Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞROSKAÞJÁLFAR á Íslandi eiga stórafmæli á þessu ári. Þroska- þjálfafélag Íslands er 40 ára. Já, það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þessi stétt varð til. Og þrátt fyrir það erum við ekki fjölmenn stétt, rúmlega 400 er- um við. Við erum heldur ekki mjög áberandi stétt í þessu þjóðfélagi. En hins vegar erum við mjög sýnileg skjólstæðingum okkar sem við veit- um þjónustu. Það er fatlað fólk sem eru okkar skjólstæðingar og þeir eru því miður á sama báti og við fremur ósýnilegur hópur í þessu samfélagi. Ástæðan er margvísleg en ein er sú að fæstir af þeim geta talað fyrir sig sjálfir og eitt af okkar hlutverkum er að tala fyrir þennan hóp. Ég skil ekki af hverju við erum sí- fellt að flokka fólk. Við erum öll manneskjur með okkar sérþarfir, sem þarf að mæta á eðlilegan hátt. Það er að segja meta þarfir hvers einstaklings og veita honum þjón- ustu eftir því. Það sem hefur háð okkar stétt eru lág laun. En á móti kemur þessi ótrúlega lífsfylling sem felst í því að vinna með fötluðum og það sem maður fær tilbaka frá þessu yndislega fólki og aðstandendum þeirra. Þessu er ekki hægt að lýsa nema prófa það sjálfur og ég hvet því alla til að prófa að vinna með fötl- uðum. Það er mjög hollt fyrir þá sem sí- fellt eru óánægðir með allt sem þeir hafa. Það orð sem ég hef haft með mér í 23 ár síðan ég útskrifaðist úr þessum frábæra skóla þ.e.a.s. Þroskaþjálfaskóla Íslands er „virð- ing“, já, að bera virðingu fyrir skjól- stæðingum mínum á sama hátt og ég ber virðingu fyrir sjálfri mér og öðru fólki. Þetta er hálfgert töfraorð sem ég hvet alla til að nota. Ég óska öll- um þroskaþjálfum nær og fjær inni- lega til hamingju með afmælið og höldum áfram að njóta þess að vera til og verum stolt yfir störfum okkar! Afmæliskveðjur, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, þroskaþjálfi. Til hamingju, þroskaþjálfar Frá Margréti Jónsdóttur Margrét Jónsdóttir Í FLESTUM framhaldsskólum landsins eru starfandi forvarna- fulltrúar. Starf okkar er marg- slungið en felst í aðalatriðum í því að stuðla að því að nemendur temji sér heilbrigðan lífsstíl og vinna gegn sjálfseyðandi hegðun. Með þessa nálgun að leiðarljósi eru forvarnir því allt það sem viðkemur heil- brigðum lífsstíl; það að reykja ekki, stunda reglulega hreyfingu, borða hollan mat, drekka ekki áfengi, að minnsta kosti fyrr en viðkomandi hefur lagalegan aldur til og þá að drekka í hófi og nota ekki önnur fíkniefni. Að auki fellur undir starf forvarnafulltrúa að stuðla að kyn- heilbrigði, geðheilbrigði, vinna gegn einelti og ýta undir víðsýni gagnvart náunganum. Nemendur framhaldsskólanna endurspegla fjölbreytileika þjóð- arinnar og framhaldsskólar eru mis- munandi. Forvarnafulltrúar eiga að sinna öllum nemendum og reyna m.a. að koma í veg fyrir að þeir byrji að neyta vímuefna, reyna að fá þá sem þegar eru byrjaðir til að draga úr neyslunni og helst hætta og síðast en ekki síst að styðja við bakið á þeim sem eru hættir neyslu. Svo má ekki gleyma því að í fram- haldsskólunum eru hluti nemenda lögráða þannig að ólík vinnubrögð eiga við um þá sem eru undir og yfir 18 ára aldri. Það er því óhjá- kvæmilegt að forvarnir, og þar með starf forvarnafulltrúa, taki mið af þessum fjölbreytileika og sé með ýmsum hætti í skólunum. Enda er mikil áhersla lögð á að forvarnir séu hluti af daglegu starfi skólanna og miðist við aðstæður á hverjum stað. Horfum á jákvæðu hliðarnar Mikil þróun hefur átt sér stað í forvörnum. Þegar ég byrjaði sem forvarnafulltrúi, fyrir fimm árum, var ég uppfull af góðum hug- myndum og var fullkomlega