Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 | 11 stæður uppljóstrarans ráði miklu um hvort og að hve miklu leyti honum tekst að sannfæra yfirvöld eða almenning um réttmæti gagnrýni sinnar. Það er sama hve réttmæt, einföld og endanleg slík gagnrýni er, á meðan henni er mótmælt á mark- tækan hátt, eða af þeim sem völdin hafa, er um- ræðunni um hana ekki lokið, nema hún sé þá þögg- uð niður. Á sama hátt lýkur fræðilegri rannsókn ekki fyrr en með sammæli þeirra sem að henni standa beint eða óbeint. En jafnvel þó að slíkt sammæli náist er ekki þar með sagt að það geti ekki komist í upp- nám síðar eða að niðurstöður sem einu sinni eru fengnar reynist ekki síðar vera ófullnægjandi eða jafnvel alrangar. Það kann að vera að sú fræðilega upplausn sem postmódernísk gagnrýni getur komið af stað gangi stundum út í öfgar, en það er í meira lagi villandi að heimfæra slíka gagnrýni á aðstæður þar sem einföld, skýr og hlutlæg svör eru gefin við spurningum eða skáldskapur hittir í mark. Enginn postmódernismi er svo rammur að hann afneiti slíku. Ef það er einhver „augljós stað- reynd“ sem postmódernistar og tengdir hugsuðir bregðast við, þá er hún sú, að bjargfastar und- irstöður heimsmyndar okkar sé hvergi að finna. En það merkir ekki taumlausa efahyggju, eða tómhyggju eða að reynsla, sammannleg eða per- sónuleg, sé einskis virði. Þessvegna er upplausn gildanna sem Róbert þykist sjá í postmódernískri afstöðu, alls engin afleiðing hennar. Raunar má segja að dæmin sem Róbert tekur úr skáldskap Stephans G. Stephanssonar gefi ein- mitt tilefni til allt annarra hugleiðinga en hans. Richard Rorty hefur bent á að skrif sem hitta í mark, skáldskapur eða skrif af öðru tagi, geri það oft vegna þess að þau færa fólki upp í hendur ný hugtök og nýtt samhengi. Þannig endurskapi þau orðræðu, geri fólki mögulegt að tala á nýjan hátt og greina öðruvísi það sem virtist útrætt, jafnvel útþvælt. Dæmi Rortys er skáldsaga George Or- wells 1984 sem hann bendir á að hafi gert mönnum mögulegt að hugsa á nýjan hátt um alræðisríki, en þegar bókin kom út voru Sovétríki Stalíns nær- tækur og yfirþyrmandi veruleiki af því tagi. Það er athugunarvert að hér setur menn vissulega hljóða, en ekki vegna þess að orðræðunni sé lokið, heldur vegna þess að allt í einu hefur eitthvað alveg nýtt verið sagt um það sem við höfðum alltaf fyrir aug- unum. Sama má auðvitað segja um góðan kveð- skap og á ekki síst við um Stephan G. Skáldskapur hans bregður nýju ljósi á hið gamalkunna, end- urnýjar orðræðuna en stöðvar hana ekki eins og Róbert virðist halda (sjá 125). Þegar tjöldin féllu á frumsýningu leikrits Arthurs Millers Sölumaður deyr á Broadway árið eftir að skáldsaga Orwells kom út var dauðaþögn í salnum. Áhorfendur „setti hljóða“. En var það vegna þess að Miller hafði sagt allt sem segja þarf um viðfangsefni leikritsins? Auðvitað ekki. Það var vegna þess að honum hafði tekist að greina veruleika þess fólks sem þarna sat á nýjan og einstakan hátt. Hann hafði end- urskapað orðræðu þess um eigin hversdagslega veruleika. Þetta eru galdrar skáldskaparins: End- urnýjunin, en ekki endanleikinn. Trú og siðferði Í tveimur síðustu greinum bókarinnar fjallar Ró- bert um greinina „Trúarvilja“ eftir bandaríska heimspekinginn William James og ritgerðir Hall- dórs Laxness. Hugleiðingarnar eru skyldar þó að þær séu á yfirborðinu ólíkar og í þeim reynir Ró- bert að teygja meginhugmynd sína