Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Side 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 M aður á varla til orð yfir þann aragrúa tímarita sem fylla hillur bókabúðanna. Hver fáklædd kon- an rekur aðra og þær keppast við að láta taka eftir sér og brosa breiðar en fyrirsagnirnar sem svífa yfir höfðum þeirra. Stundum er fátt annað að gera en að loka augunum, rétta hendurnar út, og vona að maður grípi tímarit sem innihaldi eitthvað sem sé þess virði að lesa. Það virðist ekki skipta öllu máli um hvað tímaritið snýst – allar forsíðurnar eru eins. Eftir þennan hollinskolla-leik gæti verið að þú stæðir við kassann með eintak af tímaritinu T3 í höndunum. Forsíðan á því fellur vel að formúlunni: þar er undantekningarlaust fáklædd, glæsileg kona, tvíræðir orðaleikir, og ósjaldan má sjá skipanir frá ritstjórninni: „30 hlutir sem þú verður að eiga!“ En þér gæti brugðið í brún þegar þú opnar tímaritið að lokum. Þar er engin umfjöllun um konuna fögru sem seldi þér blaðið, heldur snýst tímaritið einvörðungu um hið nýjasta úr heimi tækja og tóla. Blaðið gefur sig út fyrir að vera „the world’s best gadget magazine“, en enska orðið „gadget“ er illþýðanlegt á íslensku. Það merkir hvers kyns hugvitsamlegt tæki og er varla hægt að skýra nánar, en það er oft einkenni á „gadget- um“ að þau hafa engan eða takmarkaðan hag- nýtan tilgang. Í þessari grein er ætlun mín að kynna tíma- ritið T3 og þá hugmyndafræði sem birtist í uppsetningu þess, myndum og texta. Ekkert er tilviljunum háð eða merkingarlaust, því sá sem skoðar blaðið les alltaf einhverja merk- ingu í það, hvort sem hún er meðvituð af hálfu ritstjórnar eða ekki. Líklegt má þó telja að ritstjórnin elti þá hugmyndastrauma sem eru ríkjandi í þjóðfélaginu á hverjum tíma og reyni á einhvern hátt að gera þeim skil. Tíma- rit hljóta að endurspegla samtíma sinn að ein- hverju leyti, þó að það sé einnig algengt ein- kenni á tímaritum að þau skapi sinn eigin heim til umfjöllunar. T3 dansar línudans milli „raunveruleikans“ og „ofurveruleika“ fjöl- miðla og auglýsinga, og þessi tvíhyggja blaðs- ins verður höfð til hliðsjónar við greiningu þess. Tækni morgundagsins – í dag T3 merkir „tomorrow’s technology today“ eða „tækni morgundagsins í dag“. Blaðið snýst um að kynna fyrir lesendum sínum nýjustu tækni og vísindi. Áherslan er þó nokkuð önnur heldur en í samnefndum sjónvarpsþætti. Öll raftæki sem hafa glæsi- lega hönnun, öll tæki sem kosta óeðlilega mik- ið, öll tól sem eru skrítin eða skemmtileg á einhvern hátt, eiga erindi í T3, miklu frekar en tæki sem munu koma til með að bylta um- búnaði fólks í þriðja heiminum eða slíkt. Uppbygging blaðsins er alltaf sú sama en því er skipt í fjóra meginhluta. Fyrsti hlutinn heitir „T-file“ og spannar u.þ.b. fyrstu 40 síð- ur blaðsins. Þar eru fréttaskot úr herbúðum hátæknifyrirtækja á borð við Sony, Nokia og Apple. Stórar ljósmyndir af tækjunum prýða síðurnar og með fylgir stuttur myndatexti. Á fyrstu síðunum má sjá eitt og eitt tól sem er kynnt með heilsíðumyndum og stuttum myndatexta. Fjöldi tækja er síðan aukinn á hverri síðu og þau jafnan birt í flokkum (myndavélar, símar, fjarstýrðir bílar o.s.frv.). Annar hlutinn samanstendur af les- endabréfum, lengri og ítarlegri greinum og föstum þætti sem kallast „installation“ eða innsetning. Lesendabréfin eru ýmist viðbrögð við greinum sem birst hafa eða reynslusögur lesenda af notkun einhvers tiltekins tækis, kvartanir undan lélegri þjónustu eða slíkt. Lengri greinarnar geta fjallað um ýmislegt; þar eru framkvæmdar óvenjulegar hörku- prófanir á tækjum, gerð grein fyrir víðtækum áhrifum nýrrar tækni, t.d. vélmenna, á heim- ilinu; fjallað um áhrif höfundarréttarlaga á niðurhal tónlistar, nýliðnu og komandi ári eru gerð skil í tækniheiminum o.s.frv. Oft fara blaðamennirnir á stúfana og athuga hversu langt tæknin getur fleygt þeim í ákveðnum verkefnum, t.d. reynir einn að semja popp- slagara og koma í útvarpsspilun, annar reynir að vinna spurningakeppni, og enn annar reyn- ir að ná sem bestum myndum af kvikmynda- stjörnum á frumsýningu. Innsetningin er einn skemmtilegasti hluti blaðsins en þar fer blaðamaður í heimsókn til einhvers sem er virkilega vel tækjum búinn. Þar má oft sjá íbúðir sem maður hefði ekki getað ímyndað sér að væru til nema í skáld- sögu eftir William Gibson. Þriðji hluti blaðsins er svo gagnrýni á til- teknar vörur og tilheyrandi stjörnugjöf. Gefn- ar eru stjörnur fyrir „performance“ og „value“ og saman mynda þær stjörnugjafir „T3 total“-einkunnina. „Performance“, eða frammistaða, segir til um hversu vel eða illa tækið sinnir því hlutverki sem því er ætlað. Hátæknileg hát Heimur tímaritanna er gríðarlega margbrot- inn. Gefin eru út tímarit um nánast alla skap- aða hluti. Eitt þeirra nefnist T3 og fjallar um nýjustu tækni og vísindi. Áherslan er þó nokkuð önnur heldur en í samnefndum sjón- varpsþætti. Öll raftæki sem hafa glæsilega hönnun, öll tæki sem kosta óeðlilega mikið, öll tól sem eru skrítin eða skemmtileg á ein- hvern hátt, eiga erindi í T3, miklu frekar en tæki sem munu koma til með að bylta umbún- aði fólks í þriðja heiminum eða slíkt. Eftir Atla Bollason atb1@hi.is „This smart phone slut will go with anyone“ Tólin eru sýnd ein og sér – óháð notagildi. „Next year’s hottest gadgets.“ Hvort er átt við tólið eða konuna?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.