sam- mála ríkjandi forvarnastefnu sem gekk og gengur enn út á hræðslu- áróður. Í dag er ég ennþá uppfull af góðum hugmyndum en algjörlega ósammála þessari neikvæðu nálgun. Í staðinn fyrir að vera með stöðugan hræðsluáróður og sýningar á ung- lingum að drekka, reykja og dópa eigum við að sýna börnum og ung- lingum myndir af heilbrigðum ung- lingum sem ekki eru í neyslu. Nota jákvæðar en ekki neikvæðar fyr- irmyndir. Með því að einblína á þessar nei- kvæðu myndir ýtum við undir neyslu og neikvæða mynd af ung- lingum. Við eigum frekar að gefa börnum og unglingum heilbrigðar fyrirmyndir! Í staðinn fyrir for- varnavikur sem ganga út á að sýna afleiðingar neyslu eigum við að vera með forvarnavikur sem ganga út á að láta sér líða vel á heilbrigðan hátt; fjörviku eða gleðiviku. Vita- skuld megum við ekki gleyma að sinna þeim sem eiga í vímuefna- vanda! En þeim eigum við að sinna sérstaklega, ekki yfirfæra vanda ör- fárra yfir á alla nemendur. Miklu máli skiptir að nemendur, foreldrar, kennarar og annað starfs- fólk skólanna viti nákvæmlega hvaða reglur og mörk eiga við hvað neyslu tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna varðar og hvernig bregð- ast skuli við ef á þarf að halda. Mik- ilvægt er að styðja foreldra í að setja mörk og standa við þau og hætta að ýta stöðugt undir þá ímynd að unglingar séu óalandi og óferj- andi, því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Með því að leggja áherslu á já- kvæðar forvarnir tel ég mig upp- fylla stefnu Flensborgarskólans í forvörnum sem gengur út á að stuðla að heilbrigðum lifn- aðarháttum og jákvæðri lífssýn nemenda og vinna gegn sjálfseyð- andi hegðun. GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Heiðvangi 56, 220 Hafnarfirði. Forvarnir í framhalds- skólum – forvarnir með jákvæðum fyrir- myndum Frá Guðrúnu Ágústu Guðmunds- dóttur, framhaldsskólakennara og forvarnafulltrúa í Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði KYNNT hefur verið á Alþingi hug- mynd um að lagður verði hálend- isvegur úr innanverðum Skagafirði um Stórasand, Arnarvatnsheiði og Kaldadal sem styttir vegalengdina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 80 km. Að þessu máli hafa komið KEA, Akureyrarbær, Hagar, Kjarnafæði, Gúmmívinnslan, Brauð- gerð Kr. Jónssonar, Norðlenska matborðið, Trésmiðjan Börkur og Norðurmjólk sem hafa útvegað sam- anlagt 11 milljónir kr. Án þátttöku íslenska ríkisins fjár- magna stofnendur Norðurvegar þennan hálendisveg aldrei. Kostn- aður við þennan veg getur farið vel yfir 7 milljarða kr. Fullvíst má telja að þessi hálendisvegur verði dýrari en 8 til 10 km löng jarðgöng undir Öxnadalsheiði. Á Stórasandi er há- punktur leiðarinnar um 800 m.y.s. Að öllum líkindum yrðu 15 km af þessum hálendisvegi í yfir 700 m.y.s. Á Öxnadalsheiði er mesta hæð veg- arinns um 540 m.y.s. og 400 metrar á Holtavörðuheiði. Veðurstöðvar eru á Arnarvatns- og Eyvindarstaða- heiðum. Mælingar sýndu að vind- hraði þar og á Öxnadals- og Holta- vörðuheiðum var 12 til 14 metrar á sekúndu 3. janúar sl. Þær segja ekk- ert að þessi hálendisvegur verði öruggur fyrir blindbyl og snjó- þyngslum sem enginn getur séð fyr- ir. Hugmyndin um að fara með veg- inn úr innanverðum Skagafirði upp í 800 m.y.s. er fjarstæðukennd og óraunhæf. Tilraunir af þessu tagi eru dæmdar til að mistakast. Ekki er sjálfgefið að Vegagerðin fallist á að byggja heilsársvegi í þessari hæð yfir sjávarmáli. Þarna myndu snjóþyngsli og blindbylur fljótlega skapa vandræði án þess að slíkt yrði séð fyrir. Stofnendur Norðurvegar, sem héldu fund á Ak- ureyri 4. febrúar sl., ættu að svara því hvort það