Morgunblaðið - 27.03.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 27.03.2005, Síða 15
27.3.2005 | 15 lýst. Mér þótti ákaflega vænt um hve hann harmaði það sem gerst hafði milli okkar; það hefði verið spillt fyrir okkar sambandi, en sjálfur hefði hann alla tíð séð fyrir sér að ég tæki við fyrirtækinu. Ég met hann æ meira eftir því sem ég verð eldri. Og ég hef reynt að læra af þessari reynslu og notfæra mér hana innan okkar fjölskyldufyrirtækis. Sem betur fer er ég til- finningalega opnari en pabbi var þótt ég hafi þurft að hafa afar mikið fyrir því.“ Hann segir að hann hafi alveg fram til tvítugs verið sjúklega feiminn og lokaður. „Ég gat ekki farið í kvikmyndahús með kærustu nema búið væri að slökkva ljósin í salnum og óttinn við hléið spillti mjög ánægju minni af sýningunni. Þegar það síðan kom var um tvennt að velja: Að sitja áfram í sætinu eða fara fram í anddyri. Báðir kostir voru slæmir en þó fannst mér skömminni skárra að fara fram. Ég man eins og það hefði gerst í dag þegar ég fór eitt sinn fram í hléi í Háskólabíói og faldi mig bak við bláu stóru hurðina inn í salinn. Þá stóð á miðju gólfi í þessu stóra anddyri Há- skólabíós maður sem ég kannaðist við og þótti ekki sérlega skemmtilegur. Hann lét óskaplega mikið fyrir sér fara, baðaði út höndunum og talaði svo hátt að hann dró að sér athygli allra. Í felum bak við hurðina hugsaði ég: Hvað er að mér? Ef þessi maður, sem er ekki skemmtilegri en raun ber vitni og á engan hátt mér fremri, getur staðið þarna og notið athyglinnar, hvað er ég þá að gera hér bak við hurð? Þetta atvik varð mér leiðarljós við að ná tökum á sjálfum mér, átta mig á því að ég var ekkert verri eða vitlausari en annað fólk. Ég á þessum leiðinlega manni því heilmikið að þakka! Þótt ég sé enn töluverður einfari get ég þó umgengist fólk með tiltölulega opnum og eðli- legum hætti.“ Hann kveðst verða með árunum æ meiri fjölskyldumaður. „En ég er vissulega með samviskubit gagnvart konu minni og börnum vegna þess hversu sjálfhverfur ég hef verið; á köflum hefur allt þurft að víkja fyrir því sem ég hef haft fyrir stafni. Síðastlið- inn áratug hef ég breyst til hins betra að þessu leyti. Hef áttað mig á því að þótt bóka- útgáfan sé mér mikilvæg skiptir fjölskyldan mig miklu meira máli. Ég hef alla tíð elsk- að konu mína og börn ákaflega heitt en ekki sýnt og tjáð þá ást í sama mæli eða sinnt þeim sem skyldi.“ Var eitthvað sérstakt sem gerðist fyrir áratug sem opnaði augu þín að þessu leyti? „Að ég hætti að nota áfengi. Sá sem notar áfengi meira en góðu hófi gegnir verður svo sjálfhverfur og hallur undir sjálfsblekkingu að ekkert annað kemst í rauninni að. Ef einhver í fjölskyldu minni leyfði sér að gera athugasemd við drykkju mína fannst mér það fullkomlega ómaklegt og beinlínis fáránlegt. Ég væri slíkur öndvegismaður að enginn hefði yfir neinu að kvarta!“ Jóhann Páll skellir upp úr. „Það var ekki fyrr en ég var búinn að vera edrú í tvö-þrjú ár að ég áttaði mig á að auðvitað hafði ég ekki ver- ið sá fjölskyldufaðir sem ég átti að vera.