Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 1
Úr verinu og Íþróttir í dag
Peking | Þetta var mjög árangurs-
ríkur fundur og farið yfir fjölmörg
atriði,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, að lokn-
um viðræðum sínum við Hu Jintao,
forseta Kína, í Höll alþýðunnar í
Peking í gær. Forseti Kína kvaðst
vera reiðubúinn til þess að hefja
opnar umræður um mannréttindi,
ekki aðeins milli ríkisstjórna, held-
ur stjórnmálaflokka og almanna-
hreyfinga. Kunni Kínaforseti vel
að meta hve margir frumkvöðlar
voru með forseta Íslands í för en
fyrirtæki í eigu íslenskra fjárfesta
hafa þegar undirritað viðskipta-
samninga við kínversk fyrirtæki.
Þannig skrifaði Björgólfur Thor
Björgólfsson undir samstarfssamn-
ing fyrirtækis síns, Novator, við
kínverska fjarskiptafyrirtækið
Huawei síðdegis í gær. „Það er allt
að gerast í Kína,“ sagði Björgólfur
Thor þegar hann var búinn að
skrifa undir samninginn. Novator
er regnhlífarfyrirtæki fyrir starf-
semi Björgólfs í Búlgaríu, Tékk-
landi og önnur verkefni, m.a. í Pól-
landi. Hjá Huawei starfa 25 þúsund
manns og telur Björgólfur Thor að
samningurinn frá í gær geti opnað
dyr að frekari viðskiptum í Kína.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
brigðisfyrirtækja, fyrirtækja í
lyfjaframleiðslu, í verslun og við-
skiptum, banka- og þjónustu- og
vetnisverkefnum,“ sagði Ólafur
Ragnar um fund sinn með forseta
Kína.
næstu árum. „Hann nefndi, auk
samvinnu í alþjóðamálum og
áframhaldandi samræðu milli for-
ystusveita landanna, víðtæka sam-
vinnu á sviði viðskipta, og þá
ræddum við ekki aðeins um sjávar-
útveg og jarðhita heldur líka
samskipti símafyrirtækja, heil-
að í máli forseta Kína hefði m.a.
komið fram vilji til að hefja sam-
vinnu við Íslendinga á mörgum
nýjum sviðum. Það hefði komið sér
á óvart hvað Jintao hefði nefnt
mörg ný atriði sem Kínverjar
hefðu áhuga á að gera að uppi-
stöðu í samvinnu Íslands og Kína á
Árangursríkur fundur Ólafs
Ragnars með forseta Kína
Morgunblaðið/Karl Blöndal
Hu Jintao, forseti Kína, tekur ásamt eiginkonu sinni, Liu Yongqing, á móti Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaieff.
Samið við
kínverskt fjar-
skiptafyrirtæki
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Kínaheimsókn/11, 24–25
STOFNAÐ 1913 132. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
… og kjóla á hún fleiri en
fái ég talið | Tíska
Úr verinu | Góðar horfur á síldarmörkuðum Hafró fær ráðgjöf
Örvar HU 2 Sverðfiskur á grillið Íþróttir | Guðjón samdi við Notts
County Landsbankadeildin Fólk Úrslit Hermann áfram
Ferskleiki
og gæði
íslenskrar
matvöru
gerir hana
að úrvals kosti
fyrir heimilin
í landinu.
Madríd. AP, AFP. | Spænska þingið
samþykkti í gær tillögu ríkisstjórnar
landsins um að hún fái að hefja við-
ræður við herská aðskilnaðarsamtök
Baska, ETA, gegn því að samtökin
heiti því að leggja niður vopn. Með
viðræðunum vilja stjórnvöld binda
enda á hryðjuverk ETA, sem hafa á
undanförnum 35 árum kostað meira
en 800 manns lífið.
José Louis Zapatero, forsætisráð-
herra Spánar, segir að sér þyki tíma-
bært að fara þessa leið nú þegar liðin
eru tvö ár frá mannfalli af völdum
ETA. Þetta er í fyrsta sinn sem til-
laga um viðræður stjórnvalda við
ETA fer fyrir spænska þingið og var
hún samþykkt með 192 atkvæðum
stjórnarflokks sósíalista og sex ann-
arra flokka, gegn 147 atkvæðum
Þjóðarflokksins. Leiðtogi hans, Mar-
iano Rajoy, lýsti harðri andstöðu við
tillöguna, og sagði að Zapatero ætti
heldur að reyna að yfirbuga samtök-
in með lögregluaðgerðum.
