Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 37 DAGBÓK Kristinn Reimarsson, sviðsstjóri af-rekssviðs Íþrótta- og ólympíusam-bands Íslands, segir að undirbún-ingur fyrir Ólympíuleika smáþjóða gangi vel en elleftu Smáþjóðaleikarnir verða settir í Andorra mánudaginn 30. maí. Nú sem endranær senda Íslendingar fjölmenna sveit til leiks. 120 íþróttamenn keppa fyrir Íslands hönd sem halda eiga uppi merkjum landans en Íslendingar hafa jafnan verið sigursælir á leikunum þar sem íþróttamenn frá Íslandi, Andorra, Möltu, Liechtenstein, San Marínó, Kýpur, Mónakó og Lúxemborg, allt þjóðir með íbúa undir einni milljón, etja kappi í ýmsum íþróttagreinum. Í fyrsta skipti verður strand- blak þátttökugrein á leikunum og senda Ís- lendingar karlasveit til leiks. „Undirbúningur okkar fyrir leikana hefur bara gengið ágætlega. Það er auðvitað í mörgu að snúast og margt sem þarf að gera þegar svona fjölmennur hópur keppir fyrir okkar hönd,“ segir Kristinn sem verður aðstoðar- fararstjóri íslenska hópsins á leikunum. Ólympíuleikar smáþjóða voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985 og síðan hafa þeir verið haldnir á tveggja ára fresti. Á Íslandi fóru leikarnir fram 1997 en nú er keppt í annað sinn í Andorra, síðast fóru þeir fram þar árið 1991. ,,Ég hef skoðað aðstæðurnar í Andorra og ég held að ég megi segja að þær líti bara vel út. Mannvirkin eru ágæt, það er stutt vegalengd á milli keppnisstaða og mér sýnist að Andorra- menn séu ágætlega í stakk búnir að halda leik- ana,“ segir Kristinn. Um væntingar íslenska keppnisfólksins segir Kristinn; ,,Við gerum þær væntingar til okkar fólks að Ísland haldi sínum stalli og verði í efsta sæti. Við höfum jafnan fengið flest verðlaun á leik- unum. Á leikunum á Möltu urðum við í öðru sæti á eftir heimamönnum en við vonumst að sjálfsögðu til að taka efsta sætið í Andorra.“ Nokkur skörð hafa verið höggvin í íslenska hópinn. Til að mynda getur sundkappinn Örn Arnarson ekki verið með og í frjálsíþróttunum koma Íslendingar til með að sakna Silju Úlf- arsdóttur og Sunnu Gestdóttur sem hafa verið sigursælar á síðustu leikum. Þá keppa skötuhjúin Magnús Aron Hall- grímsson og Vala Flosadóttir ekki í Andorra en reynsluboltinn Jón Arnar Magnússon og Norðurlandamethafinn Þórey Edda Elísdóttir leiða vaska sveit frjálsíþróttamanna sem jafnan hafa sópað að sér verðlaunum sem og sund- fólkið. ,,Það hefur yngst svolítið hópurinn hjá okkur og yngri íþróttamenn fá gott tækifæri til að sýna sig og sanna,“ segir Kristinn. Íþróttir | 120 keppendur frá Íslandi keppa á Smáþjóðaleikunum Stefnan tekin á efsta sætið  Kristinn Reimarsson er fæddur og uppalinn Skagamaður. Kristinn er 41 árs gamall íþróttafræðingur að mennt sem starfað hef- ur hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Ís- lands undanfarin ár, nú sem sviðsstjóri af- rekssviðs. Kristinn er í sambúð með Ásdísi Sigurðardóttur og saman eiga þau Líney Láru sem er sex mánaða. Kristinn á þrjú önnur börn, Tinnu Björg 20 ára, Arnþór Inga 15 ára og Sindra Snæfells 11 ára. Sambýliskona Kristins á Kristófer 7 ára. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þekkir einhver fólkið? MYNDIN er sennilega tekin austur á Seyðisfirði einhvern tímann á ár- unum 1910–15. Ég þekki móður mína Guðrúnu Þorvarðardóttur fyrir miðju í efri röð og hægra megin við hana Hermann Vilhjálmsson föð- urbróður minn. Annað fólk get ég ekki borið kennsl á en þekki þó sennilega vel til þeirra. Myndin gæti verið tekin vorið 1911 en þann vetur mun hafa verið haldinn ungmennaskóli á Hánefs- staða- og Þórarinsstaðaeyrum og þetta gæti vel hafa verið hópurinn sem var í þeim skóla. Ef einhver gæti frætt mig um til- urð myndarinnar eða borið kennsl á fólkið þætti mér vænt um það. Hafið þá vinsamlegast samband við