Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 | 7 „HANN var gífurlega orkumikill. Það var alltaf eitthvað að springa út í honum sem smitaði út frá sér og kveikti í sam- starfsfólki hans,“ segir Gunnar Eyjólfsson leikari um Peter Brook, en Gunnar lék í uppfærslu Brooks á Dauður án grafar og Heiðvirðu skækj- unni eftir Jean-Paul Sartre í Lyric Hammersmith árið 1947 þegar Brook var aðeins 22 ára gamall. Var Brook annar leikstjórinn sem Gunnar vann með eftir útskrift úr Royal Academy of Dramatic Arts. „Þetta tímabil með Brook er afar sterkt í minningunni vegna þess að hann er einn af þessum leikstjórum sem nær persónu- lega inn í sálarlíf þeirra listamanna er hann vinnur með. Hann hefur alveg takmarkalausa trú á og viðurkennir leikarann sem afar þýðingarmikinn hluta leik- húsverksins. Og hann er snillingur í því að fá leikara til þess að horfast í augu við dulda hæfileika sem þeir búa yfir og á sama tíma opna augu þeirra fyrir því hvað þeir raun- verulega geta og styrkja þá þannig að þeir geri vel,“ segir Gunnar og tekur fram að áhrif frá Brook hafi fylgt sér fram á þennan dag. „Hann gaf svo mikið af sér og það var ekkert annað fyrir okkur að gera en að þiggja. En maður gerði sér líka fylli- lega grein fyrir því að maður mátti ekki bregðast honum. Maður átti ekkert að liggja á liði sínu heldur gefa af sér eins og hann,“ segir Gunnar og bætir við: „Ég held að vel- gengni Brooks megi rekja til þess að hann kveikir í fólki. Maður sem vinnur svona kemur í veg fyrir stöðnun hjá leik- urunum þar sem þeir finna að þeir geta alltaf bætt við sig.“ Beðinn að rifja upp einhver eftirminnileg atvik frá æf- ingatímanum nefnir Gunnar að Brook hafi ávallt, þegar hann var spenntur, japlað á einu horninu á hreinum, hvítum vasaklút í öðru munnvikinu. „Og þegar honum lá á að kom- ast upp á svið kom hann iðulega hlaupandi eftir stólbökum sætaraðanna,“ segir Gunnar bætir við: „Það var einstaklega gaman að sjá þennan unga mann að störfum sem upp frá því hefur sett mark sitt á allt leikhús í Evrópu.“ Kveikti í sam- starfsfólki sínu Gunnar Eyjólfsson ritinu. Viðburðurinn gat þess vegna falist í því einu að leikari gengi þvert yfir sviðið, líkt og sjá má í hinum frægu upphafsorðum bókar hans Tóma rýmisins, sem að margra mati er lykilrit í nútímaleikhúsfræðum, en þess má geta að bókin kom út í íslenskri þýðingu í árslok 2003. Leitað að núllpunkti Annað tímabilið í ferli Brooks, sem hófst 1964 og stóð til 1970, einkenndist af end- urmati, rannsóknum hans á skilyrðum leik- hússins og tengslunum við áhorfendur. Á þeim tíma var Brook sífellt að verða ósáttari við þau æfingaskilyrði sem bresku leikhúsin buðu upp á. Hann var farið að lengja eftir því að fá tækifæri til þess að vinna með sam- hentum hóp og fór fram á það við Peter Hall, leikhússtjóra Konunglega Shake- speare-leikhússins, að fá fjármagn, tíma og leikara til þess að vinna að þriggja mánaða tilraunaverkefni í samvinnu við Charles Marowitz og þannig varð til tilrauna- leikhópur sem nefndist Grimmdarleikhúsið (Theatre of Cruelty) til heiðurs Antonin Ar- taud. Tilraunavinnan skilaði sér í sýningum sem Brook hefur sjálfur lýst sem „truflandi leik- húsi“, en meðal sýninga hópsins má nefna hina víðfrægu uppsetningu á leikriti Peters Weiss, Marat/Sade. Síðasta og jafnframt frægasta uppfærsla Brooks á þessu tímabili var hin margrómaða Draumur á Jónsmessu- nótt árið 1970. Í uppfærslunni hafnaði Brook öllum blekkingum sviðsins og