Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Side 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005
Í
dag eru nákvæmlega 50 ár liðin
frá því Halldór Laxness tók við
Nóbelsverðlaunum í bók-
menntum úr hendi Gústafs Adolfs
sjötta Svíakonungs. Ekki þarf að
hafa orð á því einu sinni enn, hví-
líkur fengur þau voru bæði skáld-
inu sjálfu, íslenskum bók-
menntum og íslensku þjóðinni. Ritstjóri
Lesbókarinnar hefur hins vegar beðið mig að
hugleiða hvernig farið hefði, ef Gunnar Gunn-
arsson hefði hlotið Nóbelsverðlaunin. Hér var
tekinn sá kostur
að nema staðar
við þau tvö ár,
þar sem einna
helst er hægt að hugsa sér – út frá því sem vit-
að er um úhlutun verðlaunanna – að þau hefðu
komið í hlut Gunnars: 1922 og 1955.
Nóbelsverðlaunin
Sænska akademían veitti Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum, sem sett voru á stofn samkvæmt
erfðaskrá Alfreðs Nobels, í fyrsta sinn árið
1901. Átjánmenningarnir í akademíunni höfðu
þá mótað ákveðið ferli sem átti að tryggja gott
val á verðugum höfundi. Þar var kveðið á um
hverjir mættu tilnefna höfunda, svosem há-
skólaprófessorar í bókmenntum og málvís-
indum, rithöfundasamtök og systurfélög aka-
demíunnar, þ.e. aðrar akademíur. Sett var á
laggirnar fimm manna Nóbelsnefnd innan aka-
demíunnar, og smám saman mótaðist líka sú
hefð að fá álit sérfróðra manna á þeim uppá-
stungum sem bárust.
En mest traust hafði akademían framan af á
sjálfri sér og sínum líkum. Fyrsti verðlauna-
hafinn kom einmitt úr þeirri átt: Sully Prud-
homme, ljóðskáld og félagi í frönsku akadem-
íunni, sem tilnefndur var af félögum sínum og
löndum. Sjálfsagt eru þeir ekki margir Íslend-
ingarnir sem hafa sett sig inn í kveðskap Prud-
homme og þegar gögn sænsku akademíunnar
eru skoðuð, kemur í ljós að margir af þeim 25
sem tilnefndir voru fyrsta árið eru nú gleymdir
– það kynni að vefjast fyrir mönnum að gera
grein fyrir þeirri merkiskonu Malwidu von
Meysenburg, eða sagnfræðingnum A. D.
Xenopol. Þess má geta að karlar voru í miklum
meirihluta hinna tilnefndu rétt einsog í aka-
demíunni sjálfri – af fyrstu 90 verðlaunahöf-
undum voru aðeins átta konur.
Einn þeirra sem tilnefndir voru fyrsta árið
skipar að vísu enn stóran sess í evrópskri bók-
menntasögu sem brautryðjandi natúralismans
og eindreginn talsmaður hins frjálsa orðs:
Frakkinn Emile Zola. Nóbelsnefndinni þótti
hann þó ekki verðugur svo fínna verðlauna,
vegna „hinnar andlausu og einatt grófu kald-
hæðni í natúralisma hans“ einsog segir í grein-
argerð hennar.1
Næsti Nóbelsverðlaunahafi var reyndar líka
meðlimur í akademíu, en það var hinn afkasta-
mikli sagnfræðingur Theodor Mommsen. Fé-
lagar hans í prússnesku vísindaakademíunni í
Berlín höfðu gert tillögu um hann. 34 tilnefn-
ingar bárust árið 1902, og meðal þeirra voru –
auk Zola – bæði Leo Tolstoj og Henrik Ibsen.