“ Og samskipti fjölskylduföðurins við framkvæmdastjóra fjölskyldufyrirtækisins, soninn Egil Örn? „Að því leyti eru þau sambærileg við samskipti okkar pabba, að ég ber alveg sama traust til hans og pabbi bar til mín, enda er hann feikilega hæfur í sínu starfi. Samstarf okkar er hins vegar opnara. Við tölum mun meira saman, þótt álagið og umfang starfseminnar miðað við fjölda starfsmanna sé svo mikið að of lítill tími gefst til slíks. Við höfum lagt hart að okkur við að byggja upp fyrirtækið og samstarfið hefur verið afar farsælt. Sama gildir um samstarf okkar Guðrúnar. Við höfðum tekið þá ákvörðun að vinna ekki saman; töldum það ekki vera hollt fyrir hjónabandið, þótt alla tíð nyti ég hennar ráðgjafar, dómgreindar og smekks á bókum, sem ég hef tekið mikið mark á. Hún er einn af þeim bókmenntafræðingum sem sloppið hafa óskemmdir frá náminu og formúlunum. En við hófum að vinna saman fyrir nokkrum árum, hún er á kafi í starfinu með mér og ákaflega mikilvægur hlekkur í því. Sama á við um Sif dóttur okkar, sem stundar nám í frönsku og bókmenntum í háskólanum; hún hefur líka unnið með okkur og gengið vel. Sambýliskona Egils Arnar, Þórhildur Garðarsdóttir, annast bókhaldið og Arnar Hrafn Gylfason, sambýlismaður Sifjar, hefur unnið hjá okkur í nokkur misseri í ýmsum verkefnum. Valdimar, yngri son- urinn, fékk eldskírn sína fyrir síðustu jól og hafði umsjón með sölu í stórmörkuðum og þótti keppinautum nóg um tilþrif hans, eins og fjallað var um á heimasíðu Bjarts og í DV. Ég var mjög stoltur af stráknum og metnaði hans fyrir okkar hönd. Ásgeir áramót líka að svara þeirri spurningu hvort ég ætlaði að láta þetta buga mig eða að rísa upp. Og ég ákvað að rísa upp. Öll lendum við í áföllum í lífinu, mismunandi slæmum og mörg í mun verri áföllum en ég, og þá er svo mikilvægt að láta ekki bug- ast, sem þó er ákaflega mannlegt og í rauninni undravert hvað manneskjunni tekst að halda sönsum í þessu erfiða þjóðfélagi. Í mínu tilfelli er það ábyrgðartilfinning mín gagnvart þeirri lífsgjöf sem ég hef fengið sem heldur mér gangandi, skyldan gagnvart fjölskyldu minni. Tilveran er ekki mitt einkamál.“ Jóhann segir að það hafi fylgt sér alla tíð að koma sér í burt frá átökum og leið- indum. „Stundum er ég kannski fullfljótur á mér í þeim efnum vegna þess að því mið- ur er svo mikið um átök og leiðindi í umhverfinu. En í rauninni átti ég ekki um annan kost að velja á þessum tíma, eins og ég hugsaði þá, og eins og ég hugsa reyndar enn; þetta er eðli mitt, án þess ég telji mig ófæran um að þroskast og breytast að vissu marki. Ég veit að ég er ráðríkur, og auðvitað reynir það á þolrifin í þeim sem umgang- ast mig dag frá degi.“ Sættir og samviskubit Var faðir þinn líka ráðríkur? Var það rótin að ykkar ágreiningi? „Nei, alls ekki. Það er með ólíkindum að hann skyldi treysta mér, nýstignum út úr menntaskóla, fyrir því að ráðskast með fyrirtækið eftir mínu höfði. Það sló mig ekki þannig þá, en ég sé það skýrt núna. Það er ekki góður siður að grobba sig, en eins og þeir vita sem til þekkja gekk Iðunni vel undir minni stjórn og ekki gott að segja hvað gerst hefði ef mér hefði tekist illa upp. Því má hins vegar ekki gleyma að ég tók við