Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 4
BURÐARÁS, sem er í eigu Lands- bankans, KEA, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Talsíma- félagið ehf. og Tryggingamiðstöðin skiluðu í gær inn sameiginlegu til- boði í 98,8% hlut ríkisins í Síman- um. Samkvæmt tilboðinu hafa þessir fjárfestar gert samning við Almenning ehf. um að öllum Ís- lendingum verði gefinn kostur á að kaupa samtals 30% hlut í Símanum í opnu útboði, um leið og fært þykir að skrá Símann á markaði og eigi síðar en sex mánuðum eftir að kaupin fara fram. Samkvæmt til- boðinu, verður enginn fjárfestanna með meira en 35% hlut, eftir að 30% hafa verið seld til almennings á markaði. Aðkoma almennings tryggð Í tilkynningu frá hópnum er haft eftir Agnesi Bragadóttur, formanni stjórnar Almennings, að þessi nið- urstaða sé félaginu mikið fagnaðar- efni. Fái hópurinn að kaupa Sím- ann þá hafi aðkoma almennings að Símanum verði tryggð, á sambæri- legum eða jafnvel betri kjörum en fagfjárfestarnir kaupi á. Agnes segir ennfremur að forsvarsmenn Almennings ehf. séu afar ánægðir með hina breiðu samsetningu og reynslu fjárfestanna sem gert hefðu tilboð í Símann. „Við treyst- um þessum hópi fjárfesta afar vel, til þess að leiða Símann til aukins vaxtar og arðsemi, hér innanlands sem utan,“ segir Agnes í tilkynn- ingu hópsins. Talsímafélagið, einn aðilinn í hópnum, er í eigu bræðranna Sig- urðar Gísla og Jóns Pálmasona, kennda við Hagkaup, Ingimundar Sigfússonar, fv. sendiherra, Bolla Kristinssonar, eiganda verslunar- innar 17, og Arnars Bjarnasonar rekstrarhagfræðings. Samkvæmt tilboðinu hafa fjár- festarnir skuldbundið sig til þess að selja 30% hlutinn til almennings á sömu kjörum og þeir koma til með að kaupa sína hluti á, að því undanskildu, að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og út- boðs, fellur ekki á almenning, held- ur á þann hóp fjárfesta sem nú hef- ur gert tilboð í Símann, að því er segir í tilkynningu hópsins. Einnig segir að fram komi með skýrum hætti í tilboðinu að fjár- festarnir stefni á alþjóðlega sókn ef þeir eignast Símann. Tilgreina þeir m.a. í tilboði sínu hvers konar sókn- arfæri felist í því fyrir fyrirtækið, að Ólafur Jóhann Ólafsson, með sína alþjóðlegu reynslu, Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarfor- maður Burðaráss, með sínar fjár- festingar í erlendum símafyrir- tækjum, og Óskar Magnússon, forstjóri TM og fyrrum forstjóri Og Vodafone með sína miklu reynslu, sameini krafta sína og þekkingu í þágu Símans, með það að markmiði að efla fyrirtækið og auka vöxt þess á innlendum sem erlendum mörk- uðum á komandi árum. Starfsemi út á land Einnig kemur fram í tilboði fjár- festanna að þeir vilji beita sér fyrir því að ákveðin starfsemi Símans verði flutt út á land, reynist skoðun á slíku fyrirkomulagi hagkvæm og til hagsbóta fyrir félagið. Loks segir í tilkynningu hópsins að þeir Friðrik Jóhannsson, for- stjóri Burðaráss, Sigfús Ingimund- arson, framkvæmdastjóri Talsíma- félagsins ehf., Óskar Magnússon, forstjóri TM, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, bindi allir miklar vonir við „þennan góða fjár- festingarkost, í þágu eigin fyrir- tækja, Símans sjálfs og starfs- manna hans og síðast en ekki síst, í þágu þorra Íslendinga og við- skiptavina Símans.“ Það var Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem annaðist ráð- gjöf fyrir fjárfestahópinn og Al- menning ehf. Almenningur ehf. fékk breiðan hóp fjárfesta til að gera tilboð í Símann Öllum Íslendingum gefinn kostur á að bjóða í 30% hlut Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is 4 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Central Hotel Örfá herbergi í boði á Central Hotel. Vel staðsett og gott 3ja stjörnu hótel í Plaka- hverfinu við rætur Akrapolis. Hótelið var endurnýjað fyrir Ólympíuleikana 2004. 