um sjálfstæða, einarða og kjarkmikla hugsun lengra en hann ger- ir í fyrri greinunum fjórum. Það er skemmst frá því að segja að greinin um Halldór Laxness er að mínu mati síst heppnuð af greinum bókarinnar. Fyrri hluti hennar er tilraun til greiningar á við- horfum Halldórs til siðaboðskapar í skáldverkum en sú greining er ekki sannfærandi, einkum vegna þess að Róberti tekst ekki að greiða nægilega vel úr hinum margvíslegu og mótsagnakenndu yf- irlýsingum Halldórs um þessi efni. Síðari hluti greinarinnar er gagnrýni Róberts á það sem hann telur ófullnægjandi uppgjör Halldórs Laxness við kommúnisma sinn og lygar um Sovétríkin. Hér virðist mér skilningur Róberts á texta Halldórs í Skáldatíma og á endurmati hans á fyrri textum vera yfirborðslegur. Róbert telur það nægja að af- greiða launhæðnar og flóknar hugleiðingar Hall- dórs um eigin skrif og reynslu sem „kaldhæðni“. Fullur vandlætingar kemst hann að þeirri nið- urstöðu að kaldhæðni sé óviðeigandi þegar um þessa hluti er fjallað, nær væri að skrifa af ein- lægni. Sem dæmi um vanskilning af þessu tagi má nefna atvik úr Skáldatíma þar sem Halldór lýsir heimsókn nokkurra manna til sín á hótelherbergi í Moskvu: „Þeir gerðu auðsjáanlega ekki ráð fyrir að leynilegur hljóðnemi væri í herberginu hjá mér, heldur höfðu rosamunnsöfnuð um stjórnina og hafa vonandi allir lent í Vorkútsk á endanum“.„Í Vorkúta voru einar af illræmdustu þrælabúðum Stalíns,“ segir Róbert hneykslaður (216). Hann áttar sig ekki á launhæðni lýsingarinnar hér. Það er sennilegt að í hópnum sem Halldór lýsir hafi verið „provokatörar“ – menn sem áttu að sjá hvernig Halldór brygðist við tali af þessu tagi. Með því að óska þeim Vorkútavistar sýnir Halldór að þessu áttar hann sig á, enda myndi óskin tæp- ast passa í samhengi bókarinnar annars. Fleiri dæmi eru um vanskilning af þessu tagi í umfjöllun Róberts um Laxness, sem stafa af einhæfri og ein- strengingslegri túlkun. Hin heimspekilega vörn fyrir skoðunum Will- iams James sem Róbert spreytir sig á í hugleið- ingu sinni um greinina „Trúarvilja“ varðar klass- ískt vandamál heimspekinnar, tengsl og aðgreiningu skynsemi og tilfinninga. Því hefur verið haldið fram, meðal annars af Páli Skúlasyni, að James geri óþarflega mikinn greinarmun á skynsemi og tilfinningum í þessari grein sinni. Ró- bert reynir að sýna fram á að svo sé ekki. Þvert á móti sé fjölmörg dæmi að finna í greininni sem sýni að þessi greinarmunur sé einmitt ekki af- dráttarlaus hjá James. Hann bendir á að tilfinn- ingar hafi og eigi að hafa áhrif á skynsemi og öf- ugt. Það sem málið snýst um hjá James er því ekki hvort til séu þær aðstæður þegar tilfinningar eiga að ráða frekar en skynsemi, heldur hverjar þær aðstæður séu þar sem skynsamlegt er að „hjartað ráði för“ (sjá 171). Mér virðist túlkun Róberts á William James ekki fjarri sanni í þessu atriði. Þó verður líka að hafa í huga að James var íhaldssamur hugsuður í vissum skilningi og kærði sig ekki um að hrófla við því sem hann taldi hversdagslega eða viðtekna hugmynd um siðferði, þar með talinn greinarmun- inn á skynsemi og tilfinningum. Eins er mikilvægt að hafa í huga að í þessari grein er James líka að fjalla um þekkingu. Í „Trúarviljanum“, birtist af- staða til vísinda sem er dæmigerð fyrir pragmat- isma. James vísar oft til einfalds slagorðs í skrifum sínum sem hljómar á þessa leið: „Leitaðu sannleik- ans, varastu villu“. Jafn hversdagslegt og