Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 23
UMRÆÐAN
Frábær tilboð fyrir 10 manns eða fl eiri
www.esja. is
Dugguvogi 8
Sími 567 6640
Hellur
steinar
borðinu
skuluð þið þekkja þær
Á yfir-
HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR
Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800
Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855
Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881
www.steypustodin.is
Hellur og steinar fást einnig í
verslunum BYKO
F
A
B
R
I
K
A
N
SUMARIÐ & GARÐURINN
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með
hagsmuni allra að leiðarljósi,
bæði núverandi bænda og
fyrrverandi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn
heimilisofbeldi og kortleggj-
um þennan falda glæp og
ræðum vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess
að minnka kynferðisofbeldi
þurfa landsmenn að fyrir-
byggja að það gerist. For-
varnir gerast með fræðslu al-
mennings.
Jóhann J. Ólafsson: „Lýð-
ræðisþróun á Íslandi hefur,
þrátt fyrir allt, verið til fyr-
irmyndar og á að vera það
áfram.“
Pétur Steinn Guðmunds-
son: „Þær hömlur sem settar
eru á bílaleigur eru ekki í
neinu samræmi við áður
gefnar yfirlýsingar fram-
kvæmdavaldsins, um að
skapa betra umhverfi fyrir
bílaleigurnar.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöð-
unni er að láta TR ganga inn
í LHÍ og þar verði höfuð-
staður framhalds- og háskóla-
náms í tónlist í landinu.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
REKSTRARFORM fyrirtækja
var lengi eitt helsta deiluefnið í
stjórnmálabaráttunni. Jafn-
aðarmenn vildu ríkisrekstur og
áætlunarbúskap en íhaldsmenn
vildu einkarekstur. Hér á landi var
það að vísu lengi svo, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hélt
vörð um mikinn op-
inberan rekstur, t.d.
hjá Reykjavíkurborg
og raunar einnig hjá
ríkinu. Í dag vilja
jafnaðarmenn aðeins
takmarkaðan opinber-
an rekstur. Þeir telja,
að ná megi mark-
miðum opinbers
reksturs með ráðstöf-
unum í skattamálum
og eftir öðrum leið-
um. Jafnaðarmenn
vilja að heilbrigð-
iskerfið og skólakerfið sé í hönd-
um hins opinbera svo og ýmis
mikilvæg stór fyrirtæki eins og
orkuveitur. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur fallið frá hinum mikla op-
inbera rekstri, sem hann beitti sér
áður fyrir og stóð vörð um. En
segja má, að við Íslendingar höf-
um farið úr einum öfgum í aðrar í
þessu efni. Áður átti nær allt að
vera í höndum hins opinbera, ríkis
eða sveitarfélaga. En nú vilja
menn einkavæða allt. Í því efni
eltir hver annan.
Síminn gott ríkisfyrirtæki
Ég tel, að stefna einkavæðingar
sé komin út í hreinar öfgar. Það er
ekki lengur spurt hvernig rekstur
opinberra fyrirtækja gangi. Það
er talað um einkavæðingu rík-
isfyrirtækja enda þótt rekstur
þeirra gangi mjög vel, sé til fyr-
irmyndar og skili eiganda sínum
miklum arði. Gott dæmi um slíkt
fyrirtæki er Síminn. Um langt
skeið hefur Síminn verið fyr-
irmyndar ríkisfyrirtæki. Fyr-
irtækið hefur verið mjög vel rekið
og það hefur skilað
miklum hagnaði, iðu-
lega 2–3 milljörðum
kr. á ári. Er mjög
ólíklegt, að einkaað-
ilar hefðu gert betur í
því efni. En hvers
vegna á þá að einka-
væða Símann?
Má ekki ríkið eiga
fyrirtækið áfram?
Hvers vegna má
ekki Síminn áfram
vera eign ríkisins,
fólksins í landinu?
Hvers vegna má ekki íslenska rík-
ið áfram fá 2–3 milljarða á ári í
arð af þessu góða fyrirtæki?
