Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Page 7
sónugerð í umræðu sem kvenkyns líkt og tíðk-
ast með Mónu Lísu. Það hlýtur að vera for-
svarsmönnum Listasafns ASÍ mikilsvert að
þetta verk Kjarvals tilheyri safneigninni þar.
Flest eru verkin á sýningunni annars í eigu
Listasafns Reykjavíkur og önnur fengin að láni
frá listasöfnum og fyrirtækjum. En það eru líka
mörg framúrskarandi verk fengin að láni úr
einkaeign sem er virkilega gaman að sjá, t.d.
„Engill vorsins“ og „Hestagjá“ (1942). Þarna er
líka heillandi „Bláberjahrísla“ sem listamaður-
inn hefur málað á Snæfellsnesi og „Steinninn
hans Lofts“ í nágrenni við Reykjavík.
Má glöggt sjá á sýningunni hve heildrænn
listamaður Kjarval hefur verið. Verkin flæða
frá einu yfir í annað og þótt maður sé tekinn af
einni mynd er það aldrei svo að maður sjái ekki
aðra mynd út undan sér sem fær mann til að
slíta sig frá þeirri fyrri. Sjálfur er ég meira gef-
inn fyrir landslagsverk Kjarvals en huldumynd-
ir og portrett. Hver einasta landslagsmynd er
sem brot af dásamlegri heild sem fær mann til
að kikna í hnjánum þegar þetta mikill fjöldi
verka er saman kominn og er nú í vestursalnum
og á einstökum tímapunkti fannst mér öll verk-
in í vestursalnum steypast yfir mig sem eitt.
Bláberjahríslan jafnt sem Fjallamjólkin.
Eflaust fæ ég aldrei nóg af Kjarval en mér
þykir afmælisveislan samt í lengra lagi. Nær
hálft ár! Ég get svosem ekki fullyrt um það á
síðum blaðsins hver ástæðan er fyrir þessari
lengd sýningarinnar. Máski er það peninga-
skortur. Það kostar safnið allavega sitt að setja
upp nýjar sýningar. Ég tel þó varasamt að
leggja safnið undir eina sýningu í þetta langan
tíma. Þótt það sé sjálfur Kjarval sem er í boði.
Safnið þarf á hreyfingu og endurnýjun að halda
til að vera með í flórunni. Vera stöðugt lifandi
og svara þannig gagnrýnisröddum um rekstur
Kjarvalsstaða.
Jón B.K. Ransu
„Fjallamjólk“ Höfuðlistaverk Íslands?
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 | 7
F
yrir nokkru skrifaði ég grein
um Landsvirkjun (LV) og sam-
keppnismál myndlistarmanna í
Morgunblaðið. Meginmál
greinarinnar fjallaði um for-
sendur samkeppna af því tagi
sem LV hefur nú boðað til og hvort þær sam-
ræmist nútímalegri hugsun og stöðu samtíma-
listarinnar. Niðurstaða mín var að svo væri
alls ekki og færði ég nokkur rök fyrir þeirri af-
stöðu. Megintilgangur minn með skrifunum
var hinsvegar að vekja máls á stöðu lista-
manna gagnvart útboðsaðilum og um leið
spyrja hvort stórfyrir-
tækjum í almannaeigu sé í
raun stætt á því að hefta
listrænt frelsi listamanna
og leggja þeim lífsreglurnar í samkeppnum.
Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi
LV sér ástæðu til að fjalla um grein mína í
Lesbókargrein um sl. helgi. Hann fer að mestu
um hana mjúkum höndum, en þó eru þar
nokkur efnisatriði sem hann annaðhvort skilur
ekki eða afbakar og þarfnast skýringa. Greinin
var fyrir það fyrsta skrifuð sem ábending um
nýja og ferska leið í samkeppnismálum og
samskiptum fyrirtækja og listamanna. Annað
sem rak mig til skrifanna er mikill áhugi á list í
almannarými og löngun til að sjá breytingu
eða þróun til nýrra hátta á þeim vettvangi. Í
þessum efnum vil ég frekar gefa hefðarbrjót-
um tækifæri til listrænna afreka, en halda mig
við hefðirnar eins og virðist vera helsta mark-
mið LV, svo sem upplýsingafulltrúinn greinir
frá. Tilgangur greinarinnar var alls ekki sá að
letja menn eða hvetja til þátttöku í þessum
samkeppnum. Ég gat mér þess hinsvegar til
að forsendur samkeppnanna kynnu að draga
úr listrænu mikilvægi þeirra og um leið væri
hætta á að margir hunsuðu verkefnið. Kára-
hnjúkavirkjun ein og sér er næg ástæða fyrir
marga að hugsa sig tvisvar um í þeim efnum.