sjálfsagt sem þetta slagorð virðist vera, þá felur það við nánari skoðun í sér formúlu sem lýsir pragmat- ismanum í hnotskurn. Formúlan er sú að allar ákvarðanir, allar niðurstöður sem komist er að verði að taka mið af tvennu: Það er eftirsóknarvert að komast að niðurstöðu og í mörgum tilfellum óhjákvæmilegt að gera það, að minnsta kosti þeg- ar athöfn af einhverju tagi verður ekki umflúin. Hinsvegar er jafn mikilvægt að forðast að hafa rangt fyrir sér. Þannig bendir formúlan okkur á þau einföldu sannindi að ákvarðanir og nið- urstöður fela alltaf í sér jafnvægislist og það er jafn vitlaust að varpa leit að réttum svörum fyrir róða og að hafna ekki skoðunum sem eru rangar. En það er engin algild regla til sem getur leiðbeint afdráttarlaust í hverju tilfelli. Þessvegna hljótum við að vera fjölhyggjufólk um ákvarðanir og nið- urstöður: Oftast er fleira í húfi en spurningin um hvort tiltekin skoðun sé sönnuð eða sannanleg eða ekki og eðlilegustu viðbrögðin við þeirri staðreynd eru einmitt þau að hugsa sér orðræðu um veru- leikann, félagslegan jafnt sem náttúrlegan, svo að hún sé endalaus. Frjálsir andar er á margan hátt vandað verk og felur í sér einlægan lestur á þeim höfundum sem Róbert hefur dálæti á. Það má finna að því að Ró- bert getur ekki útgáfusögu greinanna, en sumar hafa birst áður aðrar ekki og gagnlegt hefði verið að fá yfirlit um það. Einnig hefði ekki sakað að setja í bókina atriðisorða- og nafnaskrá. En þetta eru ekki stórvægileg atriði. Helsti vandinn við bókina birtist í heildarmyndinni sem Róbert leit- ast við að draga upp með spurningum sínum í upp- hafi hennar og svörum tíðarandans eins og hann skilur þau. Niðurstöður hans hafa því ekki þau áhrif fyrir efasemdir samtímans um sannleika, endanleika orðræðunnar eða stórmennsku sem hann vill vera láta. Jón Ólafsson Flóttamannavandinn er til um-fjöllunar í nýjustu bók Caroline Moorehead Human Cargo eða Mannfarmur eins og nefna mætti hana á íslensku. Á ferli sínum hef- ur Moorehead skrifað talsvert um mannréttindi auk þess að skrifa sögu Rauða krossins og ævi- sögu Bertrands Russells. Að mati gagnrýnanda Telegraph skrifar Moorehead í nýju bók sinni af mikilli þekkingu. Henni takist að halda lofsverðu hlutfalli mili frásagnar af vandamálum og væntingum flótta- fólksins, hún lýsi vel þeim skilyrðum sem fólkið neyðist til að búa við og þeim félagslegu og póli- tisku erfiðleikum sem fylgja því að hjálpa því. Að sögn gagnrýnanda tekst Moorehead ekki beint á við spurninguna um hvort og hvaða ábyrgð Vesturlönd beri í tengslum við flóttamannavandann. Auðvitað væri best ef þær aðstæður sem leiða til flóttamannavandans væru ekki fyrir hendi, en á meðan svo er má út frá lestri bókarinnar vera ljóst að flóttamannavandinn er hluti af heimsmynd okkar og að okkur beri skylda til að sinna vandanum.    Eitt af því sem Freud var þekkturfyrir var að lesa Ödipusarduld- ina inn í hin ýmsu listaverk. Í nýrri bók Roberts M. Polhemus, Lot́s Daughters: Sex, Redemption, and Womeńs Quest for Authority eða Dætur Lots: Kynlíf, endurlausn og sókn kvenna eftir völdum, notast höfundur við söguna af samskiptum Lots við dætur sínar til að skilja fjöl- skyldu- og kynjatengsl síðustu alda. Saga Lots er rakin í Gamla testa- mentinu en hann flúði Sódómu, ásamt fjölskyldu sinni, áður en borg- inni var tortímt, en eiginkona hans varð að saltstöpli þegar hún stóðst ekki mátið og leit um öxl. Lot endaði í