Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 45
UMRÆÐAN
KÆRI lesandi!
Ég hugsa nánast um það hvern dag
er ég geng í skólann hvað jafnaldrar
mínir hafi tekið mörgum gylliboðum
þegar ég sé þá t.d. ganga í fötum sem
kosta þá allt að 50–60 þúsund krónum
og nýverið fjárfest í draumabílnum
sem kannski kostaði tæpar 3 millj-
ónir. Sama svarið virðist koma ótrú-
lega oft upp þegar spurt er hvernig
viðkomandi hafi fjármagnað allt
þetta. Margir segja til að mynda að til
þeirra hafi komið í skólann ráðgjafi
frá banka og verið að kynna afar at-
hyglisvert kreditkort eða lánatilboð
fyrir námsmenn sem ætti hreint út
sagt að fjármagna allt það sem náms-
maðurinn þyrfti og svo framvegis.
Einn kunningi minn hafði farið að
þeirra ráðum nýverið, gengið út í
banka og fengið sér 100 þúsund krón-
ur í yfirdráttarheimild vegna þess
hversu leiður hann var orðinn á því að
geta aldrei átt neitt umfram. Þar að
auki hafði hann dálitlu fyrr fengið sér
nánast nýjan bíl og af honum borgaði
hann 40 þúsund krónur á mánuði í
svokallaða rekstrarleigu. Er þetta
ekki fullmikil bjartsýni hjá ungu fólki
í skóla sem hefur oftast frekar lítið á
milli handanna. Því miður endar svo
skuldasúpan í flestum tilfellum á
ábyrgðarmönnum sem eru þá oftast
foreldrarnir sem sjálfir eiga kannski í
miklu basli vegna þess að þeir hafa
líka fallið í sömu gryfju og gripið eitt
af þessum gósentækifærum, hugs-
anlega 100% húsnæðiskaupalán.
Því miður held ég að bankarnir eigi
stóran, jafnvel mestan, hlut að máli.
Það hugarfar sem krakkar fá til að
fara út í lífið með er að mínu mati alls
ekki gott. Bankarnir hafa auglýst lán
í gríð og erg í hverri opnunni á fætur
annarri í stóru blöðunum og margir
stökkva á tilboðin án þess að hugsa
mikið um afleiðingarnar. Það er mikið
um að vera í stórum framkvæmdum,
fasteignaverð er hátt o.s.frv. Allt hef-
ur þetta mikil áhrif og við verðum að
fara gætilega og passa að missa okk-
ur ekki í innflutningi á ýmiss konar
munaði frá Bandaríkjunum þó að
dollarinn sé í sögulegu lágmarki.
Ég sá þó um daginn í einni heilsíðu-
auglýsingu í blaði nokkru að banki
einn auglýsti sparnað. Það fannst mér
gaman að sjá. Það er eitthvað sem
ekki hefur sést lengi en er hinsvegar
þróun í rétta átt að mínu mati. Ég
held að við verðum að bregðast skjótt
við eyðslu einstaklinga með ein-
hverjum hætti. Væri ekki sniðugt að
koma á kennslu í skólum varðandi
fjármál? Kenna fólki einfaldlega að
spara. Það hefur, að ég held, aldrei
verið markmið skólanna en nú er svo
komið að við verðum að bregðast við
og það skjótt með einhvers konar
kennslu. Ef til vill mætti koma þess-
ari kennslu inn í svokallaða lífsleikn-
itíma í skólunum en þess má geta að
þeir tímar voru settir inn fyrir nokkr-
um árum fyrir tilstilli mennta-
málaráðherra og áttu að hafa það að
markmiði að fræða ungt fólk um lífið
og tilveruna. Þetta er það stór partur
af lífinu og tilverunni að fjár-
málakennslan ætti vel heima þarna.
Við þyrftum einnig að halda nám-
skeið á vinnustöðum og svo fram-
vegis. Ég tel að þetta gæti komið
ungu fólki að miklum notum og hrein-
lega bjargað sumum frá því að sökkva
sér í óumflýjanlega skuldasúpu.
Hægt væri að fá ráðgjafa í peninga-
málum í heimsóknir í skólana og á
vinnustaði með lítilli fyrirhöfn og
litlum kostnaði því öll myndum við
standa saman að þessu verkefni til að
það bæri nú sem mestan árangur.
