Morgunblaðið - 27.03.2005, Side 12

Morgunblaðið - 27.03.2005, Side 12
12 | 27.3.2005 „Fyrr á árum prófaði ég ýmsar leiðir til að slaka á. Eins og margir aðrir notaði ég gjarnan áfengi á mestu álagstímunum, eins og í jólavertíðinni. En það er eins og að pissa í skóinn sinn: Hlýtt rétt á meðan hlandið er volgt en svo gengur maður með klakamolana í skónum. Það er skammgóður vermir. Mín reynsla er sú að vonlaust er að stytta sér leið í þessum efnum. Maður verður að fara í gegnum þetta allsgáður og leita annarra lausna.“ Mesta gleðin í útgáfunni fyrir síðustu jól segir Jóhann að hafi falist í því að koma út bók Matthíasar Viðars Sæmundssonar heitins um Héðin Valdimarsson. „Við Matt- hías höfðum þekkst lengi og áttum m.a. samskipti á meðan við drukkum báðir og vorum þá stórhættulegir saman. En við urðum ekki vinir fyrr en frekar seint á full- orðinsárum, þá báðir búnir að skipta um kúrs í lífinu, og mynduðust mjög sterk tengsl á milli okkar. Það var alls óvíst að Matthíasi myndi auðnast að ljúka við þennan fyrri hluta verksins um Héðin áður en hann lést en þegar við skoðuðum handritið að honum látnum gladdi það mig mjög að unnt yrði að búa það til prentunar. Það var að vísu mikil vinna, sem þær inntu af hendi, að hans ósk, Steinunn kona hans og Guð- rún kona mín, en það tókst og skipti mig miklu máli. Útgáfa á bók Halldórs Guð- mundssonar um nafna sinn Laxness var mér einnig mjög mikilvæg. Það spáðu mér flestir illa með þá bók en þeir reyndust ekki sannspáir. Hún heppnaðist feiknarlega vel, hlaut afbragðsmóttökur og að lokum Íslensku bókmenntaverðlaunin.“ Voru einhver vonbrigði á síðustu vertíð? „Það eru alltaf einhverjar bækur sem manni finnst að hafi átt skilið meiri athygli en þær fengu. Ég get nefnt sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson. Hún er ákaflega metnaðarfull skáldsaga og tvímæla- laust tíðindi í íslenskri sagnagerð. En ég fann strax einkennilega mikið tómlæti hjá fjölmiðlum gagnvart bæði höfundinum og verkinu. Stundum í þessum litla bóka- heimi er hreinlega búið að ákveða fyrirfram, löngu áður en bækur koma út, hvernig landið eigi að liggja.“ Hverjir ákveða það? „Ja, stundum er talað um bókmenntamafíu. Og því er ekki að leyna að hún er til. Það er ákveðinn hópur fólks sem hefur það annaðhvort að áhugamáli eða atvinnu að fjalla um bækur í fjölmiðlum, skólum o.s.frv. og mótar umræðuna um bækur ansi mikið. Kannski væri nær að tala um mafíur í fleirtölu. Þetta eru nokkrar litlar sellur. Í gegnum tíðina hef ég gjarnan skynjað fyrir fram, án þess að geta beinlínis stutt fingri á það, hvort þessi bókmenntaklíka muni hafa áhuga á höfundi og verki hans eða ekki. Stundum er engu líkara en þessi hópur hugsi sem svo, eftir að hafa haft tiltekinn höf- und í hávegum í nokkur ár, að nú sé nóg komið: Æi, nú höfum við hampað þessum nóg. Finnum einhvern nýjan! Þá virðist jafnvel engu skipta þótt höfundurinn sé að senda frá sér sitt besta verk. Þetta finnst mér óendanlega hvimleitt.“ Jóhann segist ráðleggja öllum að leggja ekki út á rithöfundabrautina. „Alls ekki að senda frá sér bækur nema viðkomandi finnist hann ekki eiga annan kost. Að það sé lífsnauðsyn að skrifa. Íslenski bókaheimurinn er svo miskunnarlaus og snýst einatt um allt annað en verðleika höfunda og verka. Það er fullkomlega óeðlilegt, en sann- arlega tímanna tákn í þessu grimma markaðssamfélagi sem við búum í. Fyrir nokkr- um árum komu erlendir útgefendur á bókamessum ytra því fínlega að, næstum því feimnislega, hvort höfundur, sem við vorum að reyna að vekja athygli þeirra á, liti þokkalega út og ætti gott með að tjá sig. Núna er fyrsta spurningin sem maður fær: Er höfundurinn „promotable“, kynningarvænn? Hversu fær er hann í að tala fyrir verki sínu í fjölmiðlum?