mig í síma 553-4941. Vilhjálmur Árnason frá Háeyri við Seyðisfjörð, Dalbraut 25, Reykjavík. Er mannréttindabrot ÉG ER lungnasjúklingur sem er bú- inn að ferðast mikið um heiminn og þarf súrefni í flugvélunum, sem er orðið algengt. Hef ég ferðast svona í mörg ár og hefur alltaf verið fín þjónusta hjá flugfélögunum. Nýlega pantaði ég mér ferð á veg- um Heimsferða til Króatíu og var búin að ganga frá henni og sagði þeim frá minni þörf fyrir súrefni. Stuttu síðar fékk ég upphringingu frá Heimsferðum og var mér þá sagt að flugfélagið (ítalskt) neiti að ferðast með sjúkling með súrefni og megi ég ekki taka eigin súrefniskút með í vélina. Vegna þessa talaði ég við lögfræð- ing sem sagði mér að þetta væri mannréttindabrot. Hef ég flogið með mörgum flugfélögum, innlendum sem erlendum, en aldrei lent í þessu áður. Gylfi Baldursson. Hringur í óskilum HAMRAÐUR giftingarhringur fannst á LSH, Landspítala við Hringbraut. Áletrunin er frekar ógreinileg en virðist vera Þorbjörg eða Þorbjörn og svo dagsetningin 7.12.38. Ef einhver kannast við þessa lýsingu, getur hann nálgast hringinn hjá Elsu í s. 543 3607 eða 543 3608. Legasy er týndur LEGASY, sem er Persi, týndist sl. sunnudag í Grafarholtinu. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um hann eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 566-6872, 898-6526 og 892-6801. TÓNLEIKAR í minningu Ian Curtis (1956– 1980), söngvara Joy Division, fara fram í kvöld á Gauki á Stöng klukkan 21 en í dag eru nákvæm- lega 25 ár síðan Curtis tók eigið líf. Joy Division er hiklaust ein magnaðasta sveit sem pönkbylgjan gat af sér og margir þættir hjálp- uðust að við að búa Joy Division heillega, dularfulla og stílhreina ímynd sem er jafnheillandi í dag og hún var fyrir tæpum aldarfjórð- ungi. Lyklaðir og myrkir textar Ian Curtis og hin dramatísku örlög hans ollu því að goðsögnin hefur lif- að fram á þennan dag. Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður og gagnrýnandi, mun rekja æviferil Curtis og Birgitta Jónsdóttir fer með ljóð hans. Þeir sem spila eru Hanoi Jane, Tauga- deildin, Worm is Green, Magga Stína og Hr. Ingi R, Ghost Division, Singapore Sling og Sólstafir. Joy Division- minningartónleikar Ian Curtis (1956–80). Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 5. flokkur, 17. maí 2005 Kr. 1.000.000,- 2275 B 7006 G 12483 G 13967 B 23087 G 23356 G 32576 H 39187 G 45197 H 45459 E ,,Einu gildir hvers konar tónlist hann flytur eða hlustar á, hann leggur sig allan í tónlistina og í smitandi brosi hans felst áskorun til áhorfenda um að njóta sýningarinn- ar jafn mikið og hann gerir sjálfur. Mozart eða Gershwin - það gildir einu. Hlustið og látið hreyfa við ykkur. Látið hrífast með.” New York Times Bobby McFerrin Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 www.heimsferdir.is SLÓVENÍA - Bled og Portoroz 23. júní - 2 vikur með Ásu Maríu Valdimarsdóttur. RAPALLO - ítalska rivíeran Munið Mastercard ferðaávísunina Allra síðustu sæti Sérferðir í júní 30. júní - 1 vika með Lilju Hilmarsdóttur. Aðrar sérferðir í júní uppseldar. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju sunnudaginn 22. maí kl. 13.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Sjá nánar heimasíðu Digraneskirkju. Innritun er hafin í sumarbúðirnar við Eiðavatn: Tímabil Aldur Verð Systkinaafsláttur 1. flokkur 18. - 24. júní 10-13 ára 18.000 10% 2. flokkur 26. júní - 1. júlí 7-9 ára 15.000 10% 3. flokkur 4. - 10. júlí 10-13 ára 18.000 10% 4. flokkur 12. - 17. júlí 7-9 ára 15.000 10% 5. flokkur 20. - 25. júlí 8-13 ára 15.000 10% Upplýsingar og skráning á heimasíðu Kirkjumiðstöðvarinnar: www.simnet.is/kma1 og í síma 892 3890. Kirkjumiðstöð Austurlands Sumarbúðir við Eiðavatn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.