þannig áttu leikararnir aldrei að fela það að þeir væru að leika. Sviðsmyndin var hvítt box með dyrum á bakveggnum og rólum sem héngu niður úr loftinu. Meðfram boxinu að ofan var göngu- braut þar sem leikararnir gátu staðið og fylgst með framvindunni meðan þeir biðu eftir stikkorðum sínum. Raunar lagði Brook mikla áherslu á að leikararnir fylgdust með allan tímann. Hann lét leikarana iðulega tala beint til áhorfenda og undir lok sýning- arinnar lét hann þá fara út meðal áhorfenda og taka í hendur þeirra. Sama ár yfirgaf Brook breska leik- húsheiminn og fór í nokkurs konar sjálf- skipaða útlegð. Hann flutti til Parísar þar sem hann stofnaði Alþjóðlega miðstöð leik- listarsköpunar. Þessi umskipti marka upp- hafið að þriðja tímabilinu í leikhúsferli hans og stendur það tímabil raunar enn. Mark- mið Brooks með þessum umskiptum var að skapa sér vinnuaðstæður þar sem honum gæfist tækifæri til þess að þjálfa leikara sína og vinna rannsóknarvinnu á eigin for- sendum Meðal þess sem Brook langaði til að rannsaka var samskipti leikaranna við áhorfendur og þá sérstaklega áhorfendur sem ekki eru mótaðir af hefðbundnum hug- myndum um hvernig þeim beri að haga sér í leikhúsi. Í því augnamiði hélt hópurinn í rúmlega þriggja mánaða ferð til Afríku í desember 1972 í von um að finna áhorf- endur sem ekki væru þegar skilyrtir af því hvernig fólki bæri að bregðast við leik- húsviðburði. Brook vildi hitta fyrir áhorf- endur sem væru algjörlega óhræddir við að sýna strax ef þeim leiddist. Segja má að hann hafi verið að leita að ákveðnum núll- punkti, með því að kanna hversu lítið þyrfti til þess að tjáskipti gætu átt sér stað. Hvernig færu leikarar að því að miðla ein- hverju til áhorfenda sem töluðu ekki sama tungumál og þeir, hefðu ekki sama menn- ingarlega bakgrunn og hefðu aldrei kynnst leikhúsi? Í Afríku ferðaðist hópurinn milli þorpa og sýndi spunasýningar á teppi sem rúllað var út á jörðina, en notkunin á tepp- inu hefur einkennt allflestar sýningar Brooks síðan. Eftir þriggja ára ferðalög um heiminn bauðst Brook, árið 1974, Bouffes du Nord- leikhúsið til afnota og hefur hann starfað þar síðan algjörlega á eigin forsendum. Hann hefur getað leyft sýningum að þróast á löngum æfingaferlum sem oft krefjast mikils undirbúnings og rannsókna. Iðulega hefur ein sýning leitt af annarri, þá kviknar hug- myndin að næstu sýningu hans í framhaldi af fyrri sýningu. Þannig skilaði tíu ára und- irbúningsvinna sér í þrekvirkinu The Mah- abharata (1985), níu klukkustunda langri leiksýningu er byggir á elsta ljóðabálki ver- aldar sem er kjarninn í menningu hindúa. Eftir þriggja ára undirbúningsvinnu, þar af níu mánaða rannsóknarvinnu á sjúkrahúsi setti Brook upp Manninn sem hélt að konan sín væri hattur (1993) þar sem lendur hug- ans voru kannaðar, en sýningin byggðist á samnefndri bók taugasérfræðingsins Olivers Sacks. Brook hefur allan sinn feril haft mik- inn áhuga á að vinna með texta Shake- speares, en meðal verka skáldsins sem hann hefur sett upp í Bouffes du Nord má nefna Ofviðrið (1990) og Harmleikinn um Hamlet (2000). Það eru engin svör, engin ein aðferð sem dugar öllum Þegar litið er yfir feril Brooks verður ljóst að hann er kannski fyrst og fremst afar praktískur leikhúsmaður. Hann virðist ekki hafa brennandi áhuga á fræðikenningum sem slíkum og sýn hans einkennist fremur af hugmyndum um notagildi. Þannig hefur Brook alla tíð lagt mikla áherslu á að það séu engin svör, engin ein