helli ásamt tveimur dætrum sínum þar sem þær lögðust með föður sín- um af ótta við að annars dæði mann- kyn út. Í bókinni les höfundur það sem hann kallar Lotsduld inn í jafn- ólík listaverk og texta Joyce og Shakespeare, málverk Rubens, auk þess að skoða stjörnur á borð við Shirley Temple og Woody Allen til að styðja við þá kenningu sína að valdatengslin milli ungra kvenna og eldri manna sé óaðskiljanlegur hluti menningar okkar. Að mati gagnrýnanda The New York Times er hér afar fróðleg og áhugaverð bók á ferðinni. Segir hann höfundinn einstakan fræði- mann og líkir honum við þá einstöku kennara sem maður vilji umfram allt ekki missa af tíma hjá þar sem hann sé ekki að troða í nemendur sína upplýsingum heldur að kenna þeim nýjan lestur sem geri það að verkum að maður horfi á heiminn öðrum augum. Enda segist gagnrýnandi líklega varla eiga eftir að horfa á bíó- mynd eða lesa bók án þess að verða hugsað til Lotsduldarinnar.    Pulitzer-verðlaunahafinn MichaelChabon leikur sér með ensku 19. aldar leynilögreglusöguhefðina í nýjustu skáldsögu sinni The Final Solution eða Lokalausninni. Sagan gerist í frið- sælu ensku smá- þorpi árið 1944. Þangað kemur dag einn níu ára drengur sem virð- ist afar vel gefinn en mælir ekki orð af vörum. Með honum í för er söngelskur páfagauk- ur sem einstaka sinnum þylur tölur á þýsku. Tilraun til að stela fuglinum endar með morði og er hinn aldni bý- flugnabóndi bæjarins kallaður til, en að sögn gagnrýnanda Telegraph dylst engum að hér er á ferð hinn frægi spæjari Sherlock Holmes, sem orðinn er 89 ára þegar hér er komið sögu. Að mati gagnrýnanda er sagan yndisleg, enda höfundur þeim kost- um búinn að gera allt sem hann fjallar um ánægjulegt aflestrar. Michael Chabon Caroline Moorehead Erlendar bækur F ormaður Stúdentafjelagsins bað mig að segja hjer nokkur orð til að fagna vetri. Það var svo sem auðheyrt á honum, að hann bjóst við því sem sjálfsögðu, að jeg væri fús til að bjóða veturinn vel- kominn, eins og einhvern góðan gest, og segja eitthvað vinsamlegt um hann, því að ekki mundi það kallað að fagna einhverjum, að taka á móti honum með skömmum. Það er nú reyndar ekki nýr siður að fagna vetri engu síður en sumri. Forfeður vorir gerðu það. „Þat var þá margra manna siðr at fagna vetri... ok hafa þá veislur og vetrnáttablót“, segir í Gísla sögu Súrssonar, og í Ólafs sögu helga segir um Þrændi: „Þat var siðr þeirra at hafa blót á haust ok fagna þá vetri“: En hvers vegna á að fagna vetri? Ef hann er borinn saman við sumarið, þá er þar einhver mesti munur á, sem til verður nefndur, sum- arblíða og vetrarharka er eins ólíkt og ljós og myrkur, og ef menn ættu að velja um eilíft sum- ar og eilífan vetur, þá yrðu þeir eflaust fáir, sem kysu sjer eilífan vetur. Það skyldu þá vera þeir, sem hugsa eins og skáldið, sem kvað: Margur prísar sumarið fyrir fagran fuglasöng, en jeg hæli vetrinum, því nóttin er löng. Hann hefir verið í ætt við drauginn, sem sagði: „Skemmtilegt er myrkrið“, eða þá farið eitthvað sjerstaklega vel um hann á nóttunni. Mjer fyrir mitt leyti dettur ekki í hug að telja veturinn þvílíkt fagnaðarefni sem sumarið. En þessi siður, að fagna vetri, kann að eiga sjer rætur í dýpri skilningi og lífsreynslu en í fljótu bragði virðist. Mennirnir eru svo gerðir, að þeir una ekki til lengdar hinu sama, hve gott og fag- urt og indælt sem það kann að vera. Þeim mundi leiðast eilíft sumar og ekki kunna að