Hvers vegna þarf að afhenda ein-
hverjum fáum einstaklingum þetta
góða fyrirtæki og láta þá hirða
arðinn af því, sem íslenska ríkið
hefur byggt upp? Þessum spurn-
ingum hefur ekki verið svarað. Ég
blæs á þá röksemd, að ríkið eigi
ekki að eiga og reka fyrirtæki í
samkeppnisrekstri. Síminn er í
dag hlutafélag, að mestu í eigu
ríkisins. Það nýtur engra sérrétt-
inda. Það situr við sama borð og
önnur fyrirtæki í þessari grein.
Það keppir á jafnréttisgrundvelli.
Og það er aðalatriðið. En það
virðist vera stefnuatriði núverandi
ríkisstjórnar að láta flokksvini og
flokksgæðinga fá bestu fyrirtæki
landsins. Við sölu Símans má al-
menningur ekki eignast neitt í
fyrirtækinu, ekki fyrr en eftir 3
ár, þegar það hefur hækkað mikið
í verði og kaupendur hafa grætt
mikið af því, sem þeir þurfa að
borga út í fyrirtækinu. En þegar
hlutabréfin hafa stórhækkað þá
má almenningur kaupa hlutabréf í
því á uppsprengdu verði! Þetta er
línan sem þeir Halldór og Davíð
komu sér saman um.
Einkavinavæðingin
heldur áfram!
Það á að halda áfram á sömu
braut og þegar bankarnir voru
einkavæddir. Þá varð samkomulag
um að íhaldsvinir fengu Lands-
bankann og Sambandsvinir fengju
Búnaðarbankann. Og það varð
einnig samkomulag um að „selja“
þessum aðilum bankana á út-
söluverði. Einkavinirnir, sem
fengu að kaupa þessa banka, hafa
rakað til sín milljörðum í gróða.
Nú á að endurtaka sama leikinn
með Símann. En þjóðinni virðist
nú nóg boðið: Hún hefur risið upp
og mótmælt og stofnuð hefur ver-
ið hreyfing um kaup almennings á
Símanum. Agnes Bragadóttir,
blaðamaður á Mbl., hratt þessari
hreyfingu af stað með einni lítilli
grein í Mbl.
Ef ekki er unnt að stöðva sölu
Símans og hafa fyrirtækið áfram í
eigu ríkisins, er það næstbesti
kosturinn, að almenningur kaupi
fyrirtækið og enginn eigi stóran
hlut í fyrirtækinu.
Rangt að einkavæða
báða bankana
Einkavæðingin er komin út í al-
gerar öfgar og er ég algerlega
sammála Vinstri grænum í því
efni. Ég tel t.d. að það hafi verið
alrangt að einkavæða báða rík-
isbankana, þ.e. viðskiptabankana.
Ríkið hefði átt að eiga og reka
áfram annan bankann. Með því
hefði mátt tryggja betri þjónustu
við landsbyggðina og tryggja, að
a.m.k annar þessara banka hefði
hagsmuni fólksins og fyrirtækj-
anna á Íslandi í fyrirrúmi en hugs-
aði ekki um það eitt að hámarka
gróða sinn og fjárfesta erlendis.
Bankarnir eru komnir út í alls
konar brask og fylgja tæpast lög-
um við kaup á hlutum í öðrum fyr-
irtækjum. Þeir eru iðulega komnir
út í atvinnurekstur í greinum
óskyldum bankastarfsemi. Það er
ekki hlutverk bankanna. Hlutverk
þeirra er að reka bankastarfsemi.
Hvorki bankamálaráðherra né
fjármálaeftirlitið gerir alvarlegar
athugasemdir við þetta. Ég tel því,
að það komi fyllilega til greina að
breyta rekstrarformi annars bank-
ans á ný.
Við þurfum að staldra við á
braut einkavæðingar og stíga jafn-
vel einhver skref til baka.
Einkavæðing komin út í öfgar
Björgvin Guðmundsson fjallar
um einkavæðingu bankanna ’Við þurfum að staldra við á braut
einkavæðingar og
stíga jafnvel einhver
skref til baka.‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.