Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 16
16 | 27.3.2005 legum gæðum? „Ég hef alla tíð verið nautnamaður á öllum sviðum. Veikur fyrir góð- um bílum. En ég fullyrði að ég hef enga þörf fyrir að berast á; peningar peninganna vegna hafa aldrei skipt mig máli. Ef ég hef eignast peninga hef ég gefið þá eða eytt þeim í ferðalög eða þær lífsnautnir sem mér hafa staðið til boða hverju sinni. Jafnvel má segja að það hafi á stundum háð mér í starfi hversu sama mér er um peninga. Sem betur fer heldur sonur minn utan um fjármál JPV núna, enda mun skynsamari en ég að þessu leyti. Ég hugsa aðeins um peninga ef þá skortir!“ Jóhann Páll kveðst aldrei hafa skilgreint sig pólitískt. „Hef alla tíð forðast eins og heitan eldinn að láta draga mig á pólitískan bás, eins og reyndar alla aðra bása. Ég óttast að hugsun mín þrengdist ef ég færi að bindast einhverjum tilteknum fé- lagsskap eða klúbbi. Ég vil hafa algjört frelsi. Ég held að mannúð og frjálslyndi lýsi mínum lífsviðhorfum best. Mér stendur stuggur af þeirri terrorstjórn sem ríkir á Íslandi, bæði í stjórnmálum og viðskiptalífi, og reynir að gera þá menn hlægilega og kalla ofsóknarbrjál- aða sem hafa orð á því óttaástandi sem hún hefur skapað. Þannig reynir hún að þagga niður í þeim eins og öðrum. Stofnanir eru lagðar niður ef þær eru ekki stjórnvöldum þóknanlegar. Í hjarta okkar vitum við öll að á Íslandi ríkir ótt- astjórn á öllum sviðum. Og mér svíður hvernig misréttið í samfélaginu hefur aukist á örskömmum tíma: Að Íslend- ingar geti ekki lengur talað um eina þjóð í landinu. Mér blöskrar það frelsishjal sem þeir hafa uppi sem vilja fullkomið ófrelsi, frelsi til að einoka. Ég hef skömm á þeim forsvarsmönnum fyrir- tækja sem í fjölmiðlum segjast fagna nýrri samkeppni en eru á sama augna- bliki að reyna að finna leið til að drepa keppinautinn með góðu eða illu eða, ef það er ekki hægt, til að kaupa hann út af markaðnum. Hræsnin er ofboðsleg. Og réttlæt- iskennd minni er misboðið. Í bókaútgáfu er ég í samkeppni við ríkasta mann lands- ins og það væri auðvelt að láta sér fallast hendur í þeirri glímu. En ég neita mér um að láta það stjórna því sem ég er að gera. Fyrr skal ég dauður liggja.“ Eilífðar unglingur Hann neitar því að í honum blundi skáld eða rithöfundur. „Ég var ritstjóri skóla- blaðsins í Versló og birti þar sitthvað, skólastjóranum til hrellingar, sem ekki átti upp á pallborðið í þeim heimdellingaskóla. Á þeim árum skrifaði ég talsvert, einkum ljóð, og enn þann dag í dag hef ég gaman af að skiptast á kveðskap í tölvupósti við vin minn Ólaf Gunnarsson rithöfund. Ólafur hefur hvatt mig til að gefa út, en það verð- ur ekki. Þetta sem ég orti í skóla voru ansi dökk ljóð, fjölluðu um hvernig góðir drengir ættu að komast heilir í höfn af siglingu um það „heiftar mar“, eða frá göngu um þá „urðar braut“ sem samfélagið væri! Nei, ég fæ mína útrás fyrir sköpunarþörf- ina í gegnum útgáfuna. Með því að vera ljósmóðir fyrir annarra manna börn. Það finnst mér fínt.“ Er alltaf jafnmikið kikk þegar þú færð nýja bók í hendur? „Elskan mín, já. Alltaf jafnmikið og æ meira eftir því sem ég hef komið nær henni á leiðinni í heiminn.“ Jóhann Páll er að verða 53 ára, en kveðst ekki vera í neinu sambandi við það tíma- tal. „Og ég held að fjölskylda mín sé sammála mér um það, að engu sé líkara en ég verði aldrei stór. Ég er óttalegur unglingur í mér, og er þá ekki að tala um „gráa fiðr- inginn“ sem á allt gott skilið og er hið eðlilegasta og skemmtilegasta tímaskeið. Ég hef lítið reynt að fullorðnast. Mér er annt um að halda í sjálfan mig, með öllum mín- um göllum. Þeim sem að mér standa finnst ég allt of villtur, að ég eigi að gæta orða minna betur, huga að ímyndinni, og svo framvegis. En öll slík hvatning verkar al- gjörlega öfugt á mig. Þá fyrst byrja ég að láta eins og fífl. Ég er alls ekki tilbúinn að fara að leika einhver hátíðleg hlutverk og temja mér hirðsiði. Mér finnst ég hafa leyfi til að vera eins og ég er.“ Ertu þá sáttur við sjálfan þig? „Ég verð æ sáttari eftir því sem tímar líða. Það er það góða við að eldast og eig- inlega það eina sem ég tek eftir. Mér er farið að finnast ég ágætur strákur.“ Heldurðu að það geti verið sjálfsblekking? „Ég hef spurt mig að því. Nei, ég er viss um að þetta er ekki sjálfsblekking.“ Jóhann Páll hvessir á mig augun. Það örlar á brosi. En, miðað við hvað allir menn eru samsettir, er honum fúlasta alvara þegar hann bætir við: „Lífshamingjan felst ekki sjálfsblekkingu. Hún felst í innri ró.