Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 37 stofnanir á borð við CIA sækjast eftir upplýsing- um hjá fjármálastofnunum. Yfirvöld segja að sjálf- sögðu að þessar upplýsingar séu nauðsynlegar í baráttunni gegn hryðjuverkum, en um leið er ver- ið að þrengja að friðhelgi einkalífsins. Einn við- mælenda Harrows, H. Rodgin Cohen, lögfræðing- ur og stjórnarformaður fjármálafyrirtækisins Sullivan & Cromwell, segir að þetta þýði að fjár- málastofnanir muni í auknum mæli spyrja við- skiptavini sína út í athafnir, sem virðast grun- samlegar, en eru saklausar og gætu verið vandræðalegar eða snúist um einkalíf fólks, til dæmis heilbrigðismál. Hann spáir því að bank- arnir muni einnig greina oftar frá grunsamlegri hegðun en áður og af minna tilefni til að tryggja að þeir lendi ekki í vandræðum gagnvart yfirvöldum. Ein vísbending um áhrif þessa aukna eftirlits er að fjármálastofnanir í Bandaríkjunum tvöfölduðu í fyrra útgjöld vegna kerfa, sem greina og fara í gegnum færslur, viðskipti og fjárreiður viðskipta- vina þeirra í leit að einhverju óvenjulegu eða grun- samlegu. Búnaðurinn greinir öll viðskipti um leið og þau gerast. Það er augljóst að hér er spurn- ingin sú að greina minnsta frávik því að alls ekki þarf að vera um stórar upphæðir að ræða. Til dæmis er talið að hryðjuverkin 11. september hafi kostað á milli 300 og 500 þúsund dollara og ef þeirri upphæð er skipt niður á flugræningjana eru það um 16 þúsund dollarar á mann. Það þarf því mikið til eigi að greina grunsamlegt mynstur í færslum milli reikninga. Eftirlit auðveld- að á Íslandi Ísland stendur ekki ut- an við þá þróun, sem hér hefur verið lýst. Nýlegt dæmi er frum- varp, sem samgönguráðherra lagði fyrir Alþingi í byrjun apríl um breytingu á lögum um fjarskipti. Í umsögn frá Persónuvernd um frumvarpið er ítrekað að mikilvægt sé að gæta þess að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til „þegar um er að ræða svo almenna og umfangsmikla skráningu á persónuupplýsingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir“ um leið og stofnunin kveðst hafa fullan skilning á að endurskoða þurfi úrræði lögreglu í ljósi nýrrar tækni. Í frumvarpinu er kveðið á um að við fjarskipta- lögin bætist setningin: „Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að halda skrá yfir notendur sem úthlutað hefur verið númerum í fastlínu- og farsímakerfum í samræmi við reglur sem Póst- og fjarskiptastofn- un setur þar um. Við kaup símakorts skal kaup- andi framvísa skilríkjum.“ Í greinargerð með frumvarpinu er þetta út- skýrt: „Breytingin, sem er nýmæli, miðar að því að gera fjarskiptafyrirtækjum skylt að halda skrá yf- ir alla „notendur“ símanúmera í símkerfum sínum, bæði í fastlínu og farsímum, þ.m.t. svokölluð far- símafrelsi. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að svokölluð frelsiskort í farsíma séu seld án þess að skráning fari fram á kaupanda eða væntanlegum notanda þeirra. Kort þessi má kaupa víða, þar á meðal á bensínstöðvum og í söluturnum. Umrædd kort hafa númer sem ekki eru tengjanleg neinum notanda, nema notandinn óski sérstaklega eftir því. Þetta veldur vandkvæðum í rannsóknum lög- reglu þegar tækin eru notuð til refsilagabrota. Má hér nefna ónæði og hótanir settar fram í tali eða með SMS-skilaboðum. Með óskráðum númerum er því mögulegt að stunda refsiverða hegðun í skjóli nafnleyndar. Í sumum löndum Evrópu mun þessi háttur ekki vera heimill, t.d. í Noregi. Þá eru vandkvæði þessu samfara tengd hlustun lögreglu á símtölum, einkum í tengslum við rannsóknir fíkniefnabrota. Reynslan hefur sýnt að hinir grunuðu nota iðulega óskráð frelsisnúmer og skipta reglulega um símtæki og símanúmer til að gera lögreglu erfiðara með að hlusta síma þeirra. Óskráð númer eru því skálkaskjól slíkra aðila. Með þessari breytingu er reynt að sporna við þessu.