Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Rauðavað 5-7, Norðlingaholti Í einkasölu á Valhöll 2ja, 3ja og 4ra herb. séríbúðir Vorum að fá í einkasölu nýjar og glæsilegar íbúðir í tveimur stigahúsum með sérinngangi af svölum í allar íbúðirnar. Um er að ræða 6 íbúðir í hvoru húsi, sem afhendast í sumar fullfrágengnar án gólfefna með vönduðum innréttingum og flísalögðu baðherbergi. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúð- unum. Húsið afhendist fullfrágengið að utan, steinað með frágenginni lóð og bílastæðum. Innréttingar verða frá HTH (bræðrunum Ormsson) og verður val að hluta til um spónar- tegund. Byggingaraðili Þórtak ehf. Íbúðirnar verða til afhendingar í júlí 2005. Stærð 2ja herb. 93,9 fm. Stærð 3ja herb. 108,5 fm. Stærð 4ra herb. 119,1 fm. Íbúðunum á jarðhæð fylgir stór sérafnotaréttur lóðar. Verð 4ra herb. íbúð 24,8 millj. Við kaupsamning 2,0 millj. Lán frá lánastofnun* 19,8 millj. Allt að 80% Við afhendingu 1,8 millj. Við lokafrágang 0,9 millj. *Áætluð greiðslub. án verðbóta er ca kr. 83,000 pr. mánuð. Verð 3ja herb. íbúð 21,6 millj. Við kaupsamning 1,5 millj. Lán frá lánastofnun* 17,2 millj. Allt að 80% Við afhendingu 2,0 millj. Við lokafrágang 0,9 millj. *Áætluð greiðslub. án verðbóta er ca kr. 72,000 pr. mánuð. ÖLDUGATA - HF. - PARH. Hraunhamar fasteignasala hefur tekið í einkasölu neðri hæð í tvíbýli, ásamt kjall- ara, samtals um 143,5 fermetrar, vel stað- sett við Hamarinn í hjarta Hafnarfjarðar. Eignin er í góðu standi og stuðst hefur verið við upphaflegt skipulag eignarinnar. Eignin skiptist í inngang, hol, eldhús, góða borðstofu, gestasnyrtingu, stóra stofu, barnaherbergi og gott hjónaher- bergi með skápum. Frá gangi er gengið niður stiga. Þar er sérinngangur, hol, bað- herbergi og þvottahús, gott unglingaher- bergi og geymsla. Gólfefni eru gólffjalir, flísar og dúkur. Skemmtilegur bakgarður snýr í suður upp að Hamrinum. Eign sem vert er að skoða. Verð 21,9 millj. 51077 KLETTABERG - HF. - HÆÐ M. BÍLSKÚR Hraunhamar fasteignasala er með í einka- sölu á þessum frábæra útsýnisstað glæsi- leg arkitektahannaða 134 fermetra íbúð í pallabyggðu klasahúsi, ásamt 27,9 fer- metra bílskúr, samtals um 161,9 fermetr- ar, vel staðsett í Setbergshverfi í Hafnar- firði. Eignin skiptist í forstofu, hol, her- bergi, baðherbergi og þvottahús. Á efri hæð er eldhús, hol, stofa, borðstofa, sól- stofa, tvö herbergi og baðherbergi. Stórar svalir með frábæru útsýni yfir Hafnarfjörð og víðar. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar. Gólfefni eru hlyn parket og portúgölsk skífa. Glæsi- eign sem vert er að skoða. Verð 29,5 millj. 109730. Myndir af eigninni á mbl.is . HJALLABREKKA - KÓP. - NEÐRI HÆÐ Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög fallega 80,3 fermetra neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi, vel staðsett við Hjallabrekku í Kópavogi. Íbúðin er í mjög góðu ástandi og fallegur garður með palli og sér upphituðu bíla- plani. Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, stórt eldhús, hol, hjónaherbergi, baðher- bergi, stofu og inn af holi er gott vinnu- pláss og geymsla. Gólfefni eru parket og flísar. Fallegur garður með skjólgóðum sólpalli. Falleg eign sem vert er að skoða. Verð 16,7 millj. Myndir og nánari upplýsingar af eigninni á mbl.is . HINN 24. apríl sl. birti ég litla grein hér í blaðinu sem fjallaði um hugmyndir um að taka upp stöðu- mælagjald á bílastæðum við Há- skóla Íslands og var ég þeim mót- fallinn. Höfundur Staksteina Morg- unblaðsins, sem birt- ust daginn eftir, sá ástæðu til að gera grein mína að um- fjöllunarefni. Segir þar m.a. að kannski hafi einhverjum líka dottið í hug að bíla- stæðagjöld við skól- ann myndu draga að- eins úr bílaþvögunni við skólann. Rétt er að taka fram að samkvæmt því sem fyrir liggur í málinu er hin meinta bílaþvaga við skólann ekki ástæða þess að hugmyndir um gjaldtöku eru til skoðunar, heldur viðhalds- og rekstrarkostn- aður bílastæðanna. Raunar hef ég ekki orðið var við meiri bílaþvögu við Háskóla Íslands heldur en gengur og gerist á öðrum vinnu- stöðum og jafnvel þótt slík þvaga væri vandamál er alls ekki sjálf- gefið að upptaka stöðumælagjalda myndi leysa vandann. Stóru málin í hagsmunabaráttunni Í kjölfarið segir höfundur Stak- steina að Vökumenn líti vafalaust á stöðumælamálið sem eitt af stóru málunum í hagsmunabaráttu stúdenta. „Sú barátta virðist reyndar aðallega snúast um það núorðið að mótmæla í hvert sinn sem stúdentar þurfa að reiða fram svo mikið sem hundraðkall til við- bótar í einhver gjöld,“ segir þar ennfremur. Ég vil taka það fram að Vökumenn líta á betri kennslu, aðstöðu og menntun sem sín stærstu bar- áttumál, en ekki um- rætt stöðumælagjald. Og þó það sé vissu- lega rétt að við höfum mótmælt opinberlega í ýmsum tilvikum undanfarin ár, höfum við einnig lagt okkur fram við að stuðla að málefnalegri umræðu og tillögum um það sem betur mætti fara í skólanum. Sem dæmi má nefna að í janúarlok í fyrra lögðum við fyrir nýskipaðan menntamálaráðherra tillögur okk- ar um hvað mætti betur fara í rekstri, stjórnun og skipulagi Há- skólans. Nokkrum dögum síðar óskaði ráðherra eftir því að Rík- isendurskoðun framkvæmdi úttekt á rekstri og stjórnsýslu skólans. Úttektin hefur nú verið kynnt og er það von okkar að hún leiði til jákvæðra breytinga innan skólans. Stúdentar og skólagjöld Í Staksteinum er talað um þá stúdenta sem flykkjast í einka- rekna skóla og greiða glaðir hundruð þúsunda króna í skóla- gjöld og í kjölfarið segir að stúd- entum við HÍ virðist standa ná- kvæmlega á sama þótt skólinn þeirra dragist aftur úr innlendum og erlendum keppinautum og missi bæði nemendur og hæfa kennara til þeirra. Fyrir það fyrsta hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað hratt undanfarin ár og árlega flykkjast hundruð stúdenta í skólann, ekki síður glaðir með að þurfa ekki að greiða skólagjöld. Í öðru lagi er það afar umdeilt hvort Háskóli Íslands sé að dragast aftur úr öðrum skólum hér á landi, þrátt fyrir að mikið sé tönglast á því í opinberri umræðu. HÍ er enn fremstur í flokki á sviði rannsókna og fræðistarfa hér á landi og óumdeilt að þar er mikið og gott starf unnið. Og í þriðja lagi er það auðvitað fjarri sanni að okkur stúdentum standi á sama um skólann okkar. Við leggjum okkur þvert á móti fram við að bæta hann og er það ekki síst ástæða þess að fólk býður fram krafta sína til þess að sitja í Stúd- entaráði. Um hagsmunabaráttu Vöku og stúdenta Árni Helgason svarar höfundi Staksteina ’Tími skætings umskólagjöld er vonandi brátt á enda – nú er tækifæri til að horfa fram á veginn.‘ Árni Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.