Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FORSETI ÍSLANDS Í KÍNA
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, er staddur í sjö daga opin-
berri heimsókn í Kína í boði Hu
Jintao, forseta landsins. Með í för
eru 200 fulltrúar um 100 íslenskra
fyrirtækja og 200 íslenskir ferða-
menn. Ólafur Ragnar átti í gær fund
með Hu Jintao í Höll alþýðunnar þar
sem þeir ræddu meðal annars tæki-
færi í viðskiptum og mannréttindi.
Nokkur tilboð bárust
Almenningur ehf. gerir tilboð í
Símann ásamt Burðarási, KEA,
Ólafi Jóhanni Ólafssyni, Talsíma-
félaginu ehf. og Tryggingamiðstöð-
inni. A.m.k. tvö önnur tilboð bárust í
Símann.
Bandaríkin og olíusmygl
Í nýrri skýrslu á vegum banda-
rískrar þingnefndar eru bandarísk
yfirvöld sögð hafa greitt fyrir olíu-
smygli frá Írak. Skýrsluhöfundar
segja einnig að bandarísk yfirvöld
hafi vitað af ólöglegum auka-
greiðslum til Saddams Hussein í
tengslum við áætlun Sameinuðu
þjóðanna um olíu fyrir mat.
Mannfall í Úsbekistan
Yfirvöld í Úsbekistan hafa við-
urkennt að mannfall í átökum und-
anfarinnar viku hafi verið mun
meira en áður var viðurkennt. Um
169 manns eru nú sagðir hafa látist,
en talsmenn mannréttindasamtaka
segja töluna margfalt hærri.
Húsavík verði fyrsti kostur
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, hefur varpað fram
þeirri hugmynd að Húsavík og ná-
grenni verði fyrsti kostur fyrir álver
á Norðurlandi og Dysnes í Eyjafirði
komi þar á eftir. Kom þetta fram í
umræðu um stöðu álversmála á
fundi bæjarstjórnar Akureyrar.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 24
Fréttaskýring 8 Viðhorf 28
Viðskipti 12/13 Bréf 28
Erlent 14/15 Minningar 29/32
Minn staður 16 Myndasögur 36
Höfuðborgin 17 Dagbók 36/39
Akureyri 18 Staður og stund 38
Landið 18 Menning 39/45
Suðurnes 19 Leikhús 40
Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 46
Menning 21 Veður 47
Umræðan 22/28 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
gerði Mannréttindadómstól Evrópu
að umtalsefni í ávarpi sínu á leið-
togafundi Evrópuráðsins í Varsjá í
gær. Hann sagði að dómstóllinn
gegndi mikilvægu hlutverki í starfi
Evrópuráðsins. Á hinn bóginn væri
brýnt að bæta störf hans í ljósi gíf-
urlegrar aukningar á málum sem
honum berast.
Í máli ráðherra kom fram að dóm-
stóllinn mætti ekki breytast í eins
konar áfrýjunardómstól evrópskra
dómstóla í almennum málum. Þess í
stað ætti hann að leggja megin-
áherslu á mál sem varða grundvall-
armannréttindi.
Davíð sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að
dómstóllinnn
væri að verða
óvirkur m.a. af
fyrrgreindum
ástæðum. Það
hefði aldrei staðið
til að hann yrði
einhvers konar
áfrýjunardóm-
stóll. „Þetta dreg-
ur þó ekki úr mikilvægi hans. Þvert á
móti er það gríðarlega mikið ennþá.“
Davíð sagði að forseti Mannrétt-
indadómstólsins hefði komið til sín
eftir ræðuna og sagst geta tekið und-
ir nær allt sem þar hefði komið fram.
Davíð fjallaði einnig um hlutverk
Evrópuráðsins í ávarpi sínu. Hann
sagði m.a. að það ætti áfram að
leggja áherslu á helsta verkefni sitt,
þ.e. að tryggja virðingu fyrir lýð-
ræði, mannréttindum og grundvall-
arreglum réttarríkisins.
Á leiðtogafundinum undirritaði
ráðherra þrjá rammasamninga sem
gerðir hafa verið á vettvangi Evr-
ópuráðsins. Samningarnir ganga, að
sögn Davíðs, út á að efla starf gegn
hryðjuverkum, peningaþvætti og
mansali. „Þetta eru eins konar samn-
ingsbundnar viljayfirlýsingar
ríkjanna,“ útskýrir hann. Íslensk
lagasetning væri mjög framarlega í
þessum málum og félli því vel að
samningunum.
Davíð Oddsson utanríkisráðherra á fundi Evrópuráðsins
Davíð Oddsson
Brýnt að bæta störf
Mannréttindadómstólsins
KONA og karlmaður á þrí-
tugsaldri voru flutt á slysa-
deild Landspítalans með lítils
háttar meiðsl eftir að bifhjól
sem þau voru saman á lenti í
árekstri við fólksbíl á Hring-
braut. Slysið átti sér stað
skammt frá JL-húsinu í gær-
kvöldi.
Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík eru tildrög slyssins
óljós. Hún segir það mikla
mildi að ekki hafi farið verr
því um mjög þungt högg hafi
verið að ræða.
