Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H u Jintao, forseti Kína, kvaðst á fundi sínum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í gær vera reiðubúinn til þess að hefja opn- ar umræður um mannréttindi, ekki aðeins milli ríkisstjórna, heldur stjórn- málaflokka og almannahreyfinga. Forsetarnir ræddu einnig samskipti ríkjanna og kvaðst Hu sérstaklega kunna að meta hvað margir frum- kvöðlar væru með forseta Íslands í för. Forseti Kína tók á móti Ólafi Ragnari fyrir utan Höll alþýðunnar í Peking. Torgið fyrir framan höllina hafði verið rýmt fyrir mót- tökuna og stóð heiðursvörður sjóhers, landhers og flughers á torginu á meðan þjóðsöngvar landanna voru leiknir og skotið var af fall- byssum. Dagurinn hafði verið sérlega annasamur hjá forsetanum. Auk þess að fara að Kínamúrnum um morguninn lá leið hans um Peking þvera og endilanga. Ólafur Ragnar fór ferða sinna í langri bílalest í lögreglufylgd og hvarvetna hafði lögregla stöðvað umferð svo bílalestin kæmist óhindrað áfram, hvort sem um var að ræða hraðbraut eða hliðargötu. Sums staðar var greinilegt að fólk hafði mátt bíða lengi og á einni hraðbrautinni var fólk komið út úr bílum og rútum og reykti sígarettur. Gamall vinur Kína Þegar móttökuathöfninni fyrir utan Höll al- þýðunnar var lokið gengu forsetarnir inn og fundurinn hófst. Blaðamönnum var hleypt að fyrstu mínúturnar. „Herra forseti, þú ert gamall vinur Kína og hefur lengi lagt þitt af mörkum til samskipta Kína út á við,“ sagði hann. „Að þessu sinni eru með þér í för margir frumkvöðlar og við kunn- um vel að meta það.“ „Ég er fyllilega sannfærður um að heimsókn þín mun efla gagnkvæman skilning þjóða okk- ar, auka samstarf okkar á öllum sviðum og færa fram á við samband okkar og samstarf,“ sagði hann. „Það verður mér ánægja að skiptast á skoðunum við þig um bæði þróun gagnkvæmra samskipta okkar og annarra mál- efna gagnkvæmra hagsmuna.“ „Það er mikill heiður og forréttindi að fá að heimsækja Kína,“ sagði forsetinn. „Ég held að það sé merki um vaxandi samstarf okkar og vináttu, sem nú hefur staðið lengi. Ég hef notið þeirra forréttinda að hitta marga æruverðuga leiðtoga lands þíns á Íslandi og ég kann vel að meta þann heiður að fá að koma til Kína á ný, það er vissulega heiður, sem ég kann að meta. Ég er einnig sannfærður um að heimsóknin mun auka enn vináttu okkar og samstarf.“ Að fundinum loknum ræddi Ólafur Ragnar stuttlega við fjölmiðla. „Þetta var mjög árangursríkur fundur og farið yfir fjölmörg atriði,“ sagði hann. „Hjá for- seta Kína kom fram vilji til að hefja samvinnu við Íslendinga á mjög mörgum nýjum sviðum. Hann nefndi, auk samvinnu í alþjóðamálum og áframhaldandi samræðu milli forystusveita landanna, víðtæka samvinnu á sviði viðskipta, og þá ræddum við ekki aðeins um sjávarútveg og jarðhita heldur líka samskipti símafyr- irtækja, heilbrigðisfyrirtækja, fyrirtækja í lyfjaframleiðslu, í verslun og viðskiptum, banka- og þjónustu og vetnisverkefninu, svo ég nefni nokkur atriði. Satt að segja kom mér á óvart hvað hann nefndi að fyrra bragði mörg ný atriði, sem Kínverjar hafa áhuga á að gera að uppistöðu í samvinnu Íslands og Kína á næstu árum. Hann fagnaði líka sérstaklega samvinnu háskólanna og taldi það vera mjög mikilvægan þátt og óskaði eftir því að Ísland og Kína gætu áfram átt samvinnu á sviði al- þjóðamála. Hann mat mikils stuðning okkar við þá stefnu sem Kínverjar hafa gagnvart eigin landi og lagði áherslu á að fríverslunarsamn- ingarnir væru fordæmi, sem væri Kínverjum mjög mikilvægt.“ Styðja að Kína verði ein heild Ólafur Ragnar sagði að með stefnu Kína gagnvart eigin landi væri átt við þá eining- arstefnu, sem íslensk stjórnvöld hefðu fylgt. „Við styðjum að Kína verði ein heild. Það hefur verið hin opinbera stefna Íslands. Hún var ítrekuð á þessum fundi. Hún var ekki rædd neitt sérstaklega, en hún var ítrekuð. Hún hef- ur verið forsenda okkar samskipta í áratugi og engar breytingar á henni. Við ræddum fyrst og fremst á þessum fundi nýja hluti, ný svið, nýjar áherslur og það var af mörgu að taka í þeim efnum, ásamt umræðunum um lýðræði, hreyf- ingar fólksins og mannréttindi. Ég tók einnig upp samstarfið varðandi fatlaða, bæði hvað varðar fyrirtækið Össur og einnig Ólympíu- leika fatlaðra og Special Olympics, sem verða haldnir hér í Kína árið 2007.