megi ekki alveg eins skoða möguleika á vel uppbyggðum vegi yfir Hörgárdalsheiði eða jarð- göngum undir Öxnadalsheiði ef þeir vilja berjast gegn Vaðlaheiðar- göngum. Búast má við því að Náttúru- verndarsamtökin safni undir- skriftum gegn þessum hálendisvegi og hóti um leið málaferlum. Þessi hugmynd sem kynnt var á stofn- fundi Norðurvegar á Akureyri vek- ur litla hrifningu Húnvetninga og Skagfirðinga sem hafa ásamt Ey- firðingum lagt til að gerð verði jarð- göng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal. Viðbúið er að meirihluti Norðlend- inga snúist gegn þessum hálend- isvegi eins og Héðinsfjarðar- göngum. Stuðningsmenn hálendisvegarins eiga að berjast fyrir því að Vaðla- heiðargöng gangi fyrir á þessu kjör- tímabili. Í gegnum Hvalfjarð- argöngin hafa farið 5.000 til 6.000 bílar á dag. Á einum degi færu aldr- ei jafnmargir bílar yfir þennan há- lendisveg. Lauslegar umferðar- og arðsemisathuganir munu aldrei sýna að vegurinn verði arðbær fjár- festing þótt veggjald yrði innheimt. Það ætti frekar við um jarðgöngin úr Hjaltadal undir Tröllaskaga og Vaðlaheiðargöng, sem fyrrverandi þingmenn Norðurlands eystra og vestra hefðu átt að berjast fyrir áð- ur en Alþingi samþykkti kjör- dæmabreytinguna og Héðinsfjarð- argöng á fölskum forsendum. Fyrrverandi landsbyggðarþing- menn sem gengu gegn vilja kjós- enda sinna áður en þeir samþykktu þessa kjördæmabreytingu og vöktu falskar vonir Siglfirðinga og Ólafs- firðinga eiga nú mörgum spurn- ingum ósvarað. Fyrir þessi vinnu- brögð svara þeir ekki héðan af. Þingmenn norðvestur- og norð- austurkjördæmis eiga ásamt sam- gönguráðherra að kynna sér tillögur Skagfirðinga, Blönduósinga og Skagstrendinga sem sótt hafa um styrk úr þróunarsjóði Vegagerð- arinnar til að rannsaka samfélagsleg áhrif Þverárfjallsvegar, jarðganga úr Hjaltadal undir Tröllaskaga og Vaðlaheiðarganga. Það ættu stofn- endur Norðurvegar að kynna sér. Afskrifum hugmyndina um hálend- isveginn sem er fram komin í þeim tilgangi að afskrifa Vaðlaheiðargöng fyrir fullt og allt. Ótækt var að örfáir landsbyggðarþingmenn með ein- ræðistilburði að leiðarljósi skyldu vekja falskar vonir heimamanna í sínu eigin kjördæmi áður en þeir voru sviknir. Ákveðum Vaðlaheiðargöng strax og önnur göng undir Siglufjarð- arskarð. Útvegum fé til undirbún- ingsrannsókna á gerð jarðganga í þremur álmum úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal og Skíðadal. Setjum í for- gang jarðgöng á Mið-Austurlandi undir Bröttubrekku, milli Arn- arfjarðar og Dýrafjarðar, við Ísa- fjarðardjúp og fyrir sunnan, í gegn- um Reynisfjall. GUÐMUNDUR KARL JÓNSSON, Stangarholti 7, Reykjavík. Vaðlaheiðargöng gangi fyrir Frá Guðmundi Karli Jónssyni VIÐ Kópavogsbúar fögnum því með margvíslegum hætti um þess- ar mundir að 50 ár eru liðin frá því Kópavogur fékk kaupstað- arréttindi og varð bær með öllu sem því tilheyrir. Þar á meðal deild í Rauða krossi Íslands sem þá hafði starfað nokkuð á fjórða áratug eða frá 1924 og höfðu verið stofnaðar deildir á hans vegum víða um land. Undirbúningur að stofnun Kópavogsdeildar var haf- inn 1956 og deildin stofnuð 12. maí 1958. Nú styttist því óðum í að deildin geti fagnað fimmtíu ára afmæli eins og bærinn. Í ljósi þess ákvað aðalfundur sem haldinn var í mars að hefja skyldi undirbúning að rit- un sögu deildarinnar. Til þess var skipuð ritnefnd sem þegar hefur hafið störf, skipuð undirrituðum, Pálínu Jónsdóttur, Þorleifi Frið- rikssyni og Fanneyju Karlsdóttur. Fyrsta verk okkar er að afla heimilda og glöggva okkur á þeim. Vonandi tekst okkur svo að gefa sögu deildarinnar út með ein- hverjum hætti í þann mund sem