Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 | 5 Stemningin er kyrrlát og átökin milli sviða hins trúverðuglega og ævintýrisins eru orðin lúmskari. Húmorinn er líka meira áberandi, en mörg ljóðanna vekja ósjálfráðan hlátur – fliss, sem samt er alltaf undirstungið annarlegri tilfinningu: hvert er ég komin? Í ljóðinu er komið inná tema bókmenntaheimsins, umræðu um bókmenntir sem svo mjög einkenna seinni verk skáldsins, og það tema kemur aftur upp í línu undir lok bókarinnar, úr ljóðinu svik: „þegar ég vakna hef ég sterklega á tilfinningunni / að það sem á undan er gengið sé upphafið að nýjum / tímum í bók- menntum heimsins.“ Þessi bókmenntaumræða er bæði létt og leikandi og skapar margvísleg blæbrigði, án þess þó að verkin beri skaða af því að lesandi ber ekki endilega kennsl á allar bragðtegundirnar. En ljóðlínan um geðbilaða drenginn minnir á annað einkenni verka Sjóns, notkun hans á fantasíu – súrrealisma, eða bara skáldskap, sagnamennsku – til að tjá ýmis feimnismál í sam- félaginu. Í Augu þín sáu mig er augljóslega verið að fjalla um síðari heimsstyrjöldina og kynþáttahatur nasismans og í Með titrandi tár er þjóðernishyggjan enn til umræðu, nema öllu nær- tækari íslenskum lesendum, því nú gerist sagan á Íslandi og fjallar að stórum hluta um upplifun útlendingsins hér. Sú mynd sem Sjón dregur upp af Íslandi í skáldsögu sinni er nokkuð ólík þeirri mynd sem flestir hafa af landi og þjóð; þetta er gagnrýnin sýn sem verður enn sterkari fyrir alla gleðina og húmorinn sem einkennir skáldsöguna. Gagnrýnin kemur fram á ýmsan hátt: í umræðu um nöfn og nafngiftir á útlendingum, tungumál og tungumálakennslu, auk sagna af illum örlögum útlendinga á Ís- landi. Í „skjóli“ fantasíunnar – geðveikinnar – gerir höfundur stólpagrín að ýmsum útblásnum viðhorfum Íslendinga um sjálfa sig en það þarf ekki sérstök gleraugu til að sjá að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Hér birtist okkur glerveggurinn í nýju ljósi, sem hin ósýnilegu og ósegjanlegu landamæri milli okkar og „hinna“, veggur sem skilur á milli þeirra hugmynda sem við gerum um sjálf okkur og þeirra sem við viljum ýta frá okkur, en finnum samt fyrir, eins og sporðaköstum fiska, innan seilingar. „Uppstigning á fjöllum“ heitir lokaljóð Myrkra fígúra, þar er bifreið í vegarkanti: „fót- spor út á heiði / aðra leið // fótsporum sleppir.“ Enn birtist okkur kyrrlát stemning hins ómögulega, sett fram á afskaplega hrein- skiptinn hátt. Í Skugga-Baldri eru einnig spor, tóan ritar „ferða- sögu sína í fannbreiðuna; jafnharðan og hún gerðist“ (29), hér virðumst við því komin á jarðbundnar slóðir. Nema auðvitað reynist tóan ekki öll þarsem hún er séð, ekki frekar en texti Sjóns. Titill skáldsögunar vísar til þjóðsagna, en Skuggabaldur er samkvæmt þjóðtrú afkvæmi kattar og tófu, þótt sumir segi hann getinn af samræði kattar og hunds. Skugga-Baldur í skáldsögu Sjóns er maður sem er stóran hluta sögunnar á tófuveiðum og verður þar fyrir óvæntri upplifun. Baldur þessi, sonur Skugga, er prestur í litlum dal síðla á nítjándu öld. Ekki er hann með öllu vel liðinn af söfnuði sínum, sérstaklega ekki einu sóknarbarninu, grasafræðingnum Friðriki B. Friðjónssyni. Sá hefur tekið í fóst- ur vangefna stúlku, hálfvita, sem veit enga meiri skemmtun en þá að klæða sig upp og fara í kirkju