“ Hugsið þið, íslensku útgefendurnir, svona líka? „Ég verð að játa að enginn okkar er saklaus af því að velta slíkum spurningum fyrir sér. Svarið ræður kannski ekki úrslitum, en það er farið að hafa einhver áhrif. Og vægi þess mun aukast.“ Af hverju? „Ja, ég hef ekki aðra skýringu en að í markaðssamfélaginu skipta umbúðirnar æ meira máli. Að ímynd höfundarins sé rétt, að hann sé sympatískur og helst skemmti- legur. Þess eru mörg dæmi að ágætt verk hefur ekki átt nokkra markaðsmöguleika vegna þess að höfundur þess hafði ekki nægilegan fjölmiðlaþokka. Það er ægilegt að segja þetta, en það er svona. Þetta gildir ekki aðeins um bókaútgáfuna, heldur öll svið mannlífsins. Það þurfa allir að vera sexí. Á hlutabréfamarkaði þurfa fyrirtæki að vera sexí svo fjárfestar sýni þeim áhuga!“ Óraunsæ ævintýri og kraftaverk Þegar Jóhann og fjölskylda hans stofnuðu JPV útgáfu hefur það tæpast verið talið sexí. Var það ekki hreinlega hættuspil? „Jú. Bókaútgáfa er yfirleitt hættuspil á þess- um litla markaði. En mér fannst á ákveðnum tímapunkti, um áramótin 2000–2001, að ég væri með það góðar hugmyndir um hvernig standa ætti að málum að ég ætti ekki að hætta. Ég vildi láta enn frekar á þessar hugmyndir reyna, einn og óáreittur, frá A til Ö. Ég tel að lykilatriði þess að bókaútgáfa gangi sé að hún lúti stjórn eins manns sem hefur skýra sýn, fylgir henni eftir frá hugmynd og út á búðarborð og sé ábyrgur fyrir henni.“ Hann segir að árið 2000, þegar hann var framkvæmdastjóri Genealogia Islandor- um, fyrirtækis á sviði ættfræði og bókaútgáfu, hafi verið það versta á ferlinum. „Og um þessi áramót var ég ákaflega þreyttur á því ævintýri og langaði að sumu leyti að setja tærnar upp í loft. En ég fann líka að ég hafði síður en svo misst áhuga á bókaút- gáfu. Hann hafði dofnað á þeim árum sem ég var í samkrulli við Mál og menningu, hafði selt þeim mitt gamla Forlag og var einnig markaðs- og sölustjóri sameinaðs fyr- irtækis. Þá dró úr ástríðunni og ég hélt jafnvel að ástríðuneistinn væri slokknaður. Þegar ég hætti í Máli og menningu fann ég hann blossa upp að nýju og þótt reynslan innan Genealogia hafi verið áfall fann ég að ég vildi láta á hann reyna frekar, á mínum eigin forsendum en ekki annarra. Ég taldi mig hafa lært af bæði sigrum og ósigrum.“ Hann segist hafa heyrt utan að sér að margir spáðu útgáfunni ekki löngum líf- dögum. „Ég fann að það var unnið gegn mér, hvort heldur var á vettvangi lán- ardrottna, viðskiptavildar eða höfunda. Í sjálfu sér leit ég á það sem meðmæli, að mönnum stæði ekki á sama og stæði jafnvel stuggur af mér. Helst vil ég vinna í sátt og friði við alla menn og fannst þetta ekki gott. En ég reyndi að túlka þessa andstöðu já- kvætt, svo ég missti hreinlega ekki móðinn.“ Genealogia Islandorum fór endanlega í þrot nokkrum mánuðum eftir að Jóhann Fjölskyldufyrirtækið: F.v. Valdimar, Sif, Guðrún, Egill, Þórhildur, Kristján Dagur Egilsson og Jóhann Páll. Á myndina vantar Arnar Hrafn Gylfason. EIGIN HERRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.