Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 24
Lítið ber á demöntum í Evrópu á tímabilinu í kringum 1000 e.Kr. enda áttu tengsl steinsins við rómverska verndargripi og austurlensk töfratákn lítt upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Þrátt fyrir að lítið beri á steininum sjálfum lifir hug- myndafræðin að baki honum góðu lífi og tekur umtalsverðum breytingum líkt og merkingarfræði annarra steina. Sérstök fræðirit um gimsteina, svo nefnd Lapid- aries, nutu líka mikilla vinsælda á miðöldum, en þar eru eldri rit um steinafræði endurtúlkuð með áherslu á sérkenni, styrk og læknisfræðilega eiginleika hvers steins. Marbode, biskupinn af Rennes (1061–1081), er einn þeirra sem taka demantinn til umfjöllunar. Í De gemmarum, sem fjallar um læknisfræðilega og yfirnátt- úrlega eiginleika gimsteina, segir hann demantinn vinna gegn óvinum þess sem hann ber auk þess að gera hann ósigrandi. Steinninn bægi þá frá óhreinum öndum og slæmum draumförum og vinni gegn eitri og deilum, sem og að lækna og bægja frá vitfirringu. Læknislyf og ólyfjan Hope-demanturinn, eða Vonardemanturinn eins og heiti hans gæti útlagst á ís- lensku, er efalítið einn illræmdasti demantur sögunnar. Steinninn hefur á sér orð sem sannkallaður ólukkudemantur og heitið því óneitanlega kaldhæðnislegt. Þessi blái 45,5 karata demantur kom á markað í London 1830 þar sem Henry Philip Hope keypti hann, og dregur steinninn því í raun nafn sitt af honum en ekki voninni sem í nafninu felst. Hope-fjölskyldan lést í sárri fátækt og sams konar ör- lög biðu Edwards McLeans sem síðar eignaðist demantinn, sem nú er geymdur í Smithsonian-safninu í Washington. Nokkur leyndardómur hefur hvílt yfir uppruna Hope-demantsins sem margir gimsteinafræðingar telja í raun vera Bláa Tavenier- demantinn, sem hafi verið endurskorinn til að leyna upprunanum. Sá steinn var upphaflega í eigu Lúðvíks 14. og meðal krúnudjásna er hurfu í frönsku bylting- unni. Sumir dýrgripanna fundust á nýjan leik eftir byltinguna en ekkert hefur spurst til demantsins bláa. Vonarsteinninn The Great Star of Africa, eða Afríkustjarnan mikla, vegur 530,2 karöt og er hluti af Cullinan-steininum – stærsta demanti sem fundist hefur. Cullinan-steinninn vó 3.106 karöt er hann fannst í námu í Suður-Afríku árið 1905. Suður-afrísk stjórn- völd færðu Játvarði VII Bretlandskonungi steininn síðan að gjöf árið 1907 og var hann skorinn í níu stóra steina og um 100 litla ári síðar. Stærstu steinarnir eru þekktir bæði sem Afríkustjörnurnar og eins sem Cullinan I, II, III o.s.frv. Stærst- ur þeirra er Afríkustjarnan mikla sem nú prýðir veldissprota bresku krúnunnar. Afríkustjarnan mikla Demantar henta óneitanlega vel í hinar ýmsu gerðir skartgripa. Demanturinn er þó líklega hvergi vinsælli en við gerð trúlofunarhringa – a.m.k. víða á Vestur- löndum, þótt önnur sé hefðin hér á landi. Demantshringurinn sem tákn um ástir og hjónaband á sér líka sögu sem spannar í það minnsta rúm tvö þúsund ár og er elstu heimildir um demantsgiftingarhringa að finna hjá rómverska gamanleikjahöfund- inum Plautusi á 2. öld f.Kr. Siðurinn virðist með tímanum aðlagast kristinni trú því heilagur Ágústínus sér, á 4. öld e. Kr., ástæðu til að grátbiðja presta um að gifta fólk jafnvel þótt engin hringaskipti eigi sér stað. Einn fyrsti demants- trúlofunarhringurinn sem sögur fara af er hins vegar frá 15. öld. En hringinn færði Maximilian I, keisari Hins heilaga rómverska keisaradæmis, unnustu sinni – Maríu hertogaynju af Búrgund – árið 1477 til staðfestingar sambandi þeirra. Tryggðabandið Steinninn er líklega einn þekktasti demantur sem um getur. Sagan segir að hann hafi verið tekinn úr eigu indverska furstans af Malwa árið 1304, eftir að hafa ver- ið öldum saman í eigu fjölskyldunnar. Koh-i-noor á þá að hafa verið geymdur í vel vörðum fjársjóðshirslum í Delhi allt þar til Nadir Persíukeisari hafði steininn á brott með sér 1739. Það var hann sem gaf steininum nafnið Koh-i-noor – eða Ljósafjallið. Fjöldi annarra ævintýra fylgdi í kjölfarið uns demanturinn komst í eigu Austur-Indíafélagsins sem gaf Viktoríu Bretadrottningu hann árið 1850. Koh-i-noor er nú meðal bresku krúnudjásnanna og vegur tæp 109 karöt. Koh-i-noor                                DEMANTAR DÝRASTA DJÁSNIÐ Eitt mesta úrval af demantsskartgripum Allar stærðir demanta fáanlegar Lokkar, men og hringir sími 551 3014 hjwatch@simnet.is Látið drauminn rætast með Vísa og Euro vaxtalaust Glæsilegir skartgripir Laugavegi 15 • sími 511 1900 • www.michelsen.biz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.