Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Síða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005 H alldór Laxness var fyrst orð- aður við Nóbelsverðlaunin árið 1948 en það voru Sig- urður Nordal, Einar Ólafur Sveinsson og Jón Helgason sem tilnefndu hann sem virðist ekki hafa verið alveg út í hött því að Halldór var meðal 31 höfundar sem Nób- elsnefnd sænsku akademíunnar tók til skoð- unar það árið þó að niðurstaðan hafi alls ekki verið Halldóri í vil eða með öðrum orðum sú að þessi höf- undur uppfyllti ekki þær kröf- ur sem gera yrði til Nób- elsskálda. T.S. Eliot fékk verðlaunin þetta ár og dettur nú engum í hug að deila á þá nið- urstöðu. Halldór var aftur tilnefndur árið 1949 og stóð Jón Helgason einn að uppástungunni. Engin verðlaun voru veitt það árið en Halldór hafði með þessu verið stimplaður inn kirfilega því að næstu misseri og ár er hann aftur og aftur nefndur sem verðugur eða hugsanlegur Nóbelshöfundur. Eins og rakið er í tveimur nýjum ævisögum Halldórs eftir Halldór Guðmundsson (2004) og Hannes Hólmstein Gissurarson (nýútkomnu þriðja bindi) eru það einkum sænskir gagn- rýnendur sem taka að lofa Laxness en einn þeirra sagðist ekki myndu hætta fyrr en Hall- dór fengi verðlaunin. Peter Hallberg ævi- sagnaritari og þýðandi Halldórs í Svíþjóð var þó sá sem mest kvað að í þessum efnum. Árið 1953 voru þessar raddir orðnar hávær- ari en nokkru sinni. Churchill hlaut verðlaunin sem vakti óánægju í nokkrum sænskum blöð- um og einn gagnrýnandi benti á íslenska skáldið: „Nú er til dæmis uppi í heiminum ep- ískt skáld sem mæla má á hómerskan mæli- kvarða og skrifar á tungu, sem akademían hefur ekki hyllt: Halldór Laxness.“ Ævisagnaritararnir tveir benda á það í bók- um sínum að Halldór hafi verið nær verðlaun- unum en áður 1953, hann er talinn standa næst Churchill til þess að fá verðlaunin ásamt Robert Frost og Walter de la Mare. Árið eftir hlýtur Hemingway verðlaunin og segir í ævisögum Halldórs og Hannesar að ís- lenska sendiráðið í Stokkhólmi hafi talið sig hafa heimildir fyrir því að Halldór og Hem- ingway hefðu hvor um sig fengið jafn mörg at- kvæði í akademíunni og að óvenjumargir til þess bærir hefðu tilnefnt Halldór að þessu sinni. Halldór var nú farinn að kvarta undan þessu eilífa tali um að hann fengi Nóbelinn: „Ég hef engan áhuga fyrir þeim, þar sem það mundi aðeins tákna, að ég mundi verða að greiða stórum hærri skatta á Íslandi,“ sagði hann í Vísi 1954 og í bréfum til Auðar eig- inkonu sinnar árin áður hafði hann ítrekað kvartað sáran undan leiðindunum í kringum þessi verðlaun en óneitanlega hafa lesendur, sem þekkja til ólíkindaláta Halldórs, tilhneig- ingu til þess að taka slíkum yfirlýsingum hans með ákveðnum fyrirvara, jafnvel þeim sem hann skrifar í persónuleg bréf. Árið 1955 hafði Halldór þannig verið orð- aður við Nóbelsverðlaunin í sjö ár og af bókum Halldórs og Hannesar má skilja að átjánmenningarnir í Nóbelsnefndinni hafi sumir hverjir verið orðnir þrautleiðir á því að hafa hann hangandi yfir sér svona ár eftir ár; var jafnvel talað um að það þyrfti að veita hon- um verðlaunin til þess eins að losna við hann. Hér heima er deilt um pólitískar skoðanir skáldsins sem hugsanlega hafði áhrif á það hve treg Nóbelsnefndin var til þess að veita Halldóri verðlaunin. Það koma upp hugmyndir um að skipta verðlaununum á milli Laxness og Gunnars Gunnarssonar sem stóð einmitt öndvert Hall- dóri í pólitíska litrófinu. Sænska akademían virðist hafa rætt þann möguleika en Halldóri og Hannesi ber ekki alveg saman um það hversu mikil alvara var þar á bak við eða hvernig það kom í raun og veru til að Halldór fékk verðlaunin einn þegar upp var staðið þetta ár. Skoðum fáein atriði í frásögnum þeirra að- eins betur en þess má geta að líklega verður endanlega skorið úr um það hvernig Halldór fékk verðlaunin þegar