Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur FRESTUR til að skila inn tilboðum í Símann til ráðgjafarfyrirtækisins Morgan Stanley í London rann út um miðjan dag í gær. Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu ætlar ekki að veita upplýsingar um fjölda bjóð- enda fyrr en í dag og nöfn þeirra síð- ar. Um 50 aðilar fengu útboðsgögn og hefur Morgunblaðið fengið það staðfest að hið minnsta þrír hópar fjárfesta skiluðu inn tilboði. Vitað er um áhuga fleiri fjárfestahópa sem eru taldir hafa tekið þátt í kaupum á Símanum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins kom sameiginlegt tilboð frá Atorka Group og fjórum athafnamönnum, þeim Frosta Bergssyni, stofnanda og fyrrum stjórnarformanni Opinna kerfa, Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra Norvíkur og fv. forstjóra BYKO, og Jóni og Sturlu Snorrason- um, fyrrum eigendum Húsasmiðj- unnar. Talsmaður hópsins vildi ekk- ert upplýsa um tilboðið en útilokaði ekki samstarf við aðra hópa fjárfesta á síðari stigum Símasölunnar. Upplýsingar blaðsins herma enn- fremur að fjárfestingafélagið Exista (áður Meiður), sem er í aðaleigu Bakkavararbræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, og KB-banki hafi sent inn tilboð ásamt fleiri fjár- festum. Fregnir hafa verið um að bandaríska fjárfestingafélagið Ripplewood Holdings og danska símafyrirtækið TDC hafi lýst áhuga á tilboði í Símann en talsmenn þess- ara fyrirtækja vildu ekki staðfesta það, þegar haft var samband við þau í gær. Talsmenn Íslandsbanka vildu ennfremur ekki staðfesta fregnir um að bankinn tæki þátt í tilboði. Almenningur í samstarfi við hóp fjárfesta Hópur fjárfesta sem samanstend- ur af Burðarási, KEA, Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi, Talsímafélaginu ehf. og Tryggingamiðstöðinni (TM) sendi í gær frá sér tilkynningu um að hann hefði gert tilboð í Símann. Gerir hópurinn tilboð í 98,8% hlut ríkisins í Símanum, en ekkert innsendra til- boða í gær telst bindandi. Tilboð hópsins felur það í sér að fjárfestarnir hafa gert samning við Almenning ehf. um að öllum Íslend- ingum verði gefinn kostur á að kaupa samtals 30% hlut í Símanum í opnu útboði, um leið og fært þykir að skrá Símann á markaði og eigi síðar en sex mánuðum eftir að kaupin fara fram. Nokkrir hópar fjár- festa buðu í Símann Almenningur í samstarfi við hóp fjárfesta sem ætlar að gefa Íslend- ingum kost á að bjóða í 30% hlut í opnu útboði um leið og fært þykir  Öllum Íslendingum/4 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Icelandair hefur beint flug til San Francisco ICELANDAIR flýgur fyrsta beina flugið til San Francisco, á vestur- strönd Bandaríkjanna, í dag en flog- ið verður kl. 16.40 og tekur flugið um níu klukkustundir. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsingafull- trúa Icelandair, eru þetta tímamót í sögu félagsins en þetta er í fyrsta sinn sem flogið verður með breið- þotu á áfangastað, eða Boeing 767 sem tekur 270 manns. Með í för í þessu fyrsta flugi verða þau Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra og Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur. Þau munu taka þátt í hátíðardag- skrá ytra þar sem þau munu m.a. hitta borgarstjóra San Francisco. Til að byrja með verður flogið tvisvar í viku en fljótlega verður far- ið að fljúga fjórum sinnum í viku. Guðjón segir bókanir í flug á nýju leiðinni hafa gengið afar vel, bæði hérlendis og ytra, þ.e. í Bandaríkj- unum og Evrópu. Meira fryst af síld FRAMLEIÐSLA Íslendinga á fros- inni síld mun væntanlega aukast verulega í sumar, enda hefur af- kastageta flotans aukist svo um munar með þremur nýjum vinnslu- skipum; Björgu Jónsdóttur ÞH, Baldvini Þorsteinssyni EA og Engey RE. Fyrsta síld vorsins kom á land í Neskaupstað á mánudag. Ætla má að stærsti hluti afla íslenskra skipa verði frystur úti á sjó á þessari vertíð líkt og á síðustu vertíð en þeim er heimilt að veiða 157.700 tonn af norsk-íslenskri síld á þessu ári. Þrátt fyrir aukna framleiðslugetu íslensku skipanna er gott útlit á helstu mörk- uðum fyrir frosna síld. Teitur Gylfa- son, deildarstjóri uppsjávarfisks hjá Iceland Seafood, á ekki von á öðru en markaðir fyrir frosnar síldarafurðir séu ennþá tiltölulega sterkir og að verð haldist áfram viðunandi.  