til að hitta annað fólk – og syngja, en það er sérstaklega tekið fram að hún syngur aldrei ófalskt. En nú hefur prestur meinað henni aðgang að kirkju sinni og þykir látbragð hennar ekki eiga við. Skugga-Baldur er stutt skáldsaga, nóvella. En þrátt fyrir að vera stutt inniheldur hún þrjá þræði, eltingaleik Skugga- Baldurs við tóuna, söguna af Öbbu asíatísku, dauða hennar og greftrun og sögu Friðriks, fóstra hennar. Hver og ein þessara sagna er svo ótrúlega breið um sig þegar nánar er að gáð, Skugga-Baldur og Friðrik standa fyrir tvær hliðar á íslensku samfélagi, útlínur þjóðarsálarinnar teiknast upp í þeim. Saga Öbbu er ekki síður þrútin af undirtextum af fjölmörgu tagi, þá sérstaklega umræðu um stöðu þeirra sem eru álitnir undirmáls og óæðri, en einnig stöðu kvenna. Abba er einnig dálítið mystísk fígúra, hún á sitt eigið tungumál og óljósa sögu, en endurkoma hennar til Íslands er óneitanlega dálítið merkileg, með farm af óvenjulegum ljósmetistunnum í mannauðu skipi. Þannig skapar höfundur dulúð hvarvetna og þessi dulúð er, í takt við tímann sem sagan gerist á, dulúð þjóðsögunnar. Þjóðsagan er sterkust í þætti Skugga-Baldurs sjálfs og átök- um hans við tóuna, en þó er ekki fjarri því að Friðrik eigi hlut að máli, og eins og áður er sagt hvílir mystík yfir Öbbu. Baldur, sonur Skugga, lendir inni í miðri þjóðsögu þegar hann leggst æstur í tófuveiðar um hávetur. Tóan, skolladóttir, reynist þó ekki einhöm, prestur leiðist út í villur og á ekki afturkvæmt. Hér virðist þjóðsagan og þar með landið sjálft hafa snúist gegn þess- um manni, sem þó er skilgetið afkvæmi þjóðtrúarinnar og for- dóma sem blómstra í skjóli hennar. Enn er því spilað á marg- ræðni, ekkert er einfalt eða einsýnt. Enda kemur í ljós að tóan var (líklegast) mögnuð á Baldur, af þeim sem er ólíklegastur til slíks, Friðriki, fulltrúa heimsborgarans í sögunni. Í bréfi sem Friðrik sendir Baldri varðandi útför Öbbu nefnir hann draum í eftirskrift: „P.S. Í nótt dreymdi mig mórauða tóu. Rann hún með skriðunum og stefndi inn dalinn. Spikfeit var hún og af- skaplega loðin“ (54). Bréfið lesum við þó ekki fyrr en um miðja bók og vitum því ekki fyrr en þá hver ástæðan fyrir skytteríinu er. Þjóðsögur hafa alltaf verið skáldinu innblástur, margt í mynd- máli fyrstu ljóðanna endurspeglar tungutak þjóðsögunnar og þjóðsagnaminni halda áfram að birtast í seinni ljóðabókunum, iðulega tengt draumum á einhvern hátt, en draumar leika mik- ilvægt hlutverk í íslenskum þjóðsögum. Þannig má segja að draumurinn tengi saman ólík minni úr heimi Sjóns, fantasíu, súrrealisma og þjóðsögu: draumurinn er glerbrúin. Þjóðsögur leika einnig stórt hlutverk í skáldsögunum Augu þín sáu mig og Með titrandi tár, en eins og áður segir vinnur skáldið þar bein- línis með sagnamennsku; þjóðsögur, goðsögur, flökkusögur og frásagnir af ýmsum toga. Eins og áður sagði heldur þessi úrvinnsla úr sagnahefð áfram í Skugga-Baldri, á annan hátt, en samt í rökréttu framhaldi af fyrri verkum. Fyrir það fyrsta er sagan, eins og fyrr segir, nítjándualdar-skáldsaga með rómantísku yfirbragði, og sækir í brunn hugmyndaheims og stílbragða þess tíma. Fyrir utan vís- anir til þjóðsagna og fornrómverskra skrifa erum við minnt á evrópsk dekadent skáld, en Friðrik er undir miklum áhrifum frá þeim, þarsem hann hrópar í lyfjavímu: „Ég hef séð úniversið! Það er búið til úr ljóðum!