Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
’Þetta var svo einstakt tækifæri að mérfannst ekki annað koma til greina en að
þiggja starfið.‘Ásdís Halla Bragadóttir lætur senn af starfi bæj-
arstjóra í Garðabæ og verður forstjóri BYKO.
’Ég skil vel að aldrei geti orðið heims-friður ef kirkjunnar fólk getur ekki unn-
ið saman í kærleika.‘Rannveig Káradóttir, sóknarbarn í Garðasókn, um
deilu sóknarprestsins við djákna, prest og formann
og varaformann sóknarnefndar.
’Þetta krefst nýrrar hugsunar og nýrravinnubragða.‘Jóhannes M. Gunnarsson , forstjóri Landspítala –
háskólasjúkrahúss, um nýja spítalabyggingu. Gert
er ráð fyrir að á legudeildum hennar verði eingöngu
einbýli, þar sem unnt verður að sinna öllum þörfum
sjúklinganna upp að gjörgæslu.
’Eins og staðan er í dag erum við meðlangbesta liðið og sýndum það svo sann-
arlega og sönnuðum í kvöld.‘Hanna Gréta Stefánsdóttir , leikmaður Hauka, sem
tryggðu sér á fimmtudag Íslandsmeistaratitilinn í 1.
deild kvenna í handknattleik.
’Ég hef unnið nótt og dag að því aðmynda ríkisstjórn sem á að láta verkin
tala og endurspegla þjóðernislegan og
trúarlegan fjölbreytileika íraska sam-
félagsins.‘Ibrahim Jaafari , forsætisráðherra Íraks, er hann
kunngjörði á miðvikudag að ríkisstjórn hefði loks
verið mynduð þremur mánuðum eftir þingkosningar.
’Málið snýst um það að þessi ákveðnaferð tengdist ekki vinnu þeirra sem þeim
eru greidd laun fyrir og tryggingagjald
er greitt vegna.‘Ragna Haraldsdóttir , lögfræðingur hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins, sem hefur ekki greitt bætur til
íslensku friðargæsluliðanna sem særðust í sprengju-
árás í Kabúl í Afganistan í fyrrahaust, þar sem stofn-
unin telur þá ekki hafa slasast í vinnuslysi heldur í
frítíma sínum. Á föstudag var svo greint frá því að
friðargæsluliðarnir hefðu verið tryggðir sér-
staklega.
’Ég á ekki nógu stór orð til að lýsa Ter-esu og því sem hún hefur gert fyrir okk-
ur. Hún hefur uppfyllt minn stærsta
draum, hún hefur gefið okkur fjöl-
skyldu.‘Louisa Gonzales , l íffræðileg móðir fimmbura, sem
leigumóðirin Teresa Anderson ól á þriðjudag í
Bandaríkjunum. Teresa hafði samið um að ganga
með börnin gegn greiðslu, en þegar í ljós kom að hún
bar fimmbura undir belti ákvað hún að þiggja ekki
peningana vegna fjárhagsbyrðanna sem foreldrarnir
standa nú frammi fyrir.
’Ef hann er reiðubúinn að ljúga að okk-ur til að fara með okkur í stríð er hann
líka reiðubúinn að ljúga til að vinna
kosningarnar.‘Nýjasta áróðursveggspjald breskra íhaldsmanna
sem sauma nú hart að Tony Blair forsætisráðherra
fyrir þingkosningarnar á fimmtudag.
’Þetta er frábært.‘Hjalti Úrsus Árnason, kraftlyftingamaður og fjög-
urra barna faðir, er í fæðingarorlofi með níu mánaða
gömlum syni sínum og lætur vel af.
’Mér finnst þetta vera árás á mannrétt-indastarf á Íslandi.‘Brynhildur Flóvenz , stjórnarformaður Mannrétt-
indaskrifstofu Íslands, um þá niðurstöðu utanrík-
isráðuneytisins að synja beiðni skrifstofunnar um
styrk til reksturs hennar og verkefna.
’Við verðum að bregðast við.‘Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, vegna
skýrslu sem sýnir að öryrkjum hefur fjölgað veru-
lega á Íslandi á síðustu árum.
’Maður stýrir henni eins og reiðhjóli.‘Jacques Rosay , flugmaður eftir að hafa stjórnað Air-
bus 380, stærstu farþegaþotu sem smíðuð hefur ver-
ið, í fyrsta tilraunafluginu.
Ummæli vikunnar
Reuters
Einn fimmburanna sem leigumóðirin Teresa
Anderson ól á þriðjudag.
ELSTA íþróttamót landsins fór
fram um síðustu helgi. Þarna er
átt við Glímukeppni Íslands þar
sem keppt er um elsta verðlauna-
grip landsins og líklega þann
verðmætasta, Grettisbeltið.