greinargerð Nób- elsnefndarinnar og sérálit einstakra meðlima hennar frá því í lok október árið 1955 verða opinberuð í byrjun næsta árs en sænska aka- demían heldur gögnum sínum um aðdraganda ákvörðunar um Nóbelsverðlaun lokuðum í fimmtíu ár. Halldór og Hannes styðjast báðir við bréfa- samskipti tveggja dómnefndarmanna, Dags Hammarskjölds og Sten Selander, um skoð- anaskipti nefndarmanna í aðdraganda að vali á verðlaunahafa þetta ár en Hannes rekur þessi bréfasamskipti nokkuð ýtarlegar. Strax í febrúarbyrjun skrifar Selander að líklega standi valið á milli gríska rithöfund- arins Nikos Kazantzakis, Rússans Mikhails Sjólokoffs og Laxness með Gunnar Gunn- arsson „eins og bát í eftirdragi“ (þetta er þýð- ing Hannesar, Halldór þýðir þessi orð Seland- ers með öðrum hætti: „og Laxness með Gunnarsson einsog jullu í kjölfari Laxness“). Selander og Hammarskjöld eru báðir and- vígir því að Halldór fái verðlaunin. Selander viðrar líka þá skoðun að Gunnar sé einn og sér ekki verðugur verðlaunahafi en eins og fram kemur í grein eftir Halldór Guð- mundsson hér í Lesbók í dag hafði sænska rit- höfundasambandið, undir forystu vinar Gunn- ars og ævisöguritara, Stellan Arvidson, lagt til að verðlaununum yrði skipt milli Gunnars og Halldórs, en að Gunnar fengi þau einn ella. Sömuleiðis hafði sænski rithöfundurinn Harry Martinson, sem sæti átti í akademíunni, stungið upp á Gunnari Gunnarssyni eins og Halldór upplýsir í grein sinni. Martinson átti hins vegar eftir að snúast á sveif með Laxness þegar nær dró úrslitastund. Báðum þykir þeim Selander og Hamm- arskjöld það afleit hugmynd að skipta verð- laununum á milli þeirra Halldórs og Gunnars: „Mér líst ekki á Laxness,“ segir Hamm- arskjöld „og enn verr á að skipta verðlaun- unum – þar eru áhrifin einatt þau að summan af teimur verður minni en einn.“ Hammarskjöld er þeirrar skoðunar að ann- aðhvort Saint-John Perse eða André Malraux, sem báðir eru franskir, eigi að hljóta verðlaun- in en auk þeirra koma einnig til greina meðal annarra spænska skáldið Juan Ramon Jimén- ez, landi hans og málfræðingur Ramon Men- éndez Pidal, auk tveggja höfunda sem eru sennilega frægari nú en allir þeir sem hér hafa verið nefndir samanlagt, franski rithöfund- urinn Albert Camus og bandaríska ljóðskáldið Ezra Pound – hvorugur þeirra kom reyndar alvarlega til álita. Í bók Hannesar kemur fram að boð berist frá ráðamönnum í Moskvu um „að það væri þeim þóknanlegt, að Sjólokoff fengi verðlaun- in“ og í kjölfarið verða deilur í nefndinni um það hvort hún eigi að taka tillit til pólitískra afskipta af þessu tagi. Niðurstaðan er sú að í lok maí virðist valið standa á milli Kazantzakis og Laxness en Sel- ander segist reyndar skynja minni áhuga á þeim síðarnefnda og líklegast sé því að Grikk- inn hreppi hnossið, eins og fram kemur í máli Hannesar. Sjálfur telur Selander vænlegast að veðja á Malraux ef koma eigi í veg fyrir að Laxness fái verðlaunin í bráð, eins og segir í bók Halldórs, „til lengdar sé það kannski ekki hægt, bætir hann við“ og er merkileg játning segir Hall- dór. Um sumarið segir í bók Halldórs Guð- mundssonar að það verði „ýmsar sveiflur í málinu“ en Halldór virðist ávallt koma sterkt til álita. Í september, þegar nefndin hittist aftur á fundi eftir sumarleyfi, segist Selander telja að formleg tillaga muni koma fram um að verð- laununum verði skipt á milli Gunnars og Hall- dórs og það varð úr. Í ævisögunum tveimur koma fram skoðanir nokkurra nefndarmanna á þessari tillögu, Anders Österling, ritari akademíunnar og sá sem átti síðar eftir að hringja í Laxness til að færa honum fréttirnar af verðlaunaveiting- unni, sagðist hafa efasemdir um að Laxness væri einn sér verðugur. Hann vill einnig at- huga hvort rétt sé að Íslendingar myndu hneykslast á því að verðlaununum yrði skipt. Harry Martinson taldi tíma til kominn að