Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Fallegir steinar á verði ✝ Lilla Moss (Ragn-hildur Hjaltested) fæddist á Öxnalæk í Ölfusi 9. janúar 1936. Hún lést á heimili sínu í Springs í East Hampton á Long Is- land í New York 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 4.3. 1908, d. 20.3. 1950, og Ein- ar Hjaltested, f. 28.5. 1893, d. 29.6. 1961. Lilla var alin upp hjá föðursystur sinni, Önnu Kristjönu Hjaltested, f. 7.3. 1895, d. 6.1. 1958, og Birni Vigfús- syni, f. 5.7. 1899, d. 28.12. 1989. Al- systkin Lillu eru Edda, f. 1934, Lárus, f. 1937, Einar, f. 1938, Hall- dór, f. 1940, Ólafur, f. 1941, Sig- ursteinn, f. 1942, Jóhannes, f. 1944, og Anna, f. 1948. Hálfsystkin Lillu, samfeðra, eru Georg Pétur, f. 1915, d. 1972, Pétur Arthúr, f. 1925, og Svala (Dollý Bredt), f. 1931. Uppeldisbróðir Lillu er Þórður B. Sigurðsson, f. 1929. Lilla giftist 1955 Milton Harvey Moss, f. í Toronto í Kanada 7.4. 1927, d. 7.1. 1998. Dætur þeirra eru: a) Anna Lisan Moss, f. í Madrid 17.1. 1956. b) Thora Laura Moss, f. í Wiesbaden 25.9. 1958. Synir hennar eru Dylan Lee, f. á Bali 23.10. 1991, og Lorenzo, f. á Bali 18.2. 2001. c) Sara Alexandra Moss, f. í Wiesbaden 15.9. 1960. Lilla ólst lengst af upp í Reykja- vík en flutti ung utan með manni sínum. Hún dvaldi langdvölum á Spáni á sínum yngri árum en sett- ist að á Long Island í New York og bjó þar lengst af. Lilla Moss var jarðsett í Green River-kirkjugarðinum í Springs, East Hampton, hinn 22. apríl. Ég kynntist Lillu frænku minni ekki fyrr en ég var um tvítugt. Hún var þá að nálgast fimmtugt og hafði ekki komið til Íslands í fjölda ára. Fram að því hafði hún eingöngu ver- ið mér ókunnug frænka í útlöndum og tilvist hennar öll hulin dularfull- um dýrðarljóma. Ég vissi hversu kær hún var foreldrum mínum og hve mjög þau söknuðu hennar. Lilla frænka varð samstundis sálufélagi minn. Hún kynnti fyrir mér nýjar hliðar lífsins og ný sjón- armið. Hún varð mitt þriðja foreldri og besti vinur. Heimili Lillu í Springs, sem er í útjaðri East Hampton í New York, varð og er sá staður á jörðinni sem mér og mínum er kærastur. Persóna Lillu var sam- ofin þessu mikla húsi sem var fullt af lífi og sál. Hver einasti hlutur átti sér sögu, en Lilla hafði einstakt lag á að verða sér úti um dýrgripi. Í kringum hana var alltaf margt fólk, á öllum aldri. Hún átti ógrynnin öll af vinum og að henni sópaðist fólk úr öllum kimum samfélagsins. Hún hafði sama aðdráttarafl á milljarða- mæringa og strætisróna og allir hlutu náð fyrir augum Lillu frænku á meðan þeir höguðu sér eins og menn. Fyrir henni voru allir jafnir. Lilla var litla systir hans pabba. Í raun voru þau systkinabörn en alin upp saman á heimili frænku sinnar og manns hennar. Þau bjuggu í Reykjavík sem börn og unglingar, að undanskildum tveimur árum er þau dvöldu í Hjarðarholti í Dölum. Ég heyrði það á föður mínum þar sem hann sat tímum saman við dán- arbeð systur sinnar að hugur hans leitaði mjög aftur til þeirra ára, til þess tíma er hann dragnaðist um með litla skottu, í hlutverki hins mikla verndara, enda næstum sjö árum eldri. Samband þeirra var alla tíð einstakt og kærleikurinn skilyrð- islaus. Lilla frænka var bæði heimsborg- ari og náttúrubarn. Hún þoldi hvorki slorlykt né fiskiflugur, elskaði rósir, varalit og silki, hændi að sér allt sem lifði og leið best með tærnar í eigin mold. Hún kvaddi þennan heim um- vafin ást, virðingu og þakklæti. Við Jan og Adam biðjum almættið að geyma traustasta vininn og óskum henni góðrar ferðar til Ríó. Ingveldur Þórðardóttir. Föðursystir mín Lilla Moss er lát- in eftir óvenjulegt og viðburðaríkt lífshlaup. Ung yfirgaf hún Ísland með manni sínum Milton Moss og bjuggu þau næstu árin í Frakklandi, á Spáni og í Þýskalandi. Þau eignuðust dæt- urnar Önnu, Thoru og Söru. En þó svo að hjónabandið yrði langt var sambúðin stutt. Eftir