra af helstu leikurum, sem starfað hafa með Brook jafn- vel áratugum saman, fara á kostum, má þar nefna leikara á borð við Bruce Myers, Sotigui Kouyaté og Yoshi Oïda. Afar fróðlegt var að upplifa hve auðvelt leikararnir áttu með að fanga athygli áhorfenda án þess nánast að hafa nokkuð fyrir því. Allar ein- kenndust sýningarnar þrjár af þeim tæra einfaldleika sem segja má að sé niðurstaða Brooks eftir þrotlausa leit sína að kjarna leiksins, hversu lítið þarf leikarinn að gera til að hreyfa við áhorfendum og hvert er eðli leiksins. Það var hreinlega magnað að upplifa hina sterku sviðsnærveru leikara hans, öryggi þeirra og einbeitingu sem aðeins næst með algerri afslöppun gagnvart viðfangsefni sínu og fullkominni samstillingu hópsins. Þetta er því leikhúsupplifun sem seint mun líða mér úr minni. Raunar varð leikhúsferðin einnig eftirminnileg fyrir þær sak- ir að rétt áður en fyrsta sýningin hófst skaust inn í salinn lágvax- inn, hvíthærður maður með skrifblokk og penna. Hér var kom- inn leikstjórinn, sjálfur Peter Brook, til að fylgjast með sýningum sínum. Þegar þeim lauk gafst mér óvænt tækifæri til að heilsa upp á hann. Í óformlegu spjalli við Brook sagði hann Ísland vera eitt þeirra landa sem sig hefði lengi langað til að heimsækja og rifjaði upp að eitt sinn hefði hann fengið boð um að koma með sýningu hingað til lands, en því miður hefði hann ekki getað orðið við þeirri beiðni á þeim tíma. Óskandi væri að hann fengi annað boð og að þá sæi hann sé fært að þiggja það. Sotigui Kouyaté í hlutverki Tierno Bokar. Ó hætt er að fullyrða að Peter Brook er einn virtasti leik- stjóri okkar tíma og hefur hann haft ótvíræð áhrif á vestrænan leikhúsheim. Allt frá því hann leikstýrði fyrstu uppfærslu sinni fyrir rúmum sextíu árum hefur hann verið óþreytandi í leitinni að sér- kennum leikhússins og óhræddur við að gera ýmsar tilraunir. Hann hefur leikstýrt yfir áttatíu leiksýningum og fjölda ópera auk þess að gera á ann- an tug sjónvarps- og kvik- mynda. Eftir nær tveggja ára- tuga farsælan feril sem afar vinsæll og virtur leikstjóri innan breska leik- húsheimsins settist Brook að í París árið 1970 þar sem hann stofnaði Alþjóðlega mið- stöð leiklistarsköpunar í því skyni að rann- saka hvað leikhúsið getur falið í sér og hefur hann starfað algjörlega á eigin forsendum í leikhúsi sínu Bouffes du Nord í París síðustu rúma þrjá áratugi. Þótti undrabarn í leikhúsheiminum Peter Brook fæddist 1. mars 1925 í Lund- únum og er sonur rússneskra innflytjenda sem eiga ættir sínar að rekja til Eystrasalts- landanna. Brook lærði við Oxford en hugur hans stóð snemma til kvikmyndagerðar. Þegar hann var sextán ára tók hann sér árs- leyfi frá skólanum til að vinna við kvik- myndaver. Honum fannst hann hins vegar þurfa að vera allt of lengi í læri áður en hann gæti farið að gera sínar eigin myndir svo í staðinn sneri hann sér að leikhúsleik- stjórn, ekki af neinni sérstakri ástríðu gagn- vart leikhúsinu heldur fyrst og fremst til þess að öðlast einhverja reynslu. Sautján ára gamall leikstýrði hann sinni fyrstu leikhús- uppfærslu, Doctor Faustus eftir Christopher Marlowe, hjá áhugaleikhóp í Lundúnum og aðeins tvítugum að aldri var honum boðið að leikstýra verki Williams Shakespeares Ást- arglettum í Stratford-upon-Avon. Þá þegar þótti hann einstæður og talað var um hann sem undrabarn í leikhúsheiminum. Margir hafa viljað skipta leikhúsferli Brooks upp í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið er frá 1945 til 1963 og nær yfir upphafsskeið hans í leikhúsinu þegar leiksýningar hans voru afar ólíkar að formi og stíl. Þessu tíma- bili Brooks hefur verið