Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 14
14 | 27.3.2005 tómar út úr Iðunni. Við hjónin seldum húsið okkar til að eiga eitthvert startkapítal, sem var þó afar lítið. Ég hef alla tíð haft lúmskt gaman af að breyta til og verið óhræddur við nýjar ögranir, án þess að hugsa um hvort um hafi verið að ræða skref upp á við eða niður á við í gengisskráningu samfélagsins. Hef glaður tekið fram göm- ul skópör þegar syrt hefur í álinn peningalega og pússað þau upp á nýtt án þess að skammast mín fyrir það. En rekstur Forlagsins byggðist ekki á traustum peninga- legum grunni, var þungur, þótt okkur tækist að komast hjá vanskilum, og salan gekk upp og niður. Um það leyti sem fyrirtækið var fimm eða sex ára sótti að mér viss óhugur varðandi framtíðina. Staðan var alls ekki slæm en ég skynjaði blikur á lofti. Lengi hafði ég orðið var við áhuga af hálfu Máls og menningar á samvinnu og það var eins og ég væri leiddur til þeirrar ákvörðunar að selja þessum helsta keppinauti mín- um meirihlutann í fyrirtækinu og ráðast til starfa hjá honum. Strax árið eftir kom á daginn að tilfinning mín hafði verið rétt; þá urðu veðrabrigði í íslenskri bókaútgáfu. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, ég varð að kyngja stoltinu, en hún reyndist engu að síður hárrétt. Fjárhagsáhyggjur steindrepa sköpunargáfuna. Hjá Máli og menningu fékk ég efnalegt öryggi og lengi vel leið mér þar vel; það var líf og fjör. Átti yfirleitt skemmtilegt samstarf við Halldór og Árna Einarsson, sem þar voru lykilmenn. En við Halldór erum báðir dálítið plássfrekir og eins og ég sagði þér áðan urðu leiðir að skilja, líka vegna þess að mér fannst starf mitt sem forstöðumanns sölu- og markaðs- sviðs vera orðið allt of tímafrekt á kostnað míns aðaláhugasviðs sem er sköpunin í bókaútgáfunni sjálfri.“ Sérðu einhvern rauðan þráð í þessum umbrotum sem þín útgáfusaga er? Stafar dramað í kringum þig kannski fyrst og fremst af því að þú átt erfitt með að eiga aðra herra en sjálfan þig? „Það er alveg rétt, þegar ég lít í eigin barm, að mér hentar ekki að gera málamiðl- anir. Ég er ástríðumaður í bókaútgáfu, sjálfsagt nokkuð manískur, og þoli ekki að mín sýn sé útvötnuð vegna tillits til annarra sjónarmiða. Mín sannfæring er einfaldlega sú að þannig náist ekki sá hámarksárangur sem ég stefni jafnan að. En vissulega hlusta ég á mitt samstarfsfólk. Ég geri þetta ekki einn. JPV hefur á að skipa afburðafólki sem fráleitt væri að taka ekki mark á.“ Erfiðasta dramað í þessari sögu voru þau átök milli Jóhanns Páls og fjölskyldu hans sem leiddu til þess að hann kvaddi Iðunni 1984 og hann kallar sjálfur fjölskylduharm- leik. Þeir feðgar, Jóhann Páll og Valdimar Jóhannsson töluðust ekki við í nokkur ár, auk þess sem algjör rof urðu í samskiptum þeirra Jóns Karlssonar, þáverandi mágs Jó- hanns sem settur hafði verið við hliðina á honum í Iðunni. Öll fjölskyldubönd voru í rauninni í uppnámi, í þögn og köldu stríði. En Jóhann segist þó hafa haldið sambandi við móður sína, Ingunni Ásgeirsdóttur og Ásgeir, bróður sinn, hvað sem á gekk. En hvað gerðist í raun og veru? „Þetta eru viðkvæm mál og ég verð að gæta þess sem ég segi um þau. En því er ekkert að leyna að samstarfserfiðleikar sem komu upp milli mín og þáverandi mágs höfðu slæm áhrif á