Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞROSKAÞJÁLFAFÉLAG Ís- lands er fag og stéttarfélag þroska- þjálfa. Formaður þess er Salóme Þórisdóttir. Um 400 þroskaþjálfar eiga stéttarfélagsaðild að fé- laginu. Forsögu félagsins má rekja til ársins 1965 en það ár, nánar til- tekið hinn 18. maí, var haldinn stofnfundur Félags gæslusystra. Stofnfélagar voru 13 talsins. Gæslusystur hlutu menntun sína með sér- námi sem kennt var á Kópavogshæli en Kópavogshælið var altæk stofnun þar sem fólk með þroskahömlun bjó og starfaði. Eitt af fyrstu baráttu- málum félagsins var að fá löggildingu námsins og efla skólann og bæta. Það var síðan 1967 að Gæslusystraskól- inn fékk löggildingu en það ár voru samþykkt lög frá Alþingi með ákvæði um að við aðalfávitahæli ríkisins ætti að reka skóla til að sérmennta fólk til fávitagæslu. Í þessum sömu lögum var Kópavogshæli skilgreint sem að- alfávitahæli ríkisins. Árið 1971 var sett reglugerð um námið og með henni fékkst formleg viðurkenning fyrir stéttina sem uppeld- isstétt. Nafni skólans var breytt í Þroska- þjálfaskóla Íslands, starfsheitið þroska- þjálfi samþykkt og nafni félagsins breytt í Félag þroskaþjálfa. Fimm árum síðar var skólinn gerður að sjálf- stæðri stofnun og námstíminn breyttist í þriggja vetra nám. Frá árinu 1998 er grunn- nám í þroskaþjálfun 90 eininga nám til BA gráðu og kennt í Kennarahá- skóla Íslands. Tilgangur Þroskaþjálfafélags Ís- lands er: Að efla stétt þroskaþjálfa, stuðla að samvinnu þeirra og samstöðu og gæta hagsmuna þeirra. Að semja um kaup og kjör þroska- þjálfa og standa vörð um réttindi þeirra. Að styrkja stéttarvitund þroska- þjálfa og efla áhuga þeirra á öllu er að starfi þeirra lýtur. Að efla og standa vörð um menntun þroskaþjálfa, grunnmenntun, fram- haldsmenntun, símenntun og endur- menntun. Að hafa samstarf við félög þroska- þjálfa og annarra hliðstæðra stétta erlendis. Að gæta hagsmuna fatlaðs fólks, stuðla að framförum í málefnum þeirra og beita sér fyrir auknum skilningi á stöðu þeirra og þörfum. Að semja við stjórnvöld um fram- lög vegna sjálfstætt starfandi þroska- þjálfa. Þroskaþjálfun Þroskaþjálfun er lögverndað starf og starfa þroskaþjálfar eftir lögum nr.18/1978 um þroskaþjálfa og reglu- gerð nr.215/1987 um störf, starfsvett- vang og starfshætti þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar eru sérmenntaðir til að starfa með fötluðu fólki og þeir einir sem rétt hafa til að kalla sig þroska- þjálfa mega stunda þroskaþjálfun. Þroskaþjálfar starfa víða í samfélag- inu s.s. á þeim stöðum sem fólk með fötlun býr, starfar eða sækir nauðsyn- lega þjónustu, m.a. á almennum vinnustöðum, Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins, vernduðum vinnustöð- um, hæfingarstöðvum, sjúkrastofn- unum, leik-grunn og framhalds- skólum, svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra og félagsþjónustu sveitafélaga. Hugmyndafræði þroskaþjálfunar byggist m.a. á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og mannhelgi. Að hver einstaklingur er sérstakur og að allir eigi rétt til fullr- ar þátttöku á eigin forsendum í því samfélagi sem við búum í. Með þroskaþjálfun er á fræðilegan og skipulagðan hátt unnið að því að fatl- að fólk eigi innihaldsríkt og sjálfstætt líf, auk þess að eiga kost á virkri þátt- töku í samfélaginu á eigin forsendum. Þroskaþjálfar eiga samkvæmt siða- reglum sínum að stuðla að bættum lífsskilyrðum fólks með fötlun og grunnur í starfi þroskaþjálfa er virð- ing og umhyggja fyrir