Það er rangt hjá Þorsteini að LV hafi haldið
opnustu samkeppnir á landinu á undanförnum
árum og þær sem nú um ræðir eru það vissu-
lega ekki. Ég get nefnt tvær í snarhasti sem
haldnar voru um síðustu aldamót og voru al-
gerlega opnar hvað staðsetningu og hug-
myndalegt inntak varðar, þó svo tilefni þeirra
hafi verið nefnt í samkeppnislýsingum. Önnur
á Akureyri og hin í Reykjavík. Vel má færa
fyrir því rök að vinningsverkin hafi einmitt
verið valin vegna „sköpunar staða“ sem ann-
ars voru ekki til. Það er einnig rangt að gefa í
skyn að ég hafi lagst gegn því að virkjanir á
vegum LV séu „myndskreyttar“, það geri ég
einmitt ekki. Ég hinsvegar spyr LV á hvaða
forsendum eigi að gera það – er það vegna
hefðarinnar, er það fyrirtækisins vegna eða er
það af listrænni nauðsyn? Í því sambandi er ég
einmitt að benda á að myndlistarmenn hafa
fetað nýjar brautir og það er mér undrunar-
efni að önnur tegund myndlistar en sú nagl-
fasta eigi ekki að fá að koma fram í tillögu-
formi.
Eitt atriðið í minni grein var að benda á að
„áhrifasvæði“ Kárahnjúka-virkjunar er óvenju
stórt. Í raun má segja að þjóðin hafi verið klof-
in í tvær fylkingar vegna málsins og því finnst
mér sjálfsagt að hugmyndalegar forsendur
svona samkeppni nái yfir samfélagið allt. Ég
þekki ekki marga sem eru á móti LV sem
fyrirtæki, en ég þekki mjög marga sem eru á
móti ýmsu sem fyrirtækið tekur sér fyrir
hendur og hefur drauma um að framkvæma í
nánustu framtíð. Þar er dregin markalína. Af
því leiðir að ég held að margir listamenn gætu
vel hugsað sér að vinna fyrir LV á almennum
nótum. Ímynd LV er að stórum hluta til sköp-
uð af listamönnum og jafn mótsagnakennt og
það er, þá er neikvæð ímynd fyrirtækisins líka
að stórum hluta þeirra verk. Listamenn hafa
lagt fyrirtækinu til góð listaverk og þeir sköp-
uðu því sterka menningarlega ímynd, en þeir
lögðu líka sitt af mörkum til að gagnrýna það
vegna Kárahnjúka og grafa þannig undan
þeirri mynd sem þeir sköpuðu til hálfs. For-
sendur andstöðunnar skapaði LV þó upp á eig-
in spýtur. Það er sá sögulegi veruleiki sem LV
verður að horfast í augu við og það er í þeirri
stöðu sem fjöldi listamanna horfir á fyrirtækið
í dag. Þessu kýs upplýsingafulltrúinn að hafna
og hann um það, enda gefur hann sér þá sjálf-
sögðu forsendu að listamenn séu ekki einsleit
hjörð og auðvitað muni einhverjir telja skert
frelsi til listrænnar tjáningar í góðu lagi. Í því
ljósi er auðvitað sjálfsagt að ég dragi aftur þá
ályktun mína að samkeppnirnar skili ekki góð-
um árangri, enda á allan hátt rangt að dæma
óséð listaverk.
Undir lok greinar sinnar gefur Þorsteinn í
skyn að við þessar aðstæður þurfi þeir lista-
menn sem á annað borð „[þiggi] það sem
Landsvirkjun býður [að hafa] bein í nefinu“.
Hversvegna er það svo? Getur verið að upplýs-
ingafulltrúinn hafi þarna hitt naglann á höfuð-
ið? Hafa LV og listamenn þjóðarinnar skapað
þannig andrúmsloft í kringum fyrirtækið að
það þurfi engin meðalmenni til að þora að
koma nálægt því? Getur það talist góður ár-
angur af „samvinnu“ listamanna og LV? Er
nema von að ég hafi viljað benda á að það er
betra að standa vel að málum en illa og það er
alltaf betra að standa með listinni en á móti
henni og það allra helsta er auðvitað að gera
listinni ekki upp skoðanir. Umræðan snýst um
það hvort og þá hvernig fyrirtæki gætu eða
ættu að vinna með listunum, en ekki með þær.
Samskipti listamanna og fyrirtækja, sérstak-
lega stórfyrirtækja, eru áhugaverð í því ljósi
og ég sé ekki betur en LV þurfi á listrænni
(ímyndar-)yfirhalningu að halda.
