Morgunblaðið - 27.03.2005, Page 30

Morgunblaðið - 27.03.2005, Page 30
D A G N Ý G R É TA Ó L A F S D Ó T T IR LOFAR GÓÐU Þ etta er svo skemmtilegt og maður er stöðugt að læra eitthvað nýtt,“ segir Dagný Gréta Ólafs- dóttir þegar hún er spurð hvað sé eiginlega svona heillandi við hár. „Hártískan er svo fjölbreytileg. Til dæmis eru mjög ólíkar línur í gangi núna: krullur, styttur og alls kyns litir sem maður getur notað til að breyta útliti fólks til hins betra.“ Frá því að þessi 23 ára Reykjavíkurmær hóf nám í hársnyrtingu árið 2000 hefur hún tekið virkan þátt í starfi Intercoiffure Junior hársnyrtinema og verið iðin við að sýna hvað í henni býr á hárgreiðslusýningum. Ár- ið 2002 fékk hún fyrstu verðlaun fyrir tískulínu dömu á Íslandsmeistarakeppni nema á Broadway, árið 2003 varð hún í þriðja sæti í Intercoiffure Junior keppninni og sigraði ári síðar. Þá eru ónefndar fjölmargar sýn- ingar þar sem Dagný hefur sýnt verk sín. Á næstunni mun hún svo taka þátt í sýn- ingu á vegum Intercoiffure í háborg tískunnar, París. Dagný lauk sveinsprófi í hár- skurði og hárgreiðslu frá Iðn- skólanum í Reykjavík síðast- liðið vor en allt frá því að hún hóf nám hefur hún starfað á Salon Reykjavík í Glæsibæ. Eigendur stofunnar eru Arnar Tómasson og Hreiðar Á. Magnússon og í félagi við þá hefur hún verið iðin við að sækja sýningar erlendis í því skyni að kynna sér nýjustu strauma og stefnur. Dagný segir þá félaga óhrædda við ímyndunarafl hennar sem hún virkjar óhikað í þágu kúnnanna. „Þeir hafa gefið mér svolítið lausan tauminn og það hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er líka komin með minn kúnnahóp sem er byrjaður að treysta mér. Það tekur alltaf eitt skipti hjá þeim að þora og sumir eru alltaf fastir í einhverju. Margir eru þó óhræddir við breytingar og hafa bara gaman af þeim enda er nauðsynlegt að breyta til og kannski að fylgjast svolítið með því sem er að gerast í hártískunni.“ Og hún segist aldrei fá leiða á starfinu, ekki einu sinni þegar hún fær haugaskítugt hár upp í hendurnar. „Nei, nei, það er bara eðlilegt,“ svarar hún galvösk og vindur sér í næsta koll. | ben@mbl.is Með hendur í hári kúnnanna L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.