skjólstæð- ingum og aðstandendum þeirra. Gengið er út frá því að allar mann- eskjur geti nýtt sér reynslu sína, lært og þroskast. Í starfi sínu taka þroska- þjálfar annars vegar mið af þörfum hvers og eins og hins vegar þeim kröf- um sem samfélagið gerir til þegna sinna. Ennfremur er lögð áhersla á skyldur samfélagsins gagnvart fötl- uðu fólki og að samfélagið mæti þörf- um þeirra óháð færni, þjóðerni, kyn- þætti, trúarbrögðum, litarhætti eða kynferði. Þroskaþjálfafélag Íslands er sjálf- stætt stéttarfélag með aðild að Bandalagi háskólamanna. Árið 1997 gerði félagið fyrstu sjálfstæðu kjara- samninga sína. Félagið er aðili að styrktarsjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði BHM auk þess sem félagið sér um vísindasjóð félagsmanna og sér- stakan minningarsjóð um Guðnýju Ellu Sigurðardóttur, fyrrverandi yf- irkennara Þroskaþjálfaskóla Íslands. Tilgangur þessara sjóða er að styrkja þroskaþjálfa til faglegrar eflingar og framhaldsnáms í þroskaþjálfun. Þroskaþjálfinn, fagrit Þroskaþjálfa- félags Íslands, kemur út einu sinni á ári auk þess gefur félagið út Frétta- mola og heldur úti heimasíðu www.throska.is. Þroskaþjálfafélag Íslands á aðild að Nordisk Forum For Socialpedag- oger og International Association of Social Educators. Þessi samtök eru annars vegar norræn og hins vegar alþjóðleg og hafa innan sinna vé- banda félög háskólamenntaðs fólks sem vinnur við félagslega þjónustu. Í tilefni af þessum tímamótum býð- ur Þroskaþjálfafélag Íslands öllum þroskaþjálfum og velunnurum félags- ins til afmælishófs að Holtasmára 1, Kópavogi, í dag frá kl. 17–19. Þroskaþjálfafélag Íslands 40 ára Salóme Þórisdóttir skrifar í tilefni af 40 ára afmæli ÞÍ ’Hugmyndafræðiþroskaþjálfunar byggist m.a. á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunar- rétti einstaklinga og mannhelgi.‘ Salóme Þórisdóttir Höfundur er formaður ÞÍ. LÖG UM Ríkisútvarpið hafa víð- tæk áhrif á íslenskan kvikmynda- iðnað vegna þess að hér, sem og ann- ars staðar, er ríkisfjölmiðillinn einn stærsti viðskiptavinur einkafyrirtækja í kvik- myndaiðnaði. Íslenskur kvik- myndaiðnaður telur nokkra tugi kvik- myndafyrirtækja sem framleiða leiknar kvik- myndir, heimildar- myndir, stuttmyndir, sjónvarpsþætti, auglýs- ingar og þjónustar er- lenda kvikmynda- framleiðendur sem taka upp á Íslandi. Kvikmyndaiðnaður- inn er eitt besta dæmi sem til er um iðnað sem byggist á menntun, hugviti og listfengi; iðnað sem á gríðarlega vaxtarmöguleika og sífellt vaxandi markað um allan heim. Þessa möguleika höfum við Íslend- ingar ekki enn nýtt okkur nema í mjög litlum mæli. Kvikmyndaiðnaður fær ekki þrifist nema með fjárstuðningi hins op- inbera. Hins vegar fær ríkisvaldið þessa fjármuni til baka með beinum hætti í gegnum skattakerfið, eins og Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands hefur sýnt fram á í skýrslu sem gerð var 1998. Fjárfesting hins opinbera á þessu sviði kostar með öðrum orðum lítið eða ekkert en dregur að sér fjármagn sem getur af sér fjölbreyttan iðnað sem byggist á hugviti og vinnu lista- manna, hönnuða, tækni- og hand- verksfólks. Iðnað sem gefur af sér af- urðir sem hafa mikla menningarlega þýðingu fyrir samfélag okkar og tækifæri á að afla okkur tekna um all- an heim. Í fyrsta lagi veitir Kvikmynda- miðstöð Íslands styrki til framleiðslu leikinna kvikmynda, heimild- armynda, stuttmynda og – í litlum mæli – til leikins sjónvarpsefnis. Framlög ríkisins til stofnunarinnar byggjast á samningi sem fjármála- og