lýst sem „leikhúsi ímynda“ sem einkennst hafi af miklu skrauti með sérstaka áherslu á hið sjónræna. Þetta var leikhús þar sem veröld sviðsins var al- gjörlega skilinn frá heimi áhorfenda og leik- stjórinn réð nánast alfarið ferðinni. Ákveðin þáttaskil á ferli Brooks urðu með uppsetn- ingu hans á Lé konungi hjá Konunglega Shakespeare leikhúsinu (Royal Shakespeare Company) árið 1962. Sýningin vakti mikla hrifningu og ekki síst túlkun Brooks á eldri systrunum tveimur, en Brook hefur líka lýst því hvernig hann áttaði sig á raunverulegu gildi leikaranna við uppsetninguna á Lé. Fram til þessa hafði hann fremur haft áhuga á að skapa sviðsheim sem var algjörlega að- skilinn frá umheiminum. Leiksýningin átti að vera heimur tilbúnings sem áhorfendur fengju aðgang að stutta stund, þó að þeir væru samt ávallt rækilega aðgreindir frá honum. Nú fór hann að sjá leikhúsið sem viðburð er væri ekki endilega háður glæsi- legu sjónarspili eða ákveðnum lestri á leik- Og leitin heldur áfram … Hinn mikilvirki leikstjóri, Peter Brook, fagn- ar áttræðisafmæli sínu nk. þriðjudag. Af því tilefni er hér litið yfir feril þessa merka leik- stjóra sem enn er í fullu fjöri og stýrir leik- húsinu sínu Bouffes du Nord í Parísarborg. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Peter Brook: „Ég hef uppgötvað að það er aðeins hægt að lifa samkvæmt ástríðufullri og algjörri samsömun með ákveðnu sjónarhorni. En eftir því sem tím- inn líður og við og heimurinn breytumst, þá breytast markmiðin og sjónarhornin líka.“ Myndin er fengin úr heimildarmynd Simons Brooks um föður sinn. „ÞAÐ er náttúrlega afar erfitt að tala um Peter Brook því frá því að ég byrjaði í þessu fagi hefur alltaf verið talað um hann sem guð og maður talar eiginlega ekki um guð,“ segir Guðjón Pedersen, leikstjóri og leik- hússtjóri Borgarleikhússins. Aðspurður hvernig hann hafi sjálfur kynnst Brook og hugmyndum hans nefnir hann bókina hans The Empty Space eða Tóma rýmið, er út kom árið 1968, sem sé skyldulesning í allflestum leiklistarskólum. Spurður hvað geri þá bók jafnmerkilega og raun ber vitni svarar Guðjón því til að í bók- inni takist Brook að koma mörgu því sem menn eru að hugsa varðandi leikhúsið í orð og skýra hugsun. „Því miður sá ég ekki hina frægu sýningu hans á Draumi á Jónsmessunótt sem hefur, að ég held, verið tímamótasýn- ing í hinum vestræna leikhúsheimi bæði hugmynda- fræðilega og varðandi meðhöndlun á klassíkinni,“ segir Guðjón og tekur fram að eðlilega hafi hann verið óskaplega forvitinn um þennan leikstjóra sem var að leita bæði í leik- húsforminu og innihaldinu. „Brook er rannsóknarmaður í leikhúsi og það er stórkostlegt að hafa fylgst með því sem hann hefur verið að gera. Ég held að hann hafi verið mjög mikill áhrifavaldur og inspírasjón fyrir heila kynslóð leik- ara og leikhúslistamanna. Það er eins og Brook hafi alltaf verið skrefi á undan. Má þar nefna að uppsetning hans á Draumnum var mjög ný- stárleg á sínum tíma. Það að vinna sýningu úr indverskum kvæðabálki líkt og hann gerði í Mahabharata var nýtt fyrir Evrópubúa og leikgerð hans á bók Olivers Sacks Maðurinn sem hélt að kona sín væri hattur, þar sem honum tókst að búa til sýningu úr efni sem er í raun bara fræðilegt, er einnig afar merkilegt. Þannig að hann er mjög oft skrefi á undan því sem hinir annaðhvort þora ekki, kunna ekki eða hafa ekki ímyndunarafl til að gera. Að því leyti hefur hann haft áhrif á mann. Hann er alltaf að ögra sjálfum sér og er óhræddur við að reyna nýja hluti sem margir hefðu talið ógerning.“ Rannsóknarmaður í leikhúsinu Guðjón Pedersen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.