meta það, ef þeir hefðu ekki veturinn til sam- anburðar. Mer dettur í hug hann dr. Jón Stef- ánsson. Hann var um tíma á eynni Mauritius austur í Indlandshafi. Þar er mikil náttúrufeg- urð og blíðviðri, en dr. Jón þráði mest af öllu íslenskan blindbyl. Og svona er það um alla hluti. Aldrei er svo fögur kventíska í klæða- burði, að konur grípi ekki fegins hendi hve ljóta nýja tísku sem er, til þess að vera ekki lengur í sams- konar búningi og áður, hve fagur sem hann var. Það virðist því svo, sem menn þurfi að hafa blítt og strítt, gott og ilt til skiptis, til þess að njóta blíðunnar og gæðanna til fulls, þegar þau koma aftur, og sjerstaklega, að menn verði að lifa í tilhugalífi við það, sem gott er, áður en þeir eignast það. Það er þetta tilhugalíf við betri tíma en líð- andi stund, sem gefur lífi hvers manns mikið af gildi sínu. Ætti jeg ekki vífa val von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mjer þætti á stundum. Björnson segir einhversstaðar: „Lífið hefir yfir sjer draum, sem er sálin í því, og þegar sá draumur dvín, er lífið sem liðið lík“. Frá þessu sjónarmiði geta þá allir fagnað vetrinum. Hann er sá tími, er menn lifa í til- hugalífi við sumarið: Gleður æ, það saga er segin, sólskinbakkinn hinumegin. En veturinn hefir sjálfur margt til síns ágætis annað en það „að vera brúin til sumarsins og andstæða þess“. Hann er að jafnaði sá tíminn, sem drýgstur verður til andlegra starfa, hug- urinn snýst þá inn á við; Vjer eigum sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kingir snjó. Og úti bíður stundum hin hreina, kalda fegurð hins hvíta snjós og stálblárra svella, stjörnu- bjartar nætur, tunglskinstöfrar og flugeldar norðurljósanna. Veturinn er tími skauta- og skíðaferða, sem æskulýðurinn leggur nú meiri og meiri stund á, sem betur fer. Hann stillir þá strengi, er síst mega slakna, strengi karl- mennsku og þols. En viðhorfi manna til vetrarins er auðvitað líkt farið og viðhorfinu til tilverunnar í heild sinni. Og sú hugsun hefir í seinni tíð ásótt mig meir og meir, að þessi heimur, sem vjer lifum í, væri eins konar útvarp, og þá er svo sem auðvit- að, að hann, eins og útvarpið okkar, hefir mis- munandi dagskrá eftir árstíðum, aðra dagskrá á sumrum en vetrum, sumarþætti og vetrarþætti o.s.frv. Og þó að flestum þyki sumarþættirnir betri en vetrarþættirnir, þá er satt að segja út- varp tilverunnar á öllum árstíðum svo óþrjótandi fjölbreytt, að hvenær sem er stendur öllum til boða jafnt hið æðsta sem hið lægsta og alt, sem þar á milli er. Það kemur fram í orðum; Hann lætur sína sól upp renna yfir vonda og góða og rigna yfir rjettláta og rangláta. Alt er komið undir því, hvernig viðtæki hver og einn hefir og hvað hann velur af óþrjótandi gnægð útvarpsins. En einmitt í valinu, einmitt í því hvaða stöð menn kjósa að komst í samband við og hvað þeir velja af því, sem þar er á skrá, kemur það í ljós, hver maðurinn er. Jeg vil fagna vetri með þeirri ósk, að okkur öllum og raunar sem flestum mönnum takist á komandi vetri að ná með sem minstum trufl- unum í alt hið besta í vetrarþáttum tilverunnar. Gleðilegan vetur! Guðm. Finnbogason. Lesbók Morgunblaðsins | 30. október 1938 Vetri fagnað Eftirfarandi ræðu flutti dr. Guðm. Finnbogason landsbókavörður fyrsta vetrardag sl. á skemti- fundi Stúdentafjelags Reykjavíkur, sem haldinn var að Hótel Borg. 80 ára 1925 2005

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.