Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g fór til Bandaríkj- anna fyrir skömmu. Það var frábær ferð; tólf dagar hjá gest- risnum vinum í Santa Monica, sem er næsti bær við Los Angeles. En hvað um það. Þegar ég kem út á Leifsstöð, áður en að innritunarborðinu er komið, mætir mér starfsmaður flugvall- arins, sem spyr hvert ég sé að fara. Ég svara sem er, að ég sé að fara til Bandaríkjanna. „Værirðu þá til í að koma í svolítið öryggis-tékk?“ spyr hún. Jú, það er nú lítið mál, enda er ég mættur með fyrra fall- inu. Ég er nefnilega haldinn þeim andlega kvilla, sem er kannski ekki neinn kvilli, að ég vil alltaf hafa vaðið fyrir neðan mig. Þetta er árátta. Ég er sjúklega stundvís og sem dæmi um þennan ágalla er einmitt að ég mæti helst klukku- tíma fyrr á flugvöllinn en mælt er með. Þessi geðveila hefur reynst mér vel í gegnum árin. Þetta var nú útúrdúr, en ég var semsagt leiddur í herbergi, sem myndað var með færanlegum þilj- um inn af innritunarborðunum hægra megin þegar maður kemur inn í Leifsstöð. Þar er starfsmaður tollstjóra, geri ég ráð fyrir, og hann segir að þetta sé samkvæmt nýlegum reglum. Þetta sé nauð- synlegt til þess að fólk fái að ferðast til Bandaríkjanna. Ég fellst á þessa röksemdafærslu, enda hefur öryggisvarsla í henni Ameríku margfaldast frá hryðju- verkaárásunum 11. september 2001. Að því er mér skilst. Ég fæ hins vegar heldur betur áfall þegar tollvörðurinn setur á sig latexhanska. „Nei, andskotinn hafi það,“ segi ég við embættis- mennina. Þau hlæja. Nei, hann ætlar bara að skoða farangurinn. Farangurinn í hinum hefðbundna skilningi. Töskurnar. Þvílíkur léttir. Ferðin til Minneapolis gengur eins og í sögu. Flugvöllurinn þar er samt frekar ruglingslegur. Ég finn ekki flugið, sem á að flytja mig áfram, á skjám flugvallarins, en eftir tvær eða þrjár fyrirspurnir kemst ég á rétta braut. Það sem mér finnst merkilegast, nýlentum í fyrsta skipti á bandarískri grundu, er að um ganga flugvallarbygging- arinnar er ekið bifreiðum. Vögnum sem flytja mismunandi akfeita far- þega (líklega Bandaríkjamenn) á milli flugvallarhliða. Ökumenn þessara farartækja slá ekkert af, þannig að stundum á maður fótum fjör að launa þegar þeir nálgast á fleygiferð. Önnur nýjung, sem Íslendingar hafa ekki uppgötvað, er að hleypa inn í flugvélina í hollum. Jú, ein- hvern tímann man maður eftir að fötluðum og barnafólki hafi verið hleypt inn fyrst, en þarna er fólki skipað upp í mörgum hópum, eftir því hvar það situr í vélinni. Þegar ég kem inn í vélina og er sestur, eftir klukkutíma veru í fyr- irheitna landinu, eignast ég minn fyrsta bandaríska vin. Er ekki sjálfur Larry mættur! Sessunaut- ur minn á leiðinni til Phoenix. Larry er byggingarverkamaður og fæst við að steypa endastöðvar fyrir símafyrirtæki. För hans til Phoenix helgast ekki af góðu og er farin með skömmum fyrirvara. Sonur hans, sem er tvítugur og býr þar í borg, fékk heilahimnu- bólgu og liggur nú á sjúkrahúsi. Sem betur fer er þó um bakt- eríuafbrigðið að ræða, en ekki veiruafbrigði, þannig að batalíkur eru góðar. Larry á tvo syni. Auk þessa á hann 24 ára son sem er nýkominn frá Nýja-Sjálandi, þar sem hann stundaði trúboð. Fjölskyldan virð- ist reyndar vera afar trúuð, því sonurinn í Phoenix gekkst nýlega undir skírn. Þegar samtali okkar lýkur (eftir u.