Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 www.1928.is Sumartilboð á völdum vörum Allt að 70% afsláttur Skilrúm 4 hliðar, 160x180 cm Verð áður 19.900 nú 9.900 Tunnur m. rós Verð nú 2.950 og 3.950 Skilrúm 6 hliðar, 240x180 cm Verð áður 29.900 nú 19.500 Kistlar 3 stærðir Verð nú 2.900, 3.900, 4.900 Blómaborð Verð áður 7.900 nú kr. 3.500 “Leggið eyrun við og heyrið McFerrin radda dýrindis bassa- tóna, jafnframt því sem hann flytur laglínurnar upp í hæstu hæðir og framleiðir bakhljóð sem gefa til kynna trommuleik. Svo áreynslu- laust virðist þetta og gert af slíku örlæti andans að það skapar honum einstaka sérstöðu meðal djasssöngvara á okkar tímum.” Chicago Tribune Bobby McFerrin Húrra, húrra, við erum komnir í rolluburðarorlof. Alþjóðaefnahagsráð-ið skilaði nýveriðaf sér skýrslu um frammistöðu þjóða við að draga úr kynjamisrétti og hafnar Ísland þar í þriðja sæti á eftir Svíþjóð og Noregi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Raunar skipa Norðurlönd- in fimm efstu sæti listans, því Danmörk er í fjórða sæti og Finnland í því fimmta. Rannsóknin fór fram á heimsvísu og náði til 58 landa og byggðist á að meta fimm þætti í hverju landi; þátttöku kvenna á vinnumarkaðn- um, tækifæri kvenna á vinnu- markaði, þátttöku í stjórnmálum og pólitískri ákvarðanatöku, að- gengi að menntun og heilsu og vel- ferð. Norðurlöndin skera sig úr Einkunnir voru gefnar á bilinu 1–7 og fara Norðurlöndin öll yfir einkunnina fimm í könnuninni og skera sig nokkuð úr, eins og sjá má á töflunni hér til hliðar. Í skýrsl- unni segir að ekki komi á óvart að Norðurlöndin tróni á toppi listans, þar sem norræn samfélög ein- kennist af frjálslyndi, réttinda- vernd minnihlutahópa og opnu að- gengi að velferðarkerfum. Staðan sé hins vegar ekki jafngóð í tekju- lægri löndum og í þróunarlöndun- um, þar sem enn vanti upp á að ýmsir grundvallarþættir kynja- jafnréttis séu til staðar. Er sér- staklega horft til heilsufars mæðra og grunnmenntunar kvenna. Nokkra athygli vekur hve neð- arlega Ísland lendir í mati á þátt- töku kvenna á vinnumarkaði eða í 17. sæti. Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu, tel- ur ástæðuna fyrir þessu vera hve stór hluti kvenna á vinnumarkaðn- um hér á landi er í hlutastarfi. Til að meta þátttöku á vinnu- markaði var m.a. horft til launa- munar kynjanna og launamunar fyrir sambærilega vinnu. Þorgerð- ur Einarsdóttir, dósent við kynja- fræði í HÍ, segir að launamunur- inn hér á landi sé mjög mikill og dragi hann okkur eflaust niður í þessum flokki. En er árangurinn hér á landi raunverulega svona góður og ef svo er, hvers vegna? Að sögn Ing- ólfs er þróunin hér á réttri leið og segir hann kvenna- og fjölskyldu- vænt velferðarkerfi, þar sem bæði karlar og konur geta átt fjölskyldu og frama í atvinnulífinu, stuðla að þeim árangri. Hann bendir einnig á að það sem sumir kalli „ríkisfem- inisma“ hafi haft góð áhrif, þ.e. að- gerðir stjórnvalda í þá átt að auka hlut kvenna á sviði pólitískrar ákvarðanatöku og stjórnun fyrir- tækja. Þorgerður segir niðurstöður rannsóknar Alþjóðaefnahagsráðs- ins að mörgu leyti endurspegla stöðu velferðarkerfa ríkjanna og vera áminning um það hve slæm aðstaða kvenna er víða um heim. Opið aðgengi að velferðar-, heil- brigðis- og menntakerfi eigi stærstan þátt í því að staða kvenna sé jafngóð og raun ber vitni á Norðurlöndunum. Hún bendir til dæmis á að í Bandaríkjunum sé fæðingarorlof stutt og