Morgunblaðið - 27.03.2005, Side 27

Morgunblaðið - 27.03.2005, Side 27
ans, eftirminnilega við sögu. HjóninYves Montand og Simone Signoret, nutu hliðstæðrar virðingar og Paul Newman og Joanne Woodward; Jeanne Moreau var bæði glæsileg og stórleikkona; Brigitte Bardot bar kynþokka í hverju grammi og Jean Gabin var nafn sem allir bíógestir þekktu og dáðu, Þá eru kóngarnir, Jean Paul Belmondo og Alain Delon enn ónefndir, þeir voru ekki síður vinsælir en enskumælandi toppstjörnur og léku m.a. í myndum Ný- bylgjumannanna út um alla borg. Það úði og grúði af mögnuðum leikurum á borð við Jean Louis Trintingnant, Jean-Pierre Cassel, Jean-Claude Brialy, Anne Girardot (LaBonne soupe (Nýja bíó), er enn í uppáhaldi), Philip Noiret, Claude Dauphin, Bernard Blier. Svo voru það grínistarnir Tati, Pierre Richard, Bourvil og Louis de Funès. Gerard Depardieu hefur sannarlega verið á stjörnuhimninum allar götur síðan hann birtist á tjaldi Austurbæjarbíós í þeirri ógleymanlegu sat- íru, Les Valseuses,(’73). Aðrar meginlandsstjörnur | Ekki má gleyma spænsku stórstjörnunni Fernano Rey, sem m.a. gerði garðinn frægan í myndum landa síns Luis Bunuel og naut síðar heimsfrægðar fyrir frammi- stöðu sína í The French Connection. Grísku leikkonurnar Irene Papas og Melina Mercouri sóru sig í ætt við gyðj- urnar á Ólymposfjalli. Austurríkismenn áttu sinn fulltrúa í stjörnuskara ofan- verðrar síðustu aldar, sem var hin hæfi- leikaríka Romy Schneider. Þjóðverjar lúrðu á Lili Palmer, Curt Jürgens, Gert Fröbe og Hardy Kruger, sem sáu um þungavigtina. Peter Van Eyck og Hans Christian Bleich höfðu nógan starfa sem illa innrættir aríar og Maximillian Schell er enn að, pattaralegur jafnan. Ekki má gleyma Peter nokkrum Alex- ander, sem var ástæðan fyrir nokkrum ferð- um í Fjörðinn. Þar birtist hann af og til í auðgleymdu en vinsælu unglingafóðri. Sjálfsagt muna hann þó fáir aðrir en und- irritaður, og það kemur ekki til af góðu. Stundum fæ ég lag á heilann sem er svo vont að ég óska þess af öllu hjarta að það hefði aldrei náð eyrum mínum. Lumman var flutt af þessu auðgleymda örstirni í enn ómerkilegri mynd sem sýnd var í bíói löngu horfnu af yfirborði jarðar. Margt er skrítið í mannshausnum. Nokkrir sprækir Norður- landabúar | Rík hefð var fyrir sýningum á norræn- um myndum, einkum sænskum Bergmanmynd- um og dönskum Rúm- stokksmyndum. Í þeim fyrrnefndu greyptust í kollinn nöfn Harriet og Bibi Anderson, Ingrid Thulin, Max Von Sydow, Liv Ullman, Gunnars Björnstad, Erlands Jo- sepsson, Max Von Sydow, að ógleymdum Jarl Kulle. Danir voru léttari á bárunni. Þaðan komu vinsælar gamanmyndir sem hétu nöfnum eins og Piger til sös, Peters Baby og Hopla på sengekanten. Spyrjið hvaða afa og ömmu sem er, þau kveikja jafnauðveldlega á Ole Söltoft og barnabörnin þeirra á Johnny Depp. Stjörnuhópurinn var stór, með Ghitu Nörby, Karl Stegger, Axel Stöbye, Ebbe Langberg og Otto Brandenburg innanborðs. Enginn var vinsælli en Dirch Passer, frábær gamanleikari sem dó langt fyrir aldur fram. Kona hans barmfögur, Judy Gringer, lífgaði upp á margar myndir bónda síns. Síðast fréttist af henni í bókinni New York, New York eftir Stefán Jón Hafstein, stjörnuskinið hafði þá veðrast af henni á vergangi í New York. | saebjorn@heimsnet.is Catherine DeneuveLiv Ullman Alain Delon Brigitte Bardot Kringlunni sími 581 2300 S c a n d i n a v i a n L i f e

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.