menntamálaráðuneytið gerðu við fag- félög kvikmyndagerðarmanna árið 1998. Þessi samningur efldi mjög ís- lenska kvikmyndagerð, sérstaklega gerð heimildar- og stuttmynda. Illu heilli var Björn Bjarnason farinn úr menntamálaráðuneytinu árið 2002 þegar samningurinn rann út og var þá ekki lengur áhugi á endurnýjun hans þrátt fyrir þá góðu reynslu sem af samningnum var. Sit- ur enn við það sama að þessu leyti en núver- andi menntamálaráð- herra hefur sagt það vera forgangsmál að efla sjóð fyrir leikið sjónvarpsefni sem hef- ur verið mjög félítill. Það er athyglisvert að Danir sem hafa náð miklum árangri á al- þjóðavísu í framleiðslu og sölu kvikmyndaefnis fóru eins að og við – og á sama tíma. Þar var einnig gerður fjögurra ára samningur milli ríkisvaldsins og kvikmyndageirans árið 1998 en mun- urinn er sá að danski samningurinn var endurnýjaður 2002 og er í dag undirstaða þess árangurs sem Danir hafa náð á alþjóðavísu. Í öðru lagi kemur ríkisvaldið að framleiðslu kvikmynda með því að endurgreiða 12% þess kostnaðar sem til fellur við framleiðslu kvikmynda á Íslandi. Þessi ákvæði sem sett voru af iðnaðarráðuneytinu undir forystu Valgerðar Sverrisdóttur eru ákaflega mikilvæg og hafa hjálpað til að fá til landsins erlend kvikmyndaverkefni – og ekki síður að halda innlendum verkum hér – því mörg lönd bjóða betur en við á þessu sviði. Í þriðja lagi kemur ríkisvaldið að kvikmyndagerð í gegnum Rík- isútvarpið sem kaupir kvikmynda- verk af innlendum framleiðendum. Þessi kaup hafa því miður verið til- viljanakennd og illa skipulögð en engu að síður er stofnunin mikilvæg- asti viðskiptavinur íslenskra kvik- myndafyrirtækja. Sama máli gegnir um ríkisreknu sjónvarpsstöðvarnar í öðrum Evr- ópulöndum. Vegna þessa mikilvægis ríkisfjölmiðlanna fyrir einkarekinn kvikmyndaiðnað hefur löggjafinn sett þessum fjölmiðlum reglur sem kveða á um hlutfall þess efnis sem stofn- ununum er skylt að láta framleiða af sjálfstæðum framleiðendum. Í Evr- ópusambandinu er þetta hlutfall að lágmarki 10% af dagskrárfé, en í mörgum löndum er þetta hlutfall mun hærra, t.d. er það 25% hjá BBC og er stefnt að því að auka það enn frekar. Slíkt hlýtur að koma til álita hér. Ríkisútvarpið þarf á því að halda að virkja hugmyndir og hugvit hins frjálsa markaðar í miklu meira mæli en gert hefur verið – og ganga skipu- lega til þess verks. BBC sendir til dæmis sjálfstæðum framleiðendum árlega yfirlit yfir það efni og þær áherslur sem stöðin vill leggja á næsta ári og óskar eftir hugmyndum. Eitt af því sem kveðið er á um í samningi danska ríkisvaldsins við kvikmyndageirann er að danska rík- isútvarpinu er skylt að leggja um 800 milljónir króna á ári í 8–10 danskar kvikmyndir. Í staðinn fær stofnunin sýningarrétt á myndunum í sjón- varpi, öflugri kvikmyndaiðnað sem nýtist stofnuninni til annarra verka – og ef einhverjar þessara mynda ganga vel – getur öll fjárfestingin skilað sér til baka og gott betur. DR er þannig orðinn öflugur þátttakandi í danska kvikmyndaævintýrinu í sam- vinnu við innlenda framleiðendur. Þetta er leið sem vel mætti hugsa sér að farin yrði hér á landi, til dæmis með 100 milljónum á ári sem RÚV verði til fjárfestinga í 5 kvikmyndum. Með þessu móti gæti Ríkisútvarpið og íslenskur kvikmyndaiðnaður snúið bökum saman til sóknar og nýtt þau tækifæri sem alls staðar blasa við í þessum iðnaði. Ríkisútvarpið og íslenskur kvikmyndaiðnaður Björn B. Björnsson fjallar um íslenska kvikmyndagerð og styrki til hennar ’Kvikmyndaiðnaðurinner eitt besta dæmi sem til er um iðnað sem byggist á menntun, hug- viti og listfengi; iðnað sem á gríðarlega vaxt- armöguleika og sífellt vaxandi markað um all- an heim.