Glímuhreyfingin hefur átt í dálít-
illi tilvistarkreppu á síðustu árum
og iðkendum fækkað sem og
áhorfendum á mótum. Glímumenn
hafa hins vegar snúið vörn í sókn
og nú sjást þess merki að íþróttin
njóti meiri vinsælda en löngum
áður og ný hugsun er að ná fót-
festu innan hreyfingarinnar, sem
m.a. miðar að því að auka út-
breiðslu íþróttarinnar og kynn-
ingu. Nú hefur meira að segja
verið stofnuð glímudeild í Svíþjóð
sem á aðild að sænska íþrótta-
sambandinu. Þá hafa verið gerðar
breytingar á keppnisbúningum, í
það minnsta hjá KR-ingum, sem
komnir eru úr „sokkabuxunum“
sígildu, og farnir að notast við ný-
tískulegri snið. Sumir hafa líka
leitt hugann að því hvernig hægt
sé að „markaðssetja“ glímuna
með árangursríkari hætti, þannig
að úr verði stórviðburður ár
hvert, þar sem t.d. tveir sterkustu
glímumenn landsins takast á í
rækilega auglýstu einvígi, ekki
ósvipað og áskorendaeinvígi um
heimsmeistaratign í þungavigt í
hnefaleikum. Þannig mætti hugsa
sér að Ólafur Oddur Sigurðsson,
HSK, sendi Pétri Eyþórssyni,
KR, núverandi glímukóngi, skeyti
í fjölmiðlunum þar sem hann
eggjaði hann til keppni. Glíman
hefur allt til að bera til að geta
verið hin besta skemmtun fyrir
áhorfendur. Það vantar ekki átök-
in og glæsilega líkamsburði og
hver glíma getur lengst orðið
tveggja mínútna í Íslandsglím-
unni. Í áskorendaeinvígi mætti
lengja glímuna um nokkrar mín-
útur.
Það er ekki til þjóðlegri íþrótt
en íslensk glíma. Og allt er gert
til þess að halda í hefðirnar. Það
hefur verið keppt á Íslandsmótinu
í glímu um Grettisbeltið síðan
1906 og styrjaldarárin fimm féll
keppni niður. Það var því glímt
um Grettisbeltið í 95. sinn um
helgina og að þessu sinni var
keppnisstaðurinn Borgarleik-
húsið. Fyrst stigu meyjarnar á
svið og glímdu um Freyjumenið,
sem keppt hefur verið um síðan
árið 2000. Þar bar Sólveig Rós
Jóhannsdóttir sigur úr býtum
annað árið í röð. Talið var að
baráttan um Grettisbeltið að
þessu sinni stæði milli Péturs
Eyþórssonar og Ólafs Odds Sig-
urðssonar, sem eru tveir efstu
menn á styrkleikalista glím-
unnar. Þátttakendur í karlaglím-
unni voru átta. Miklar átaka-
glímur litu dagsins ljós í
Borgarleikhúsinu en síðasta
glíma mótsins, sem jafnframt
var úrslitaglíman, var á milli
Péturs og Ólafs. Hún var hörð
og snörp og lauk með því að Pét-
ur lagði Ólaf með glæsilegum
hælkrók. Grettisbeltið er einn
verðmætasti ef ekki verðmætasti
verðlaunagripur í íslenskum
íþróttum. Hann er úr hreinu
silfri og hin langa saga gripsins
gerir hann verðmætari en ella.
Grettisbeltið er merkasti og
sögufrægasti gripur í gjörvallri
íþróttasögu Íslands og einnig sá
elsti. Hefur það verið far-
andgripur allt frá upphafi og
vinnst aldrei til eignar. Sama
ólin fylgir beltinu og var á því
upphaflega. Grettisbeltið var
smíðað í Reykjavík af Erlendi
gullsmið Magnússyni. Það er úr
silfri eins og áður sagði og er
mynstur þess mjög skrautlegt.
Að framan er á því kringlóttur
skjöldur með andlitsmynd af
Gretti fornkappa Ásmundarsyni,
sem var fangbragðakappi mikill.
Glímukóngur Íslands fær
Grettisbeltið til vörslu í einn
mánuð eftir Íslandsglímuna en
að því loknu er það lokað inni í
bankahólfi. Þær hugmyndir hafa
heyrst að tekin verði afsteypa af
beltinu sem glímukóngur þess
árs hefði þá til vörslu í eitt ár en
geyma upprunalega Grettisbeltið
á öruggum stað, helst þar sem
almenningur getur virt það fyrir
sér. Sumum innan glímuhreyf-
ingarinnar óar við því að svo
verðmætur verðlaunagripur sé
ekki betur varinn. Ekki eru þó
allir á einu máli um ágæti þess-
arar hugmyndar.
Morgunblaðið/Sverrir
Það er haldið í þjóðlegar hefðir í glímunni. Hverju móti lýkur með fánahyllingu.
Það eru engin vettlingatök í íslenskri glímu. Hér hefur veröldinni
greinilega verið snúið við.
Grettisbeltið. Forláta gripur úr silfri, smíðaður af Erlendi Magnússyni, og
fyrst keppt um það árið 1906.
Glímt í
bráðum
100 ár
Pétur vann. Og er stórum létt
að hafa varið titilinn glímukóngur
Íslands.
Stígið! Pétur Eyþórsson, KR, og
Ólafur Oddur Sigurðsson, HSÞ, í
upphafi úrslitaglímunnar.
Handtak; upphaflega til að gefa
til kynna að menn séu óvopnaðir.
Núna tákn íþróttamennsku, í upp-
hafi hverrar glímu.