Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005 | 11
D
auðinn í Feneyjum er ein af
þekktustu bókum þýska nób-
elshöfundarins Thomasar Manns
(1875–1955) og kom út í aðdrag-
anda að fyrri heimstyrjöldinni
árið 1913. Lesa mætti söguna í
því ljósi en hún lýsir rosknum manni sem hleypir
upp á yfirborðið tilfinningum sem hann hefur bælt
í fjöldamörg ár undir knýjandi samfélagsboðum
og strangri, raunsæislegri og rök-
legri lífssýn hins agaða og vinnu-
sama en hlýtur fyrir vikið svipleg
örlög. En þessi saga er marglaga
og bægir frá sér öllum tilraunum til einfalds lest-
urs. Eitt er þó víst að hún skírskotar til ævi
Manns, eins og margar aðrar skáldsögur hans, en
kveikjan að henni var ferð skáldsins til Feneyja
árið 1911 þar sem hann kynntist og felldi hug til
ungs pilts, eins og Aschenbach, aðalpersóna
Dauðans í Feneyjum. Bókin er nú komin út hjá
Hávallaútgáfunni í íslenskri þýðingu Þorbjargar
Bjarnar Friðriksdóttur.
Hrifningaræði
Dauðinn í Feneyjum segir sögu rithöfundar,
Gustav von Aschenbach, sem er kominn á sex-
tugsaldur og þjáist af mikilli ritstíflu. Honum
dettur í hug eftir nokkrar bollaleggingar að ferð
til Feneyja geti komið hreyfingu á sálarlífið.
Reynslan sem bíður hans þar á hins vegar eftir að
hafa örlagaríkari áhrif á líf hans en hann hefði
getað órað fyrir. Fríðleiki fjórtán ára pilts af
pólsku bergi brotins gerir Aschenbach algerlega
friðlausan, hann situr um hann, eltir hann og þráir
en veit á sama tíma að tilfinningar hans eru for-
boðnar. Aschenbach frestar heimferð sinni. Þessi
drengur er á einhvern undarlegan hátt einmitt
það sem hann skortir. Aschenbach er við-
urkenndur rithöfundur og undir stöðugum þrýst-
ingi um að skila fullkomnu verki en virðist ekki
lengur geta staðið undir væntingum. Líf hans er í
raun innantómt en hlýtur nú merkingu frammi
fyrir þessari hreinu og tæru fegurð sem slær við
öllum skáldskap. Aschenbach verður heltekinn af
drengnum og þegar hann stendur frammi fyrir
vali á milli þess að hverfa frá Feneyjum – og þar
með piltinum fríða – vegna lífshættulegrar plágu
sem herjar á íbúa borgarinnar eða dvelja þar
áfram og hætta lífi sínu kýs hann síðari kostinn. Í
hrifningaræði sínu kemur hann meira að segja í
veg fyrir að drengurinn og fjölskylda hans fái
upplýsingar um faraldurinn og stofnar þar með
lífi þeirra í hættu einnig.
Dauðinn í Feneyjum er stutt skáldsaga eða svo-
kölluð nóvella. Tök Manns á þessu formi eru ein-
stök en tíu árum fyrr hafði hann einnig reynt sig
við þessa bókmennta-
grein í Tóníó Kröger
(1903). Á kápu þýðing-
arinnar er vitnað til
orða Manns um Dauð-
ann í Feneyjum þess
efnis að þar komi allt
heim og saman, „allt
gengur upp, kristall-
inn er tær“. Sagan er
hlaðinn táknum og til-
vísunum og verð-
launar drjúgum fyrir
endurtekinn lestur. Í
stórfróðlegum for-
mála að bókinni rekur
Kristján Árnason bók-
menntafræðingur
táknmál bókarinnar
sem sækir ekki síst í
sjóð fornra goðsagna.
Kristján telur og upp
margvíslegar vísanir í
bókinni til Manns
sjálfs og ýmissa ann-
arra skálda og lista-
manna. Það leikur
varla mikill vafi á
tengslum höfundar og
aðalpersónu bók-
arinnar, báðir þýskir
rithöfundar með svip-
aðan bakgrunn, samviskusamir úr
hófi fram og samkynhneigðir (en
Mann var reyndar harðgiftur og
átti tvö börn). Aschenbach er þó
líklega um tuttugu árum eldri enda
eignað verk sem Mann hafði hug á
að skrifa um ævi Friðriks mikla
Prússakonungs sem einnig var
samkynhneigður. En eins og Krist-
ján bendir á hefur Mann sótt efni-
við í þennan hálftrénaða rithöfund í
aðra merkismenn svo sem Goethe,
Feuerbach, Wagner og Gustav
Mahler sem leggur til fornafnið en
hann lést einmitt í þann mund er
Mann var að hefja samningu sög-
unnar um Aschenbach. Þessa teng-
ingu notfærði sér kvikmyndaleik-
stjórinn Luchino Visconti í
kvikmyndagerð sögunnar þar sem
Dirk Bogarde leikur tónskáldið og
hljómsveitarstjórann (en ekki rit-
höfundinn) Aschenbach og tónlist Mahlers hljóm-
ar undir. H.C. Andersen og ljóðskáldið August
von Platen hafa einnig verið tengdir sögunni.
Mann leitaði því víða fanga eins og ævinlega.
Sæmd listamannsins
Mann sagði sjálfur að sagan fjallaði um „algleymi
hins dæmda manns“ en að vandinn sem hann
hefði sérstaklega haft í huga væri „sæmd lista-
mannsins“. Þetta er
raunar umfjöllunarefni
margra skáldsagna
Thomasar Manns og
kannski má segja að hann
hafi hlotið það í arf frá
rómantíska tímanum. Í
Dauðanum í Feneyjum
eru átök listar og sam-
félags upp á líf og dauða.
Í stuttu máli mætti leggja
söguna út með nokkurri
einföldun á þann hátt að
hún fjallaði um skáld sem
fengi ekki að lifa list sína
nema í bókum sem hann
hefði lagt alla sína vinnu-
semi og allan sinn aga í að
skapa en þegar hann svo
loksins ætti kost á því að
lifa hreina og ósvikna til-
finningu – eða „lífi í álög-
um listarinnar sem hann
hafði reyndar sjálfur eitt
sinn á æskuárum farið
um háðulegum orðum í
borgaralegum anda feðr-
anna,“ eins og segir í sög-
unni – þarf hann að kjósa
á milli þess að deyja fyrir
þá tilfinningu eða gefa
hana upp á bátinn og
halda lífi í staðinn. Og þar sem skáldið
kýs að lifa „í álögum listarinnar“ hefur
hann einnig stofnað lífi annarra í
hættu því hann tekur þar með þá af-
stöðu að segja ekki frá því sem í raun
og veru er að gerast, það er að segja
dauðapestinni sem herjar á Feneyjar.
Listin, gildi hennar og sýn, er þannig
með táknrænum hætti svipt áhrifa-
mætti sínum og réttmæti og þar með
gerð útlæg úr hinu borgaralega sam-
félagi. Sæmd listamannsins fer því
fyrir lítið. Kannski er það ekki eins
gömul saga og ætla mætti.
Hávallaútgáfan lifi!
Hávallaútgáfan lætur lítið fyrir sér
fara. Hún var stofnuð til að koma á
framfæri ritum um tónlist og tónlist-
armenn sem Árni Kristjánsson píanó-
leikari vann að síðustu æviár sín, eins
og segir á heimasíðu útgáfunnar. Síð-
an var ákveðið að ráðast í útgáfu á ýmsum verkum
fagurbókmennta. Í fyrra komu út bækurnar
Ástarflótti eftir þýska rithöfundinn Bernhard
Schlink og Pétursborgarsögur eftir úkraínska/
rússneska meistarann Nikolaj Gogol. Vænt-
anlegar á næsta ári eru Úkraínusögur eftir Gogol,
Glæpur Theresu eftir franska nóbelsskáldið
François Mauriac og fleiri bækur. Bókaútgáfa
með þessa stefnuskrá verður að lifa af.
List, samfélag, fegurð, dauði
Dauðinn í Feneyjum eftir þýska rithöfundinn
Thomas Mann er eitt af stórvirkjum þessa höf-
undar þótt það láti í sjálfu sér lítið yfir sér. Bókin
kannar sambandið á milli listar og samfélags,
fegurðar og dauða.
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
Thomas Mann Lítill vafi leikur á tengslum hans og
söguhetju Dauðans í Feneyjum.
Dauðinn í Feneyjum „Sag-
an er hlaðin táknum og
tilvísunum og verðlaunar
drjúgum fyrir endurtek-
inn lestur.“
Þegar líður að lokum árs fær breska bók-menntatímaritið Times LiterarySupplement að vanda hóp þekktra rit-höfunda víða að til þess að segja frá
bestu bókunum sem þeir hafa lesið á árinu. Þetta
er iðulega forvitnileg og gagnleg lesning.