‘ Björn Brynjúlfur Björnsson Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. VIÐ SEM búum að þeirri sann- færingu að íslensku þjóðfélagi sé fátt mikilvægara en að hugsjónir um jafnrétti og réttlátt þjóðfélag finni sér farveg í öfl- ugum fjöldasamtökum sjáum nú loks fram á þá tíma að slíkur draumur fái ræst. Samfylkingin hefur á undanförnum miss- erum verið að festa sig í sessi sem annað öfl- ugasta stjórnmálaafl þjóðarinnar. Liðin kann að vera sú tíð er vinstriflokkum var ekki önnur leið fær en að gerast einhvers konar hálfvolgt hækju- lið hægri stjórna í þeirri von að takast mætti að lágmarka þann skaða er þær annars kynnu að valda. Nú sem aldrei fyrr, þegar leynt og ljóst er að því unnið að brjóta niður það velferð- arkerfi sem byggt hef- ur verið upp á liðnum áratugum, að auka ójöfnuð í samfélaginu og sækja að þeim er minnst mega sín, er nauðsyn á því að fólk fylki sér undir merki jafnaðar og samhjálpar. Þessa dagana kjósum við í Sam- fylkingunni um það hvern við viljum hafa sem merkisbera í þeim átökum sem framundan eru. Sem betur fer er það svo að við vinstrimenn höfum ávallt á að skipa mannvali miklu og svo er enn. Á sínum tíma sóttum við Ingibjörgu Sólrúnu úr stóli borgarstjóra Reykjavíkur til liðs við okkur og útnefndum hana sem forsætisráð- herraefni. Sú útnefning stendur, trúi ég, enn. Í fjaðrafoki undanfar- inna daga um kosningu formanns Samfylking- arinnar hefur mér stundum sýnst sem svo að Ingibjörg Sólrún væri sá kandídat sem andstæðingarnir síst kysu sér. Hún er því sá forystumaður sem við hin helst kjósum okkur. Að velja ekki Ingi- björgu Sólrúnu til for- ystu væri því óvinafagn- aður. Slíkum fagnaði þurfum við síst á að halda. Því skora ég á alla sem höfðu hugsað sér að greiða Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt og drífa nú í að senda það strax. Tekið verður á móti atkvæðum til kl. 18 hinn l9. maí. Fylgjum Ingibjörgu Sólrúnu þannig alla leið. Fylgjum Ingibjörgu Sólrúnu alla leið Sigríður Jóhannesdóttir fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar Sigríður Jóhannesdóttir ’Ég skora á allasem ætla að greiða Ingi- björgu atkvæði að senda það strax. Tekið er á móti atkvæðum til kl. 18 á morg- un, fimmtudag.‘ Höfundur er kennari og fyrrv. alþingismaður. GOTT var að heyra Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa lýsa því yfir fyrir hönd borgaryfirvalda að Reykjavíkurborg myndi standa straum af viðgerðar- kostnaði á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur, sem skemmdar- verk var unnið á í síðustu viku. Borgarfulltrúinn sagði réttilega að ráðist hefði verið á listaverkið og væri það alvarlegur hlutur. Því er ég sammála. En það eru fleiri sem urðu fyrir árás. Skemmdarverkið er í raun árás á okkur öll, tilræði við friðsama borg. Listaverk Steinunnar Þór- arinsdóttur hafa sett skemmti- legan listrænan svip á torgið fyr- ir framan Hallgrímskirkju frá því þau voru sett upp í júní í fyrra. Þætti mér fara vel á því að Reykjavíkurborg festi kaup á styttunum þannig að þær yrðu til frambúðar á þessum stað. Lista- verkin yrðu auk þess táknræn fyrir samstöðu borgarbúa gegn spellvirkjum. Við eigum ekki að gefast upp gagnvart ofbeldi af þessu tagi. Sýnum vilja okkar í verki á þennan hátt. Ögmundur Jónasson Sýnum samstöðu gegn skemmdarverkum Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.