aðferð eða ákveðnar æfingar sem dugi öllum. Allt þurfi að laga að stað og stund. Sjálfur segist Brook aldrei hafa trúað á neinn einn sann- leika. „Ég trúi því að allir skólar, allar fræði- kenningar geti einhvers staðar og á ein- hverjum tíma komið að gagni. Ég hef uppgötvað að það er aðeins hægt að lifa sam- kvæmt ástríðufullri og algjörri samsömun með ákveðnu sjónarhorni. En eftir því sem tíminn líður og við og heimurinn breytumst, þá breytast markmiðin og sjónarhornin líka. [...] Til þess að sjónarhorn geti komið að ein- hverju gagni er nauðsynlegt að gefa sig því algjörlega á vald og vera reiðubúinn að verja það með lífinu. En á sama tíma heyrist innri rödd sem muldrar: Ekki taka það of alvar- lega. Haltu þéttingsfast, en vertu reiðubúinn að sleppa við hið minnsta,“ skrifar Brook í bók sinni The Shifting Point. Og ef til vill felst lykillinn að löngum og farsælum ferli Brooks einmitt í þessari af- stöðu, því það er nær ómögulegt að staðna í vinnu sinni þegar hún einkennist af sífelldri leit. Vissulega hafa ekki allar sýningar hans vakið jafnmikla hrifningu en flestir gagnrýn- endur hafa þó verið sammála um að hann sé ávallt að gera nýjar tilraunir í rannsókn sinni á eðli leikhússins og hvers það er megnugt.  Helstu heimildir Peter Brook: The Empty Space (Penguin Books. Middlesex 1990), The Shifting Point: Theatre, Film, Opera 1946– 1987 (Theatre Communications Group, New York 1999) og Threads of Time: Recollections (Counterpoint, Wash- ington D.C. 1999); Richard Eyre og Nicholes Wright: Changing Stages: A View of British Theatre in the Twen- tieth Century (Bloomsbury, London 2000); Albert Hunt og Geoffrey Reeves: Peter Brook (Cambridge University Press, Cambridge 1999); Lorna Marshall og David Williams: „Peter Brook: Transparency and the invisible network“ (bls. 174–190) í Twentieth Century Actor Training í rit- stjórn Alison Hodge (Routledge, London og New York 2002) og David Williams (ritstj.): Peter Brook: A Theatri- cal Casebook. Revised and updated (Methuen, London og Hampshire 1991). Morðið á Marat úr uppsetningu Brooks á Marat/Sade frá árinu 1964 gefur að líta á myndinni lengst til vinstri. Hér eru Patrick Magee í hlutverki de Sade, Glenda Jackson sem Charlotte Corday og Ian Rich- ardson sem Marat. Á miðmyndinni hvíslar Adrian Lester sem Hamlet í eyra Bruce Myers sem Póloníus í uppfærslu Brooks á Harmleiknum um Hamlet frá árinu 2000. Á myndinni lengst til hægri sést Peter Brook fylgjast grannt með leikaranum Yoshi Oïda, en þeir hafa starfað náið saman síðustu rúma þrjá áratugi eða allt frá því Brook settist að í París og stofnaði Alþjóðlega miðstöð leiklistarsköpunar. Ljósmynd/Morris Newcombe „AÐ mínu mati er Peter Brook mikill meistari í því að stýra orkunni í kringum sig, þar með talið þeirri orku sem ríkir milli leikara í uppsetningum hans,“ segir Janick Moisan leikstjóri, sem sumarið 2001 vann sem sviðsstjóri við uppsetningu Brooks á Don Giovanni á Lyrical Art Festival í Aix-en-Provence í Frakklandi. Nokkru áður hafði hún unnið útvarps- heimildarþátt um uppsetninguna í tengslum við meistaranám sitt í leik- húsfræðum. „Ég tók m.a. viðtöl við söngvarana því ég hafði sérstakan áhuga á að heyra hvað þeim fyndist um vinnuað- ferðir Brooks,“ segir Janick, en þess má geta að einn söngv- aranna var Guðjón Óskarsson bassi sem fór með hlutverk Commendatore. Að sögn Janick var nálgun Brooks að óperunni býsna sér- stök í augum klassísku söngvaranna. „Æfingatíminn var óvenjulangur fyrir óperu eða þrír mánuðir. Líkt og með aðr- ar uppsetningar sínar nálgaðist Brook verkið ekki með nein- ar fyrirfram gefnar hugmyndir um merkingu eða stíl, enda vill hann ávallt kanna allar hliðar og möguleika þeirra verka sem hann vinnur með. Eitt aðalmarkmið hans var að skoða tengsl persónanna og innileikann í samskiptum þeirra. Í þeirri viðleitni sinni vann hann mikið með spuna og lét t.d. alla söngvarana prufa að setja sig í spor allra per- sóna verksins, sem varð til að skapa einstaka hóporku sem sjaldan gefst tóm til að huga að í óperuuppfærslum.“ Eitt af því sem Janick segist hafa heillast mikið af í vinnu Brooks er hversu bilið milli raunveruleika og ímyndunar er stutt, því samkvæmt skoðun Brooks er leikhús hluti af veru- leikanum. Sem dæmi um þetta nefnir hún hversu auðvelt leikarar hans eiga með að stökkva inn og út úr hlutverkum sínum. „Þannig reynir Brook aldrei að fela það að við erum stödd í leikhúsi og að verið sé að sviðsetja hlutina og leika.“ Spurð hvaða áhrif Brook hafi haft á hana sem leikstjóra segist Janick m.a. hafa skilið hversu mjög vinnuskilyrði upp- setninga hafa áhrif á sjálfa útkomuna. „Einnig lærði ég mik- ið af aðkomu hans að verkum, sem er aðferð sem hann sjálf- ur nefnir innsæi án forms. Í því felst að þora að nálgast leikverk úr öllum áttum, ekki að gefa sér neitt fyrirfram t.d. varðandi stíl, heldur leyfa sér að spyrja allra spurninga. Með því að hlusta á efnið á þennan hátt og láta það leiða sig áfram leyfir maður því að koma sér sífellt á óvart,“ segir Ja- nick og tekur fram að í þessu felist fullkomið frelsi sem sé jafnframt mest krefjandi vinnuaðferðin. Innsæi án forms Janick Moisan ÞÓR Tulinius leikari sótti árið 1986 vikunámskeið hjá Peter Brook í Bouffes du Nord-leikhúsinu í París. Að sögn Þórs var um að ræða sambland af námskeiði og fyrirlestrum með þátttöku allra leikarana í sýningunni Ma- habharata, ásamt Brook sjálfum. „Það var gaman að kynnast Brook í eigin per- sónu, því hann er á vissan hátt persónu- gervingur þess sem hann boðar í leik- húsi. Hann er óskaplega rólegur, afslappaður og hlýr, klæddur víðum gallabuxum og skyrtu og stendur graf- kyrr með hendur niður með síðum, í ein- hverskonar núllstöðu. Hann er einfald- leikinn holdi klæddur og skilar því sem hann vill miðla með lágmarksorku,“ segir Þór og tekur fram að sýningar Brooks séu einnig sömu kostum búnar. „Brook hefur leitað í einfaldleikann og fundið þar kjarn- ann af því sem hann telur vera leiklist, það er að segja sam- bandið; sambandið milli leikara, áhorfanda, sögunnar og rýmisins. Það er sambandið sem skiptir öllu og hann hefur í tilraunum sínum reynt að fjarlægja allan annan óþarfa,“ segir Þór og tekur fram að í uppsetningu Borgarleikhússins á Maðurinn sem hélt að kona sín væri hattur í leikgerð Brooks, hafi allt hið ofangreinda verið haft í heiðri. Í sýningunni Mahabharata voru leikarar frá öllum heims- hornum. „Á námskeiðinu fann maður virðinguna sem ríkti fyrir öllum þeim mismunandi leikhúshefðum sem hver og einn var sprottinn úr og hvernig þetta var samnýtt í sýning- unni. Þarna var samankomin mikil hefð, þekking og kunn- átta, sem Brook virkjaði og eimaði svo niður í það sem skiptir mestu máli í leikhúsinu, það er augnablikið; augna- blikið þar sem eitthvað gerist milli áhorfandans, leikarans, sögunnar og rýmisins.“ Einfaldleikinn holdi klæddur Þór Tulinius

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.