þ.b. tvo klukkutíma) opnar Larry biblíuna og blaðar í henni. Ég glugga í spennusögu eft- ir Greg Iles. Larry er 47 ára og flutti frá Efriskaga, Upper Peninsula, í Michigan, til Minnesota þegar hann var 18 ára. Hann er nokkuð sterklega vaxinn; 220 pund að þyngd og það fer ekki vel um hann á milli mín og hins sessunautarins. Hann segist vera orðinn frekar lú- inn og leiður á byggingarvinnunni og hugsar sér gott til glóðarinnar að komast á eftirlaun. Hann hefur ferðast um öll Bandaríkin vegna starfa síns. Hann hefur mikið yndi af flugu- veiðum og þykir fátt skemmtilegra en að bleyta sínar eigin flugur í vötnunum í Minnesota, sem eng- inn skortur er á. Hann kann ekki á tölvur; faðir hans sendi honum einu sinni tölvupóst sem hann las ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna, þegar sá gamli forvitnaðist um afdrif hans. Þrátt fyrir skammvinn kynni þykir mér vænt um vin minn Larry. Þessi fyrsti maður sem ég yrði á í Bandaríkjunum er góð kynning fyrir þá þjóð. Hann er vinalegur og maður fær aldrei á tilfinninguna að vináttan sé yf- irborðskennd. Á för minni til Bandaríkjanna varð ég áþreifanlega var við hversu fólk er miklum mun vin- gjarnlegra og opnara í mannlegum samskiptum en við erum hérna heima. Sjálfur hef ég alltaf verið hálf þurrpumpulegur eins og við erum almennt. Ég held að þetta helgist hreinlega af feimni. Íslend- ingar eru gríðarlega feimin þjóð. Það er ég ennþá, þótt ég hafi verið hálfu verri á mínum yngri árum. Það er hins vegar svo miklu betra og þægilegra að sýna velvild og vinahót þegar maður mætir ókunnugum. Það gerir lífið svo miklu auðveldara og skilar sér í betri andlegri líðan. „Hi, how are you,“ segir afgreiðslufólkið á veit- ingastöðum og brosir til manns. Þá er það ekki að ætlast til þess að maður fari að þylja upp atvik í vinnunni eða þvíumlíkt: „Thank you, I’m fine. Things could be better, though. My boss was terrible today. I was supposed to finish an assignment tomorrow, but he made me work all night be- cause he moved the date forward one day…“ Nei, maður brosir til baka og svarar: „How are you?“ Yfirborðskennd kurteisi? Má vera, en kannski líka sjálfsögð kurteisi og mannasiðir. Larry vinur minn Larry er byggingarverkamaður og fæst við að steypa endastöðvar fyrir símafyrirtæki. För hans til Phoenix helgast ekki af góðu og er farin með skömmum fyrirvara. VIÐHORF Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is ALÞJÓÐARÁÐ safna (Int- ernational Council of Museums ICOM) hefur starfað frá árinu 1946. Í ráðinu eða samtökunum eru ríflega tuttugu þúsund félagar, allt faglegir starfsmenn safna í 115 þjóðlöndum. Ráðið lætur til sín taka á al- þjóðavettvangi þegar þurfa þykir. Stríðsástand og eyðilegging menn- ingarverðmæta í Írak og Afganistan hafa sett mark sitt á starfsemi ICOM að undanförnu og hafa samtökin í samvinnu við UNESCO unnið að skipulagðri björg- unarstarfsemi í söfnum og á friðuðum stöðum í þessum löndum ef og þegar því hefur verið við komið. Höf- uðstöðvar samtakanna eru í París. Þar hafa aðsetur 15 starfsmenn sem veita ráðgjöf um allt það sem lýtur að rekstri og starfsemi safna og þaðan eru skipulagðir hjálparleið- angrar þegar skórinn kreppir. Markmið og starfsemi ICOM Samtökin stuðla að þróun safna, styðja við rekstur þeirra, auka skiln- ing á eðli safna, efla samvinnu og eru bakhjarl faglærðra safnmanna við að efla þekkingu almennings og stjórnvalda á eðli safnastarfs. Sam- tökin eru óháð ríkisstjórnum og eru ráðgefandi fyrir UNESCO í þeim málum sem varða safnastarfsemi. Jafnframt starfa 30 alþjóðanefndir um sérhæfð og afmörkuð málefni safna, s.s. öryggismál, fræðslu, sýn- ingarmál og safnbyggingar. Helsti vettvangur ICOM-félaga til að hittast á alþjóðavísu er þriðja hvert ár þegar haldin er ráðstefna með þátttöku þeirra félaga ICOM sem eiga þess kost að sækja hana. Síðast var slík ráðstefna haldin í Suður-Kóreu í október 2004. Þar var umfjöllunarefnið „varðveisla óáþreifanlegs menningararfs“. Fimm af fimmtíu félögum Íslands- deildar ICOM sóttu þá ráðstefnu þar sem var samankomið hálft annað þúsund safnmanna hvaðanæva úr heiminum. Flestir voru þátttak- endur frá Asíu sem er eðlilegt út frá staðsetningu en þetta var í fyrsta