“ Ólafur Ragnar kvaðst af sinni hálfu hafa far- ið y nefn ursp sem ekk seti Op „ hald rétt ur Í skil um han reið Ísle yrð yrð Ó ræð þeim og f kvæ fun nefn fullt mál boð mál átt v „ÉG ER nánast orðlaus að sjá fegurðina, hvernig múrinn liðast hér um fjöllin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti þegar hann skoðaði Kínamúrinn í gærmorgun. „Við vorum svo heppin að það rigndi í nótt þannig að græni liturinn leikur skemmtilega við múrinn.“ Ólafur Ragnar játti því að gott væri að vera í góðu formi þegar gengið væri á múrnum og bætti við að hann hefði getað sleppt því að fara í leikfimi í gærmorgun. „Þetta er ótrúlegt mannvirki og maður hugsar margar aldir aftur í tímann og reynir að gera sér í hugarlund hvers konar afrek það var á sínum tíma að byggja múrinn, hugsunina á bak við það og stjórnkerfið, sem tengist því. Þá skilur maður kannski betur agann í nútíma Kína. Hann er ekki nýr.“ Mikill fjöldi Íslendinga, sem hér eru í stærstu viðskiptasendinefnd, sem til Kína hefur komið, fylgdi Ólafi Ragnari á Kínamúrinn. Dorrit Moussaieff forsetafrú var einnig með í för, en hún kom til Kína á eigin vegum í gærmorgun, hálf þeim frá aldr við sem klæ vær göt hálf gan Við ma Ó heim rífa vær leng löng ug m Ísla Forseti Kína kve opnar viðræður u Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Hu Jintao, forseti Kína, komu víða við í viðræðum sínum í Höll alþýðunnar í gær. Tækifæri í viðskiptum voru ofarlega á baugi, eins og búast mátti við, en einnig voru mannréttindi rædd og boðaði forseti Kína opnar viðræður um þau við íslensk stjórnmálasamtök og almannahreyfingar. Karl Blöndal fylgist með forsetaheimsókninni í Kína. „Ég er nánast orðlaus að sjá fegurðina, hvernig múrin Orðlaus yfir fe UPPGANGUR KÍNA Hinn mikli vöxtur, sem átt hefursér stað í Kína á undanförnumárum, er með ólíkindum. Þeg- ar ferðast er um austurströnd lands- ins þar sem efnahagsundrið hefur átt sér stað og til höfuðborgarinnar, Pek- ing, blasa hvarvetna við glænýjar glerhallir, glæsibifreiðir og auglýsing- ar og verslanir með vestræna munað- arvöru. Þessi mynd af landinu blekkir vissu- lega. Það þarf ekki að fara langt út fyr- ir glæsta borgarkjarna til að finna fá- tækt og eymd. Hún blasir jafnvel við á götunum þar sem íburðurinn er mest- ur. Uppsveiflan fer fram hjá stærstum hluta þjóðarinnar. En það fer ekkert á milli mála að Kína er á fleygiferð og þeim, sem ekki trúir, nægir að líta á vestræna fjölmiðla, sem keppast þessa dagana um að hampa undrinu í austri. Haldi fram sem horfir er þess ekki langt að bíða að Kína verði það stór- veldi, sem spáð hefur verið um aldir án þess að af hafi orðið, hversu hug- hreystandi sem sú tilhugsun er. Tímasetningin á heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Kína virðist því vart hafa getað ver- ið betri. Í gær voru undirritaðir fjórir samningar eftir að Ólafur Ragnar og Hu Jintao, forseti Kína, höfðu ræðst við í Höll alþýðunnar, tveir af hálfu umhverfisráðuneytisins, tveir af hálfu íslenskra fyrirtækja. Forsetinn fór einnig og kynnti sér útbreiðslu fram- leiðslu Össurar og svefnröskunar- mælitækja Medcare Flögu í Peking auk þess sem hann var viðstaddur opnun fataverslunarkeðjunnar Oasis, sem er að meirihluta í eigu Baugs, í borginni. Það getur verið auðvelt fyrir vest- rænan ferðalang í Kína að gleyma því að hann er staddur í kommúnistaríki. Hann hefur aðgang að vestrænum fjölmiðlum og allt virðist opið. Sú er þó ekki raunin. Hvað sem öllum uppgangi líður er Kína lögregluríki og því má ekki gleyma. Ákveðnir hópar eru und- ir eftirliti yfirvalda og þeir, sem fara gegn vilja stjórnvalda, geta hæglega lent í fangelsi. Það er erfitt að sjá hvernig kínversk stjórnvöld ætla að halda því til streitu að gefa