fimmtíu ára afmælið rennur upp. Gögn og upplýsingar vantar Blessunarlega hafa geymst á vegum deildarinnar ýmis gögn sem geta nýst okkur við sögurit- unina. Hins vegar er ljóst að tals- vert vantar uppá, einkum sem snýr að fyrstu tuttugu árunum eða svo, frá stofnun til 1977. Fund- argerðabækur frá þessum tíma finnast til dæmis alls ekki í fórum deildarinnar. Ljósmyndir og önnur gögn frá þessum árum eru jafn- framt mjög af skornum skammti. Mig langar því að biðja þá, sem gætu haft í fórum sínum gögn sem gætu komið að gagni, að leggja okkur lið. Ég bið þá sem hafa í fórum sínum skjöl og myndir sem tengjast sögu deildarinnar vin- samlega að hafa samband við Fanneyju Karlsdóttur fram- kvæmdastjóra í síma 554 6626 (op- ið 11–15 virka daga) eða í tölvu- pósti á kopavogur@redcross.is. Einnig þá sem þekkja til starfs deildarinnar á árunum 1958–1977 eða geta leiðbeint okkur um hvar gögn gæti verið að finna. Hjálp- legir geta jafnframt haft samband við undirritaðan á gaji@mmedia- .is. F.h. Kópavogsdeildar, GARÐAR H. GUÐJÓNSSON, formaður. Hefur þú gögn um sögu Kópavogsdeildar Rauða krossins? Frá Garðari H. Guðjónssyni ÞEGAR fjallað er um mengun er mikilvægt að gera greinarmun á loftmengun og gróðurhúsaloftteg- undum – koltvísýringur (CO2) veldur t.d. hitun andrúmsloftsins, ekki loft- mengun. Ef svo væri myndi reyk- laus maður valda loftmengun, því mannskepnan losar um 7 milljarða tonna á ári af CO2. Rétt er að við bruna dísils losnar um 30% minna af CO2 miðað við bensín. Dísilbílar eru hinsvegar yfirleitt stærri og losa því meira af CO2. Mengun (hita reyndar líka loftið) frá dísilbílum hefur fram til þessa verið margfalt meiri og verri en frá bensínbílum. Hjálp er nú á leiðinni frá ESB sem hefur gefið út tilskipun um að setja skuli sérstakar síur á nýja dísilbíla frá október 2006. Fagna ber leiðara Mbl 7. maí sem tók undir gagnrýnisraddir á þá stefnu ríkisins að stuðla að kaupum á stórum bílum. Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur t.d. bent á að í 67% tilvika er þyngdarmunur í banaslysum tvöfaldur eða hærri og í yfir 90% tilvika lést fólk í smærra ökutækinu. BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON, Fífumýri 15, 210 Garðabæ. Dísilbílar – mengun – stórir bílar – slys Frá Björgvini Þorsteinssyni KÆRA Vigdís. Ég harma það að þú skulir hafa horfið frá heillavænlegri málvernd íslenskrar tungu og gengið til liðs við alheimsbjálfa, sem vilja breyta framburðarreglum þjóðtungunnar og tefla fram saklausum börnum á óvitaaldri til óþurftarverkanna. Ég á hér við sjónvarps- og útvarps- auglýsingar, sem birtar eru nær daglega á vegum samtaka, sem nefna sig „Unicef“. Blessuð börnin þverbrjóta allar framburðarreglur. Íslendingar bera ekki u fram á sama hátt og Eng- ilsaxar. Það gera heldur ekki Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar né Portú- galir. Þarna er bandarískum fram- burði þröngvað í munn barnanna og þau leidd afvega. Þessi framburður minnir á heiti Ungmennafélags Ís- lands. Naumast ætlast þessir aðdá- endur engilsaxnesks framburðar til þess að við segjum Júngmennafélag Íslands, eða hvað? Það er kominn tími til þess að hverfa frá blindri þjónkun og und- irgefni við amerísk áhrif og hrista af sér varginn sem þrífst í skjóli Háskóla Íslands og annarra hnign- andi menntastofnana sem standa gleiðfættar eins og „beljur á svelli“ og svara á ensku þegar spurt er um prófessora Háskóla Íslands. „Please hold the line“ eða „call later“. PÉTUR PÉTURSSON, Garðastræti 9, 101 Reykjavík. Opið bréf til Vigdísar Finnbogadóttur Frá Pétri Péturssyni þul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.