61% landsmanna vill viðræður
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
styður 61% Spánverja viðræður við
ETA, gegn því að samtökin leggi nið-
ur vopn. Samtök fórnarlamba ETA
eru þó ósátt og munu standa fyrir
mótmælum vegna ákvörðunarinnar.
Þó að það séu nýmæli að ákvörðun
spænska þingsins um að gefa grænt
ljós á viðræður við ETA hafa þarlend
stjórnvöld áður reynt að fá samtökin
ofan af ofbeldi. Bæði árið 1989 þegar
ríkisstjórn Sósíalistaflokksins undir
stjórn Felipe Gonzales var við völd
og 1999 þegar ríkisstjórn Þjóðar-
flokksins undir stjórn José María
Aznar var við völd.
Spánarþing
heimilar
viðræður
við ETA
Washington. AP, AFP. | Breski þingmaðurinn
George Galloway kom í gær fyrir bandaríska
þingnefnd, sem rannsakar áætlun Sameinuðu
þjóðanna um olíusölu í Írak, og vísaði harðlega
á bug ásökunum um að hann hefði hagnast per-
sónulega á áætluninni. „Ég er ekki, né hef ég
nokkurn tímann verið, í olíuviðskiptum. Ég var
andstæðingur Saddams Husseins þegar bresk og bandarísk stjórnvöld voru
að selja honum byssur og gas,“ sagði Galloway í vitnisburði sínum.
Galloway sagði að ásakanir nefndarinnar, þess efnis að hann hefði þegið
mútur í formi umboðs til kaupa á 20 milljónum olíutunna, ættu sér alls enga
stoð og sakaði hann formann nefndarinnar um að sverta mannorð sitt. /14
Aldrei verið í olíuviðskiptum
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, hefur varpað fram
þeirri hugmynd að Húsavík og ná-
grenni verði fyrsti kostur fyrir álver á
Norðurlandi og Dysnes í Eyjafirði
komi þar á eftir.
Í samtali við Morgunblaðið sagðist
Kristján Þór hafa leitað leiða til að
nálgast það sem hann telur eitt helsta
verkefni sveitarstjórnarmanna á
svæðinu – að skapa sem mesta sam-
stöðu um stóriðju norðanlands og að
skapa þannig trúverðugan kost gagn-
vart fjárfestum og ríkisvaldi. „Ég
horfi til þess að Þingeyingar hafa ver-
ið mjög eindregnir í sinni afstöðu til
álvers og Eyfirðingar sömuleiðis. Við
verðum að láta þessi sjónarmið nálg-
ast með einhverjum hætti. Það er
ljóst að á meðan við bítumst
innbyrðis líður verkefnið
hér á svæðinu fyrir það. Ég
varpaði fram sem hugmynd
hvort ekki væri rétt að ræða
við Þingeyinga um að skoða
Húsavík og nágrenni sem
fyrsta kost fyrir byggingu
álvers. En ef einhverjir ann-
markar á því kæmu í ljós við
nánari skoðun fjárfestis á
verkefninu, kæmi Dysnes í
Eyjafirði sem næsti kostur.“
Kristján Þór benti á að á vegum At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneyt-
isins væri verið að skoða möguleika á
byggingu álþynnuverksmiðju á Akur-
eyri. Hugsanlega mætti tryggja orku
til slíkrar starfsemi í tengslum við
samninga um byggingu álvers á
Norðurlandi. „Ef samkomulag milli
Þingeyinga og Eyfirðinga
gengi á þessum nótum, yrðum
við einnig að skoða hvernig
við gætum nálgast orkumálin
og myndað eitthvert sameig-
inlegt andlit á þau. Ég teldi
einboðið að reyna að fá
Landsvirkjun og Alcoa til
samstarfs á þessum nótum
með vísan til þess erindis sem
Alcoa sendi iðnaðarráðuneyt-
inu í gær og afrit til viðkom-
andi sveitarstjórna.“
Rætt hefur verið um möguleika á
stóriðju á Skollanesi í Skagafirði.
Kristján taldi þá annmarka á þeirri
staðsetningu að skiptar skoðanir
væru innan sveitarstjórnarinnar í
Skagafirði um málið. „Ef ríkisvaldið
leggur áherslu á það mætti sjálfsagt
skoða Skagafjörð sem þriðja kost,“
sagði Kristján Þór.
Húsavík verði fyrsti
kostur fyrir álver
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Kristján Þór
Júlíusson
Klæði og
kvikmyndir