Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Page 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 JÓHANNES S. Kjarval er án efa höfuðlista- maður Íslands enda sá listamaður sem hefur grafið sig hvað dýpst inn í íslenska náttúru og jafnvel kennt Íslendingum að horfa á náttúruna og meta hana. Hann var jafnframt hæfileikarík- astur af frumherjum okkar og í ábæti var hann sérvitur mjög sem hefur gert hann að mestu goðsögn íslenskrar myndlistarsögu. En sér- viska listamanna hefur alltaf verið stór þáttur í því að skapa goðsögur þeirra, s.br. Rembrandt Van Rijn, Leonardo da Vinci, Michaelangelo, Vincent Van Gogh og svo má lengi telja. Sýningar á verkum Jóhannesar Kjarvals hafa verið tíður viðburður á Kjarvalsstöðum og gegn um tíðina hefur hann verið mest sýndi myndlistarmaðurinn á Íslandi. Utan fastra sýn- inga úr safneigninni í austursal safnsins hefur safnið þó ekki verið lagt undir verk meistarans á þessari öld fyrr en nú. Sýningin er haldin í til- efni þess að 120 ár eru liðin síðan Kjarval fædd- ist. Nefnist sýningin „Essens“ sem er fengið úr engilsaxnesku og þýðir „Kjarni“. En Kjarval ku sjálfur hafa notast við orðið „Essensisma“ sem kjarna lífs og tilveru sem væri að finna í listinni. Það er ekki vandalaust að ætla að setja upp enn eina yfirlitssýningu á listaverkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum og vill sýningarstjóri væntan- lega gefa verkum hans einhverja nálgun sem hvetur fólk til að koma. Hefur Eiríkur Þorláks- son, sýningarsstjóri og fyrrverandi forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur ákveðið að höfða til sem breiðasta hóps og vekja áhuga nýrra kynslóða á Kjarval. Hann gerir verkum hans nokkuð skörp og aðgengileg skil. Teikningar og vatnslitamyndir eru sýndar í Norðursal. Í mið- rýminu eru nokkur verk Kjarvals sett í sam- hengi við ýmsa atburði mannkynssögunnar til að varpa ljósi á hve langan tíma listferill hans spannar. Verkunum í aðalsýningarsölunum er síðan skipt í flokka. Austursalur er merktur „Lífið í landinu“ og skiptist í 4 flokka. Þar er margt um draumkenndar og dularfullar áherslur hjá listamanninum sem tengjast trú og þjóðsögum. Fyrst ber að nefna flokkinn „Á hulduströnd“ sem inniheldur verk eins og „Skógarhöllin“ (1918), „Flugþrá“ (1935–54) og „Á hulduströnd “ (1935). Annar flokkur nefnist „Úti og inni: Fyrirburðir í hrauni“ og hefur að geyma ýmsar af felumyndum listamannsins. Sá þriðji nefnist „Ævintýri um ævintýri“ og fjórði flokkurinn er „Hver er maðurinn?“ sem saman- stendur af portrettmyndum. Vestursalurinn er svo undirlagður landslagsmálverkum og er þeim skipt eftir landsvæðum. Þ.e. „Þingvellir“, „Snæfellsnes“, „Nágrenni Reykjavíkur“ og „Fyrir austan“. Margskonar gullkorn sem meistarann hefur látið hafa eftir sér eða ritað sjálfur eru skrifuð hátt á veggi sýningarsalanna og spurningar fyr- ir börn ritaðar í um metrahæð pirruðu mig all- nokkuð. Það hlýtur að vera önnur leið til að ná til barnanna og gera málverkin spennandi fyrir þau en að skrifa gátur á veggina þar sem mynd- irnar hanga. Uppsetningin virkar annars eins og kaflaskipt bók. Hvað verkin varðar virðist hvert lykilverkið fylgja á eftir öðru svo ég velti fyrir mér hvaða listaverk þessa höfuðlistamanns Íslands sé hið raunverulega íslenska listaverk, eins og „Ópið“ er hjá Edward Munch, „Næturverðirnir“ hjá Rembrandt, „Davíð“ hjá Michelangelo, „Mona Lísa“ hjá Leonardo o.s.frv. Sennilega er það „Fjallamjólkin“. Hún er allavega fremsett á besta stað í vestursalnum, til móts við inngang- inn. Hún er líka umræddasta listaverk Kjarvals eftir að MOMA vildi kaupa það á sínum tíma en Ragnar í Smára kom í veg fyrir það, eins og frægt er orðið. Fjallamjólkin er líka oftast per- Aldrei nóg af Kjarval MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Opið alla daga frá 10–17. Sýningu lýkur 19. mars 2006. Jóhannes S. Kjarval „Bláberjahrísla á Snæfellsnesi“ Glöggt má sjá á sýningunni hve heildrænn listamaður Kjarval hefur verið. NÚ stendur yfir í Gerðarsafni sýning á grip- um og listaverkum úr eigu Romanov-ættar- innar sem var við völd í Rússlandi í þrjár aldir. Persónulegur smekkur og áhugasvið hinna ýmsu Romanova átti ekki hvað síst þátt í að móta rússneska listasögu, allt fram yfir alda- mótin 