“ Í fréttaskýringu Rúnars Pálmasonar í Morg- unblaðinu 27. apríl er vitnað til umsagnar Per- sónuverndar um frumvarpið. Þar segir að með þessari breytingu sé í raun verið að koma í veg fyr- ir síðustu möguleika almennings á því að geta hringt með leynd vegna þess að aðgangur að al- menningssímum sé hverfandi lítill hér á landi og það sé veigamikil breyting: „Horfa verður til þess að nafnleynd við notkun síma getur í mörgum til- vikum verið eðlileg, jafnvel nauðsynleg. Í hugum margra er t.d. nauðsynlegt að geta með leynd komið ábendingum á framfæri s.s. til fjölmiðla, þingmanna, lögreglu eða barnaverndaryfirvalda og jafnvel við að leita liðsinnis s.s. hjá vinalínu Rauða krossins. Mikilvægt er að virða þessi sjón- armið. Eins er augljóst að verði tekin upp skrán- ing á kaupendum símakorta munu þeir sem stunda refsiverða hegðun í skjóli nafnleyndar finna sér aðrar leiðir, en eftir stendur að hér á landi verða ekki lengur fyrir hendi möguleikar á því að menn geti átt samskipti símleiðis með leynd.“ Þetta atriði sýnir í raun hvernig tæknin stjórnar því, sem mönnum dettur í hug að hafa eftirlit með. Til dæmis mætti hugsa sér að á þeirri forsendu að hægt er að skipuleggja slíka stórglæpi með sendi- bréfum væri nauðsynlegt að skrá alla sérstaklega, sem settu bréf í póst, hvar þeir hefðu gert það, hvenær og hverjum bréfið væri ætlað. Tillaga um slíkt myndi hins vegar þykja hlægileg og fráleit. Hugmyndin á bak við það að ekki verði hægt að kaupa frelsiskort nema að framvísa skilríkjum er í raun sú sama. Persónuvernd gerir athugasemdir við fleira í fjarskiptalagafrumvarpinu. Í 9. grein þess er lagt til að fjarskiptafyrirtækjum verði gert skylt að veita lögreglu upplýsingar um hver sé skráður eigandi ákveðins símanúmers eða eigandi eða not- andi IP-tölu. Þótt það sé ekki tekið fram sést á út- skýringu þessa ákvæðis að ekki er gert ráð fyrir því að leita þurfi til dómara: „Er gert ráð fyrir heimild til handa lögreglu til að afla upplýsinga, án úrskurðar dómara, um eiganda ákveðins síma- númers og notenda IP-talna með formlegri beiðni þar um. Heimildin nær ekki til aðgangs að upplýs- ingum um innihald fjarskiptanna eða aðrar teng- ingar, til þess þarf áfram heimild dómstóla. Fjar- skiptafyrirtæki hafa krafist úrskurðar dómara á grundvelli 86. og 87. gr. laga nr. 19/1991 sem skil- yrði þess að þau afhentu upplýsingar um leyni- númer en það eru þau númer kölluð sem notandi hefur óskað eftir að verði ekki getið í opinberum símaskrám. Ástæður þess að notendur símanúm- era kjósa að vera utan opinberra skráa eru ýmsar, t.d. að forðast ónæði eða ofsóknir frá öðrum. Með leyninúmerum er ekki ætlunin að koma mönnum undan rannsókn opinberra mála eða að torvelda rannsóknir brota. Hið sama gildir um IP-tölur sem eru nokkurs konar símanúmer á internetinu. IP-tölum má fletta upp á