Í frábæru erindi Jóns Karls Helgasonar á
Lesbókarþingi um daginn ræddi hann um
mikilvægi þess að listamenn, og raunar allt
annað fólk, hefði frelsi til að athafna sig á gráu
svæði – væri ekki endilega bundið á klafa
vanahugsunar, leikreglna og flokka. Krafan
um staðfestu er ærin frá þeim sem eitthvað
eiga undir sér og þeir tefla alltaf á svörtum
reitum og hvítum. Gráa svæðið er ólíkindalegt
og duttlungafullt og þar ráfa sauðirnir í „af-
stöðuleysi“ sínu. Þannig telur Þorsteinn ólík-
legt að þeir sem á annað borð eru á móti Kára-
hnjúkavirkjun geti hugsað sér að vinna
annarsstaðar fyrir LV. Þetta er svart/hvít af-
staða og lýsandi fyrir þá sem skipa fólki í fylk-
ingar eftir öðrum mælikvörðum en málefnum.
Raunar er Þorsteinn algerlega á móti svona
hugsunarhætti, enda segir hann að svart/hvít
sýn manna á umhverfi sitt, hvort heldur er í
pólitískum eða menningarlegum efnum, sé
hvorki sönn né holl. Því til sönnunar gefur
hann Þórbergi Þórðarsyni og lillu Heggu orðið
um mikilvægi díalektískrar samræðu (Sálmur-
inn um blómið). Mér fannst þetta fyndnasti
kaflinn í greininni og ef þetta er sú barnalega
og heimspekilega sýn sem LV getur skrifað
uppá, þá er bara að taka því, en mér sýnist
þarna komið ágætis upplegg í granítskúlptúr
af góðri stærð. Titill verksins er jafnvel falinn í
textanum – Góður hlutur er líka vondur hlut-
ur.
Góður hlutur
er líka
vondur hlutur
Hver er staða listamanna gagnvart útboðs-
aðilum? Og er stórfyrirtækjum í almanna-
eigu í raun stætt á því að hefta listrænt frelsi
listamanna og leggja þeim lífsreglurnar í
samkeppnum? Þessar og fleiri spurningar
hafa vaknað í umræðum um samkeppni
Landsvirkjunar um listaverk við Kára-
hnjúkavirkjun.
Höfundur er myndlistarmaður.
Eftir Kristin E.
Hrafnsson
holtsborg@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar
Búrfellsvirkjun Dæmi um listaverk á húsnæði
Landsvirkjunnar.
lifandi og engu líkara en hann geti stigið út úr
myndinni þá og þegar. Vatnslitamyndir Luigi
Premazzi af sölum í Tsarkoje Selo eru ótrúleg-
ar í smáatriðum sínum og vatnslitaseríurnar
sem segja frá ferðalagi Alexanders þriðja til
Kákasus húmorískar, kannski undir áhrifum
frá „lubok“. Búningar og kjólar eru auðvitað
glæsileg en líka gædd mikilli nálægð. Það eru
þó ekki síst ljósmyndirnar af fjölskyldu Niku-
lásar annars sem gera sýninguna að því fjöl-
skyldualbúmi sem hún í raun er. Dætur hans,
Olga og Tatjana litlar, fullorðnar og loks í bún-
ingi hjúkrunarkvenna. Sýningin í Gerðarsafni
er eins og rússíbani gegnum þrjár ótrúlegar
aldir í sögu Rússlands og um leið kynning á
mögnuðum persónum í mannkynssögunni.
Það er ekki að undra að hún njóti jafn mikilla
vinsælda og raun ber vitni en strax fyrstu
helgina höfðu um tólf hundruð manns heim-
sótt safnið.
Á neðri hæð safnsins gefur að líta yfir fimm-
tíu rússneska íkona, flesta frá 19. öld, en einn-
ig nokkra eldri og sömuleiðis yngri, frá okkar
tímum. Íkonamálun er aldagömul, á sýning-
unni má m.a. sjá íkon málaðan í anda eins
frægasta þeirra allra, Guðsmóður Vladimirs
frá 12. öld. Guðsmóðir Vladimirs var býsanskt
málverkt, einstakt að því leyti hvernig móðir
og barn leggja vanga við vanga í innilegum
kærleik. Sú mynd á sér ótal eftirhermur enn í
dag, eins og sjá má hér.
Á sýningunni má sjá íkona af öllum stærð-
um og gerðum, unna í málm og málaða á tré.
Íkonar nutu fljótt mikilla vinsælda í Rúss-
landi, líklega vegna þess að íkonar eru að-
gengilegri og innilegri en stærri veggmyndir,
þeir héngu oftast nærri því í augnhæð svo auð-
velt var að ná sambandi við myndirnar. Það er
síðan vel til fundið að koma málverkum Krist-
ínar Gunnlaugsdóttur fyrir á meðal þessara
íkona og ég hef sjaldan séð verk hennar njóta
sín betur en einmitt í þessum félagsskap. And-
legur boðskapur íkonanna kallast einnig
skemmtilega á við veraldlegan íburðinn á efri
hæðinni. Það má sannarlega gleyma sér á
Gerðarsafni við skoðun þessara sýninga og
bara betra að taka alla fjölskylduna með, svo
margt er að sjá.
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Sverrir
Góð aðsókn Fjölmenni hefur lagt leið sína á sýninguna í Gerðarsafni.