“ (67) Þarna hittum við fyrir Friðrik á námsárum hans í Kaupmannahöfn (já, það er líka pláss fyrir mynd af íslenskum stúdentum í Kaupmannahöfn), en hann er greinilega gefinn fyrir upphrópanir, því heimavið hrópar hann á hafið: „Ég hylli þig, haf, þú spegill hins frjálsa manns!“ („sweet like harmony made into flesh“, Oceania). Enn er dregin upp mynd af íslensku þjóðarsálinni enda finnst Dönunum Friðriki „mælast sem „en rigtig Islænding““ (67). Ekki má heldur gleyma vísun í sögu ævintýrameistarans H.C. Andersens, en Abba heldur mikið uppá þær, og gleðst yfir að fá fjöður úr dönskum álftarunga. Hér finnum við sporðaköstin í lófanum: Abba er sjálf eins og ljóti andarunginn í sögu Andersens, mis- notuð og illa meðfarin, fordæmd fyrir að vera öðruvísi, en blómstrar að lokum í umhyggju og vináttu Friðriks. Sjón tekur hér á stórlega viðkvæmum málum á átakalausan og tilgerðarlausan hátt. Tónninn er um margt ólíkur háðsádeil- unni í Með titrandi tár, þótt enn sé þjóðarsálin tekin til skoð- unar, en sagan snertir á meðferð á fólki með Downs-heilkenni. Því er lýst hvernig slík börn voru kæfð við fæðingu, enda þótti sérlega óviðeigandi að hvítar konur eignuðust börn sem bæru asískt yfirbragð. Í texta Sjóns er þó hvorki að finna áróður né stórkarlalæti, umfjöllunin er öll hógvær og látlaus, og þeim mun sterkari fyrir vikið. „Mikil er hún, myndgátan“ („they puzzle me“, Jóga, Björk, texti Sjóns) Skugga-Baldur er eins og púsluspil, við fyrstu sýn virðist hér um þrjár sögur að ræða, Baldurs, Friðriks og Öbbu, en í lokin raðast allir hlutarnir saman. Abba sjálf er mesta púsluspilið, en það eina sem hún á er einmitt púsluspil, haganlega smíðuð spjöld sem mynda líkkistu þegar Friðrik leggur þau saman eftir dauða hennar. Annað púsluspilið er Íslandið sjálft sem myndast í gegnum söguna, mynd harðræðis, fáfræði og fordóma, en jafn- framt mynd hlýju og húmors. Og það er í raun það sem stendur uppúr að sögunni lokinni, hlýjan, á milli þeirra Friðriks og Öbbu – sem einmitt bera byrðar sínar svo vel – hlýjan í textanum þeg- ar lýst er landi og þjóð, sögum og sögnum, og svo auðvitað húm- orinn og kímnin sem birtast á óvæntustu stöðum. Hlýja og kímni einkenna reyndar verk Sjóns í heild, hvort sem er í ljóðum, sögum, barnabókum, leikritum eða söngtextum, sjáið bara mynd hans af „Sigurvegaranum“ úr Myrkum fígúr- um, en þar birtist okkur sigurvegarinn í líki draums sem er eins og syfjulegur fuglsungi í einkennilegum ljósaskiptum: hann kemst fyrir í lófa manns dröfnóttur og hálfblindur draumur manns (baksvið: framandi garðar kaldbjartur dagflötur sofandi svefns)  Ég hef skrifað fjölda greina og ritdóma um verk Sjóns og þessi grein byggist ljós- lega á þeirri vinnu. Helstu greinarnar eru þessar: „„ég vil að þið sjáið mig fyrir ykkur“: myrkar fígúrur, rauðir þræðir og Sjón“ á bók- menntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur, www.bokmenntir.is (2001). „Augu þín sáu mig“ eftir Sjón í Heimi skáldsögunnar, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands 2001. „„Skyldi móta fyrir landi?“ Af leirmönnum, varúlfum og víxlverkunum,“ Skírnir, haust 2002. „Skyndipróf í draumráðningum“, Lesbók Morgunblaðsins, 14. ágúst 2004. Morgunblaðið/RAX Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.