Látum hendur standa fram úr erm-
um og gerum eitthvað róttækt í mál-
unum.
Njótum lífsins – Spörum!
STEINGRÍMUR PÁLL
ÞÓRÐARSON,
nemi í Menntaskólanum
á Akureyri.
Skólinn kenni sparnað
Frá Steingrími Páli Þórðarsyni
Nollur í Eyjafirði
Til sölu er jörðin Nollur 153075 í
Grýtubakkahreppi við austanverðan
Eyjafjörð. Um er að ræða veðursæl-
an og einstaklega fallegan útsýnis-
stað í um 26 km fjarlægð frá Akur-
eyri. Fögur miðnætursól. Jörðin nær
að sjó og er silungsveiði með
ströndinni. Ágætt bátaskýli fylgir jörðinni. Annar húsakostur jarðarinnar er
að gerðinni til allgóður þ.e. fjárhús; þurrheyshlaða; fjós; vélageymsla og
kartöflugeymsla. Allar byggingarnar úr steinsteypu. Íbúðarhúsið er tveggja
hæða um 100 fermetrar hvor hæð. Neðri hæðin er steypt, en efri hæðin úr
holsteini. Allgott íbúðarhús. Þá er á jörðinni hundahótel. Jörðin er seld án
framleiðsluréttar og bústofns. Hér er um að ræða afar áhugaverða jörð,
sem býður upp á mikla og góða skógræktarmöguleika og útivist. Ásett
verð 60 milljónir eða tilboð.
Meiri-Hattardalur 1 - Súðavík
Til sölu er jörðin Meiri-Hattardalur 1 í
Álftafirði, V.-Ísafjarðarsýslu. Jörðin er
í óskiptri sameign með Meiri-Hattar-
dal 2. Jörðin er talin landstór og á
land að sjó fyrir botni Álftafjarðar í
skjólgóðu og afar fallegu, að hluta til,
kjarrivöxnu umhverfi. Nokkrar bygg-
ingar eru á jörðinni m.a. gott íbúðar-
hús. Jörðin er án framleiðsluréttar og bústofns. Um er að ræða athyglis-
verða útivistarjörð. Ásett verð kr. 18 milljónir eða tilboð.
Fell í Dýrafirði
Jörðin Fell í Dýrafirði er til sölu. Stærð
jarðarinnar er talin vera um 120 hekt-
arar og að mestu afgirt. Á jörðinni er
nýlegt íbúðarhús, ásamt bílskúr, svo
og nokkrar aðrar byggingar, m.a. ný-
legt stálgrindarhús að stærð um 230
fermetrar. Jörðin er á góðu búsetu-
svæði Vestfjarða og í næsta nágrenni Núps, stutt frá Gemlu-fallsheiðinni og
með skemmtilegu útsýni. Jörðin er með skógræktarsamning við Skjólskóga og
er án framleiðsluréttar. Ásett verð kr. 15 milljónir eða tilboð.
Stóri-Múli, Saurbæ
Jörðin Stóri-Múli, Saurbæ í Dalasýslu,
er til sölu. Jörðin er grasgefin mjög og
afar hentug til hvers kyns ræktunar.
Land jarðarinnar liggur á löngum kafla
meðfram Hvolsá og eru af ánni nokkr-
ar tekjur. Húsakostur jarðarinnar er
nokkuð mikill; vel byggðar byggingar í góðu viðhaldsástandi. Jörðin er án
framleiðsluréttar, en nokkur vélakostur getur fylgt jörðinni á umsemjanlegu
verði. Hér er um að ræða jörð, sem segja má að gefi möguleika til góðs al-
menns búreksturs, m.a. skógræktar eða til frístunda og útiveru. Ásett verð kr.
35 milljónir eða tilboð.
Bræðraborg í Garði, Reykjanesi
Til sölu er athyglisverð landspilda
nærri íbúðabyggð í Garðinum. Land-
spildan er að stærð 6,6 hektarar og er
landið allt gróið með góðu vatnsbóli.
Landið hefur verið nýtt til hrossabeitar,
en er ákjósanlegt til skipulags bygg-
ingalóða m.a. vegna legu landsins.
Verð kr. 16 milljónir. Frekari upplýsing-
ar hjá sölumanni.