1900 þegar víðsýni og undanlátssemi Nikulásar annars varð óbeint hluti af atburða- rásinni sem varð til þess að honum var steypt af stóli 1917 og öll fjölskyldan líflátin árið eftir. Tími Romanovanna við völd í Rússlandi hófst árið 1613 með Mikhail Fjodorovitsj en það var þó tæpast fyrr en með tilkomu Péturs mikla á síðari hluta 17. aldar að Romanovarnir fóru að setja mark sitt fyrir alvöru á listalíf og menningu rússnesku þjóðarinnar. Pétur mikli opnaði Rússland fyrir Evrópu, með því að leita til vesturs eftir listamönnum og arkitektum og ekki síst með því að senda innfædda til Evr- ópu til náms. Pétur mikli lét byggja Péturs- borg og næstu aldirnar létur Romanovarnir byggja sér hallir í gríð og erg, vetrarhallir en ekki síður hallir og hús á borð við sumardvala- staðinn Tsarkoje Selo en það var Elísabet dóttir Péturs sem lét byggja þar þegar hún tók við völdum 1714. Íburðurinn og magn inn- fluttra og innlendra listaverka voru gífurleg en Elísabet hreifst mjög af barokkstefnunni. Katrín önnur eða Katrín mikla, en á hennar tíma óx veldi Rússlands mjög, var við völd síð- ar á 18. öld. Hún safnaði miklum fjölda lista- verka sem hún hafði til sýnis í höllum sínum. Smekkur Katrínar var annar og strangari og mótaði mjög allan arkitektúr hennar tíma. El- ísabet og Katrín voru báðar hrifnar af skart- gripum og skrautmunum. Elísabetu var í mun að koma á laggirnar postulínsverksmiðju og Katrín fylgdi starfi hennar eftir. Elísabet kom einnig af stað vefnaðarframleiðslu af bestu gerð, þar sem framleitt var silki sem jafnaðist á við það franska, að öllum líkindum undir stjórn erlendra vefara. Þegar Pétur mikli tók við á 17. öld leið málaralistin í Rússlandi fyrir sterka íkonahefð og átti erfitt með að taka stökkið frá henni og inn í málaralist Evrópu. Erlendir málarar sem settust að í Rússlandi flýttu þó fyrir þeim breytingum sem áttu sér stað með auknu frjálsræði. Í Gerðarsafni eru flest málverkanna eftir erlenda málara, en líka eftir innlenda, td. málverk af Pétri mikla eftir einn af þeim sem hann sendi erlendis til náms, Ivan Nikitin. Katrín fyrsta kom listaskólanum sem Pétur hafði sett á laggirnar skrefi lengra, en Katrín mikla gerði hann að Akademíu fagurlista 1767. Hún lagði áherslu á að mark- mið lista ætti að vera að sýna dyggðir og hetjudáðir, því miður lagði hún ekki áherslu á persónulega þróun listamanna. Eitt af því sem lífgaði upp á listirnar á 19. öld var aukin út- breiðsla bóka og prentmynda, svokallaðra „lu- bok“ en með þeim komu líflegri litir. Sögulegt málverk og landslagsmálverk varð síðan til á nítjándu öld, helst með tilkomu einstakra listamanna. Þegar komið var fram á nítjándu öld varð aukin þjóðfélagsleg meðvitund einnig til þess að listamenn fóru í auknum mæli að mála listaverk sem ekki hefðu passað inn í safn Romanov-ættarinnar vegna vaxandi and- stöðu við ríkjandi stjórnarfar. Þau listaverk sem sjá má í Gerðarsafni takmarkast auðvitað við eign fjölskyldunnar og er ekki ætlað að birta mynd af rússneskri listasögu. Sýningin í Gerðarsafni er valin og sett upp af starfsfólki Ríkisminjasafnsins í Tsarkoje Selo og sýnir margt þaðan. Hún er sett upp í tímaröð og vert að fylgja þeirri uppsetningu við skoðun hennar. Það er vægast sagt skemmtilegt að skoða það samansafn mál- verka, búninga, skrautmuna og borðbúnaðar sem svo vel er stillt upp í safninu. Hið sögu- lega gildi þessara muna eykur mjög a drama- tíkina, tilkomumikill íburðurinn og síðan hörmuleg endalok fjölskyldunnar snerta áhorfandann um leið og ekki er annað hægt en að dást að fegurð og handbragði þeirra muna sem sýndir eru. Hér eru ekki málverk eftir bestu málarana en þau verk sem sjá má gefa góða mynd af umhverfi fjölskyldunnar. Mál- verk Rotokovs af Katrínu miklu hefði auðgað sýninguna en það er staðsett í öðru safni. En málverkið af Nikulási öðrum er skemmtilega Fjölskyldualbúm Morgunblaðið/Sverrir Gerðarsafn „Sýningin er eins og rússíbani gegnum þrjár ótrúlegar aldir í sögu Rússlands og um leið kynning á mögnuðum persónum í mannkynssögunni,“ segir í umsögn Rögnu Sigurðardóttur. MYNDLIST Gerðarsafn Til 4. desember. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Tími Romanov ættarinnar í Rússlandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.