49.920* kr. Ver› á mann í tvíbýli: Flugsæti: 39.620 kr. skattar innifaldir. * Innifalið: Beint flug, skattar, gisting með morgunverði í 4 nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli erlendis, 1.900 kr. fram og til baka. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 28 38 9 05 /2 00 5 Aþena 26. maí • 4 nætur Örfá sæti laus! ÓLAFUR Jóhann Ólafsson rithöfundur segist í samtali við Morgunblaðið dást að því framtaki al- mennings að tryggja sér tækifæri til að bjóða í Símann. Það sé sömuleiðis klárt að félagið Al- menningur, með Agnesi Bragadóttur fremsta í flokki, hafi verið hvatamaður að þessu bandalagi. Ólafur Jóhann segist vera að taka virkan þátt í íslensku viðskiptalífi í fyrsta sinn og því hafi hann velt þessu verkefni vel fyrir sér. „Við sem erum innan hópsins höfum átt ágætar samræður síðustu daga og mér sýnist við vera að horfa í sömu átt. Það skipt- ir miklu þegar menn koma úr öllum áttum,“ segir Ólafur Jóhann en nokkrir aðilar höfðu áður sett sig í samband við hann og óskað liðsinnis til að kaupa Símann, með vísun til reynslu hans af áþekk- um rekstri. Hann segist hafa hafnað þeim boðum, eða þar til Agnes hafði samband. Eftir vandlega athugun hafi hann ákveðið að slást í för- ina, enda mikil reynsla innan hópsins af rekstri og fjármögnun símafyrirtækja. Skynsamleg stefna „Mér fannst standa upp á mig að leggja hönd á plóginn og stuðla að því að sem breiðustum hópi landsmanna gæfist tækifæri til að fjárfesta í Símanum og þá á þeim kjörum sem hann væri keyptur á. Mér fannst það skynsamleg stefna og mikilvægt að það væri gert í sátt við guð og menn, þannig að landsmönnum þætti ekki hlutur sinn fyrir borð borinn. Það er mín reynsla í viðskiptum að skærur séu engum til góðs,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir að sameiginleg framtíðarsýn hópsins geti gagnast Símanum. Markmiðið sé að efla fyrirtækið þegar fram líða stundir. Hópurinn sé skemmtilega saman settur og blandaður. Ólafur Jóhann Ólafsson segist vera að taka þátt í íslensku viðskiptalífi í fyrsta sinn Dáist að framtaki almennings RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært þrjá karla og eina konu í Dettifossmálinu svo- kallað fyrir amfetamínsmygl upp á tæp 7,7 kg frá Hollandi síðastliðið sumar. Enn- fremur er einum úr hópnum gefið að sök smygl á 2 þúsund LSD skömmtum frá Hol- landi í félagi við fimmta sakborninginn en sá er einnig ákærður fyrir vörslu á 4 þús- und skömmtum af LSD í Hollandi. Konan í hópnum er og ákærð fyrir vörslu á rúmum 100 gr. af amfetamíni og 1,5 gr. af kókaíni. Varðandi smyglið á 7,7 kg af amfetamíni segir samkvæmt ákæruskjali að fíkniefn- unum hafi verið pakkað inn í loftpressu sem flutt var inn til landsins með vörusend- ingu í Dettifossi. Fundust fíkniefnin við leit tollvarða 21. júlí. Við þingfestingu voru brotin játuð að litlu leyti. Aðalmeðferð fer fram 31. maí. Ákært fyrir fíkni- efnasmygl í kílóavís LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nú til með- ferðar mál tveggja unglingspilta sem grun- aðir eru um að hafa þvingað sjö ára dreng ofan í ruslatunnu við íbúðarhús á Seltjarn- arnesi. Tunnuna skorðuðu þeir undir lág- um svölum hússins með þeim afleiðingum að tunnulokið sat fast og gat drengurinn ekki bjargað sér hjálparlaust. Tvær konur sem voru á kvöldgöngu urðu hins vegar varar við bank innan úr tunnunni og þegar þær aðgættu málið nánar var þeim ljóst hvers konar meðferð drengurinn hafði ver- ið beittur. Lögreglan tilkynnti barnavernd- aryfirvöldum málið eins