Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 34
34 | 27.3.2005 Eflaust kannast einhverjir við myndina framan á þessari bók. Þarna er á ferð listamaðurinn Sigurður Guðmundsson í verki sínu Extention [Framlenging] frá 1974, að segja má í hlutverki bókastoðar. Bókarkáp- an blasir við í betri bókabúðum í Skotlandi, en þar kom út þessi bók, The Libraries of Thought & Imagination, í ritröðinni pocketbooks sem fjallar um menningu samtímans frá skoskum sjónarhóli. Ritstjóri er Alec Finley. Í bókinni fjalla fjölmargir gestahöfundar um bækur, bókahillur, bókband, vináttu sína við bækur, hugmyndir um bækur og fleira sem snýr að áþreif- anleika og innihaldi bóka. Þá eru birt margvísleg ljósmyndaverk þar sem bækur eru í aðalhlutverki eða, líkt og í tilfelli Sigurðar Guðmundssonar, sam- spil manneskju og bóka er skoðað. Auk þess að eiga heiðurinn af myndinni á kápu á Sigurður Guðmundsson fjögur verk í bókinni: Structures, Mountain, Ljóð, hestur og lestur og Camouflage. Öll eru þau frá áttunda áratugnum, en fyrir áhugasama eru þessi og fleiri ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar samankomin í bókinni Situations [Aðstæður] sem Mál og menning gaf út árið 2000. Mannleg bókastoð SMÁMUNIR… Snyrtivörufyrirtækið Mac hefur tileinkað diskódrottningunni Diana Ross nýja lital- ínu sem komin er á markað. Línan einkennist af glitri og glans þar sem bleikir litir eru áberandi, bæði í varalitum og kinnalitum. Línan er sögð vera full af sálartónum og fáguðum hljóm í anda söngkonunnar en línan er ætluð konum af öll- um kynþáttum og á öllum aldri. Meðal þess sem er að finna í nýu línunni eru varalitir, augnskuggar, kinnalitir, púður og sólarpúður. Litadýrð diskósins Ég gerðist nýverið húsmóðir í Los Angeles. Þar sem égá litla stúlku á leikskólaaldri var ég búin að hlakkamikið til að geta verið heima hjá henni öllum stund- um og sinnt barninu, en hún hefur eins og flest börn verið á leikskóla á Íslandi síðan hún hafði aldur til. Strax eftir fyrstu vikuna heima, þegar við vorum hætt að vakna milli 4 og 5 á morgnana, tók að gæta nokkurs pirrings hjá litlu dömunni. Ástæðan: ég var einfaldlega ekki nógu skemmtileg. Ég spila ekki á gítar og svo er allt asnalegt sem ég leira. Ég hafði greini- lega ofmetið þörf barnsins fyrir nánara samneyti við móður sína. Einn morguninn vaknaði ég við ofurlitla rödd sem sagði: ,,Ég vil fara í leikskólann minn. Hvar er leikskólinn minn?“ Eftir stuttan landafræðitíma þarna í morgunsárið lof- aði ég henni að við skyldum finna annan leikskóla handa henni. Það reyndist þrautin þyngri að vinna sig í gegnum þann aragrúa leikskóla sem í boði eru. Fyrst er nú að ákveða hvaða stefnu í uppeldismálum maður að- hyllist, ef maður hefur þá yfirleitt eitt- hvert vit á því. Er það hin ítalska Em- ilio Reggio-stefna, eða The new world Montessori eða ætti ég að senda hana í biblíuskóla sem ber nafnið The little sacred lambs of God’s school (Skóli litlu útvöldu guðslambanna). Nú svo er það auðvitað Kabbalah centre for children, þar sem þotuliðið kýs að hafa börnin sín, eða ætti ég kannski bara að senda hana í gyðingaleikskóla og demba henni í það að læra hebresku. Ég spurði nokkrar bandarískar mæður sem ég þekki hér ráða og það stendur ekki á svari. Oftar en ekki hef ég verið spurð hvort hún hafi verið metin. Has she been valued? Nei, hún hefur ekki farið í gegnum neitt mat, viður- kenni ég skömmustulega, er það slæmt? Ég fæ svona með- aumkunaraugnaráð og síðan er það útskýrt fyrir mér varlega að það sé bara miklu betra að láta meta hana, því hvernig átt þú að geta ákveðið þetta, það er svo margt sem þarf að taka með í reikninginn. Já, þetta er eflaust alveg rétt, ég get ekkert ákveðið þetta bara sí sona. Svo er það nú líka stórborgarfaktorinn, ekki vil ég að barn- ið gangi í leikskóla undir stjórn fólks sem hefur langan glæpa- feril að baki og gæti misst sig í að eitra fyrir öllum á froska- deild. Mér er vinsamlegast bent á netþjónustu sem sérhæfir sig í að grafa upp persónulegar upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki gegn vægri þóknun. Mér er einnig tjáð að það muni sannarlega koma mér á óvart hvað þeir geti grafið upp um mig ef út í það væri farið en meira bara svona upp á grín. Mér finnst tilhugsunin heldur ógeðfelld. Ekki langar mig til að njósna um fólk, mér finnst ég einfaldlega ekki hafa neinn rétt til þess. Þetta minnir mig á gamla vinkonu mína sem var haldin þungum framtíðar- og farborðakvíða. Fletti mönnum upp hjá skattinum til að ganga úr skugga um að þar færi eigu- legur maður eða þurfalingur. Vann alltaf heimavinnuna sína. Fyrsti leikskólinn sem ég heimsótti og jafnframt sá síðasti var valinn vegna nálægðar við heimilið. Honum stjórnar kona sem gæti verið amma mín. Skólinn er lítill, aðeins níu nem- endur og tveir kennarar. Börnin eru á aldrinum tveggja til fimm ára. Niðurnjörvuð stundaskrá, ég rek augun í fögin, landafræði og saga. Kennirðu börnunum mannkynssögu svona ungum? Já, væna, við byrjum á að ræða við þau um grundvallaratriði borgarastríðsins. Stuttu síðar: Nei, væna mín, ég var að fíflast í þér, við leitumst bara við að skýra fyrir þeim fortíð, nútíð og framtíð. Svo sýndi hún mér möppuna sem ætluð var barninu mínu og ítrekaði við mig að gæta þess vel í lok hvers dags hvort barninu fylgdi einhver heimavinna. Þarf hún að læra heima? spurði ég undrandi. Þurfum við það ekki öll? svaraði hún að bragði. | steinunnolina@mbl.is Allir þurfa að vinna heimavinnuna sína Oftar en ekki hef ég verið spurð hvort hún hafi verið metin. Pistill Steinunn Ólína Ólífur leika aðalhlutverkið í nýrri húð- og hárvörulínu sem L’Occit- ane hefur sett á markað. Flestir þekkja góða kosti ólífuolíunnar en auk hennar er vatn ólífunnar notað í vörurnar. Áhrif þessarar blöndu eru sögð vera þau helst að hún eykur blóðrás húðarinnar, hraðar losun óæskilegra efna og verndar húðina fyrir geislum sólarinnar. Í ólífu- línunni er að finna andlitskrem, húðmjólk, raka- krem, andlitsmaska, sturtusápu, sjampó, húð- hreinsivörur, handkrem, olíur og fleira. Ólífur fyrir húð og hár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.