Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 | 9 slíku skipulagi er hin móderníska borg. Í Banda- ríkjunum er talað um SLOAP í þessu samhengi eða „Space Left Over At Planning“; rýmin á milli húsanna eru ekki mótuð sérstaklega í skipulaginu, þau eru afgangsstærð sem verður til þegar búið er að reisa húsin á reitunum. Og hér eru húsin sannarlega hvert öðru „glæsilegra“, stór, risastór, þótt mikil gler- og málmnotkun létti talsvert á þeim, en þetta eru gríðarlega stórar byggingar. Skalinn verður því æði sérstakur og þetta hvorki-né-rými milli húsanna er illlæsilegt, einkum fyrir gangandi vegfarendur.“ Ofvaxin óðul Hugsanlega má líta á þessar byggingar sem framhald af Höfða sem er eins konar óðal sem stendur á stóru túni með fallegri heimtröð. „Þær eru kannski ofvaxin óðul,“ segir Guja Dögg, „nema þau hafa bara víðáttumikil bíla- stæði í kringum sig í stað túnanna og heimreiðin er fremur illa skilgreind, hún veit ekki alveg hvert hún á að stefna frekar en húsin vita hvert þau eiga að horfa. Þrátt fyrir að Höfði sé miklu minna hús er það í raun mun tilkomumeira því það er svo vel staðsett á lóðinni og horfir fránum augum út á haf.“ Það kemur einnig á óvart að þessi hús sem reist hafa verið hérna í framhaldi af Höfða taka ekki mikið mið hvert af öðru. „Nei, þau virðast fremur vera að keppa hvert við annað, metast. Hér eru höfðingjarnir komnir og sveifla skikkjunum, einn blárri, annar rauðri. Það er ekki verið að ræða saman af neinni yf- irvegun og fyrir vikið er heildarmyndin rugl- ingsleg, svo ruglingsleg að ekkert húsanna nær að skera sig úr.“ Hvernig borg? Það má ef til vill segja að húsin sem rísa eins og ráðvilltir bergrisar eftir strandlengjunni við Sæ- braut hafi hátt en viti ekki alveg hvað þau vilja segja; þau bítast um athyglina en hafa lítið fram að færa þegar sviðsljósið beinist að þeim. Að vísu þykir Guju Dögg þau vera falleg í myrkri, þá skíni ljósið út um glerið, sem er ríkjandi efni- viður í mörgum þessara húsa, og skapi ákveðna stórborgarstemningu. En óljós heildarhugmynd svæðisins og jafnvel enn óljósari samræðan á milli bygginganna gerir að verkum að þessi vitn- isburður um byggingarlist og fagurfræði vorra tíma er ekki góður. Það er engu líkara en hér hafi gleymst að spyrja grundvallarspurninga: Hvernig borg viljum við búa í? Er það til dæmis borg sem gerir ráð fyrir fólki? Er það borg sem hvetur til samskipta? Eða er það borg sem vill loka fólk inni? Er það borg sem vill lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt? Er það hugsandi borg? Er það menningarleg borg? Er það falleg borg? Guja Dögg segir að þessar byggingar séu ekki borgararkitektúr heldur einstaklingsarkitektúr. „Hugsanlega er skýringanna á því að leita í menningu okkar, við höfum ekki átt borgarsam- félag hér í margar aldir eins og flest Evrópuríki. Þessi hús eru fyrst og fremst einstaklingar. Það þýðir ekki að þau séu áberandi ljót en þau byggjast ekki á skýrri og sterkri hugmynda- fræði, langri hugsun um það hvernig hús við vilj- um byggja og hvernig borg við viljum búa í. Það hlýtur að vera skylda allra húsa að vera ekki að- eins einstaklingar heldur einnig þátttakendur í samfélagi, hlutar af heild.“ Morgunblaðið/Golliorki-né rými milli húsanna er illlæsilegt, einkum fyrir gangandi vegfarendur.“ Vitar eða „eiffelturnar“ við Skúlagötuna „Þetta eru eins konar vitar í borgarlandslaginu sem vísa til hafs, og eru í ákveðinni samræðu við þennan nágranna sinn,“ segir Guja Dögg Hauksdóttir en Hörður Ágústsson lýsti andstöðu sinni við merðferðinni á Skúlagötunni í viðtali í Morgunblaðinu fyrir skömmu: „Nei, ég er nú gamall sósíalisti og mér finnst kapítalið ráða of miklu; það er að segja byggingameist- ararnir. Ég skrifaði einu sinni grein um þessa skemmd sem varð á Skúlagötunni. Þar var danskur skipu- lagsfræðingur að hjálpa með skipulagið og hann vildi byggja húsin hægt við þau sem komin voru, en ekki eintóma „eiffelturna“, eins og raun varð á. Meðferðin á Skúlagötunni er rosalegur galli að mínu mati.“ einstaklingar Höfði og hin óðulin „Þær (nýbyggingarnar við Borgartún) eru kannski ofvaxin óðul nema þau hafa bara víðáttumikil bílastæði í kringum sig í stað túnanna og heimreiðin er fremur illa skil- greind, hún veit ekki alveg hvert hún á að stefna frekar en húsin vita hvert þau eiga að horfa.“ ’Það er ekki verið aðræða saman af neinni yf- irvegun og fyrir vikið er heildarmyndin ruglings- leg, svo ruglingsleg að ekkert húsanna nær að skera sig úr.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.