nokkurra ára Evrópudvöl flutti Lilla með dæturn- ar til Bandaríkjanna og settist að í East Hampton á Long Island rétt fyrir utan New York-borg. „The Hamptons“ hafa alla tíð lað- að að sér skrautlegt samfélag lista- manna. Þegar Lilla hafði komið sér og dætrunum fyrir í bænum Springs í byrjun sjöunda áratugarins bjuggu þar og störfuðu margir myndlistar- menn af hinum svokallaða „New York-skóla“ í myndlist. Þetta voru abstraktmálarar sem aðhylltust frjálst tjáningarform og tilheyrandi bóhemskan lífsstíl. Helsta má nefna málarana Jackson Pollock og Willem de Kooning, en sá síðarnefndi var næsti nágranni og góðvinur Lillu. Í þessu frjóa og frjálsa umhverfi, í fé- lagsskap góðra vina og sterkra per- sónuleika, lifði Lilla og hrærðist og fékk sín ávallt að fullu notið. Hún hafði komið sér fyrir í gömlu og stóru húsi sem á bannárunum hafði verið hverfisbarinn og átti sér þegar langa sögu. Húsið var iðulega öllum opið, enda var Lilla gestrisin með eindæmum. Oft var skotið skjólshúsi yfir alls kyns fólk og var að jafnaði fullt út úr dyrum af vinum og kunn- ingjum. Lilla hafði sterka útgeislun og gott skopskyn, enda laðaðist fólk að henni og naut nærveru hennar. Í eðli sínu var hún umburðarlynd og for- dómalaus en hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum líðandi stundar, sérstaklega ef sterkri rétt- lætiskenndinni var misboðið. Henni blöskraði oft ranglæti heimsins og meðferð á þeim sem minna máttu sín og lá ekkert á skoðun sinni ef svo bar við. En eftir margra ára búsetu í Bandaríkjunum gerði útþráin enn vart við sig og á áttunda áratugnum bjó Lilla á Spáni. Þegar ég flutti til New York, rúm- lega tvítug að aldri, var Lilla komin aftur til Bandaríkjanna og hafði end- anlega sest að í stóra húsinu í Springs. Hún hafði þá endurnýjað kynni sín við skyldmenni sín á Ís- landi, eftir áratuga fjarveru. Þó svo að ég þekkti þessa föðursystur mína nánast ekkert tók hún mér opnum örmum strax frá fyrsta degi og varð upp frá því mín helsta stuðnings- kona í listinni og í fjölbreyttum veru- leika stórborgarlífsins. Hún var ávallt óspör á uppörvun og hvatn- ingu og gat ætíð leiðbeint mér af sinni eðlislægu skynsemi og raunsæi. Hún kynnti mig fyrir áhugaverðum einstaklingum og lit- ríkum heimi sem síðan hefur haft mikil áhrif á alla mína lífssýn og heimsmynd. Ég er óendanlega þakklát fyrir að sá staður þar sem ég ákvað að mennta mig og starfa skuli hafa verið heimavöllur Lillu Moss. Nú á þessu fallega vori er tómlegt í stóra húsinu á Lilla Lane, skógar- götunni sem heitir í höfuðið á henni. En andi Lillu lifir með okkur öllum sem erum svo lánsöm að hafa fengið að kynnast þessari hjartahlýju, þokkafullu og merkilegu frænku minni. Blessuð sé minning Lillu Moss. New York, Margrét Theodóra Hjaltested. LILLA MOSS Mig langar, með ör- fáum orðum, að minn- ast tengdamóður minnar Jóhönnu Loftsdóttir, eða Hönnu eins og hún var alla tíð kölluð, sem lést á heimili sínu Hjalla- braut 33, laugardaginn 9. apríl. Með þessum orðum vil ég þakka henni samfylgdina í þessi 30, ár, ár sem voru mér lærdómsrík og gleðileg, að fá að umgangast og kynnast jafn göfugri, jákvæðri, kærleiksríkri og lífsreyndri konu og Hanna var. Ég minnist allra þeirra tjald- og sumarbústaðaferða sem ég og fjöl- skylda mín áttum með þeim Hönnu og Lalla. Í þessum ferðum var ætíð mikil gleði og kátína, og aldrei leið það kvöld að ekki væri gripið til spilanna og spiluð vist, manni eða hvað eina sem lagt var til hverju sinni. Þau eru fá aðfangadagskvöldin sl. 25, ár sem þau Hanna og Lalli hafa ekki dvalið hjá okkur fjölskyldunni. Hræddur er ég um að okkur bregði nú við brotthvarf Hönnu, og Lalli farinn að heilsu og dvelur nú á Sól- vangi. Hanna var sérstaklega kærleiks- rík og blíð manneskja og tilfinn- inganæm. Mikil reisn var yfir fari hennar og fasi öllu og hafði hún góða nærveru. Um leið og