Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 19
27.3.2005 | 19 Þ egar Friðrik Þór Reynis-son fékk 12 ára gamall stærsta verkefni sitt sem kór- drengur hjá kaþólska söfnuðin- um á Íslandi var hann enginn viðvaningur enda hafði hann að- stoðað við messur frá sex ára aldri. Líklega hafði það sitt að segja þegar hann var beðinn um að aðstoða Jóhannes Pál páfa II við messugjörð á Landakotshæð en hann kom hingað til lands í byrjun júní árið 1989. „Það voru nokkrir kórdrengir við þessa messu en altarið skiptist í þrjú svið þar sem páfinn var efstur og þar vorum ég og annar strákur að aðstoða hann,“ segir Friðrik þegar hann rifjar þetta upp. „Þetta var náttúrlega mikill heiður og eftir á að hyggja mjög gaman að hafa lent í þessu.“ Hámessa með alheimsleiðtoga kaþólsku kirkjunnar er ekki hrist fram úr erminni undir- búningslaust og Friðrik og hinir kórdrengirnir þurftu því að undirgangast ákveðna þjálf- un áður en að messunni kom. „Siðameistari páfans, sem fylgir honum hvert sem hann fer, kom nokkrum sinnum til landsins í aðdraganda heimsóknarinnar og kenndi okkur hvernig við ættum að bera okkur að. En í raun var ekki svo ólíkt að aðstoða við þessa messu en aðrar sem ég hafði verið kórdrengur við. Umfangið var hins vegar miklu meira því þarna var fullt af prestum og biskupum fyrir utan allan mannfjöldann.“ Ljósmyndin sem Friðrik á til minningar um þennan atburð var hins vegar tekin fyrir messuna þegar páfi gaf sér tíma til að heilsa kórdrengjunum og spjalla svolítið við þá. Og þrátt fyrir ungan aldur gerði Friðrik sér góða grein fyrir hversu mikið stórmenni var þar á ferð. „Þetta var frægasti maðurinn sem ég hafði hitt og svolítið sjokk í byrjun að vera í svona miklu návígi við hann. En svo reyndist þetta vera hinn viðkunnanlegasti maður.“ FRIÐRIK ÞÓR REYNISSON HITTI JÓHANNES PÁL PÁFA II Svolítið sjokk í byrjun „... þarna var fullt af prestum og biskupum fyrir utan allan mannfjöldann.“ 1989 En getur verið að búið sé að gjaldfella frægðina með of- framboði á stjörnum? Er mesti glansinn kannski farinn af þotuliðinu? Hvernig var þetta hér á árum áður, þegar slúður- blöðin voru óþekktar stærðir á Íslandi og eina ljósvakaefnið sem náði eyrum og augum landsmanna var „gamla gufan“ og ein sjónvarpsrás, sem bauð upp á svartan skjá á fimmtudög- um og tók sér mánaðarlangt sumarfrí? Voru þeir, sem á ann- að borð náðu athygli almennings, jafnvel frægari en dæg- urhetjur dagsins í dag? Fjórir einstaklingar segja hér frá því þegar þeir á barnsaldri komust í návígi við velþekkta ein- staklinga og frá myndinni sem þeir eiga til minningar um at- burðinn. Þrír þessara funda áttu sér stað fyrir fjölmiðlabylt- inguna en þrátt fyrir að sá fjórði hafi farið fram töluvert seinna taldist hann óumdeilanlega til tíðinda vegna stöðu þess sem um var að ræða. | ben@mbl.is RÆGA FÓLKSINS ndsdóttur | Ljósmyndir Golli Þ að var ekki lítil upphefð fyrir10 ára einlægan geimferða- aðdáanda að fá tækifæri til þess að hitta hetjuna sína, Neil Armstrong geimfara, í eigin persónu einn góðan júnídag árið 1967. Ungi maðurinn, Hans Óttar Jóhannsson, vissi allt um geimferðir og var svo heillaður af þessum ævintýralegu farartækjum að hann kunni ekki einasta að teikna upp öll þrep geimferðarinnar á blað heldur gat hann útskýrt lendingar- ferlið í smáatriðum. Í stífpressuðum sparibuxum var haldið til fundar við átrúnaðargoðið ásamt tveimur frændum á svipuðum aldri, þeim Hrafni og Halldóri Þorgeirssonum. „Við bjuggum í New York á þessum tíma því foreldrar okkar voru að vinna hjá Loftleiðum,“ segir Hans þegar hann er beðinn um að rifja þetta atvik upp tæpum 40 árum síð- ar. „Loftleiðir héldu móttöku úti á Kennedy-flugvelli fyrir geimfarana í tilefni af því að þeir voru að fara til Íslands að æfa sig í hrauninu fyrir ferðina til tunglsins.“ Þó að tunglferðin margfræga væri ekki farin fyrr en tveimur árum síðar var Armstrong engu að síður mikil stjarna um allan heim enda hafði hann verið flugstjóri Gemini 8 geimfarsins 1966 þegar tókst í fyrsta sinn að tengja saman geimför í himingeimnum. „Þarna vissum við þó ekki að hann yrði sá fyrsti til að stíga á tunglið heldur bara að hann væri í teyminu sem myndi fara. Það var ekki einu sinni alveg öruggt því það komu fleiri til greina.“ Hans segir marga stráka á hans aldri hafa verið gagntekna af tunglferðinni og öðrum ferða- lögum Bandaríkjamanna um himinhvolfið. „Þetta var dálítið draumkennt og ævintýralegt og að einhverju leyti óskaplega amerískt því þessar ferðir einkenndust af ákveðinni frum- herja-hugmyndafræði sem er svo mikils metin í Bandaríkjunum.“ HANS ÓTTAR JÓHANNSSON HITTI NEIL ARMSTRONG „Þetta var dálítið draumkennt og ævintýralegt og að einhverju leyti óskaplega amerískt …“ Gagntekinn af geimferðum 1967

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.