Seljaland 1 í Lækjarhvammslandi
Til sölu er vandaður sumarbústaður í
Lækjarhvammslandi nærri Laugar-
vatni. Stærð bústaðarins er rúmlega
41 fermetri, auk svefnlofts. Bústaður-
inn er á um 5.000 fermetra eignarlandi
og er lóðin vaxin trjágróðri. Grunnur
að litlu gestahúsi er tilbúinn, svo og
allt byggingarefni. Á lóðinni eru leik-
tæki fyrir börn. Allt innbú fylgir bústaðnum. Ásett verð er kr. 10 milljónir eða til-
boð.
Sími 595 9000
Jón bóndi í Ölfusi veit hvað
hann syngur þegar kemur að
sölu bújarða
Ef þú ert að leita að bújörð,
þá ertu í traustum höndum
með Jón þér við hlið
Til þjónustu reiðubúinn
í síma 896 4761
Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan
áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega
og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi.
Höfum til sölumeðferðar landspildur og sumarbústaðal-
óðir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Upplýsingar hjá
sölumanni bújarða.
Óskum eftir greiðslumarki í mjólk og sauðfé fyrir
ákveðna kaupendur, einnig bújörðum í fullum rekstri,
svo og hlunnindajörðum hvers konar. Hafið samband
við sölumann bújarða.
Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls
samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17.
Skipholti 29a,
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili. is
Einar Guðmundsson, lögg. fast.
Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast.
Bogi Pétursson, lögg. fast.
sími 530 6500
AÐ VENJU verður nú að loknum
apríl gerð spá um gróðursæld sum-
arsins. Um hana ræður vetrarhitinn
miklu, jafnvel meira en sumarhitinn.
Best hefur reynst að nota meðalhit-
ann í október–apríl í þessu skyni. Nú
reyndist hann vera 1,5 í Stykkis-
hólmi, hálfu stigi hærri
en á hlýindaskeiðinu
1931–60, og hann hefur
aðeins 15 sinnum orðið
hærri síðan farið var
að mæla í Stykkishólmi
fyrir 160 árum. Síðustu
þrír vetur eru þeir
langhlýjustu sem kom-
ið hafa í röð frá upphafi
mælinganna, 2,2 stig
að jafnaði.
Samkvæmt með-
fylgjandi korti þýðir
þetta að til þess að af
meðaltúni fáist miðl-
ungs heyfengur, 4,5 tonn af hektara,
þarf köfnunarefni í tilbúnum áburði
að vera um 75 kg á hektara og sam-
svarandi af öðrum efnum. Það mun
vera 35–40% minni áburður en var
notaður á árunum fyrir 2000. En nú
er þess líka að gæta að síðustu tvö
sumur hafa verið mjög grasgefin svo
að fyrningar gætu verið miklar. Það
gæti hjá sumum bændum réttlætt
ennþá minni áburð. Þessi sparnaður
gæti numið hundruðum milljóna
króna. Þetta er ef til vill sérstaklega
íhugunarvert fyrir sauðfjárbændur.
Bændur gætu líka hagnast á því að
nýta sem allra stærst tún til að
heyja, en minnka þó um leið heildar-
útgjöld vegna áburðar.
Reynslan sýnir líka að
hagkvæmast er að nýta
vel gróandann með því
að bera á túnin sem
allra fyrst á vorin, en
vorgróður er nú til-
tölulega langt kominn
og hungrar í næringu.
Sjór er nú ágætlega
hlýr norður af landinu.
Sá hiti er mjög ending-
argóður og vegna haf-
strauma og vinda sem
þaðan standa um alla
jörð boðar það að árin
framundan verði tiltölulega mild til
jafnaðar þrátt fyrir venjuleg ára-
skipti, ekki aðeins á Íslandi, heldur
um allt norðurhvel. Auk þess virðast
gróðurhúsaáhrif vera í fullum gangi,
en þeim tengjast blendnar vænt-
ingar svo ekki sé meira sagt.
Gróðurspá
Páll Bergþórsson spáir
í gróðursæld sumarsins
’Það mun vera 35–40%minni áburður en var
notaður á árunum fyrir
2000. En nú er þess líka
að gæta að síðustu tvö
sumur hafa verið mjög
grasgefin.‘
Páll Bergþórsson
Höfundur er fv. veðurstofustjóri.
!"
# $"!%&"
!"# $%
&
'
(
&
'
(
)
*+ ,*
,
(
-
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is