heiðra Ísland og studdi því tillöguna. Pär Lag- erkvist lýsti yfir stuðningi við Laxness og Nils Ahnlund var ekki sáttur við tillöguna. Í heild- ina tekið var tillögunni ekki vel tekið. Þegar afstaða manna er könnuð óformlega á fundi 13. október greiðir engin atkvæði með tillögunni um að skipta verðlaununum milli Ís- lendinganna tveggja, Jimenez fær 8 atkvæði, Laxness 4 og Pidal 2. Selander telur líklegast að Jimenez fái verð- launin eftir þetta en á lokafundi nefndarinnar æxlast mál þannig að Halldór fær meirihluta og Österling verður að orði að „nú höfum við afgreitt Laxness og munum losna við að þurfa að deila um hann ár eftir ár!“ Hann telur að á Norðurlöndum verði þessari niðurstöðu vel tekið en hún verði, að sínu mati, ekki talin ein sú besta þegar fram líði stundir. Af þessu má ljóst vera að Gunnar Gunn- arsson var inni í myndinni allt fram undir það síðasta, það er lögð fram formleg tillaga í Nób- elsnefndinni um að hann deili verðlaununum með Laxness. Jafnljóst er hins vegar að hon- um er hafnað í atkvæðagreiðslunni um þá til- lögu en Laxness er áfram sýndur áhugi. Að mati Halldórs Guðmundssonar er nafn Gunnars inni svo lengi „ekki síst vegna póli- tískra fyrirvara gagnvart Halldóri, samfara löngun til að verðlauna Ísland“. Hannes tilfærir hins vegar merkilega sögu úr fjölskyldu Gunnars sem hann telur varpa ljósi á það hvers vegna Gunnar kom ekki til greina þegar upp var staðið. Sagan hermir að haft hafi verið samband við Gunnar frá sænsku akademíunni og hann beð- inn um upplýsingar um æviatriði sín og ljós- myndir. Sama dag hafi Ragnar í Smára komið í kaffi og frétt af símatalinu. Skömmu síðar frétti Gunnar að Ragnar hafi ásamt nokkrum íslenskum menntamönnum sent skeyti til Nóbelsnefndarinnar þar sem þeir héldu því fram að það „væri til vansa ef Gunnar fengi verðlaunin“. Halldór Guðmundsson segist í Lesbók- argrein sinni telja ólíklegt að „slík skeyta- sending hafi ráðið úrslitum, því þeir sem höfðu efasemdir um Halldór í akademíunni voru ekki endilega hrifnir af Gunnari“. Halldór segir reyndar aðra sögu úr fjöl- skyldu Gunnars af upphringingu sem Gunnari barst frá sænsku akademíunni þar sem honum er sagt að babb sé komið í bátinn meðal ann- ars vegna umræðu um meinta nasíska fortíð hans: „Gunnari, sem var ákaflega stoltur mað- ur að ekki sé sagt einþykkur, mislíkaði þetta stórum og fór símtalið að lokum svo að hann skellti á.“ Af öllu þessu má að minnsta kosti ljóst vera að veiting Nóbelsverðlauna í bókmenntum er ekki einfalt mál og líklega alls ekki aðeins spurning um fagurfræðilegt mat. Svo virðist sömuleiðis sem ekki séu enn öll kurl komin til grafar, í raun er ekki vitað með vissu hvers vegna Nóbelsnefndin hafnaði Gunnari svo af- dráttarlaust einungis fjórtán dögum áður en hún ákvað að veita Halldóri verðlaunin. Hugs- anlega skýrist myndin enn frekar þegar leynd verður létt af greinargerð Nóbelsnefndar- innar á næsta ári. Halldór eða Gunnar? Gunn- ar og Halldór? Halldór Aðeins fjórtán dögum áður en Nóbelsnefndin ákvað að veita Halldóri Laxness Nóbelinn var borinn upp formleg tillaga þess efnis innan hennar að verðlaununum yrði skipt milli Halldórs og Gunnars Gunnarssonar. Tillög- unni var hafnað afdráttarlaust en Halldór fékk einn og sér fjögur atkvæði. 27. október 1955 hlaut hann síðan meirihluta í nefndinni. Hér er rakinn aðdragandinn að þeirri ákvörðun með hliðsjón af nýjum ævisögum Halldórs Guðmundssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um skáldið. Stuttu eftir veitingu Nóbelsverðlaunanna Hér sjást nokkrar af sögupersónum greinarinnar. Fremri röð f.v.: Sven B.F. Jansson, Þórunn Ástríður Björnsdóttir, Sigurður Nordal, Kristín Hallberg og Halldór Laxness. Standandi: Peter Hallberg, Ragnar Jónsson, Ólöf Nordal, Jón Helgason og Auður Sveinsdóttir. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.