internetinu. Þar eru þær í flestum tilfellum skráðar á þau fyrirtæki sem eiga rétt yfir þeim. Oftast er um að ræða aðila sem selja aðgang að internetinu til annarra. Fram að þessu hefur verið litið svo á af hálfu fjarskiptafyr- irtækjanna að upplýsingar um notanda IP-tölu falli undir fjarskiptaleynd og með þær skuli fara sem aðrar upplýsingar um fjarskipti. Af þessu hef- ur hlotist nokkur fjöldi mála þar sem lögregla hef- ur leitað úrskurðar um það eitt hver sé notandi IP- tölu með því álagi sem því fylgir fyrir réttarkerfið. Þótt fallist sé á að ýmsar persónulegar upplýs- ingar séu bundnar við efni fjarskipta og í skrám yfir tengingar fjarskiptatækja hvert við annað eru engar slíkar upplýsingar bundnar við IP-tölur. Auk þess yrðu upplýsingar sem þessar eingöngu aðgengilegar lögreglu með þessum hætti.“ Per- sónuvernd fellst ekki á þessi rök og telur að þetta ákvæði samrýmist ekki sjónarmiðum um meðal- hóf í vinnslu persónuupplýsinga og stríði gegn þeim meginreglum, sem gilda um rannsókn op- inberra mála. Segir stofnunin sérstaklega mikil- vægt að eftirlit lögreglu með síma- og fjarskipta- notkun einstaklinga verði áfram háð dóms- úrskurði. Persónuvernd gagnrýnir einnig ákvæði frum- varpsins um að fjarskiptafyrirtækjum verði skylt að varðveita upplýsingar um hvaða viðskiptavinir noti hvaða símanúmer, IP-tölur og notendanafn og geti upplýst lögreglu um allar tengingar not- andans, tímasetningar þeirra, lengd, hverjum var tengst og hversu mikið af gögnum flutt á milli. Leggur stofnunin áherslu á að þess verði gætt að skrá ekki meiri upplýsingar en brýna nauðsyn beri til. Nánast allar okkar athafnir eru skráðar sjálf- krafa í hinum rafrænu gagnabönkum. Líf okkar er orðið eins og opin bók, hvort sem okkur líkar betur eða verr og þeim fjölgar, sem vilja fá að fletta upp í bókinni. Eins og oft áður er tæknin langt á undan umræðunni um það hvernig eigi að fara með hana. Leiðin á milli upplýsingasamfélagsins og eftirlits- samfélagsins er stutt og það þarf að taka til ræki- legrar umræðu hversu torfær hún á að vera. Það þarf að vega og meta mikilvægi grundvallarrétt- inda einstaklingsins og nauðsynina á því að ganga á þau réttindi til að tryggja öryggi einstaklingsins fyrir hryðjuverkum og glæpum. Á óttinn að verða áherslunni á réttindin yfirsterkari? Viljum við búa í samfélagi þar sem réttindi, sem nú eru sjálfsögð, en tók aldir að festa í sessi, verða fyrir borð borin? Einhverjir kunna að segja að lagafrumvarp sam- gönguráðherra um fjarskipti sé ekki það stórt í sniðum að það verðskuldi að spurt sé slíkra grund- vallarspurninga. En hættan er líka sú að einn góð- an veðurdag vöknum við við vondan draum þegar búið er að ryðja öllum hömlum úr vegi og spyrjum okkur: „Hvað gerðist eiginlega?“ Morgunblaðið/RAXÁ leið í skólann. Nú er hins vegar svo komið að rafræn viðskipti og rafræn skráning allra sam- skipta í gegnum síma og tölvur auk eftirlitsmyndavéla um allar trissur gera að verkum að yfirgengilegt magn upplýsinga hleðst upp um hvern ein- stakling. Það myndi krefjast ótrúlegrar fyrirhafnar að at- hafna sig þó ekki væri nema einn dag án þess að einhvers staðar yrði einhver athöfn skráð með rekjanlegum hætti. Eina ráðið væri sennilega að yfir- gefa mannlegt samfélag og halda til fjalla. Laugardagur 30. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.