Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Gríman 2: Sonur grímunnar Closer  (SV) Meet the Fockers  (SV) Háskólabíó Ray Kórinn Million Dollar Baby  (HJ) The Aviator  (HJ) A very long engagement The Incredibles A series of unfortunate events Laugarásbíó Gríman 2: Sonur grímunnar Meet the Fockers  (SV) Ray Sjóræningjar á Saltkráku Regnboginn Closer Gríman 2: Sonur grímunnar Being Julia  (HL) The Sea Inside Sideways  (SV) Finding Neverland  (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Gríman 2: Sonur grímunnar White Noise  (SV) Fríllinn Meet the Fockers  (SV) Million Dollar Baby  (HJ) Alexander  (HJ) Team America World Police A series of unfortunate events  (SV) The Incredibles  (HL) Smárabíó Gríman 2: Sonur grímunnar Closer  (SV) Flight of the Phoenix.  (SV) Assault on Presinct 13 Elektra  (SV) Í takt við tímann  (SV) Myndlist Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. júní. Gallerí Banananas: Stein- grímur Eyfjörð – Undir linditrénu. Gallerí Sævars Karls: Sig- urður Örlygsson – Ættarmót fyrir hálfri öld. Stendur til 3. mars. Gerðuberg: Þýska listakonan Rosemary Trockel sýnir til 27. febr. Sigríður Salvars- dóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Stendur til 13. mars. Grófarhús: Sigríður Ólafs- dóttir – hópmyndir. Stendur til 10. mars. Grafíksafn Íslands: Karólína Lárusdóttir sýnir grafíkverk og vatnslitamyndir. Stendur til 6. mars. Hafnarborg: Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu almenningsraf- veitunnar. Bjarni Sigur- björnsson og Haraldur Karlsson – Innsetning. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febr- úarmánaðar. Hallgrímskirkja: Jón Reyk- dal – 6 ný olíumálverk í forkirkju. Stendur til 28. febrúar. Hrafnista Hafnarfirði: Stein- laug Sigurjónsdóttir sýnir ol- íu- og vatnslitamyndir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon: Óli G. Jóhanns- son sýnir óhlutbundin lista- verk. Stendur til 5. mars. Kling og Bang: Magnús Árnason – Sjúkleiki Bene- dikts. Listasafn Akureyrar: Ashk- an Sahihi – Stríðsmenn hjartans. Stendur til 6. mars. Listasafn ASÍ: Ólöf Nordal – Hanaegg. Ósk Vilhjálms- dóttir – Jákvæð eignamynd- un – Neikvæð eignamyndun. Standa til 5. mars. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930–1945. Rúrí – Archive – Endangered waters. Listasafn Kópavogs – Gerð- arsafn: Árleg ljósmyndasýn- ing og verðlaunaveiting Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands. Ragnar Axelsson – Framandi heimur. Listasafn Reykjanesbæjar: Kristín Gunnlaugsdóttir – Mátturinn og dýrðin, að ei- lífu. Stendur til 6. mars. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Lýkur á sunnudag. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Hörður Ágústs- son – Yfirlitssýning í Vest- armaður mánaðarins. Nýlistasafnið: Jean B. Koe- man – Socles de Monde. Samsýningin Tvívíddvídd. Grams – Sýning á víd- eóverkum úr eigu safnsins. Leiklist Austurbær: Vodkakúrinn, lau. Ávaxtakarfan, sun. Borgarleikhúsið: Híbýli vindanna, lau., fös. Ausa, lau. Belgíska Kongó, fim, fös. Lína Langsokkur, sun. Open Source, sun., fim. Alveg brilljant skilnaður, fös. Svik, sun. Saumastofan 30 árum síðar, mið., fim. Segðu mér allt, lau., sun. Iðnó: Ástandið, mið., sun. Tenórinn, sun. Íslenska óperan: Tosca, sun., mið., fim. Leikfélag Akureyrar: Ólí- ver!, lau., fös. Loftkastalinn: Ég er ekki hommi, fös. Komin til að sjá og sigra!, lau. Welcome to the jungle, sun. Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsa- skógi, lau., sun. Edith Piaf, lau., fös. Mýrarljós, sun., fim. Grjótharðir, sun., fim. Nítjánhundruð, lau., fös. Böndin á milli okkar, fim. ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI í miðrými. Kjarval í Kjarvals- sal. Safn: Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jó- hannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forset- ar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safn- eigninni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. SÍM-húsið: Katrín Elv- arsdóttir – Frelsarinn. Stendur til 28. febrúar. Suðsuðvestur, Reykjanesbæ: Nemendur úr Listháskóla Ís- lands. Thorvaldsen: Ásta Ólafs- dóttir – Hugarheimur Ástu. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur: Sören Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljósmyndasýning. Þjóðminjasafnið: Hér stóð bær … og Átján vóru synir mínir í Álfheimum. – Ljós- myndasýningar. Þjóðmenningarhúsið: Bragi Ásgeirsson er myndlist- FRANSKI rithöfundurinn Alfred Jarry, sem þekktastur er líklega fyrir verk sitt um Bubba kóng, fann upp hugtak sem hann kallaði patafýsik. Patafýsikin gerir grín að vísindum og byggist á bulli. Hún finnur fá- ránlegar lausnir á vandamálum og útskýrir á gervivísindalegan hátt ýmis fyrirbæri, pa- tafýsikin er skáldskapur. Fyrir þá sem vilja kynna sér patafýsikina betur er ábyggilega ágætt að leita til The London Institute of Pataphysics sem stofnuð var árið 2000 og skiptist í þrjár deildir sem fást við myndir, teoríu og fornleifafræði. Það má hiklaust fella verk Ólafar Nordal sem hún sýnir nú í Listasafni ASÍ undir hatt patafýsikurinnar, en heimatilbúin skil- greining hennar og myndsköpun byggð á fyrirbærinu Hanaegg er fullkomlega eftir forskriftinni. Þann pól í hæðina tekur einnig rithöfundurinn og skáldið Sjón þegar hann skrifar bæði hryllilegan og fyndinn texta um annað patafýsiskt fyrirbæri, Túnfótinn, í sýningarskrána. Í báðum tilfellum er gengið út frá raunverulegu fyrirbæri – Hanaegg Ólafar er raunveruleg sögusögn, orðið tún- fótur raunverulegt orð. Ólöf skapar síðan verk sín út frá eigin ímyndunarafli og sömu- leiðis spinnur Sjón í kringum þá staðreynd að í orðinu túnfótur er að finna „fót“ og skapar síðan eigin útgáfu af því fyrirbæri. Patafýsikin er afar skemmtileg skáldskap- araðferð og vel til þess fallin að rugla fólk í ríminu. Þegar rithöfundur á borð við Sjón á í hlut er því vel við hæfi að líta á verk Ólaf- ar frá þessu sjónarhorni. Súrrealistinn Sjón nær aukinheldur góðu sambandi við verk Ólafar sem einkennast oft af súrrealískum vinnuaðferðum þar sem t.d. mætast tveir ólíkir hlutir. Ekki er laust við að form Ólaf- ar á þessari sýningu minni t.a.m. á myndlist súrrealistans Bellmer. En þessi hlið er að- eins ein hlið af mörgum á verkum Ólafar Nordal sem hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem ein okkar fremstu lista- manna hvað varðar vinnu með íslenska menningu og fyrirbæri en mörg verk henn- ar eru eftirminnilegar og nýstárlegar sam- setningar á fornu og nýju, gjarnan bæði beittar og hnyttnar. Innsetning hennar í ASÍ er þar engin undantekning á en þó er í henni óþægilegri undirtónn en í mörgum öðrum verkum, undirtónn sem skapast vegna mótsagnar í efni og viðfangsefni. Þannig eru bleikir, stórir púðar mjúkir og þægilegir, sakleysislegir á að horfa. Sama má segja um bleik, mjúk formin sem snúast hægt í myndbandinu sem varpað er á veggi. En eftir því sem horft er lengur verður myndefnið óþægilegra, formin afmyndaðri, vanskapaðri, áleitnari. Þægindi púðanna verða að sama skapi kæfandi og yfirþyrm- andi. Innsetningin sem í fyrstu virðist ljúf og þægileg fer að vísa æ meir til neikvæðra þátta í samfélagi okkar, þægindasýki, gena- fikts, fullkomnunaráráttu. Hið fullkomna yf- irborð er sjúkt undir niðri. Eins og endranær hefur Ólöfu tekist á snjallan hátt að fanga tíðarandann og koma aftan að áhorfandanum en hún gætir þess um leið að gefa honum frelsi til að draga sínar eigin ályktanir. Verk hennar búa jafn- an yfir sjaldséðu samspili persónulegrar myndhugsunar, skynrænna þátta og vit- rænna vangaveltna, þættir sem eru ríkulega til staðar í innsetningunni í ASÍ. Mjúkar vangaveltur Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Árni Torfason Ólöf Nordal Eins og endranær hefur henni tekist á snjallan hátt að fanga tíðarandann. MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 6. mars. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Blönduð tækni, Ólöf Nordal ÓSK Vilhjálmsdóttir er skelegg að vanda, sýnir nú á tveimur stöðum í bænum, í listasafni ASÍ og ásamt Önnu Hallin í Fugli við Skólavörðu- stíg en nánar verður sagt frá sýningu þeirra í annarri umfjöllun. Ósk sýnir tvær innsetningar í Listasafni ASÍ. Frá upphafi ferilsins hefur við- fangsefni listar hennar verið af samfélagslegum toga, í verkum sínum leitast hún jafnan við að draga fram ýmsa þætti sem að hennar mati eru umhugsunarverðir. Þar má nefna hlutverk ein- staklingsins í samfélaginu, gildismat, t.a.m. eins og það kemur fram hjá yngri kynslóðinni, inn- prentað af þeirri eldri. Hugmyndir um það hvernig samfélagið gæti hugsanlega verið ein- hvern veginn öðruvísi var viðfangsefni hennar í eftirminnilegri innsetningu, Eitthvað annað, í Gallerí Hlemmi á meðan það var og hét. Nú birtast þessi orð aftur í list Óskar en samhengi þeirra er allt öðruvísi. Eitthvað annað getur vissulega vísað í margar áttir. Í Gryfju ASÍ veltir Ósk fyrir sér tilvist nútímamannsins. Ein- hver hefur tjaldað tjaldi sínu og úr myrkrinu berst illilegt urr, annaðhvort ver dýrið þann sem dvelst í tjaldinu eða ógnar honum utan úr nóttinni. Á einfaldan máta, sem einna helst á eitthvað skylt með raunveruleikanum annars vegar og birtingarmátum hans í bíómyndum hins vegar, skapar Ósk andrúmsloft sem nær föstum tökum á áhorfandanum. Setningin sem letruð er á vegginn gerir innsetningu hennar enn áhrifameiri en hér opna orðin verkið fyrir áhorfandanum og gera honum kleift að lesa fleira úr því en ella. Sterkasta tilfinningin er þó fyrir orðlausum óhugnaði, minningin sem verk- ið skilur eftir sig er minningin um hreinan ótta, ótta við ofbeldisfullt samfélag, ótta við dekkri hliðar mannskepnunnar, einfaldlega frum- stæðan ótta, við myrkur og óargadýr. Byggist ekki margt í samfélagi okkar á ótta? Á að við- halda ótta? Við utanaðkomandi, við ofbeldi, við hryðjuverk o.s.frv. Öflugt lögregluríki og náið eftirlit með einstaklingum er t.d. ekki fram- kvæmanlegt nema með viðhaldi ótta hjá al- menningi. Ósk hefur síðan breytt Arinstofu í ákjós- anlegt myndbandsrými. Börn í hlutverkaleik og dansi leika sér á myndfletinum en í bakgrunni er loftmynd af Reykjavík og umhverfi og má sjá hvernig byggðin teygir úr sér í allar áttir, land- nám nútímamannsins. Það sem á yfirborðinu er frjáls leikur felur einnig í sér það hvernig sam- félagið leitast við að steypa einstaklinginn í ákveðið mót og einnig má greina snemmbyrj- aða valdabaráttu kynjanna þegar bæði börnin reyna að stjórna leiknum. Holur hlátur sjón- varpssápu fylgir myndinni og gerir hana nöt- urlega, dregur fram dekkri hliðar og tengir líf einstaklingsins við veruleika fjölmiðlanna. Ósk Vilhjálmsdóttir hefur sýnilega náð sterkum tök- um á myndmáli sínu og henni tekst að koma undirliggjandi skilaboðum til áhorfandans, en þó alltaf með þeim hætti að það er hans að túlka þau sjálfur. Stíll Óskar er hrár og spontant, kröftugur og persónulegur og verk hennar eru yngri kynslóðinni án efa innblástur. Það tekur listamenn yfirleitt nokkurn tíma að finna hug- myndum sínum greiðan farveg en Ósk sýnir hér frábærlega hversu örugg hún er orðin í list sinni. Samfélag óttans MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 6. mars. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Blönduð tækni, Ósk Vilhjálmsdóttir Morgunblaðið/Árni Torfason Ósk Vilhjálmsdóttir Hefur sýnilega náð sterkum tökum á myndmáli sínu, segir í dómnum. Ragna Sigurðardóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.