ég vil þakka henni samfylgdina, vil ég þakka henni þá sérstöku fórnfýsi, umhyggju og ræktarsemi sem hún sýndi foreldrum mínum meðan þau lifðu og bjuggu að Hjallabraut 33, ekki síst eftir að heilsu þeirra fór að hraka. Heyrði ég sagt eftir þeim að stilla hefði mátt klukkuna eftir Hönnu, svo nákvæm og stundvís var hún. Gekk ég að sænginni: sofandi lá hinn sólfagri kvennanna blómi; ómaði rödd mér í eyrunum þá frá eilífum heimslaga dómi; Ó, maður, þú brýtur ei dauðans dyr, dauðinn ei svarar þér, hvers sem þú spyr, nema með helklukku-hljómi. Gekk ég að sænginni, signdi þitt lík, mitt sætasta, ljómandi yndi! Ljós mitt var dáið, og lífsvonin rík liðin sem fokstrá í vindi. – Trú þú ei, maður, á hamingju-hjól, heiðríka daga né skínandi sól, þótt leiki þér gjörvallt í lyndi. (Matthías Jochumsson.) Megi friðarins faðir leiða þig til ljóssins í guðsríki. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Steinar Leifsson. Laugardaginn 9. apríl sl. fékk ég þær hræðilegu fréttir að hún Hanna amma mín væri látin, og langar mig til að skrifa nokkur kveðjuorð til heiðurs minningu hennar. JÓHANNA LOFTSDÓTTIR ✝ Jóhanna Lofts-dóttir fæddist í Hafnarfirði 30. sept- ember 1923. Hún lést 9. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 15. apríl. Hún Hanna amma mín var elskuleg, góð- hjörtuð og sterk kona. Ég dáðist oft að henni fyrir allan þann styrk sem hún bjó yfir. Allur sá kærleikur sem hún sýndi öllum, öll sú um- hyggja og hlýja sem hún sýndi t.d. barnabörnum og barnabarnabörnum sínum alla tíð. Hún bar umhyggju fyrir öllu sínu skyldfólki, var með veggi í einu herbergi þakta mynd- um af þeim. Mér fannst alltaf jafn gaman að koma til hennar Hönnu ömmu, og voru þær ófáar stundirnar sem ég fékk að gista hjá henni þegar svo bar undir. Það voru gleðistundir. Hún amma var alltaf létt í skapi og létt lund en umfram allt skemmti- leg kona. Þrátt fyrir veikindi sín nýliðinn vetur, var nú ekki að sjá að hún væri farin að þjást af veik- indum. Hún var amma af guðsnáð. Það var reyndar þannig með hana Hönnu ömmu að hún hafði nánast gaman af öllu sem var að gerast í kringum hana. Hún var t.d. iðin við að spyrja hvernig gengi í skólanum, hvernig gengi með sund- æfingarnar og hvernig gengi hitt og þetta sem við ungmennin tókumst á við. Hún var alltaf til staðar og það verður skrítið að fara ekki á Hjalla- brautina og spjalla við hana. Hún gat alltaf sett sig í spor þeirra yngri og tekið þátt í samtölum þeirra. Fyrir allt þetta bar ég svo mikla virðingu fyrir henni og væntum- þykju. Það var svo fjarri lagi að maður byggist við að tími hennar hér á jörð væri kominn, manni fannst svo sjálfsagt að svona góð amma fengi að ná 100 árunum. Það sem kemur upp í hugann, eru öll jólin sem hún og afi dvöldu hjá okkur. Það var föst hefð öll mín jól að fara og sækja ömmu og afa. Ég á eftir að sakna þess, og verður mikil breyting að hafa hana ekki hjá sér á jólum, og öllum þeim stundum sem við fengum að njóta saman. Það er svo erfitt að sætta sig við fráfall hennar ömmu, en það er ljós í myrkrinu, að vita að hún þarf ekki lengur að þjást. Hún sofnaði að kvöldi 8, apríl og vaknaði ekki aft- ur. Ég veit að henni líður vel núna. Ég veit að hún hefur hitt Jens afa, Stellu ömmu og Leif afa. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði, elsku amma. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Steinunn Steinarsdóttir. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur um ömmu mína. Mér þótti svo vænt um hana. Ég elskaði ömmu mína svo mikið. Ég fór til hennar á hverjum fimmtudegi og ég talaði lengi við hana og elska ég hana af öllu mínu hjarta. Nú á ég ekki eftir að fara upp á Hjallabraut á fimmtu- dögum til að hitta hana. Ég vil þakka ömmu minni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Kveðja Lára Steinarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.