Góðar horfur/B1 KÆNUGARÐUR í Úkraínu er nú í sannkölluðum Evróvisjónálögum, enda er forkeppnin á morgun þar sem Ísland er á meðal keppenda. Það er Selma Björnsdóttir sem keppir fyrir okkar hönd og hefur henni verið spáð góðu gengi. Í gærkvöldi var haldinn sam- norrænn blaðamannafundur og eft- ir hann veisla, þar sem skandinav- ísku keppendurnir og þeir írsku brugðu á leik með dansi og söng. Á myndinni má sjá finnska keppand- ann, Geir Rönning, en hann stendur til vinstri við Selmu sem vígreif veifar rokkmerkinu. Til hægri við hana eru meðlimir úr norsku keppnissveitinni, hinni æringjalegu Wig Wam. Höfðu þeir tvöfalda ástæðu til að fagna í gærkvöldi, en í gær var þjóðhátíðardagur þessarar frændþjóðar okkar. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Brugðið á leik með dansi og söng Spennan í algleymingi og Kænugarður í Úkraínu er nú í Evróvisjónálögum BERGRISINN 2005 er heiti alls- herjar æfingar viðbragða vegna mögulegra eldsumbrota í Mýrdals- jökli eða Eyjafjallajökli, með jökul- hlaupi og jafnvel flóðbylgju í sjó. Æf- ingin verður haldin 21. – 23. október nk. Þar verður látið reyna á alla þætti viðbragðaáætlunar sem nú er unnið að hjá almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra (AVD). Að sögn Víðis Reynissonar, verkefnafulltrúa hjá AVD og æfingastjóra Bergrisans 2005, verða fyrstu drög að við- bragðaáætluninni væntanlega kynnt á heimasíðu AVD í byrjun júní nk. Í gær var haldinn fundur á Hvols- velli með fulltrúum viðbragðaaðila. Þar var hugsanleg atburðarás og framkvæmd æfingarinnar m.a. rædd. „Það voru allir viðstaddir ákveðnir í að hafa þetta stóra æfingu og að láta reyna á sem flesta þætti,“ sagði Víðir að loknum fundinum. „Allir voru einnig bjartsýnir á að íbúar á svæð- inu mundu taka þátt í æfingunni.“ Annar stór undirbúningsfundur verður haldinn í september nk. Að sögn Víðis er reiknað með að um þúsund manns taki þátt í Berg- risanum 2005 af hálfu opinberra að- ila, björgunarsveita og annarra við- bragðsaðila. Að auki er vonast eftir virkri þátttöku sem flestra íbúa og annarra sem staddir verða á svæð- inu. Þeir munu skipta þúsundum. Æfingin tekur til svæðisins frá Kirkjubæjarklaustri í austri og allt vestur til Grindavíkur. Einnig koma við sögu margir frá aðliggjandi svæð- um. Æfingin mun m.a. taka til rým- ingaráætlunar, umferðar- og fjar- skiptaskipulags, boðunaráætlunar, samhæfingar og samskipta við fjöl- miðla. Samkvæmt upplýsingum frá AVD er stefnt að því að æfingin verði sem raunverulegust. Verkefni verða valin með hliðsjón af vandamálum sem líklegt er að komi upp, verði eld- gos á þessum slóðum. M.a. verður látið reyna á rýmingu íbúðar- húsnæðis, flutning rúmliggjandi ein- staklinga og fleira sem mikilvægt er talið að æfa. Að öllum líkindum mun æfingin einnig ná til fjölsóttra ferða- mannastaða utan byggða. Markmiðið með æfingunni er að æfa alla þætti viðbragðaáætlunar- innar og gera þannig viðbragðsaðila og stjórnendur neyðaraðgerða hæf- ari til að takast á við þau verkefni, sem þeim eru ætluð. Einnig að gera íbúa áhrifasvæðisins meðvitaða um rétt viðbrögð vegna eldsumbrota undir Mýrdals- eða Eyjafjallajökli og flóða tengdra þeim. Þá á að æfa við- brögð stjórnvalda, jafnt ríkisstjórnar og sveitarstjórna, við umfangs- miklum náttúruhamförum. Mörg þúsund manns æfa viðbrögð við náttúruhamförum ♦♦♦ ♦♦♦ Höfðar mál gegn Land- spítalanum FYRRVERANDI yfirlæknir á geðsviði Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, Tómas Zoega, hefur höfðað mál gegn spítalanum. Var það þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Tómas krefst ógildingar á breyt- ingum sem gerðar voru á störfum og verksviði hans og tóku gildi 1. maí síðastliðinn. Frá þeim degi hefur Tómasi verið ætlað að gegna stöðu sérfræðings á spítalanum en hefur, samkvæmt bréfi frá forstjóra LSH, verið leystur undan þeirri ábyrgð og þeim stjórnunarskyldum sem fylgja starfi yfirlæknis á geðsviði./10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.