Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 18
18 | 27.3.2005
É g man þetta eins og þetta hefðigerst í gær,“ segir Gunnar Þor-
steinsson, þegar hann er beðinn um að
rifja upp þegar hann hitti Richard Nixon
Bandaríkjaforseta við Bessastaði í maí
árið 1973 þegar leiðtogafundur Nixons
og Pompidou Frakklandsforseta var
haldinn í Reykjavík. „Þetta var ferm-
ingarsumarið mitt og við vorum fjórir
strákar sem vorum heimagangar á
Bessastöðum. Þetta var mjög síðla
kvölds og sólin að setjast á Faxaflóanum
en Pompidou hafði farið á undan Nixon
frá Bessastöðum af því að hann var
heilsuveill. Þegar Nixon kom út, seint
og síðar meir, fannst honum sólarlagið
svo fallegt og var svo afslappaður að
hann fór að spjalla við okkur strákana.“
Með piltunum í för var forsetahundurinn
Kátur sem á myndinni virðist liggja kylli-
flatur fyrir Bandaríkjaforseta. „Þetta var íslenskur fjárhundur, mjög skemmtilegur. Við ræddum
um hann og Nixon gaf okkur forláta nafnspjald sem ég geymi enn með myndinni. Það var heljar-
mikið upplifelsi að fá að heilsa Nixon enda hafði hann óvenju mikla útgeislun og ég held að ég hafi
ekki þvegið mér um hendurnar í tvo daga á eftir. Haustið á eftir þurfti hann síðan að segja af sér
vegna Watergate-málsins.“
Gunnar segir atvikið hafa verið mjög óvenjulegt. „Ég minnist þess ekki að hann hafi hitt nokkurn
annan fyrir utan dagskrána, sem var mjög skipulögð. Þetta var heilmikið sport fyrir okkur guttana
því það voru miklar öryggisráðstafanir út af heimsókninni. T.d. sveimuðu þyrlur yfir svæðinu allan
daginn og þarna var lífvarðaöryggissveit forsetans með hríðskotabyssur sem okkur fannst mikið
til koma, sérstaklega mér sem var með mikla flug- og tækjadellu. Við lifðum lengi á þessu á eftir.“
GUNNAR ÞORSTEINSSON HITTI RICHARD NIXON
„... ég held að ég hafi ekki þvegið mér
um hendurnar í tvo daga á eftir. “
Heillaður af íslensku sólarlagi
1973
Þ egar Þorvaldur Steinssontók átta ára við fyrsta
bikarnum sínum í fótbolta var
það enginn minni háttar spá-
maður sem rétti honum verð-
launagripinn. Sjálfur Bobby
Charlton, heimsmeistari og einn
frægasti leikmaður Manchester
United, var mættur á Laugar-
dalsvöllinn til að taka í höndina
á honum og öðrum áköfum fót-
boltaguttum.
Tilefnið var það að Ford-verk-
smiðjurnar í Englandi stóðu
1972 fyrir keppni í knattþraut-
um meðal ungra fótboltapilta
víða um Evrópu og þar voru ís-
lenskir strákar ekki undanskildir.
„Ég var í Fram en íþróttafélögin
héldu undankeppnir þannig að
það var bara viss hópur sem
komst á Laugardalsvöllinn,“
segir Þorvaldur sem í dag er enn viðloðandi fótboltann og starfar hjá Íslenskri getspá.
„Það var keppt í mismunandi aldurshópum en við þurftum að leysa þrjár þrautir sem
byggðust á tíma og að skjóta boltanum í mark. Svo fengum við mismunandi stig eftir því
hvar boltinn hafnaði í netinu.“
Þorvaldur stóð sig með prýði í glímunni við þessar æfingar og hafnaði í öðru sæti og það
er á honum að heyra að þessi stund á Laugardalsvellinum hafi verið ógleymanleg, ekki
bara vegna návistar knattspyrnugoðsagnarinnar frá Englandi. „Manni fannst hann voða-
lega merkilegur kall en ég þekkti ekki mikið til hans enda var bara hægt að sjá fótbolta í
sjónvarpinu í einn klukkutíma á laugardögum á þessum tíma. Þess vegna voru þessir
kappar ekki jafn þekktir hér heima og erlendis þrátt fyrir að vera miklar stjörnur þar. En
það var mikil stemmning – allir fengu kók og pulsu og sérmerktan stuttermabol og svo
var náttúrulega óskaplega spennandi að fá þarna verðlaun. Þetta voru fyrstu fótboltaverð-
launin mín og ég var mjög hróðugur með þau enda voru ekki mörg tækifæri á þessum
tíma til að vinna sér inn slíka gripi.“
ÞORVALDUR STEINSSON HITTI BOBBY CHARLTON
Fyrsti bikarinn í höfn
„... enda var bara hægt að sjá fótbolta
í sjónvarpinu í einn klukkutíma á
laugardögum á þessum tíma.“
1972
sem keppast um að vekja athygli á einhverri nýrri stjörnunni,
jafnvel á litla Íslandi. Við lifum á tímum þar sem fátt er eftir-
sóknarverðara en að vera frægur og hámark þessarar stjörnu-
dýrkunar er þegar fólk verður frægt fyrir að vera í návígi við
fræga fólkið. Og þó svo að viðkomandi veki ekki athygli á
því opinberlega að hann hafi rekist á nafntogaðan ein-
stakling þá þykja það oftast tíðindi í tveggja manna tali að
hafa séð eða hitt einn af þeim þekktu.
Í þróttahetjur, kóngafólk, Hollywood-leikarar, leiðtogar,viðskiptajöfrar, listamenn, poppstjörnur – heimurinn er
fullur af þekktum einstaklingum eins og vikublöð og slúður-
dálkar dagblaðanna bera glöggt vitni og einhvern veginn er
eins og fræga fólkinu fari stöðugt fjölgandi. Það virðist líka
æ auðveldara að komast í hóp dægurhetjanna enda er erfitt
að henda reiður á öllu því sjónvarpsefni, dagblöðum, auglýs-
ingum, kvikmyndum, spjallþáttum, tímaritum og fréttatímum
Í FÉLAGSSKAP FR
Eftir Bergþóru Njálu Guðmu