samband okkar feðga. Ég gat ekki hugsað mér að starfa í skugga þeirra. Í mínum huga kom ekkert annað til greina en hverfa umsvifalaust af vettvangi. Ég kvaddi föður minn skriflega með bréfi þar sem ég efnislega harmaði að til þessa þyrfti að koma en mér fyndist ég ekki finna hjá honum þann afdráttarlausa stuðning, sem ég teldi mig þurfa, og ég treysti mér ekki til að starfa í lævi blöndnu andrúmslofti. Þetta var ákaflega sár ákvörðun; hún gekk mjög nærri mér og litaði mörg ár á eftir á meðan ég var að basla við að byggja upp Forlagið meira af vilja en getu, vegna þess að andlega leið mér skelfilega og langaði mest til að gefast upp. Auðvitað reyndi ég að deyfa sársaukann með því að hella á hann áfengi, sem er vitlausasta aðferð sem til er og getur grafið mann endanlega. Það fann ég mjög sterkt eitt gamlárskvöld þar sem ég stóð úti á svölum á íbúðinni okkar. Miðnætti nálgaðist og eins og oft er á þeim tímamótum leit ég meyr til baka og fram á við. Augu mín opnuðust fyrir því að þessi sársauki og vonbrigði voru að éta mig upp innan frá. Ég sagði við konuna mína að ég ætlaði að velja lífið. Þessi meðvitaða ákvörðun gerði mér svo kleift að halda áfram. Að sumu leyti stóð ég frammi fyrir svipuðum vonbrigðum og sársauka eftir Genealogia- ævintýrið, nema hvað það snerti ekki fjölskyldu mína á sama hátt. Ég þurfti um þau Páll sagði skilið við fyrirtækið um umrædd áramót. En hann kveðst hafa séð miklu fyrr í hvað stefndi. Um áramótin 1999–2000 höfðu stjórnarformaður fyrirtækisins og útgáfustjóri farið þess á leit við Jóhann að taka við stjórn þess, en hann afþakkaði. „Ég var að vísu orðinn ósáttur við starfsumhverfi mitt hjá Máli og menningu og fannst andrúmsloftið þrúgandi. Samstarf okkar Halldórs Guðmundssonar var á köfl- um erfitt og mér þótti að mér þrengt á vissan hátt. Málamiðlanir í bókaútgáfu kunna ekki góðri lukku að stýra. Þá er skárra að gera mistök og reyna svo að leiðrétta kúrs- inn eftir því sem þau verða ljós. Ég vil þó taka fram að samskipti okkar Halldórs voru oft mjög góð og við vinnum prýðilega saman í dag. En þrátt fyrir þessa óánægju af- þakkaði ég tilboð Genealogia-manna og gerði það oftar en einu sinni. Þeir gáfust hins vegar ekki upp, lýstu fjálglega hversu fjárhagslega öflugir aðilar stæðu að baki fyrirtækinu, eins og Sjóvá, Burðarás o.fl. Ég sagði þeim að ég hefði enga þekkingu á ættfræðiútgáfu eða ættfræðirannsóknum, kynni varla skil á eigin ætt, og minn hugur stæði til almennrar bókaútgáfu. Þeir sögðu að það væri í fínu lagi og við skyldum leysa málið þannig að sett yrði á fót sérstakt dótturfyrirtæki, JPV forlag, sem ég réð algjörlega óáreittur og gæti gefið út það sem ég kysi. Það var í rauninni ótrúlegt tilboð og ég féll fyrir því. En ekki leið á löngu uns í ljós kom að búið var að eyða þeim pen- ingum, sem áttu að vera inni í fyrirtækinu, og viðbótahlutafé lét á sér standa. Um mitt ár 2000 sá ég að stefndi í hreinasta óefni og að jólabókaútgáfan, sem þá var komin á fullan skrið, gæti runnið út í sandinn. Það var óbærileg tilhugsun fyrir mig, umfram allt vegna höfundanna, sem höfðu sýnt mér það óendanlega traust að fylgja mér yfir til nýja fyrirtækisins. Að lokum varð ég að fjármagna útgáfuna, sem ég átti annars ekkert í, að hluta til úr eigin vasa. Með herkjum tókst