oftast ólaunað og dagvistun ekki á hendi hins opinbera heldur einkamál hvers og eins. Staða kvenna á vinnumarkaði þar sé því lakari en víða annars staðar, en Bandaríkin hafna í 17. sæti á lista Alþjóðaefna- hagsráðsins. Þorgerður segir að mælistik- urnar á jafnrétti í rannsókninni séu um margt ólíkar þeim sem notaðar eru á Norðurlöndunum. Til dæmis sé horft til mæðra- og ungbarnadauða, læsis og tíðni fæðinga undir eftirliti heilbrigðis- starfsmanna, en þau vandamál þurfi íbúar á Norðurlöndunum sem betur fer ekki að glíma við lengur. Aðrar mælistikur kæmu betur að gagni Hún segir að til þess að sam- anburður sem þessi komi betur að gagni í okkar heimshluta þyrfti að velja aðrar mælistikur. Hér á landi séu efnahagsleg völd kvenna t.d. ekki mikil og í nýju riti Hagstof- unnar, „Konur og karlar 2004“ hafi komið fram að konur séu um 18% af framkvæmdastjórum ís- lenskra fyrirtækja miðað við árið 2001 og 2% stjórnarmanna í félög- unum í úrvalsvísitölu Kauphallar- innar árið 2004. Þorgerður segir að skoða verði betur afraksturinn af skólagöngu og samfélagsþátttöku íslenskra kvenna. „Konur eru jafnmikið á vinnumarkaði og karlar og þær mennta sig jafnmikið en hafa ekki efnahagsleg og pólitísk völd í sam- ræmi við það.“ Fréttaskýring | Ísland hafnar í 3. sæti í al- þjóðlegri rannsókn á jafnrétti kynjanna Hagstæður samanburður Opið aðgengi að velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfi talið skipta mestu Mæla má jafnrétti kynjanna á marga vegu. Staða kvenna í stjórn- málum næstbest á Íslandi  Ísland er í öðru sæti hvað stöðu kvenna í stjórnmálum varðar, en Nýja-Sjáland er í fyrsta sæti. Miðað er við tölur frá árinu 2002 og m.a horft til fjölda ára sem kona hefur verið forseti eða forsætisráðherra, fjölda kvenráðherra og kvenna á þingi. Konum á Alþingi fækkaði úr 23 í 19 í þingkosningunum 2003 en í dag sitja 20 konur á þingi, eða 31,7%. Hlutfall þingkvenna á heimsvísu er hins vegar 15,6%. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is          .   . /0'123 4! #  %(-  5  4627/2 8 '  +' 9#*+  !  !"  !#  #$  %" & '" & &( ! ( # !' /,+ : 9  ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í gær þess efnis að borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti að ekki yrði heimilað að rífa 19. aldar hús á Laugavegi, milli Skólavörðustígs og Smiðjustígs. Þá verði heimildir til niðurrifs húsanna nr. 4, 5, 6 og 11 við Laugaveg dregn- ar til baka. Hann sagði að ef þessi hús yrðu rifin myndi það eyðileggja 19. aldar götumynd Laugavegarins en Ólafur hefur lagt mikla áherslu á verndun elstu húsanna við götuna sem eru meðal þeirra sem borgaryf- irvöld hafa áform um að rífa. Ólafur rakti stuttlega sögu húsanna fjögurra sem hann nefndi í tillögu sinni. Þar kom fram að húsin voru byggð á árunum 1868 til 1890 og væru meðal elstu bygginga í Reykjavík. Hann benti á að þessi fjögur hús skipuðu auk þess veiga- mikinn sess í byggingarsögu borg- arinnar og geymdu merka sögu. „Sumum þeirra hefur verið breytt í gegnum tíðina en reynslan sýnir að eftir að gömlu timburhúsin hafa ver- ið gerð upp á viðeigandi hátt skipa þau stóran sess í hugum Reykvík- inga og fæstir vildu vera án þeirra,“ sagði Ólafur og bætti því við að hann væri mjög ósáttur við stöðu mála varðandi verndun gamalla húsa við Laugaveg og þá sérstaklega varð- andi stöðu elstu húsanna við götuna. Bannað verði að rífa 19. aldar hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.