Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 33
sama á við tónlist, ef reynt er að skil-
greina það hugtak. Dægurflugu-
menningin svarar í mínum huga til
tímaritamenningarinnar, samkvæmt
þessari skilgreiningu. Fari ég út að
skemmta mér, sem ég forðast sem
fyrr sagði, vil ég ekki hlusta á þriðju
sinfóníu Brahms, en á sama hátt vil
ég ekki heyra bjórstofutónlist þegar
ég sæki kirkju. En það þýðir ekki að
eitthvað sé lakara en annað og ég er
ekki þess umkominn að dæma það.“
Tónninn er handan við orðið
Hann kveðst eingöngu þess full-
viss að ef skrúfað væri fyrir alla
heimsins tónlist og slökkt á söng
allra fuglana í skóginum, og klið
lækjarins einnig, væri ekkert eftir.
„Lækjarniðurinn getur með fugla-
söngnum myndað áhrifamestu sin-
fóníu sögunnar. Náttúran er upp-
spretta tónlistarinnar að mínu mati,
og þá tilfinningin og hugsunin. Þess
vegna er ég mjög hændur að ljóða-
söngvum. Ef gott ljóðskáld framkall-
ar allar sínar tilfinningar í því knappa
formi sem ljóðið er, og síðan kemur
ekki síðra tónskáld og nær að ljá ljóð-
inu vængi – þar finnst mér tónlistin
kvikna. Tónninn er handan við orðið,
hann tekur við af því. Að vísu eru til
ómúsíkölsk tónskáld og meira að
segja músíkölsk tónskáld hitta ekki
alltaf naglann á höfuðið. En þegar
það heppnast er það engu öðru líkt:
Ég get sagt þér brandara í tónum,
lýst fyrir þér náttúrunni í tónum, far-
ið með þig á ball í tónum og hvíslað að
þér hvað ég upplifði með dömunni
minni í rjóðrinu eftir ballið. Allt til-
finningalíf mannsins getur birst í
tónum. Og þá er ógetið um stærð-
fræðina, formfræðina og rökfestuna.
Ég held að það sé hægt að finna allt
nema feimni í tónlist. Feimni fyrir-
finnst sennilega ekki í tónlist. Ef
maður dregur sig í hlé þá þagnar
tónninn. Áheyrandinn finnur ef tón-
listarmaðurinn þorir ekki að tjá sig
og spyr þá hvað hann vilji upp á pall.“
En ert þú ekki feiminn?
„Jú, ég er fæddur feiminn og það
er þversögn að vera feiminn og geta
ekki tjáð hana í tónlist. En feimnina
yfirvinnur maður þegar á hólminn er
komið. Þetta snýst um ástina á
manneskjunni, að geta talað við hana
í tónum. Fólk hefur heyrt um leikara
sem eru með svo mikinn sviðsskrekk
að þeir kasta alltaf upp fyrir sýningu,
þótt þeir hafi leikið sömu rulluna
hundrað sinnum áður. Það er ekki
hægt að ráða við þetta. Ég er alltaf
hræddur sjálfur áður en ég sest við
píanóið. Það lýsir sér verst þannig að
það er eins og til mín komi púki sem
spyr: Hvað ert þú að gera hér? En ég
held þó að ég geti ekki verið á réttari
hillu í lífinu og ef ég er það ekki hef
ég engan tilgang í lífinu. En helst
vildi ég spila en vera sjálfur heima.“
Jónas hefur samið tónlist í leynum
en vill ekki gefa upp um hvers eðlis
hún er eða hversu mörg lögin eru.
Hann segir að í samanburði við snill-
inga tónlistarsögunnar – Mozart,
Bach, Beethoven o.s.frv. – verði
tómahljóð í hans eigin tónlist. „Snill-
ingarnir voru guðs útvaldir, fæddir
undir heillastjörnu, snertir af ein-
hverju yfirskilvitlegu. Sem betur fer
hafa margir þá löngun til að semja og
hafa margt að segja, og láta ekki for-
tíðina trufla sig, en ég er ekki einn af
þeim. En ég ræð hins vegar ekki
krossgátur heldur hripa frekar hjá
mér einhverja tóna sem renna um
hugann. En það er ekkert til að birta
opinberlega.“
Æðrulaust tilraunadýr lækna
Salurinn tók til starfa árið 1999 og
um leið eignaðist Kópavogsbær tón-
leikamiðstöð sem hefur verið ýmsum
öðrum bæjarfélögum öfundarefni all-
ar götur síðan. Um líkt leyti – þótt
ekkert samhengi væri þar á milli –
fann Jónas til óþæginda í öðru eyr-
anu og ákvað að leita álits læknis.
„Rannsóknin leiddi ekkert í ljós og
því var leitað að öðrum hugsanlegum
orsökum. Þá fannst blaðra hér,“ seg-
ir hann og bankar á brjóstholið, „en
hún reyndist meinlaus. Við skoðun á
þessu uppgötvuðust hins vegar eitla-
stækkanir, sjúkdómur sem kallast
lymphoma á læknamáli. Það fer eftir
gerð þessa sjúkdóms hvort hann er
góðkynja eða illkynja, og ég reyndist
svo óheppinn að falla í seinni hópinn.
