Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 Í slendingar hafa löngum litið á hafið sem ógnvald, við sækjum sjóinn, sækj- um þar björg í bú, en við deyjum jafn- framt í sjónum, bátar sökkva og mennirnir með. Hafið er ekki bara matarkista í huga okkar heldur einnig hættulegt og kalt, það blása af því naprir vindar. Við höfum því ekki endilega snúið okkur að hafinu þótt við höfum búið við það í gegnum aldirnar, við umföðmum það ekki eins og fólk suður í Evrópu. Þegar við byggjum við strandlengjuna höfum við kannski einna helst hugsað húsin sem vörn gegn ágangi sjávar, gegn ísköldu íslensku særokinu. Það mótmælir því sennilega enginn að Sæ- brautin í Reykjavík sé kuldalegasti staður borg- arinnar. Byggingarnar sem hafa verið reistar þar á undanförnum árum líta líka margar út eins og bergrisar sem hnipra sig saman í norð- annepjunni, snúa rassinum upp í vindinn, skjóta upp kryppunni og setja í brýrnar, en aðrar standa keikar og horfa út á haf. Þessar bygg- ingar hýsa mikið af fólki en fáir voru á gangi á milli þeirra þegar við Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt vorum þar á ferð að virða fyrir okkur þessa nýju byggð við borgarströndina. Vitar í borgarlandslaginu Guja Dögg segir að rómantík nítjándu ald- arinnar hafi lagt áherslu á hið heilnæma og upp- byggilega sem hafið gefur okkur, ferska loftið sem það ber inn á land, hollustu sjóbaða og feg- urð siglinga fyrir þöndum seglum. „Þessara hugmynda varð vart í byggingarstíl í Skandinavíu þar sem farið var að byggja við sjóinn, nýta strandlengjuna sem útivistarsvæði og svo framvegis. Hingað út náðu þessir straum- ar hins vegar ekki, hafið var enn um sinn kaldr- analegur nábúi í augum Íslendinga. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem við erum farin að snúa byggingum okkar að hafinu að ein- hverju ráði, láta þær tala við hafið og leyfa fólk- inu að leika sér við hafið, horfa út á hafið. Ástæð- an er sjálfsagt fyrst og fremst tilkoma betri skjólfatnaðar og vel einangrandi glers. Þetta endurspeglast í umræðunni um hafnarsvæðið í Reykjavík þótt þar sé farið öfganna á milli. Ann- aðhvort vilja menn leggja áherslu á tengslin við hafið með fiskmörkuðum, veitingahúsum og íbúðarhúsum sem bjóða upp á útsýni út á haf eða búa til varnarmúr sem skýlir borgarbúum fyrir særokinu, norðangjólunni.“ Íbúðarblokkirnar sem er nú verið að reisa við Skúlagötuna í 101 Skuggahverfi eru, að mati Guju Daggar, ef til vill eitt af skýrustu dæmum þess að byggt sé við strandlengjuna í borginni með það í huga að virkja hafið, setja húsin í já- kvætt samhengi við þessa óheftu og stundum grimmu náttúru sem umlykur okkur. „Mér þykir erindið vera mjög skýrt í þessum blokkum sem eru háar og grannar, eins konar renningar sem eru klofnir niður í nokkrar ein- ingar sem standa sér og snúa út á haf svo að íbú- arnir geti notið útsýnisins. Bílar íbúanna hverfa undir húsin og rýmið milli bygginganna er handa gangandi umferð. Þetta eru eins konar vitar í borgarlandslaginu sem vísa til hafs, og eru í ákveðinni samræðu við þennan nágranna sinn.