Nefnd akademíunnar efaðist reyndar ekki um
þýðingu skáldsagna Tolstojs fyrir heims-
bókmenntirnar, en henni mislíkuðu mjög önn-
ur skrif hans, sem hún taldi bæði menning-
arfjandsamleg og einkennast af trúarlegri
dulúð og stjórnleysisstefnu. Akademíunni leist
heldur ekki á viðhorf Ibsens í seinni tíð, þótt
hún hafi velt fyrir sér að skipta verðlaununum
með honum og Björnstjerne Björnson. Svo fór
reyndar að Björnson hlaut verðlaunin árið eft-
ir, og hugmyndinni um að skipta þeim með Ib-
sen og honum var vísað á bug á þeim for-
sendum að þá væri of lítið gert úr þeim báðum
– líktog þeir forþénuðu ekki nema hálf verð-
laun. Þekktasti höfundur Svía sjálfra á þessum
tíma, August Strindberg, var hins vegar aldrei
svo mikið sem tilnefndur. Að vísu mun hafa
verið send inn tilnefning árið 1911, en hún
barst „of seint“ samkvæmt reglunum.
Þannig má segja að sænsku akademíunni
hafi í upphafi gefist kostur á að verðlauna
nokkra af merkustu höfundum nítjándu aldar,
en látið tækifærið ganga sér úr greipum.
Meðal þeirra 19 sem stungið var upp á árið
1904 voru bæði Georg Brandes, Tolstoj og
Ibsen, en akademían tók þann kost að skipta
verðlaununum á milli franska ljóðskáldsins
Frédéric Mistral og spænska leikskáldsins
José Echegaray. Það er léttur leikur að horfa á
þessar fyrstu úthlutanir úr bókmennta-
sögulegri fjarlægð en ákvarðanir sænsku
akademíunnar hlutu auðvitað frá upphafi að
vekja spurningar og andsvör. Engu að síður
urðu verðlaunin fljótt bæði heimsfræg – og
eftirsótt.
Að langa í Nóbelinn
Ungir höfundar létu sig dreyma um Nóbelinn,
og þar voru íslensk skáld engin undantekning.
En þeir voru ekki margir í upphafi 20. aldar
sem gátu helgað sig ritstörfum og reynt að
skapa sér nafn á alþjóðavettvangi, utan
kannski íslensku höfundarnir í Danmörku.
Tveir þeirra, Jóhann Sigurjónsson og Gunnar
Gunnarsson, urðu nánir vinir. Ekkja Jóhanns,
Ingeborg, átti í fórum sínum plagg sem þeir fé-
lagar sömdu í ársbyrjun 1916. Þar segir: „Við
undirritaðir, Gunnar Gunnarsson og Jóhann
Sigurjónsson, lýsum hér með yfir því, að verði
öðrum hvorum framanskráðra veitt Nób-
elsverðlaunin, hvort heldur öll eða hluti af
þeim, skuldbindum við okkur til þess, að sá, er
þau hlýtur, skuli afsala sér sjö hundruðustu af
veitingarupphæðinni til þess okkar, sem ekki
hreppir happið. Ennfremur göngumst við und-
ir þá skuldbindingu, að verði öðrum hvorum
undirritaðra veitt úr Dánarsjóði Otto Benzons,
skuli sá afsala sér tíu hundruðustu af upphæð-
inni til þess okkar, sem gengið verður
framhjá.“ Skjalið er dagsett í Charlottenlund,
16. janúar 1916 og undirritað af þeim skáld-
bræðrum.2 Ingeborg bendir á að það er eitt-
hvað sérstaklega fallegt við orðalagið „þess
okkar, sem gengið verður framhjá“.
Ekkja Jóhanns segir að þeir hafi samið
plaggið í fullri alvöru, þótt einhver hálfkær-
ingur hljóti nú að hafa verið á bak við samning
af þessu tagi. En tveimur árum seinna, 1918,
var Gunnar hins vegar tilnefndur til Nób-
elsverðlauna. Uppástungan barst frá prófessor
við Uppsalaháskóla, Adolf Noreen að nafni.