Það varð til þess að ég var settur í
hrikalega meðferð, missti hárið og
var sárlasinn. En þar sem ég hafði
farið til læknisins út af eyrnaverk en
ekki eitlastækkunum, hefur mér allt-
af fundist að ég sé í raun ekki veikur,
heldur að ég sé eingöngu tilraunadýr
hjá læknunum. Þetta var eitthvað
utanaðkomandi og það var verið að
gera eitthvað við mig sem kom mér
ekkert við.“
Frá því í júní í fyrra hefur Jónas
undirgengist stranga lyfja- og geisla-
meðferð. Í ljósi hinna miklu afkasta
Jónasar á tónlistarsviðinu er nær-
tækt að spyrja hvort stríðið við sjúk-
dóminn hafi ekki komið niður á
starfsþreki hans. „Ég hef að minnsta
kosti ekki verið til friðs,“ segir hann
léttur í bragði. „Ég hef stundum
þurft að velja mér bæði stað og stund
og viðfangsefni með hliðsjón af veik-
indunum, en það hefur þó aldrei verið
kvartað yfir því að ég sé að svíkjast
um. Það pirrar mig stundum að þurfa
að leggja mig þegar ég vil gera eitt-
hvað annað, en ég reyni að skammta
mér verkefni þannig að ég geti sinnt
þeim. Ég les þá í ástandið hverju
sinni og haga mér samkvæmt því.“
Þú hefur aldrei óttast að þurfa að
loka píanóinu fyrir fullt og allt? „Nei.
Ég veit að það er ekkert líf án tónlist-
arinnar en það þýðir ekkert að eyða
miklum tíma í bollaleggingar um
dauðann. Ég get alveg ímyndað mér
að lifa án þess að vera virkur þátttak-
andi í tónlistarlífinu, að láta mér
nægja að njóta. Ég hef stundum sagt
að starf tónlistarmannsins felist í að
komast að gildi þagnarinnar, og það
er engin ástæða til að vekja tón nema
að hann sé skárri en þögnin. Tónlist-
in er harður húsbóndi og gefur manni
aldrei frí og það hefur heldur aldrei
komið sú stund að ég hafi óttast að
geta ekki leikið tónlist framar, ég
hugsa ekki á þeim nótum. Ég kemst
ekkert fram hjá þessari orrustu sem
felst í sjúkdómnum, verð að taka þátt
í henni eins og svo mörgu öðru í líf-
inu, en ég eyði sáralitlum tíma í að
grufla í sjúkdómnum. Maður hugsar
venjulega ekkert um hjartsláttinn
eða andardráttinn; hjartað slær og
maður andar. Ég held bara áfram að
spila.“
sjálfur heima
Mary Lou Fallis: „Hún er söngkona
í fremstu röð en notfærir sér hæfi-
leika sína til að bregða upp spéspegli
á lífið og tilveruna, með músíkívafi.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 33
París
Flug og hótel í viku
frá kr. 49.910
Sértilboð 16. júní - aðeins nokkur sæti laus
Terra Nova býður einstakt tækifæri á vikuferð til hinnar einstöku Parísar
16. júní. París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin,
spranga um í Latínuhverfinu eða njóta
lífsins lystisemda sem þessi einstaka
borg býður í ríkum mæli. Notaðu tæki-
færið og bjóddu elskunni þinni til Parísar
á frábærum kjörum.
- SPENNANDI VALKOSTUR
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000
Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is
kr. 49.910
Netverð á mann. Innifalið er flug báðar
leiðir með sköttum og gisting í tvíbýli á
Hotel Villa du Maine með morgunverði.
(
B
C6
/
!<
!
@!
!
"
) *
+"
,%# -%.#
/ -/!D!(:E /'
" $)
3
/'
,3
"# 3
'C" '
8)3#! D
!
)
$
#84/
.#) 4/'
/$
"
'
'
"
/#
$/'
$
'
!
9"
,#$'$
63
"
/'
,3
!
0
FE$'$&
,"
#"#
6/'
,3
( !! '
3
'5
( ""/&#
3
,
FE)
,"
$
&'$3"
/'$'$
6
FE'
,"
"
)
3
/'
,3
'#&
$
"'
FE)
3,"
'/'#
/'
$
9" '
/
5
" $
&'
"'
)
"$)
'
(
#
$
#
(3"'$
/&$ #
$
G4H!
,
I
?! '!@ A%?J C" '
8)3#(K$
' Flokkur Innlausnartímabil Innlausnarverð*
1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2005 139.001kr.
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur.*
Reykjavík, 29. apríl 2005
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, 2. hæð,
hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 Reykjavík, og bönkum og sparisjóðum um land allt.
1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2005 69.500kr.
1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2005 1.390.006kr.
Greiðslumiði
nafnverð
100.000
50.000
1.000.000
kr.
kr.
kr.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn