Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
GLERÁRKIRKJA
Lögmannshlíðarsókn
Aðalfundur
Aðalfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í
safnaðarsal Glerárkirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 20.00.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf.
• Kosningar.
• Önnur mál.
Sóknarnefnd.
AKUREYRI
LANDIÐ
Tónleikar | Tónlistarmaðurinn
Mugison heldur tónleika á Græna
hattinum á Akureyri í kvöld kl.
21.00 en húsið verður opnað kl.
20.00. Þetta eru fyrstu tónleikar
kappans hérlendis eftir vel heppn-
aða tónleikaferð um Evrópu.
Stofnfundur Nýs afls
á Norðurlandi
Áhersla á
stóriðju og
virkjanir
STOFNFUNDUR Nýs afls á Norð-
urlandi var haldinn á Hótel KEA í
gærkvöld. Tilgangurinn með stofnun
félagsins er að stuðla að uppbygg-
ingu stóriðju á Norðurlandi og að
vatns- og gufuafl á Norðurlandi verði
nýtt og beislað í því skyni. Félagið
leggur höfuðáherslu á að kynna kosti
Eyjafjarðar sem heppilegs staðar
fyrir stóriðju. Tilgangi sínum hyggst
félagið ná með því að standa fyrir op-
inni umræðu um málið og með útgáfu
á kynningarefni.
Fram kemur í tilkynningu frá und-
irbúningsnefnd að hópur fólks sem
áhuga hafi á uppbyggingu atvinnu-
lífs hafi að undanförnu komið saman
til funda og undirbúið stofnun félags.
Á Norðurlandi er mikið af óbeislaðri
orku bæði í fallvötnum og jarðvarma
og mun félagið bæði með beinum og
óbeinum hætti beita sér fyrir því að
þessi orka verið beisluð og nýtt til
eflingar atvinnulífs. Þá leggur félag-
ið áherslu á að snúa við þeirri nei-
kvæðu umræðu sem verið hefur í
landinu um virkjanir og stóriðju.
Framhaldsstofnfundir Nýs afls á
Norðurlandi verða haldnir á Siglu-
firði í kvöld og á Dalvík á morgun,
fimmtudag.
Skipulags- og bygginga-
fulltrúi Akureyrarbæjar
Telur upp-
sögn í starfi
ólöglega
AKUREYRARBÆR hefur auglýst
stöðu skipulags- og byggingafulltrúa
lausa til umsóknar. Bjarni Reykjalín
hefur gegnt þessari stöðu undanfarin
ár en umhverfisráð Akureyrarbæjar
lítur svo á að hann hafi sagt upp starfi
sínu í lok síðasta mánaðar. „Ég hef
ekki sagt upp en þeir hjá Akureyr-
arbæ telja að ég hafi gert það. Nú er
ég að leita réttar míns og er með lög-
fræðinga að vinna fyrir mig í þessu
máli,“ sagði Bjarni, en hann lítur svo á
að réttur sinn hafi verið brotinn.
Bjarni sagði að hart hefði verið lagt
að sér að segja upp út af máli sem
kom upp. „Mér fannst mikið meira
gert úr því máli en ástæða var til, því
ég taldi mig hafa getað skýrt mín mál
öll. Þeir hafa greinilega ekki tekið þá
skýringu gilda og ákveðið að fara út í
þetta. Þannig að ég er hættur, þar
sem mér sagt ólöglega upp og er að
leita réttar míns,“ sagði Bjarni.
Í bókun umhverfisráðs frá 4. maí sl.
kemur m.a. fram að ráðið líti svo á að
Bjarni hafi sagt upp starfi sínu hjá
Akureyrarbæ föstudaginn 29. apríl
með tölvubréfi frá lögmanni sínum
sem staðfest var af hálfu Akureyrar-
bæjar sama dag. „Í tölvubréfinu kem-
ur fram að Bjarni muni nú þegar und-
irrita uppsagnarbréf sitt. Einnig
samþykkir lögmaðurinn fyrir Bjarna
hönd samkomulag um starfslok hans
við Akureyrarbæ og að gengið verði
strax frá starfslokasamningi,“ segir
ennfremur í bókun ráðsins. Guð-
mundur Jóhannsson formaður um-
hverfisráðs sagði engu við bókun
ráðsins að bæta vegna málsins.
