Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Side 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 Að undanförnu hefur talsverð umræðaverið í gangi um hvort sjónvarpsstöð séað brjóta lög sem sett voru til verndaríslenskri tungu. Stöðin hefur valið þann kostinn (í sparnaðarskyni) að senda út fjölda leikja úr enska fótboltanum með lýsingu bresku þulanna eingöngu, sem klárlega er lög- brot. Íþróttafréttamenn á öðrum stöðvum hafa gagn- rýnt lögleysuna og er málið komið fyrir dómstóla og þingmenn komnir fram með þingsályktunartillögu um að kippt verði úr sam- bandi þessu mikilvæga lagaákvæði. Þeir sem lýsa títtnefndum leikjum, sem er geysivinsælt og áhrifaríkt sjónvarpsefni, eiga misjafna daga líkt og aðrir dauðlegir menn. Nokkrir komast nærri fagmennsku bresku þul- anna en því miður brennur oftar við að þeir eyði of miklum tíma í tölfræði, dómaratuð og fimm- aurabrandara í stað þess að einbeita sér að því að lýsa gangi mála á vellinum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það er ekki kjarni málsins, því síður að þul- unum verður fótaskortur á tungunni í hita leiks- ins, heldur hvort ekki sé skylt að halda þessi lög sem önnur og aðalatriðið er og verður að standa sem þéttast vörð um tunguna. Þar með er nöldrið loks komið að varðstöðunni, þættinum sem tengir þularmálið við kvikmyndirnar. Fyrir u.þ.b. 2 árum fengu íslenskir fjölmiðar tilmæli frá Íslenskri málnefnd þar sem segir m.a.: „Íslensk málnefnd leyfir sér hér með að vekja athygli viðtakenda þessa bréfs á þeirri ábyrgð sem hvílir á íslenskum fjölmiðlum að því er varð- ar íslenskun á heitum sjónvarpsþátta og kvik- mynda og á íslensku tali/texta með kvikmynda- auglýsingum í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Hér er bæði átt við dagskrárkynningar í fjöl- miðlum, þar sem fram koma heiti kvikmynda og sjónvarpsþátta í íslenskum sjónvarpsstöðvum, og auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum frá kvik- myndahúsum og myndbandaleigum þar sem fram koma heiti kvikmynda og eftir atvikum flutt brot úr þeim …“ Það er skemmst frá að segja að þessi tilmæli eru (með heiðarlegum undantekningum) mikið til fótum troðin án þess að nokkur virðist setja það fyrir sig aðrir en örfáir sérviskupúkar. Undirrit- aður skipar sér ótrauður í þann hóp og grípur fegins hendi tækifærið til að vekja máls á þeirri óheillaþróun hvernig tungan drabbast niður og enskan verður æ áhrifameiri. Fyrir fimm árum fjallaði ég um þetta andvaraleysi varðandi ís- lenskun kvikmyndaheita og sagði þá m.a.: „Þessi lágkúra er ekki síst alvarleg í ljósi þess að kvik- myndir njóta mestra vinsælda meðal þess aldurs- hóps sem er að móta tungutak sitt til frambúðar … Við verðum að halda æ stífari vöku til verndar hornsteini menningar okkar og sjálfstæðis – móðurmálinu. Íslenskun heita á bíómyndum er grundvallaratriði og mikilvægt innlegg í málvit- und þeirra sem erfa landið. Við megum ekki gefa eftir í nafngiftum, megum ekki láta það líta svo út að þær séu eitthvert léttvægt aukaatriði, opna fyrir þróun sem á eftir að hafa sífellt alvarlegri afleiðingar í för með sér en orðið er … Núna, nokkrum árum síðar, er þetta virki fall- ið, maður spyr, hvaða múrar falla næst?“ Forráðamenn bíóanna kannast ekki við afskipti frá Íslenskri málnefnd, málið er bersýnilega dautt. „Það er sjálfsagt að nota íslenskt heiti ef það steinliggur,“ segir Björn Sigurðsson hjá Skífunni og bendir í því sambandi á titilinn Með fullri reisn, sem var snjallt heiti á The Full Monty. „Við látum í flestum tilfellum þýða heiti mynd- anna á íslensku þó við notum það ekki og nafnið mætti koma fram með smáu letri í auglýsingum en það hefur ekki verið farið fram á slíkt.