“ | ath@mbl.is Már, stóri bróðir minn, hefur líka unnið fyrir JPV í sölumálum. Fjölskyldufyrirtæki geta verið varasöm eining, eins og dæmin sanna, en þegar fjölskyldan er samhent er ekki unnt að hugsa sér betra rekstrarform. Ég er þess ákaflega meðvitaður að ekki megi henda það sama okkar á milli og gerðist innan Iðunnar. “ Sálardrepandi samfélagsumhverfi Þegar Jóhann Páll Valdimarsson er spurður hver sé lykillinn að velgengni í ís- lenskri bókaútgáfu er svarið: Að vera vakinn og sofinn í henni og trúa á gildi hvers útgefins verks. „Ef maður gefur út verk án þess að trúa á það persónulega er sú bók dauðadæmd. Ástríða útgefandans verður að fylgja verkinu alla leið til lesandans, sem skynjar þá ástríðu og alúð með ein- hverjum óskýranlegum hætti. Mestu mistök sem forleggjari gerir er að gefa út með hangandi hendi bækur sem hann elskar ekki.“ Hefur það hent þig? „Auðvitað. Og þá gerir maður sjálf- um sér en ekki síður höfundinum mik- inn óleik. Í rauninni þyrfti ég að hafa mun meiri kjark til að segja nei. Og ef þreyta er komin í samskipti útgefanda og höfundar, trú og ástríða eru horfnar, er mun heiðarlegra að slíta þeim en halda áfram, því þau eru dauða- dæmd.“ Hvort er mikilvægara, að útgefandi hafi ást á bókmenntum eða tilfinningu fyrir markaðnum? „Það verður að fara algjörlega sam- an. Útgefandi sem er bókmenntaunn- andi en ónæmur á markaðinn verður ekki langlífur. Útgefandi sem er með góða markaðshugsun en enga ást á bók- um er einskis virði. Mikilvægast er að þetta tvennt sameinist í einum og sama mann- inum, en skiptist ekki milli tveggja sérfræðinga í tveimur deildum, eins og víða er í stórum útgáfufyrirtækjum, ekki síst erlendis, með tilheyrandi sambandsleysi.“ Jóhann segist ekki hafa grænan grun um hversu margar bækur hann hafi gefið út á 30 ára ferli, en þær skipti örugglega þúsundum. Hefur hann lesið þær allar? „Nei, því miður. Þess var ekki nokkur kostur. En nú orðið reyni ég að lesa sem allra flestar áður en að útgáfu eða markaðssetningu kemur. Ef ég kemst ekki yfir að lesa bók sem hugsanleg er til útgáfu styðst ég við umsagnir og álit fólks sem ég hef lært að treysta. Ég fylgist mjög vel með því sem er að gerast á erlendum bókamörkuðum en það er takmarkað sem ég næ að fylgjast með þeim íslenska þegar frá eru talin okkar eigin út- gáfuverk, því miður.“ Stundum er talað um að íslenskt viðskiptalíf sé orðið svo grimmt að gömul gildi eins og heiðarleiki og heilindi séu fyrir bí. Á það við um íslenska bókabransann? „Já. Ég neita því að það sé aldurinn sem veldur þeirri tilfinningu minni að heim- urinn fari versnandi. Þessi gömlu gildi, sem þú nefnir, hafa gefið hrikalega eftir. Grimmdin í þjóðfélaginu, og ekki síst viðskiptasamfélaginu, er yfirgengileg. Áður fyrr gátu keppinautar átt fínustu samskipti og heiðarleg þótt þeir tækjust á, t.d. á bókamarkaðnum. Viðskiptin snerust ekki um að níða skóinn af þeim sem maður atti kappi við. Þetta hefur breyst mjög til hins verra. Harkan er mun meiri. Þegar menn koma heim að loknum starfsdegi í viðskiptalífinu þykir eftirsóknarvert að geta hælt sér af því að hafa komið einhverjum keppinautnum í svaðið, hreinlega gengið frá honum. Það er orðið til marks um að menn hafi unnið sína vinnu vel og náð árangri. Gullgrafarastemning, þar sem menn svífast einskis, hefur heltekið íslenskt viðskipta- líf.“ Þarftu að passa upp á sjálfan þig að svara ekki sömu mynt? „Já. Ég er af hippakynslóðinni og tel að í rauninni hafi ég innst inni ekki breyst mikið hvað varðar grundvallarhugmyndir og gildismat. Mér er mjög annt um að halda í þetta andlega veganesti og óttast oft að starfsumhverfið, sem ég var að lýsa, muni spilla mér. Og því miður get ég ekki svarið fyrir að það hafi aldrei gerst. Stund- um hef ég þurft að taka á móti og beita aðferðum sem stangast á við lífsskoðanir mín- ar. Þannig er viðskiptaumhverfið í raun hættulegt sálu manns og ég hef af því áhyggj- ur. Ég vil ekki verða samdauna því. Það er ekki sá maður sem ég vil búa með. Og ef maður getur ekki búið með sjálfum sér er fokið í öll skjól. Sú hugsun hefur flögrað að mér á vissum tímapunktum hvort ég kæri mig um að taka þátt í þessu umhverfi, hvort ég ætti ekki frekar að draga mig í hlé og reyna að standa vörð um sjálfan mig. En þrátt fyrir allt hef ég enn gaman af starfinu og það væri ákveðin uppgjöf að hörfa.“ En hefur þessi fyrsti hippi í Versló spillst af eftirsókn eftir efnalegum eða verald- EIGIN HERRA „Treysti mér ekki til að starfa í lævi blöndnu andrúmslofti“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.