neyslusam- félaginu og efnahagslífinu lausan tauminn án þess að losa um tökin í réttindamálum, hverju nafni sem þau nefnast. Ólafur Ragnar segir frá því í samtali við Morgunblaðið í dag að hann hafi rætt mannréttindamál við forseta Kína, sem hafi haft uppi góð orð um að hefja um þau opna umræðu. Í þeim efnum ber að taka Hu Jintao á orðinu. Allt bendir til þess að Kína sé að verða helsti framleiðandi heimsins. Í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson í Morgunblaðinu í dag kemur fram að öll vara í verslunum Oasis í Kína er framleidd í landinu og 40% þeirrar vöru sem seld er á Bretlandi. Björg- ólfur Thor Björgólfsson undirritaði í gær samning við kínverskt fyrirtæki, sem getur selt honum þróaða iðnaðar- vöru á lægra verði en keppinautarnir. Í hafnarborginni Qingdao láta íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vinna fyrir sig fisk. Þar eru einnig skipafélögin Eim- skip og Samskip með skrifstofur og starfslið. Í Shanghai hafa íslensk hjón komið sér vel fyrir með því að hafa milligöngu um framleiðslu fatnaðar í Kína fyrir evrópsk fatafyrirtæki. Mið- að við þjóðir á borð við Þjóðverja, sem hafa veðjað á Kína, eru Íslendingar rétt að byrja að hasla sér völl, en það er ljóst að tækifærin eru víða. Í ÞRIÐJA SÆTI EN EKKI KOMIN Í MARK Niðurstaða könnunar Alþjóðaefna-hagsráðsins (World Economic Forum, WEF), um að Ísland sé í þriðja sæti á lista yfir 58 lönd sem beztum árangri hafa náð í baráttu fyr- ir jafnrétti kynjanna, er ánægjuleg staðfesting þess að mikilsverður ár- angur hefur náðst í jafnréttismálum þótt enn sé langt í land að ná fullu jafnrétti karla og kvenna. Sumum kann að þykja nokkur þversögn í því fólgin að í þeim þremur löndum, sem eru efst á listanum; á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, hafa umræður verið áber- andi að undanförnu um að ónógur ár- angur hafi náðst í jafnréttismálum og grípa verði til róttækari aðgerða en áður til að tryggja jafnrétti kynjanna í stjórnmálum og í atvinnulífinu. En auðvitað er rökrétt að í þeim löndum, þar sem ríkust vitund er um misrétti kynjanna, þyki fólki jafnframt sem takmarkið um fullt jafnrétti sé langt undan. Í skýrslu WEF er bent á hina hlið málsins; að þrátt fyrir að konur í stórum hluta ríkja heims búi við hróp- legt misrétti er það ekki viðurkennt almennt sem vandamál nema í tiltölu- lega fáum löndum. Meðal þeirra þátta sem stuðla að góðri stöðu Íslands í samanburði WEF eru mikil atvinnuþátttaka kvenna og hátt menntunarstig, langt fæðingarorlof með tekjutengdum greiðslum, góð heilbrigðisþjónusta fyrir þungaðar konur, góð dagvistun – og löng forsetatíð Vigdísar Finnboga- dóttur, svo dæmi séu nefnd. Ástæða þess að WEF, sem til þessa hefur einkum látið sig efnahagsmál varða, ræðst í gerð könnunarinnar, er tengsl jafnréttismála og árangurs í efnahagsmálum. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Augusto Lopez- Claros, öðrum höfundi skýrslu WEF, að það kæmi ekki á óvart að Norð- urlöndin væru jafnframt meðal þeirra efstu á lista WEF um alþjóðlega samkeppnishæfni ríkja. „Ríki, sem leyfa ekki helmingi þegna sinna að njóta sín til fulls, eru augljóslega að draga úr sínum eigin möguleikum,“ sagði Lopez. Á þetta hefur margoft verið bent í umræðum um jafnréttismál; að með því t.d. að ráða síður konur til stjórn- unarstarfa í fyrirtækjum eða kjósa þær síður til ábyrgðarstarfa í stjórn- málum sé mannauður þjóðarinnar vannýttur. Í ríkjum eins og Íslandi, þar sem konur standa nú nokkurn veginn jafnfætis körlum hvað mennt- un varðar, verður þessi vannýting á þekkingu og hæfileikum raunar enn hróplegri en í löndum, þar sem konur fá miklu síðar að ganga menntaveginn en karlar. Góð útkoma í alþjóðlegum saman- burði á borð við þann sem WEF hefur unnið er okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut – en á sízt að verða til þess að við sláum slöku við í jafnréttisbaráttunni. Þótt við höfum lent í þriðja sæti, fylgja því engin verðlaun – við erum ekki komin í mark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.