Fólksbifreiðin var dregin á
brott með kranabíl. Lögreglan
í Reykjavík rannsakar tildrög
slyssins.
Tvennt
slasaðist
lítilsháttar í
bifhjólaslysi
NASF, Verndarsjóður villtra laxa-
stofna, hefur gengið frá framleng-
ingu á samningi um verndun fæðu-
slóða laxins á umráðasvæðum
Grænlands. Orri Vigfússon, formað-
ur NASF, segir að þakka megi Veiði-
mannasambandi Grænlendinga að
engar úthafsveiðar á laxi verði stund-
aðar á þessu ári. Aðspurður bendir
Orri á að áður hafi verið búið að gera
viðskiptasamninga um Nýfundna-
land, Labrador, Færeyjar, Norð-
ursjó, Norður-Írland, Wales og suð-
vesturströnd Englands. Hann segir
samtökin nýlega hafa komið af stað
verkefni í Noregi.
Orri segir að fæðusvæði laxins við
Grænland séu þau mikilvægustu fyr-
ir stóra laxinn sem eigi í vök að verj-
ast í öllum löndunum umhverfis Atl-
antshafið. Þessir stóru laxar séu ekki
bara mikilvægir fyrir fjölbreytileik-
ann heldur séu þeir eftirsóttustu lax-
arnir fyrir stangaveiðimenn sem sí-
fellt dreymir um að veiða þann stóra.
Hann segir síðasta ár hafa verið
eitt það besta í sögu laxveiða á Ís-
landi, Skotlandi, Kanada og á Norð-
ur-Írlandi og það sé nákvæmlega á
þessum fæðusvæðum og gönguslóð-
um sem NASF hafi gert verndar-
samninga, þar á meðal við Færeyjar.
Samningar NASF eru bæði fjár-
hagslegir og félagslegir. NASF hefur
tekið þátt í uppbyggingu á nýjum
veiðiaðferðum á Grænlandi, svo sem
á snjókrabba, grásleppu og grálúðu.
Orri segist reikna með að á þessu ári
muni hinir ýmsu verndarsamningar
verða helsti hvatinn að því að mikill
fjöldi laxa skili sér í heimaárnar um-
hverfis Atlantshafið, frá Kólaskaga í
austri að ströndum Norður-Ameríku
í vestri. „Við gælum við þá hugmynd
að alls muni um ein og hálf milljón
laxa geta skilað sér til baka,“ segir
Orri og bætir því við að samtökin séu
mjög bjartsýn og vonist til að þetta
tryggi vaxandi laxagengd til Íslands.
„Við viljum gjarnan sjá sem flestar ár
fyllast af laxi þetta árið. Auðvitað
gegnir vistkerfið stóru hlutverki í
þeim efnum og ég hef talsverðar
áhyggjur af vatnsbúskapnum.“
Orri segist gjarnan vilja sjá að Ís-
land kæmi sterkar inn hvað fjár-
mögnun varðar en ekki hafi tekist að
fá öfluga stuðningsaðila hérlendis.
Hann segir samningana að mestu
fjármagnaða með erlendum framlög-
um. „Bæði eru það veiðiréttareigend-
ur og stangaveiðimenn sem mæta hjá
okkur í veislur og á aðrar samkomur
sem haldnar eru í þeim tilgangi að
afla stuðnings við málefnið.“
Í útvarpsviðtali með
sjávarútvegsráðherra Írlands
Samningur NASF hefur að sögn
Orra vakið talsverða athygli á Bret-
landi og í gærmorgun var hann feng-
inn til að mæta Pat the Cope Gall-
agher, sjávarútvegsráðherra Írlands,
í útvarpsviðtali á Highland útvarps-
stöðinni í Donegal á vesturströnd Ír-
lands sem er kjördæmi sjávarútvegs-
ráðherra. Meðal þess sem rætt var
um í viðtalinu voru reknetaveiðar á
villtum Atlanshafslaxi, sem Írar einir
þjóða í heiminum stunda. Að sögn
Orra hélt ráðherrann því fram í við-
talinu að reknetaveiðar á sjólaxi
væru stundaðar víða um lönd, þar á
meðal í Skotlandi. „Ég gat hins vegar
bent honum á að reknetaveiðar hafa
verið bannaðar með lögum í Skot-
landi síðan 1962,“ segir Orri og tekur
fram að greinilegt hafi verið að ráð-
herrann var lítið inni í málum.
Engar úthafsveiðar á laxi á þessu ári
Grænlenskur laxveiðimaður sýnir
stoltur veiðina.
Eftir Jón Pétur Jónsson og
Silju Björk Huldudóttur
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað
út vegna sinubruna í Elliðaárdal um klukkan
13 í gær og þurfti að verja klukkustund í
slökkvistarf á staðnum. Tilkynning barst um
fjóra sinubruna í dalnum við Höfðabakkabrúna
og voru tveir dælubílar sendir á staðinn. Að-
stoð barst frá hverfismiðstöð gatnamálastjóra í
Breiðholti.
Þrálátir sinubrunar hafa verið í borginni á
þessu vori þegar bjart og þurrt er í veðri og
hefur slökkviliðið margsinnis þurft að sinna út-
köllum af þeim sökum.
Morgunblaðið/RAX
Sinueldar í Elliðaárdal