Harald Hjärne, formaður Nóbelsnefndar
sænsku akademíunnar, víkur góðu að Gunnari
í greinargerð sinni og segir hann taka upp þráð
hinnar miklu frásagnarhefðar Íslend-
ingasagna. Þrátt fyrir ótvíræðar gáfur Gunn-
ars telur Hjärne ekki rétt að verðlauna hann
að svo komnu, enda séu dulúðugar sál-
fræðipælingar í anda Dostójevskís mikill lýtir
á verki hans. Gunnar er tilnefndur tvisvar enn,
1921 og 1922, í bæði skiptin af Adolf Noreen.
1921 skrifaði maður að nafni Sven Söderman
sérstaka álitsgerð fyrir akademíuna, og taldi
Gunnar án nokkurs vafa mikilhæft skáld sem
hefði þroskast hratt að undanförnu en væri
samt „enn ekki nógu þroskaður fyrir Nób-
elsverðlaunin“. Undir þau orð tók Hjärne í
sinni greinargerð. Árið1922 var Per Hallström
orðinn formaður Nóbelsnefndarinnar og skrif-
aði blátt áfram að nefndin teldi Gunnar ekki
koma til álita.
1922
Gunnar hafði semsé verið tilnefndur þrisvar
sinnum og uppástungan verið tekin til alvar-
legrar umfjöllunar, en ekki verður ráðið af
gögnum að hann hafi komist nærri því að
hreppa verðlaunin. En hvað ef honum hefðu
verið veitt Nóbelsverðlaunin árið 1922? Nor-
een professor lagði áherslu á það í tilnefningu
sinni það ár að Gunnar ætti að fá verðlaunin
fyrir verk sín Sælir eru einfaldir og Ströndin,
og það var ekki að ástæðulausu. Um þetta leyti
er Gunnar Gunnarsson orðinn einhver vinsæl-
asti skáldsagnahöfundur samtímans á danska
tungu. Þótt gagnrýnendur hefðu ýmsa fyr-
irvara gagnvart Sögu Borgarættarinnar,
fyrstu útgefnu skáldsögu Gunnars í Danmörku
og jafnframt þeirri vinsælustu alla tíð, voru
þeir yfir sig hrifnir af Sælir eru einfaldir, sem
út kom 1920. Með því verki sigraði Gunnar
hjörtu lesenda og hugi gagnrýnenda; og má
hafa til marks um það að bókin var prentuð ell-
efu sinnum fyrsta árið eftir útkomuna. Danskir
gagnrýnendur hrósuðu sérstaklega byggingu
hennar og fleiri en einn kallaði söguna „nor-
rænt meistaraverk“.3 Þegar haft er í huga
hversu gersamlega Gunnar virðist nú horfinn
úr danskri bókmenntaumræðu getur verið erf-
itt að gera sér í hugarlund vinsældir hans í
upphafi þriðja áratugarins. En margar heim-
ildir benda til að hann hafi, ásamt vini sínum
Johannesi V. Jensen og kannski Martin And-
ersen Nexö, verið talinn fremsti skáldsagna-
höfundur á danska tungu á árunum uppúr
1920.
Á ferli Gunnars Gunnarssonar hefði ekki
verið hægt að hugsa sér betri tímasetningu
Nóbelsverðlauna en 1922. Allt frá því fyrsta
bindi af Sögu Borgarættarinnar kom út tíu ár-
um fyrr hafði hann verið mjög afkastamikill.
Árið 1920 var frumsýnd dönsk kvikmynd eftir
Sögu Borgarættarinnar sem var eitthvert
mesta stórvirki sem Nordisk film hafði ráðist í
og svo löng, að hún var sýnd tvö kvöld í röð í
Paladsteatret, helsta bíói Kaupmannahafnar.