Suður-afríska nóbelskáldið Nadine Gordimer
segir Shalimar the Clown eft-
ir Salman Rushdie vera
skáldsögu ársins. „Hann er
meistari í því að koma þver-
brestum mannsins til skila í bókmenntaverki,“
segir hún um Rushdie og heldur því fram að bókin
sé ekki tískuverk af póstmódernískum meiði held-
ur rushdísk-gotnesk sem sé bókmenntagrein sem
fangi hrylling styrjalda samtímans. Gordimer
nefnir einnig This I Believe: An A to Z of a life eft-
ir mexíkanska rithöfundinn Carlos Fuentes.
„Verk fullkomins huga,“ segir hún um höfundinn
sem skrifar hér bókmenntalega ævisögu sína.
Katalónski rithöfundurinn Juan Goytisolo seg-
ist hafa verið að endurlesa þrjár borgarsögur frá
tuttugustu öld: St. Pétursborg eftir Andrey Bely,
Ódysseif eftir Joyce og Berlin Alexanderplatz eft-
ir Alfred Döblin. Hann segir að þær séu allar
fremur borgartextar en skáldsögur þar sem list
skáldsagnahöfundarins verður að borgarfræði og
kortalestri sem endurskapar fortíð borganna sem
söguhetjur bókanna ferðast um.
Bókmenntafræðingurinn Frank Kermode nefn-
ir ævisögu forvígismanns nýrýninnar á fyrri hluta
síðustu aldar, Williams Empsons, eftir John
Haffenden en einnig nýjustu skáldsögu Kazuos
Ishiguros, Slepptu mér aldrei, sem komin er út í
íslenskri þýðingu. Hann segist ekki nefna hana
vegna þess að hún sé besta bók Ishiguros heldur
vegna þess að hún rak hann til þess að lesa eldri
bækur hans og uppgötva vonum seinna The Un-
consoled.
Joyce Carol Oates nefnir meðal annars ævisögu
Edmunds White, My Lives, greinasafn Johns
Updike, Still Looking: Essays in American Art og
í flokki skáldverka nefnir hún meðal annars The
March eftir E.L. Doctorow og Extremely Loud
and Incredibly Close eftir Jonathan Safran Foer.
Áðurnefndur Edmund White nefnir Joyce
Carol Oates og nýja bók hennar Mother, Missing
sem hann segir ekki líkjast neinu sem hún hefur
skrifað áður en í forgrunni er einfeldningsleg
móðir sem hlýtur hörmuleg örlög. White segir
sögu Oates mjög læsilega.
James Wood nefnir mjög forvitnilega bók með
því, sjálfsagt að mörgum finnst, ólíklega nafni
Literature, Theory, and Common Sense eftir
Antoine Compagnon en hann fjallar um það
hvernig bókmennta- og menningarfræði hafa lagt
sig sérstaklega eftir því að búa til það sem hann
kallar falska andstæðuhugsun, höfundurinn sé til
dæmis annaðhvort alráður og alltumlykjandi eða
steindauður. Að hans mati sé til meðalvegur sem
sé bæði frjálslyndur og skynsamlegur um leið og
fræðikenningum er alls ekki hafnað. Líklega er
Compagnon þó að vísa mönnum á veginn sem er
nú þegar hvað fjölfarnastur því að þótt kenning-
arnar orði hlutina stundum með öfgafullum hætti
þýðir það ekki að fræðimennirnir elti þær blind-
andi; lestur er alltaf spurning um almenna skyn-
semi umfram allt annað.
Ef undirritaður ætti að gerast svo frakkur að
nefna bestu bækur sem hann hefur lesið á árinu
sem er að líða þá koma aðallega erlendar bækur
upp í hugann og þær ekki allar glænýjar. Fyrst
ber þó að nefna ljóðabók Þorsteins frá Hamri Dyr
að draumi sem rekur smiðshöggið á þriggja bóka
flokk þar sem samfylgd skálds og skáldskapar er
lýst. Endurútgefnar og bættar þýðingar Michaels
Hamburger á ljóðum Friedrichs Hölderlin eru
einnig þess verðar að sökkva sér í. Endurteknar
ferðir um víðáttur stórvirkis Roberts Musils um
Manninn án eiginleika hafa líka vakið hugsanir
sem maður hélt ekki að byggju í þessum haus.
Slow Man eftir Nóbelshöfundinn J.M. Coetzee
hefst með svo mikilli snilld að það er ómögulegt
annað en að klára. Barndómur eftir sama höfund
er sömuleiðis til marks um snilld þessa höfundar.