og vaninn er með svo ung börn sem grunuð eru um brot. Sjö ára barn lokað í ruslatunnu NOTENDUR mbl.is geta nú fengið upplýs- ingar um gesti, innlit og flett- ingar á vefjum mbl.is. Efst í vinstra horni á forsíðu mbl.is er nú að finna hnappinn Heimsóknir á mbl.is Þegar smellt er á hann birtist síða þar sem hægt er að sjá þessar upplýsingar. Með því að smella á nöfn vefj- anna efst á síðunni birtast upplýsingar um hvern vef fyrir sig. Ef notendur staðsetja bendilinn inni í súlunum birtast nákvæmar tölur á súlu. Einnig er hægt að smella á ten- gilinn Skýringar sem er fyrir neðan hverja mynd til að fá frekari upplýsingar. Þessar upplýsingar eru byggðar á tölum frá Samræmdri vefmælingu. Upplýsingar um notkun á mbl.is ÁLFYRIRTÆKIÐ Alcoa, sem vinnur að byggingu álvers við Reyðarfjörð, hefur formlega lýst yf- ir áhuga á að kannaðir verði mögu- leikar á byggingu og rekstri álvers á Norðurlandi. Barst Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra bréf frá Alcoa í gær þar sem fyrirtækið greinir frá þessu og kynnti hún er- indið á ríkisstjórnarfundi í gær ásamt minnisblaði sem tekið hefur verið saman um stöðu undirbúnings vegna hugsanlegrar álversuppbygg- ingar á Norðurlandi. Framkvæmdir í fyrsta lagi 2008 „Mér barst bréf í morgun frá Al- coa þar sem þeir lýsa formlega yfir áhuga sínum á að vinna með stjórn- völdum og sveitarfélögunum fyrir norðan að undirbúningi hugsanlegs álvers á Norðurlandi,“ sagði Val- gerður í samtali við Morgunblaðið. Að sögn ráðherra verður Fjár- festingarstofu, sem heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, að öllum líkindum falið að halda utan um málið á næstunni en einnig sé spurning hvað sveitarfélögin á svæðinu vilji gera. Margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram m.a. á hvaða staðsetning komi helst til greina þannig að allar upplýsingar liggi fyrir áður en fjárfestirinn tek- ur mögulega ákvörðun um fjárfest- ingu. „Tíminn mun síðan leiða í ljós hvað verður,“ segir Valgerður. Ekki kemur fram í bréfi stjórn- enda Alcoa hversu stórt álver fyr- irtækið hefur áhuga á að reisa á Norðurlandi. „Þeir segjast gera sér grein fyrir því að framkvæmdir muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 og í rauninni fellur það ágætlega að hagkerfinu. Þá er fjórða áfanga lokið í Hvalfirði og ál- verið fyrir austan komið í notkun. Þeir taka líka fram í bréfinu að þeir geri sér grein Valgerður segir að meðal þess sem skipti máli fyrir hugsanlega niðurstöðu málsins sé mismunandi orkuverð eftir svæðum og hafnaraðstaða. Bendir hún á að á Húsavík sé t.d. góð höfn. „Húsavík hafi margt fram að færa. Það er mikil orka í Þingeyjarsýslum en hins vegar hefur ekki farið fram nægilega markviss rannsókn á lóð- inni hvað hugsanlega jarðskjálfta og fleira varðar. Það þarf að rann- saka frekar. Hvað Skagafjörð varð- ar þá eru rannsóknir komnar styttra á veg þar. Við þurfum að einbeita okkur að þessu á næstunni ef vilji er fyrir hendi af hálfu heima- manna.“ Svigrúm fyrir að minnsta kosti eitt álver í viðbót Að sögn Valgerðar létu stjórn- endur Alcoa fyrst í ljós áhuga árið 2002 á að ráðast í frekari álvers- framkvæmdir á Íslandi í framhaldi af framkvæmdunum fyrir austan. Erindi Alcoa í gær komi því í sjálfu sér ekki á óvart en málið sé nú komið á nýtt stig. „Það er mikilvægt að nýta orku- lindir okkar til atvinnuuppbygging- ar en ég hef líka sagt að það hefur sín takmörk. Þó að ég telji að það sé ekki komið að því að við stöldr- um við, þá kemur að því,“ segir Val- gerður. „Mér finnst vera svigrúm fyrir að minnsta kosti eitt álver í viðbót.“ Alcoa lýsir áhuga á álveri á Norðurlandi Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.