Allt fínasta fólkið í bænum kom til frumsýning-
arinnar, þar sem íslenski þjóðsöngurinn var
sunginn í upphafi og í lokin; Gunnar var að vísu
ósáttur við leikstjórann og lét ekki sjá sig, en
það er önnur saga. Snemma á þriðja áratugn-
um var nýbyrjað að þýða verk Gunnars á önn-
ur mál, og þýðingarstarfið hefði að sjálfsögðu
hlotið byr undir báða vængi við verðlaunin.
Sjálfur var Gunnar enn fullur af sköp-
unarþrótti og byrjaður að skrifa meistaraverk
sitt, Fjallkirkjuna, en fyrsta bindi hennar kom
út 1923. Í síðustu bindum hennar segir frá bar-
áttu hans fyrir því að verða rithöfundur á
dönsku, fyrst í Árósum og síðar Kaupmanna-
höfn, við mjög erfiðar aðstæður. Tvö síðustu
bindin seldust lítið og ekkert miðað við það
sem Gunnar var vanur. En hefði hann hlotið
verðlaun er enginn vafi á því að miklu fleiri
hefðu viljað kynna sér fyrstu sporin á farsæl-
um ferli Nóbelsskálds.
Og Danir hefðu talið hann sinn mann. Hann
hefði að vísu ekki verið fyrsti Nóbels-
verðlaunahafinn sem skrifaði á dönsku, því árið
1917 var verðlaununum skipt milli Karl
Gjellerup og Henrik Pontoppidan, en þá geis-
aði heimsstyrjöld sem varpaði skugga á öll
menningarsamskipti milli þjóða. Líklegra er
reyndar að Gunnari hefði verið líkt við annan
höfund sem skrifaði eiginlega sama tungumál,
Knut Hamsun sem hlaut verðlaunin 1920 og
fór sigurför um alla Evrópu á millistríðs-
árunum. Gunnar hefði án vafa notið vinsælda
hans, þótt þeir séu ekki nema að litlu leyti sam-
bærilegir höfundar. Það er til marks um virð-
ingu Gunnars í Danmörku að tveir þekktir
gagnrýnendur, Otto Gelsted og Kjeld Elfelt,
skrifuðu um hann litlar bækur árin 1926 og
1927. Þær bækur hefðu orðið stærri og
fleiri í kjölfar verðlauna, og allar fjallað um
danskan rithöfund af íslenskum ættum.
En Íslendingar? Það þarf ekki að efa að
þjóðin hefði glaðst yfir frama þessa sonar
síns, að nýfengnu fullveldi. Að vísu höfðu
komið fram raddir á öðrum áratugnum að
þau væri ekki þjóðleg íslensku skáldin í
Danmörku, skrifandi á dönsku, og Gunn-
ar reiddist þeim heiftarlega. Og Einar
Benediktsson skrifaði margar skamm-
argreinar árið 1916, um allt það „gegnd-
arlausa ritspillandi og smekkspillandi
oflof“ sem Gunnar hefði verið ausinn.4
Náðu skammir hans um Gunnar há-
marki í Skírnisgreinum, einmitt árið
1922, og voru reyndar í svipuðum anda
og gagnrýni akademíunnar á Zola. En
þessar raddir hefðu orðið mjög hjá-
róma. Íslendingar hefðu fyllst gríð-
arlegu stolti og auðvitað bent á að
enda þótt skáldið kysi að skrifa á
dönsku, væri Ísland sögusvið nær
allra verka hans. Og að öllum lík-
indum hefðu Íslendingar líka mannað
sig upp í að gefa út fleiri verk Gunn-
ars, því frá 1922 til 1938 var nær ekk-
ert gefið út eftir Gunnar hér á landi.
Nóbelsverðlaunin hefðu örugglega
komið í veg fyrir þann raunalega
vandræðagang sem var á útgáfu-
málum Gunnars á Íslandi allt þar til
hann flutti heim.