“ Björn og Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum eru sammála um að íslenskun heita bíómynda annarra en fjölskyldumynda með íslenskri radd- setningu hafi ekki verið í umræðunni um árabil. Þessi umskipti eru ekki aðeins varasöm aft- urför því íslenska nafngiftin var engu síður áskorun sem hlutaðeigendur leystu oftar en ekki á snjallan hátt, hvort sem var um beina þýðingu að ræða eða titillinn höfðaði til efnisins. Það er eftirsjá að hefðinni, snjöllum íslenskum nöfnum sem voru hluti umræðunnar og eru samfléttuð myndunum í minningunni. Tökum sem dæmi Brimaldan stríða (The Cruel Sea), Á hverfanda hveli (Gone With the Wind), Enginn er fullkom- inn (Some Like it Hot), eða Launráð í Vonbrigða- skarði (Breakheart Pass), sem minnir á stöðu málanna í dag. Tíðindalaust í Vonbrigðaskarði ’Það er eftirsjá að hefðinni, snjöllum íslenskum nöfnumsem voru hluti umræðunnar og eru samfléttuð myndunum í minningunni. ‘ Sjónarhorn Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is K raftmikil, eftirsóknarverð aðal- hlutverk fyrir miðaldra leik- konur liggja sannarlega ekki á lausu og fátt sem bendir til að breytinga sé að vænta úr þeirri átt. Með hverju árinu eykst æskudýrkunin á tjaldinu, einkum og sér í lagi þegar konur eiga í hlut. Afleiðingin er kraðak af misjöfnum en snoppufríðum smástirnum á meðan Meryl Streep, Diane Keaton, Frances McDormand og örfáar aðrar, ódrepandi stór- leikkonur góma þá fáu mola sem falla af borð- um kvikmyndaheimsins til handa þessum horn- reka aldurshópi. Myndir á borð við Being Julia er skrifuð til að forða konum frá útrýmingarhættu og Annette Bening lætur ekki ganga sér úr greip- um tækifærið að sýna hvers hún er megnug. Með aðra hönd á Óskarnum Það er dagljóst að keppnin verður óvenju tví- sýn um Óskarsverðlaunin í ár, ekki síst í flokki leikkvenna í aðalhlutverkum. Margir vilja meina að Bening sé þegar kominn með aðra höndina á Óskarinn, ekki síst eftir að hún vann til verðlauna Samtaka kvikmyndaleikara (S.A.G.), fyrir hrífandi túlkun sína á leikkon- unni Juliu Lambert. Hún er einnig búin að hljóta Golden Globe, hin eftirsóttu verðlaun The National Board of Review, svo nokkuð sé nefnt. Julia, líkt og Bening, er komin á órætt stig fimmtugsaldursins og á í nokkurri tilvist- arkreppu þrátt fyrir frægð á fjölum Lundúna; fyrirmyndarfjölskyldu (á yfirborðinu) og traustan vinahóp. Julia leysir krísuna um sinn með því að næla sér í kornungt viðhald, sem reyndar er með sitt eigið, grugguga ráðabrugg á prjónunum. Hann og flestir aðrir gera sér ekki grein fyrir því fyrr en of seint, að sú hálf- fimmtuga leikhúsgyðja, Julia Lambert, lætur hvorki hálfstálpaða potara, nýstirni né tilfinn- ingar standa í vegi fyrir sinni stóru ást, leik- húsinu. Julia verður hættulegri en særður tíg- ur þegar hún uppgötvar að verið er að hrófla við veldi hennar. Það er unun að fylgjast með Bening holdi- klæða gjörsamlega hina hæfileikaríku, eig- ingjörnu og um sinn ráðvilltu Juliu, í sannköll- uðu óskahlutverki hverrar metnaðarfullrar leikkonu. Bening þarf að nýta alla sína hæfi- leika og útgeislun til að höndla margsnúið hlutverkið sem krefst leikkonu sem kann á til- finningaskalann og ræður við það ögrandi verkefni að vera í mynd nánast allan sýning- artímann. Ljónin eru jafnan skammt undan og við