“ Byggingar sem vita ekki hvert þær snúa En húsin sem hafa á undanförnum misserum og árum verið reist norðan megin við Borgartún og hafa aðeins Sæbrautina á milli sín og hafsins hafa ekki jafn skýra afstöðu til ægis. Þau vita í raun ekki hvert þau snúa, inn í borgina eða út á haf; það er eins og þau hafi dottið af himnum of- an. „Nei, það kemur ekki ljóslega fram í þessum húsum hvert þau snúa, hvað snýr fram og hvað aftur,“ segir Guja Dögg. „Þau eru eins og í lausu lofti hér á milli þessara umferðaræða, standa á bak við önnur hús í Borgartúninu, umvafin bíla- stæðum ofanjarðar og neðan og alls ekki viss um í hvaða átt þau eiga að snúa sér.“ Aðkoman að húsunum er frá Borgartúninu og er gert ráð fyrir að ekið sé upp að þeim. Við Guja Dögg fórum fótgangandi niður að húsunum frá Borgartúninu en greinilegt er að ekki er gert ráð fyrir þeim ferðamáta. Það er heldur ekki gert ráð fyrir því að fólk geti gengið á milli húsanna nema fara upp í Borgartúnið aftur þar sem mjór og fremur óhrjálegur göngustígur liggur. Skipulag þessa borgarhluta gerir ekki ráð fyrir fólki. „Í klassískum borgum sem voru byggðar fyrir iðnbyltinguna var unnið út frá göturýminu jafnt sem húsunum. Göturými þessara borga var fyrst og fremst mótað með manninn í huga enda þægilegt fyrir fólk að ganga í þeim. Það var líka mannlegur skali á húsunum og göturnar voru yf- irleitt ekki breiðari en svo að það var hægt að heilsa fólki hinum megin. Skipulag svæðisins hér við Borgartún og Sæbraut er hins vegar ein- hvers konar leifar frá módernismanum þar sem miðað er að því að slíta tengslin við hina klass- ísku borg. Hér er litið á húsin sem sjálfstæðar einingar, stök verk sem standa á fremur stórum reitum svo það komist sól og loft inn um alla glugga. Það er í sjálfu sér falleg hugsun en hún getur ekki verið grundvöllur að fallegri borg. Um allan hinn vestræna heim er einmitt verið að gera mikið uppgjör gagnvart skipulagi sem þessu. Það er verið að leita að þriðju hugmynd- inni, menn vilja ekki byggja klassísku borgina aftur og alls ekki þá módernísku heldur leitast við að samræma kosti þessara tveggja borga og þar með uppfylla þarfir manna og bíla- umferðar.“ Hvorki-né-rýmið Satt að segja virðist skipulag þessa svæðis til- viljunarkennt. Það er engu líkara en í Reykjavík sé byggingarlóðum úthlutað með einhverjum grunnhugmyndum um það hvernig byggð eigi að rísa en það sé síðan alfarið í höndum bygging- araðila að ráða fram úr því hvernig sé byggt á lóðinni, hvernig innra skipulag hennar sé, til dæmis með tilliti til aðkomu fyrir bíla og fólk, og hvernig ytra samhengi er, samræðan við önnur hús í kring. Guja Dögg segir að það ríki ákveðið frelsi í skipulagi innan borgarinnar. „Það er gengið út frá því að binda fólk ekki um of í skipulaginu en væntanlega liggur þessari byggð hér til grundvallar einhver hugmynd um stórar og stakar byggingar. Niðurstaðan af Á undanförnum misserum og árum hefur verið byggt af miklum móð við Sæbrautina sem ligg- ur eftir norðanverðri strandlengjunni í Reykjavík. Þar ræður særokið ríkjum og bygg- ingar sem rísa eins og ráðvilltir bergrisar upp úr landslaginu, athyglissjúkir einstaklingar sem vita þó ekki alveg hvað þeir vilja segja. Sæbrautin „Og hér eru húsin sannarlega hvert öðru „glæsilegra“, stór, risastór, þótt mikil gler- og málmnotkun létti talsvert á þeim, en þetta eru gríðarlega stórar byggingar. Skalinn verður því æði sérstakur og þetta hvo Eru fyrst og fremst Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Húsin í bænum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.