Ekki var byrjað að þýða Gunnar að ráði á
þýsku fyrr en upp úr 1927. Vinsældir hans í
Þýskalandi jukust jafnt og þétt og ekki spillti
fyrir velvilji hans í garð Þjóðverja. Sem hand-
hafa Nóbelsverðlauna hefði honum jafnvel ver-
ið hampað enn meir og sala bóka hans og
tekjur orðið enn meiri. Meira að segja vini
hans Jónasi frá Hriflu, sem var maður ekki
smátækur, blöskraði stórhugur Gunnars þegar
hann byggði á Skriðuklaustri 1938-39. Og þó
var sú bygging aðeins hluti af þeim miklu
áformum sem Gunnar hafði um byggingar á
staðnum. Nóbelsverðlaunin hefðu kannski gert
honum kleift að láta þau rætast.
En þau hefðu engu breytt um að áform um
stórbúskap á Skriðuklaustri voru óraunhæf
miðað við íslenska efnahagsþróun – né heldur
um gang heimsstyrjaldarinnar – þar með talið
hrun þýska bókamarkaðarins: Segja má að á
styrjaldarárunum hafi Gunnar Gunnarsson
orðið viðskila við söguna.
1955
Nafn Gunnars kom aftur upp árið 1955, þegar
Halldóri Laxness voru veitt Nóbelsverðlaunin.
Sænska rithöfundasambandið, undir forystu
vinar Gunnars Stellan Arvidson, lagði til að
verðlaununum yrði skipt milli Gunnars og
Halldórs, en að Gunnar fengi þau einn ella.5
Arvidson hafði lengi beitt sér fyrir því að
Gunnar hlyti verðlaunin og hélt því reyndar
áfram eftir þetta.
Merkilega heimild um gang mála er að finna
í bréfaskiptum sænska ljóðskáldsins og bók-
menntamannsins Sten Selander og Dag
Hammarskjöld, framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna, en þeir áttu báðir sæti í aka-
demíunni. Í ítarlegu bréfi sem Selander skrifar
Hammerskjöld fjórða febrúar 1955 fer hann
yfir öll helstu nöfn sem til umræðu voru og seg-
ir þá að rithöfundurinn Harry Martinson, sem
sæti átti í akademíunni, hafi stungið upp á
Gunnari Gunnarssyni. Hann skynjar meðal fé-
laga sinna mikinn áhuga á því að verðlaunin
fari til Íslands og telur líklegast að Laxness fái
verðlaunin eða að þeim verði skipt milli Hall-
dórs og Gunnars.6 Selander er reyndar ekki
mjög hrifinn af þessum hugmyndum, þótt hann
viðurkenni kosti Laxness hefur hann sína fyr-
irvara gagnvart höfundarverki hans og líst illa
á stjórnmálaskoðanir hans; og honum þykir
ekki mikið koma til Gunnars sem rithöfundar.
Ef marka má þessi bréfaskipti er hug-
myndin um að skipta verðlaununum milli
Gunnars og Halldórs öðru hverju á sveimi
þetta ár, alltént reifar Harry Martinson hana
aftur í byrjun október og Nóbelsnefndin mun
hafa gert það líka, en akademían kynnti oftast
niðurstöðu sína í lok mánaðarins. Í nýrri bók
Hannesar H. Gissurarsonar er því haldið fram,
eftir munnlegri heimild, að nokkrir íslenskir
menntamenn hafi beinlínis beitt sér gegn því
að Gunnar hlyti verðlaunin og sent skeyti til
akademíunnar þar sem þeir héldu fram Hall-
dóri einum.7 Samkvæmt gögnum í bréfasafni
Hammarskjöld verður að telja ólíklegt að slík
skeytasending hafi ráðið úrslitum, því þeir sem
höfðu efasemdir um Halldór í akademíunni
voru ekki endilega hrifnir af Gunnari. Selander
rekur ítarlega í bréfum sínum atkvæða-
Hefði Gunnar fengið
Verðlaunin Nóbelspeningur og skjal Halldórs Laxness.
Eftir Halldór Guðmundsson
halldor.gudmundsson@heima.is