Borgarnes | Þeir stóðu keikir vin-
irnir Páll Einarsson og Sævar Hlíð-
kvist Kristmarsson í anddyrinu á
verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi í
Borgarnesi síðastliðinn föstudag.
Þar seldu þeir bók til styrktar
Hjálparstarfi kirkjunnar. Bókin,
sem inniheldur söguna Matar-
hornið, og teikningar, er fumsamin
af Páli. Og reyndar átti hann hug-
myndina að öllu saman.
„Ég gerði söguna fyrst í skól-
anum og ákvað um leið og ég skrif-
aði hana að mig langaði að selja
hana og hjálpa börnum,“ sagði Páll.
,,Það er af því að hann vorkennir
þeim,“ bætti Sævar við, en andvirði
sölunnar rennur til barnahjálpar
kirkjunnar.
Sagan fjallar um einhyrning sem
týnir horninu sínu og kemst að því
að það hafði lent hjá fátækum börn-
um og var orðið fullt af mat. „Þess
vegna heitir bókin Matarhornið,“
sagði Páll. Hann var ekki lengi að
framkvæma, hugmyndin kviknaði
5. maí, sagan var tilbúin til fjölföld-
unar 7. maí og tæpri viku síðar fór
salan fram. Að sögn félaganna
hafði salan gengið nokkuð vel, á
fyrstu 16 mínútunum seldu þeir 13
bækur. Hver bók kostar 100 krónur
en öllum var frjálst að borga meira.
„Það eru margir sem borga meira,
nema ein kona sem ætlaði að fá
tvær, en átti bara 160 kr. Við létum
það ekkert á okkur fá og hún fékk
báðar bækurnar.“
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Ungur útgefandi Páll Einarsson með Matarhornið ásamt vini sínum, Sæv-
ari Hlíðkvist Kristmarssyni. Salan rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Hann vorkennir
fátækum börnum
Ólafsfjörður | Nemendur í 8. og 9.
bekk í Gagnfræðaskólanum í Ólafs-
firði hafa nýlokið helgarumönnun
sem er hluti af forvarnarverkefn-
inu „Hugsað um barn“ og lífs-
leikniáætlun skólans. Allir nemend-
urnir stóðu sig mjög vel og var
meðaleinkunn í 8. bekk 9,4 og 9,0 í
9. bekk og mun það vera hæsta ein-
kunn yfir landið enn sem komið er.
Unglingarnir vöktu mikla athygli
hvar sem þau komu og tóku íbúar
vel á móti tilraunaforeldrunum.
Nemendur fengur í hendur
dúkku sem þeir áttu að annast eina
helgi og kynnast þannig þeirri
ábyrgð sem fylgir að annast ung-
barn. Dúkkan er eftirlíking af ung-
barni og þarf sömu umönnun. Hún
vaknar eins og ungbarn jafnt um
nætur og daga og þarf umönnun
sem slíkt. Dúkkan er þannig úr
garði gerð að enginn getur sinnt
henni né huggað nema „foreldrið“
og því er ábyrgð nemenda mikil.
Einn drengur hafði líka að orði er
hann skilaði sínu „barni“ á mánu-
dagsmorgni að það sem hefði verið
skemmtilegast var að „bera 100%
ábyrgð á einhverju sjálfur“ og seg-
ir það kannski allt sem segja þarf.
Markmið verkefnisins er að vekja
unglinga til umhugsunar um afleið-
ingar ótímabærrar þungunar og
leitast við að hafa áhrif á að þeir
byrji að stunda kynlíf eldri en nú
þekkist og af meiri ábyrgð. Auk
þessa fléttast inn fleira fræðsluefni
t.d. afleiðingar neyslu áfengis og
vímuefna á meðgöngu og eru þar
tvær dúkkur notaðar við kennslu
sem sýna afleiðingar neyslu áfengis
á meðgöngu annars vegar og hins
vegar neyslu fíkniefna á meðgöngu.
