Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 20
20 | 27.3.2005 D emantur. Orðið er dregið af forngríska orðinu adamas eða ósigrandiog óneitanlega er harka þessa konungs gimsteina slík að fátt fær áhonum unnið, enda demanturinn harðasta náttúrulega efni semfinnst hér á jörðu og harðasta steind sem vitað er um. Demanturinn er gjarnan tengdur auði, völdum og varanleika, auk þess að vera ein af táknmyndum hreinleika og styrks. Þessi steinn sem glitrar og glóir hefur líka í gegnum tíðina öðlast tengsl við ósæranleika, eldingar, galdra, heilun, vernd og eitur, auk þess að hafa verið svo sjaldgæfur að vera aðeins á færi konunga. Í upphafi 21. aldarinnar var verslað með yfir 100 milljónir karata af óslípuðum demöntum árlega. Árið 2000 var framleiðslan um 114 milljón karöt og skv. upplýs- ingum frá World Diamond Council er reiknað með að framleiðslan nemi um 120 milljónum karata á næsta ári, og er andvirði steinanna metið á um 9 milljarða banda- ríkjadala – eða um 530 milljarða íslenskra króna. Um 67 milljón demantsprýddir skartgripir eru þá seldir ár hvert og alls hafa tvær milljónir manna atvinnu tengda demantsiðnaðinum víða um heim. Demantsnámur finnast í á þriðja tug landa og í öll- um heimsálfum utan Evrópu og á Suðurskautinu. Demantar voru ekki alltaf svo aðgengilegir og lengi vel var einu námurnar að finna á Indlandi, en fyrstu steinarnir sem vitað er um fundust við árbakka þar í landi fyrir um 4000 árum. Á 4. öld f.Kr. hafði steinninn þegar öðlast þá upphefð að einungis konungur mátti eiga demantslitrófið eins og það lagði sig en aðrir voru bundnir af því litaspjaldi sem heimilað var þeirra erfðastétt. Demantadalurinn | Ekki er vitað nákvæmlega hvenær fyrstu demantarnir bárust til Evrópu, en þegar á 1. öld e.Kr. hafði steinninn öðlast virðingarsess og var sveipaður dulúð. Að minnsta kosti eignar rómverski rithöfundurinn og náttúrufræðingurinn Plíníus hinn eldri (23–79 e.Kr) í Historia naturalis steininum þá eiginleika að geta unnið á eitri, sem og bægt frá æði eða óþarfa hugarangri. Sögurnar um uppruna og heimkynni demantsins voru þá ekki síður ævintýralegar. Sumar voru mjög ógnvekjandi og efalítið ætlaðar til að letja unga og ævintýragjarna ofurhuga frá því að freista gæfunnar við demantsleit. Sagan um demantsdalinn er ein slík, en samkvæmt henni þurfti ekki aðeins að sigrast á eiturnöðrum til að eignast steinana heldur var kynngimagn dalsins slíkt að demantarnir límdust sjálfkrafa og af miklu offorsi á allt hold. Sagan er sögð hafa borist til Miðjarðarhafslandanna eftir að Alexander mikli lagði undir sig Persíu, en fleiri ævintýralegar sögur um demanta- slóðir er að finna í skrifum Marco Polos og Þúsund og einni nótt svo dæmi séu tekin. Nokkuð tók að bera á demöntum meðal gersema evrópskra konunga á 13. og 14. öld, þó magnið hafi ekki verið meira en svo að Loðvík helgi, Loðvík 9. Frakkakon- ungur (1214–1270), sá ástæðu til að setja sérstök lög sem heimiluðu konunginum einum að eiga steinana. Um hundrað árum síðar var demanturinn þó orðinn það al- gengur að hann mátti finna í skarti annarra meðlima konungsfjölskyldunnar og fljót- lega einnig á skartgripum aðalsmanna jafnt sem -kvenna. Það var líka um þetta leyti, á árunum eftir 1330, sem fyrst var farið að slípa demantinn og vinna með ljósbrot hans. Fyrstu slípunarverkstæðin litu dagsins ljós í Feneyjum en lengi hafði á Indlandi ríkt bannhelgi við slípun steinsins. Feneyjar eru líka fyrsti höfuðstaður demants- verslunar í Evrópu, þó París, Brugge í Belgíu, og síðar Antwerpen í Hollandi tækju fljótt við hlutverkinu. Úr hliðarrullu í aðalhlutverkið | Hlutverk demanta í skartgripahönnun hefur breyst mikið í aldanna rás, en upphaflega voru þeir notaðir óslípaðir og ljóminn sem af þeim stafaði þar af leiðandi takmarkaðri en í dag. Á 13. og 14. öld voru demantar mikið notaðir með perlum til áhersluauka í íburðarmiklum, hömruðum gullgripum, en á 16. öld öðluðust þeir veigameira hlutverk. Þá voru þeir orðnir enn fegurri á að líta; með fleiri fægiflötum í kjölfar framfara í slípunartækninni. Demantar voru þó í flest- um tilfellum einungis notaðir í skart með trúar- eða menningarlegum tengslum, auk DEMANTAR DÝRASTA DJÁSNIÐ Marilyn Monroe söng um þá, Shirley Bassey segir þá eilífa í titillagi einnar myndanna um njósnara hennar hátignar – James Bond, og vestanhafs þykir við hæfi að verð á demantskreyttum trúlofunarhring nemi mánaðarlaunum unnustans. En hvað eru demantar og hvað gerir þá svona ómótstæðilega heillandi? L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on S K A R T | A N N A S IG R ÍÐ U R E IN A R S D Ó T T IR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.