að koma bókunum út og salan var mjög góð. Ég get því borið höf- uðið hátt hvað þann hluta fyrirtækisins varðar, en annar rekstur þess, ættfræði- hlutinn, er allt annað mál. Ég, sem fram- kvæmdastjóri, bar auðvitað ábyrgð á hon- um líka en þær áætlanir sem fyrir lágu um hann þegar ég kom að fyrirtækinu reynd- ust hreinasti vísindaskáldskapur. Eigendur Genealogiu voru ekki einir um slíkan skáldskap um árþúsundamótin. Því má ekki gleyma að á þeim tíma gekk veröldin af göflunum í hlutabréfavæntingum og ofurtrú á Internetmöguleikum með til- heyrandi stórtapi fjárfesta. Óraunsæið var nánast lífsstíll í viðskiptaheiminum um öll lönd; fyrirtækjastjórnendur fylltust eins konar mikilmennskubrjálæði. Í íslenskri bókaútgáfu eru örlög Genealogiu Islandorum og hremmingar Eddu að þessu leyti hliðstæð.“ Voru þá grundvallarmistökin þau að trúa á að íslensk bókaútgáfa gæti orðið stór- gróðafyrirtæki? „Nákvæmlega. Íslensk bókaútgáfa er í rauninni algjört kraftaverk, hvað varðar metnað og fjölda titla, þegar horft er til stærðar markaðarins. Þetta ætti, samkvæmt öllum venjulegum lögmálum, ekki að ganga upp. En það hefur gert það, að minnsta kosti hjá mínu fyrirtæki þessi árin, sem má kalla hreint kraftaverk. En menn fara flatt á því ef þeir missa sjónar á umhverfi sínu. Metnaður og stórhugur er eitt, óraunsæi og ævintýramennska annað. Á mínum útgáfuferli hef ég að vísu aldrei gert kostnaðar- áætlun um eitt einasta verk. Ég styðst algjörlega við nefið og er sannfærður um að mín metnaðarfyllstu útgáfuverk gegnum tíðina hefðu aldrei séð dagsins ljós ef ég hefði gert um þau slíka áætlun. Samt eru mörg þeirra einnig þau verk sem skiluðu mestum peningum þegar upp var staðið.“ En byggist þetta kraftaverk sem þú kallar íslenska bókaútgáfu ekki umfram allt á þessari gömlu hefð að Íslendingar gefa bækur í jólagjöf? „Ekki nokkur vafi, þótt bækur séu nú sem betur fer gefnar út og seldar árið um kring. Ef við nytum ekki þeirrar hefðar sem skapaðist á stríðsárunum, þegar Íslend- ingar gátu hreinlega fátt annað gefið hver öðrum í jólagjöf en bækur vegna vöru- skorts í búðum, væri íslensk bókaútgáfa ekki svipur hjá sjón. Okkar gæfa er sú að hefðin lifir enn, þrátt fyrir allt þetta framboð af öðrum vörum. Þess vegna verð ég ævinlega jafngramur þegar menn tala um „jólabókaflóðið“ sem neikvæð leiðindi en ekki það dásamlega fyrirbæri sem það er.“ Fjölskylduharmleikurinn Um fyrrnefnd áramót kom Jóhann Páll sér út úr Genealogiu, keypti lager JPV for- lags nokkrum mánuðum seinna út úr þrotabúinu og gerði upp við sína höfunda. „Ég hefði ekki getað horft framan í þetta góða fólk ef það hefði orðið fyrir fjárhagstjóni af því að hafa fylgt mér. Og höfundarnir fylgdu mér áfram yfir í JPV útgáfu.“ Enn fetum við okkur aftur á bak í átakamikilli útgáfusögu Jóhanns Páls Valdimars- sonar. Hann hafði stofnað Forlagið árið 1984 þegar hann sagði skilið við sitt gamla fjölskyldufyrirtæki Iðunni sem hann hafði þá stýrt í áratug. „Ég fór með tvær hendur Í Mexíkó: Guð- rún og Jóhann Páll á ferðalagi. „Grimmdin í þjóð- félaginu, og ekki síst viðskiptasamfélag- inu, er yfirgengileg. Áður fyrr gátu keppi- nautar átt fínustu samskipti og heiðarleg þótt þeir tækjust á …“ Fyrsti hippinn í Versló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.