Og að síðustu er rétt að benda á Tyrkjan Orhan
Pamuk, sem sætir ofsóknum í heimalandi sínu, en
hefur skrifað að minnsta kosti tvær athyglisverð-
ar skáldsögur, My Name is red og Snow en á
þessu ári kom síðan út ævisaga hans Istanbul sem
varpar ljósi á það þjóðfélag sem ofsækir höfund-
inn.
Bækur ársins
’Endurteknar ferðir um víðáttur stórvirkis Roberts Musilsum Manninn án eiginleika hafa líka vakið hugsanir sem
maður hélt ekki að byggju í þessum haus.‘
Erindi
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Fyrsta skáldsaga Truman Capote,Summer Crossing, fannst fyrir
skömmu, og er bókin að sögn gagn-
rýnanda Guardian munúðarfullur lof-
söngur til New Yorkborgar. Sagan,
sem ekki hefur verið gefin út áður, er
verk Capote frá því að hann var rétt
rúmlega tvítugur, en handrit bók-
arinnar skildi höfundurinn eftir í nið-
urníddri íbúð sinni í Brooklyn þegar
hann flutti á brott í kjölfar velgengni
Með köldu blóði og hefur Summer
Crossing ekki litið dagsins ljós á ný
fyrr en nú.
Það eru fáir leikir sem börn hafajafn gaman af og feluleikur,
spennan við að dyljast öðrum og
fylgjast síðan með því sem fram fer
er nokkuð sem flest börn njóta. Málið
vandast hins vegar
þegar leikurinn verður
að alvöru og þeir sem
leita manns vilja mann
feigan. Í slíkri stöðu er Agu, sögu-
maður fyrstu skáldsögu Uzodinma
Iweala, Beasts of No Nation. Agu býr
í ónefndu Afríkuríki þar sem borg-
arastyrjöld kostar fjölda íbúanna lífið
og sundrar fjölskyldum. Faðir Agu
var myrtur – og líkt og aðrar konur í
þorpinu hafa móðir hans og systir flú-
ið fyrir löngu síðan. Og þegar einn
hópur deilandi manna fangar Agu þá
bjóða þeir honum lífið í skiptum fyrir
að ganga í þeirra flokk, sem hann og
gerir. Sagan segir síðan frá þeim við-
burðum sem Agu upplifir í kjölfarið.
Að sögn gagnrýnanda New York
Times er hér um einkar áhugaverða
skáldsögu að ræða sem nær sterkum
tökum á lesandanum, sem myndar í
gegnum lesturinn slík tengsl við Agu
að hann fyrirgefur honum hvert
grimmdarverkið á fætur öðru.
Kjell Eriksson er að mati gagn-rýnanda Svenska Dagbladetí hópi þeirra norrænu
spennusagnahöfunda sem bjóða les-
andanum upp á sannkallaða gæða-
lesningu. Fær nýjasta bók Eriksson
Mannen från bergen, þar sem les-
endur fá enn á ný að fylgjast með lög-
regluforingjanum Ann Lindell og
kollegum hennar, líka góða dóma hjá
blaðinu sem segir bókina búa yfir öll-
um þeim eiginleikum sem góð
spennusaga eigi að hafa – hún sé
hæfilega raunsæ og persónusköpun
góð um leið og spennunni sé við-
haldið.
Ævi Lee Miller er viðfangsefniCarolyn Burke í nýjustu bók
hennar Lee Miller, sem segir sögu
konunnar sem hóf
feril sinn sem fyr-
irsæta, varð síðar
músa Man Ray
áður en hún tók
upp myndavélina
sjálf og gerðist
ljósmyndari. En
fyrir myndir sínar
af París eftir upp-
gjöf Þjóðverja,
rústum þýskra
borga og illa brunnum beinagrindum
í Dachau hefur Miller hlotið mikið lof,
þó að mörgu öðru leyti einkennist líf
hennar af yfirborðsmennsku. Og það
er þessi yfirborðsmennska sem ber
hvað hæst í ævisögunni að mati gagn-
rýnanda Guardian sem segir les-
endur e.t.v. þurfa að sætta sig við að
Miller hafi aldrei verið sérlega djúpur
persónuleiki.
Þeir aðdáendur Star Wars þátt-anna sem ekki hafa fengið nóg af
sagnabálkinum um Loga Geimgengil
og hinn óg-
urlega föður
hans Svarthöfða
geta nú rifjað
upp kynnin við
þann síð-
arnefnda í
skáldsögu
James Luceno.
Bókin nefnist
Dark Lord: The
Rise of Darth
Vader, og segir hún söguna af því
hvernig Jedi riddarinn Anakin Geim-
gengill gengur illu öflunum á vald og
umbreytist í Svarthöfða.
Lee Miller
Svarthöfði
Erlendar
bækur