Þá er farið yfir þann kostnað sem
fylgir svo og ábyrgt kynlíf og kyn-
hegðun. Verkefnið er jafnréttis-
sinnað þar sem bæði kynin fengu
dúkku til að annast. Foreldrar eru
einnig virkir þátttakendur og flest-
ir upplifa jákvæða reynslu af því
samstarfi sem skólinn á við heim-
ilið. Auðvelt er að meta árangur af
þessu verkefni þar sem viðhorfs-
kannanir eru lagðar fyrir á undan
og eftir hjá nemendum, einnig er
lögð könnun fyrir foreldra eftir
dúkkuhelgina. Nemendur gera ým-
is verkefni sem miða að því að gera
þau upplýstari um afleiðingar
ótímabærrar þungunar og stuðla að
seinkun virks kynlífs.
Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri
Gagnfræðaskólans sem var líka
„amma“ þessa umræddu helgi, er
mjög ánægð með verkefnið og telur
að vel hafi tekist til. Verkefnið hafi
verið krefjandi bæði fyrir nem-
endur og annað heimilisfólk en
fyrst og fremst skemmtilegt og gefi
tilefni til ýmissa umræðna sem ann-
ars hefðu ekki komið til.
Nemendur kynnast krefj-
andi „foreldrahlutverki“
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Dúkkuverkefni Piltarnir tóku jafnan þátt í verkefninu,
þar á meðal Daníel Ólafsson og Hilmir Gunnar Ólason.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Dúkkuverkefni Andrea S. Hilmarsdóttir og Áslaug Eva
Antonsdóttir með „börnin sín“.
Húsavík | Húsvíkingurinn Guðrún
Björg Aðalsteinsdóttir, nemi við Við-
skiptaháskólann á Bifröst, hefur að
undanförnu unnið að skýrslu um
heilsutengda ferðaþjónustu á Húsa-
vík. Með henni unnu að verkefninu
fimm samnemendur hennar á Bifröst
þau Elís Þór Sigurðsson, Halla Björg
Evans, Heiðar Örn Stefánsson,
Magnús Sigurðsson og Signý Óskars-
dóttir.
Guðrún Björg segir hugmyndina
að þessu verkefni hafa kviknað eftir
samtal við Reinhard Reynisson bæj-
arstjóra en forsvarsmenn Húsavíkur-
bæjar, Atvinnuþróunarfélags Þingey-
inga og Heilbrigðisstofnunar Þing-
eyinga höfðu verið að velta fyrir sér
hvað hægt væri að gera til að efla
heilsutengda ferðaþjónustu á svæð-
inu og horfðu m.a. til sérstöðu vatns
sem fæst úr borholu á Húsavíkur-
höfða. Helstu niðurstöður skýrslunn-
ar eru að sögn Guðrúnar Bjargar þær
að efnasamsetning vatnsins og sér-
stöðu þess megi nýta sem sóknarfæri
í heilsutengdri ferðaþjónustu í bæn-
um.
Heilsulind við sundlaug
eða Heilbrigðisstofnun
Ennfremur segir í skýrslunni „Með
byggingu heilsulindar við Sundlaug
Húsavíkur og endurhæfingarstöðvar
á sama stað eða við Heilbrigðisstofn-
un Þingeyinga hefur kröfum um
heilsutengda ferðaþjónustu að megn-
inu til verið fullnægt. Bæjaryfirvöld,
ferðaþjónustu- og verslunaraðilar
sem og allir bæjarbúar verða að taka
höndum saman og vinna að sameig-
inlegu átaki, efla ímynd bæjarins svo
þetta geti orðið að veruleika. Grunn-
forsenda þess að reka slíka þjónustu í
bænum er þó að komið verði á flug-
samgöngum til Húsavíkur á ný, eink-
um yfir vetrartímann en ætla má að
þetta haldist í hendur. Skiptar skoð-
anir eru um áhrif mögulegra stóriðju-
framkvæmda á svæðinu en varast
verður að taka því sem sjálfsögðum
hlut að þetta tvennt geti farið saman“.
Það er mat skýrsluhöfunda að
helsta aðdráttarafl Íslands fyrir er-
lenda ferðamenn sé fyrst og fremst
ósnortin náttúra og hreina loftið.
Vinna skýrslu um heilsutengda ferðaþjónustu á Húsavík
Sóknarfæri í
vatni úr Húsa-
víkurhöfða
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Heilsulind Mat skýrsluhöfunda er
að ósnortin náttúra ásamt hreinu
lofti sé helsta aðdráttarafl Íslands
fyrir erlenda ferðamenn. Botnsvatn
er ein af náttúruperlum Húsavíkur.
♦♦♦