Ósk- arsverðlaunaafhendinguna um næstu helgi verður það fyrst og fremst í líki leikkonunnar Hillary Swank, sem á magnþrunginn leik í ekki síður vandasömu hlutverki í Million Doll- ar Baby. Framinn og fjölskyldan Sjálfsagt væri jafngeislandi og framúrskarandi leikkona og hin 47 ára gamla Annette Bening mun sýnilegri ef hún hefði ekki tekið þá af- drifaríku ákvörðun fyrir 14 árum að giftast, eignast börn og stofna fjölskyldu. Bitinn – Warren Beatty – gerist reyndar ekki mikið feitari. Beatty var þá þegar orðinn hálfgerð goðsögn, orðlagður kvennamaður með skömm á hjónaböndum, snjall leikari, leikstjóri og framleiðandi, sannkallaður draumaprins Holly- wood-borgar. Ein efnilegasta leikkona hvíta tjaldsins sagði því hiklaust já þegar þessi girnilegi piparsveinn bað hennar árið 1991. Á þessum tímapunkti var Bening að gera mjög góða hluti, lofsungin af gagnrýnendum sem áhorfendum og var að sigla inn í ofurst- jörnuhópinn. Hún byrjaði, líkt og margar stall- systur hennar, á fjölunum og vann Tony- tilnefningu fyrir frammistöðu sína í Broadway- uppfærslu leikritsins Coastal Disturbances. Hollywood-frægðin blundaði í brjóstinu og þrátt fyrir rísandi feril yfirgaf hún leikhúsið árið 1985 og hélt á bernskuslóðirnar á vest- urströndinni. Hollywood dró ekki fram rauða dregilinn í bili og hafði Bening sáralítið að gera fyrstu fimm árin. Varð að gera sér að góðu innkomur í sjónvarpsþáttum og -myndum uns hún fékk sitt fyrsta hlutverk á tjaldinu, sem eiginkona Dans Aykroyds í The Great Outdoors (’88). Myndin er auðgleymd en það var tekið eftir þessari glæsilegu leikkonu og boltinn fór að rúlla. Við tók skellurinn Valmont (’89), síðan lítið en safaríkt hlutverk í Post- cards From the Edge. Það færði henni besta hlutverkið til þessa, glæpakvendið Myru Langtry í The Grifters (’90), magnaðri mynd, byggðri á noir-sögu Jims Thompsons. Hún var í fínum félagsskap Johns Cusacks og Anjelicu Huston, undir styrkri stjórn Bretans Stephens Frears. Árangurinn frábær, fyrsta Ósk- arsverðlaunatilnefningin í höfn og aðeins fjórar myndir að baki. Næstu myndir Bening, Guilty by Suspicion og Regarding Henry (báðar gerðar ’90), eru ekki sérlega minnisstæðar en frammistaða leikkonunnar vakti athygli Warrens Beattys. Hann fór með titilhlutverkið og framleiddi Bugsy (’91), og var sem slíkur á höttunum eftir réttu leikkonunni í aðalkvenhlutverk mynd- arinnar, smástirninu Virginiu Hall. Bening velur stökkið Eins og þar stendur, framhaldið er skráð á blöð sögunnar. Þau Beatty voru sannarlega engin unglömb þegar þau hófu búskap; hún 34ra ára, hann níu árum eldri. Það var því annaðhvort að hrökkva eða stökkva, þau völdu seinni kostinn og ber ekki á öðru en samfarir þeirra séu góðar. Þau eru talin hamingjusöm og samhent hjón og ekki síður frjósöm því barnahópurinn er með snotran vatnshalla: Kathlyn (1992), Benjamin (1994), Isabel (1997) og Ella Corinne (2000). Slík fólksfjölgun er tímafrek og öfugt við stallsystur hennar flestar hefur Bening gefið einkalífinu góðan tíma. Þau hjónin léku að vísu saman í hinni best gleymdu Love Affair (’94), þá tóku við aukahlutverk í fáeinum myndum uns Bening lét aftur að sér kveða í aðalhlutverki American Beauty (’99), sem færði henni Óskarsverðlaunatilnefningu númer tvö. Fyrir tveimur árum átti hún minn- isstæða innkomu í Open Range, hún og Robert Duvall eru sannarlega það besta í vestranum hans Kevins Costners. Eftir magnaða frammistöðuna í Being Julia hefur tilboðunum rignt yfir Bening. Tökum er lokið á Diva, sem kemur síðar á árinu, líkt og Mrs Harris og Under My Skin, sem báðar eru í vinnslu. Undirbúningur er hafinn að Running With Scissors, sem væntanleg er til sýninga að ári. Í svipinn lítur því út fyrir að Thalia hafi vinninginn í huga Annette Bening. Vandinn að vera Annette Óskarstilnefning hefur beint kastljósinu að hæfi- leikaríkri leikkonu sem tók fjölskylduna fram yfir ferilinn. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Bening eftirsótt Eftir leiksigurinn sem hún vinnur í Being Julia hefur rignt yfir hana kræsilegum at- vinnutilboðum. Þótt nýjasta mynd fyrrumMonty Python-mannsins Terry Gilliams, The Brother Grimm, sé ekki enn komin út hefur hann nú þegar hafist handa við gerð sinnar næstu myndar á eftir. Heitir sú Tideland og verður kvik- myndagerð á samnefndri költ skáldsögu eftir Mitch Cullin. „Þetta er hroll- vekjandi útgáfa af Lísu í Undra- landi,“ útskýrir aðalleikari myndarinnar Jeff Bridges í nýlegu viðtali við Premiere-tímaritið. Í myndinni leikur Bridges óreglusaman föður tíu ára gamallar stúlku, sem leik- inn er af Jod- elle Ferland (Kingdom Hospital). Í myndinni flýr stúlkan ömurlegan raunveruleikann með því að búa til og lifa í ímynduðu Carollsku undralandi þar sem félagar hennar eru uppstoppari með býflugna- grímu, íkorni og fjögur Barbie- dúkkuhöfuð. Til að kóróna óreið- una fellur þessi nútíma Lísa fyrir stráknum í næsta húsi, sem leikinn er af hinum 23 ára gamla Brendan Fletcher. „Málið er að hann er með þroska á við 10 ára,“ útskýrir Fletcher. „Við kyssumst ekkert,“ tekur hann sérstaklega fram. Gilliam hefur átt nokkuð erfitt undanfarin ár og ekki sent frá sér mynd í heil sjö ár eða síðan hann kvikmyndaði sýrutripp Hunter S. Thompsons Fear and Loathing in Las Vegas.    Næsta mynd Curtist Hanson (8Mile, L.A. Confidential, Wonder Boys) heitir In Her Shoes og er drama byggt á met- söluskáldsögu eftir Jennifer Weiner. „Þótt hún virðist ansi frábrugðin mín- um fyrri mynd- um er hún það ekki í raun. All- ar fjalla þær um persónur sem eru að reyna að átta sig á hvað þær vilja fá út úr lífinu,“ segir Hanson. Með aðalhlutverk í nýju mynd- inni fara þrjár ólíkar leikkonur; Cameron Diaz, Toni Collette (Muriel’s Wedding, Sixth Sense, About A Boy) og Shirley Mac- Laine. Fjallar sagan um það þegar hin slétta og fellda veröld lögfræð- ingsins Rose, (Collette) krumpast rækilega þegar Maggie, skemmt- anaglöð systir hennar (Diaz) flytur inn á hana. Allt sýður svo uppúr þegar Maggie sefur hjá kærasta Rose og það þarf ömmu (Mac- Laine) til að leysa ágreining systr- anna. „Sagan gerist á þeim tíma í lífi systranna þegar þær velta báð- ar fyrir sér hvernig væri að vera í sporum hinnar,“ segir Collette.    Þótt fregnir af hinu gagnstæðahafi borist er Ástralinn Baz Luhrmann ennþá að undirbúa gerð myndar um Alexander mikla – og það þrátt fyrir skell- inn sem mynd Oliver Stone reyndist vera. Luhrmann er nú að klára hand- ritið. Þeir sem þekkja til í Hollywood segja þó ansi mikla hættu á að hann missi fjárstuðninginn dragi hann það mikið lengur að hefja tökur, vegna þess einfaldlega að sögu- legar myndir hafa ekki gengið allt- of vel þar vestra; Alexander halaði inn aðeins 34 milljónir dala, King Arthur 52 milljónir og Troy 133 milljónir. Lengi stóð til að Leon- ardo DiCaprio myndi leika Alex- ander og Nicole Kidman móður hans Olympias en hvorugt hefur skrifað undir samning þess efnis. Erlendar kvikmyndir Terry Gilliam Cameron Diaz Baz Luhrmann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.