gríðarlega góðu búi og traustum grunni sem faðir minn hafði byggt. Hann var ákaf- lega góður bókaútgefandi; ég hafði frá blautu barnsbeini alist upp í forlaginu og fylgst með honum að störfum. Og eitt af því sem kynti undir þeim mikla metnaði og ástríðu sem ég lagði í starfið var að mér fannst ég þurfa að sanna svo ekki yrði um villst að ég hefði fengið mitt starf vegna eigin verðleika en ekki vegna þess að ég var sonur föður míns. Ég var óhemju viðkvæmur fyrir þeirri ósköp eðlilegu hugsun fólks að ég hefði fengið allt á silfurfati. Sem barn og unglingur hafði ég geysilega þörf fyrir að sanna mig fyrir föður mínum og sem ungur maður þurfti ég að sanna mig fyrir öðrum. Ég upplifði þetta sem gífurlega pressu, án þess að faðir minn hafi nokkurn tíma lagt hana á mig. Þetta var allt inni í mér. Pabbi sagði alltaf við mig, sama hvað gekk á í minni til- veru á yngri árum, sem var nú heilmikið: Ég hef engar áhyggjur af þér. Ég veit að þú munt spjara þig. Þetta traust fann ég allt frá mínum fyrstu bernskubrekum. Hann skammaði mig aldrei, enda eru skammir versta leiðin að mér; ef ég er skammaður bregst ég alveg þversum við. Það skynjaði hann vel, þótt hann kæmi ekki mikið að uppeldi mínu vegna eigin anna við útgáfuna. Hann var mjög næmur maður, þótt hann færi dult með það og væri lokaður.“ Saknaðirðu að eiga ekki dýpra samband við hann? „Já, mjög. Upplifði mig oft býsna munaðarlausan og þráði viðurkenningu föður míns, ástúð og elsku á innilegri hátt en hans stíll leyfði; þar var hann líkur mörgum feðrum af hans kynslóð. Það var ekkert rætt um tilfinningar. Eitt sinn sagði hann mér sögu sem ég gleymi aldrei og held hann hafi sagt mér til að herða mig í lífinu, því hann fann að ég var jafntilfinninganæmur og hann sjálfur: Þegar hann lagði af stað með rút- unni úr heimahögunum í Svarfaðardal áleiðis suður til Reykjavíkur til náms og síðar kennslu fann hann sterkt til feimni sinnar og óöryggis. Á leiðinni velti hann fyrir sér hvernig hann færi að því að lifa af í höfuðstaðnum og tók þá meðvituðu ákvörðun að loka fyrir tilfinningar sínar, skellti í lás. Og sá lás hrökk ekki upp fyrr en hann fékk heilablóðfall árið 1988, tíu árum áður en hann lést. Það vildi svo sérkennilega til að heilablóðfallið fékk hann á afmælisdaginn minn. Þá höfðum við ekki talast við í nokk- ur ár. Ég kom til hans á spítalann þann dag sem var herfilega erfiður því við vissum ekki hversu alvarlegt áfallið var. Hann var þá út úr heiminum og ég gat ekkert annað gert en grátið við rúmstokkinn. Sú tilhugsun var ægileg að hafa skilið við hann í ósætti og geta kannski ekki sæst við hann og kvatt. En sem betur fer náði hann sér mjög vel andlega í framhaldinu, opnaðist allur tilfinningalega og við feðgarnir náðum saman á ný. Þau tíu ár, sem hann lifði, voru okkur öllum í fjölskyldunni dýrmætari en orð fá Feðgarnir: Jóhann Páll með Egil Örn, verðandi framkvæmdastjóra. Ungu hjónin: Guð- rún og Jóhann Páll. Forleggjari fæðist: Jóhann Páll að störfum í forlags- búð Iðunnar. EIGIN HERRA Forlagsfeðgar: Valdimar Jóhanns- son og Jóhann Páll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.