skipti frá stofnun ICOM árið 1946 að slík ráðstefna er haldin í Asíu. Alþjóðlegur safnadagur Í viðleitni sinni til þess að efla samkennd og auka samvinnu hafa samtökin frá árinu 1977 haldið al- þjóðlegan hátíðisdag safna 18. maí ár hvert og helgað hverju ári ákveðna yfirskrift. Að þessu sinni ber dagurinn yfirskriftina Söfn brúa bilið. Merking þessara orða kemur einkar vel heim og saman við markmið safna og stefnumið sem er að varðveita þekkingu og miðla henni áfram til fólks, bæði þeirra sem leita eftir henni af sjálfsdáðum en jafn- framt keppast söfnin um hylli almennings og stjórnvalda. Í söfn- unum eru miklir þekk- ingarbrunnar um gengnar kynslóðir og um aðra menningarheima. Með miðlun þekkingar og fróðleiks stuðla söfnin markvisst að bættu mannlífi með því að auka skilning á mismun- andi menningarstraumum. Þar geta þau komið markvisst að því að út- rýma fordómum sem bætir mann- lífið auk þess sem þau bjóða upp á viðburði og sýningar sem hafa ótví- rætt skemmtanagildi. Söfnin geta brúað bil bæði milli landa, menning- arheima, listastefna, og ekki hvað síst milli kynslóða og aldurshópa. Í nútímasamfélagi eiga söfnin æ meira undir almenningi þótt stjórn- völd muni ævinlega bera ábyrgð á rekstri þeirra. Þessu þurfa söfnin að mæta með síbættri þjónustu. Þau þurfa að vera í stakk búin til þess að vera virkir þátttakendur í því að móta og byggja upp samfélagið í sí- breytilegum heimi og leita leiða til þess að skapa lifandi tengsl út á við. Það sem brennur heitast hér á landi um þessar mundir eru nýstárlegar sýningar á Listahátíð í Reykjavík og víðar þar sem flest listasöfn bjóða upp á sýningar með samtímalist eftir erlenda og íslenska listamenn. Íslandsdeild ICOM Hér á landi var Íslandsdeild ICOM stofnuð árið 1985 og hafa verkefni hennar tekið mið af starf- semi alþjóðasamtakanna. Eitt þeirra hefur verið að halda safnadaginn há- tíðlegan en aðstæður hér á landi hafa leitt til þess að samkomulag er um að flestir halda upp á safnadag- inn annan sunnudag í júlí ár hvert. Hefur hann verið nefndur íslenski safnadagurinn og verður hann í ár haldinn þann 9. júlí. Þá hafa íslensk- ir félagar í ICOM sótt ráðstefnur og fundi erlendis og er slíkt vænlegt til árangurs í því að halda í heiðri fag- legum vinnubrögðum við söfnin, efla tengsl við erlenda starfsfélaga og brúa bil milli safna og landa. Á Íslandi eru ýmis bil sem mætti brúa betur og með markvissari hætti en tekist hefur. Hvað með svokall- aða byggðastefnu, bil milli dreifbýlis og þéttbýlis, bil milli starfsgreina, bil milli menntastofnana og skóla, bil milli mismunandi þjóðfélagshópa og ólíkra þjóða sem setjast hér að og vinna þjóðinni og samfélagi á Íslandi gagn með ómetanlegu vinnuframlagi og með því að lífga og auðga menn- ingarstarfsemi með miðlun þekk- ingar á framandi menningar- heimum? Í öllu þessu gætu söfnin lagt lið með sýningahaldi, með gerð fræðsluefnis á heimasíðum, með út- gáfu á prenti. Án öflugrar safn- astarfsemi væri íslenskt samfélag mun fátækara. Það gildir að söfnin hafi tiltæk ráð til að láta til sín taka í samfélagsumræðunni. Því ættu safnmenn að leitast við að vera fund- vísir og stundaglöggir á að taka í þjónustu sína nýjar vinnuaðferðir og opna leiðir fyrir hugmyndafræði í sýningargerð og miðlun. Brúa bilin í samfélaginu í tíma og rúmi. Söfnin brúa bilið Lilja Árnadóttir skrifar í tilefni Alþjóðlega safnadagsins ’Samtökin stuðla aðþróun safna, styðja við rekstur þeirra, auka skilning á eðli safna, efla samvinnu og eru bak- hjarl faglærðra safn- manna við að efla þekkingu almennings og stjórnvalda á eðli safnastarfs.‘ Lilja Árnadóttir Höfundur er formaður Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna, ICOM, og er fagstjóri á Þjóðminjasafni Íslands. Í DAG eru 40 ár síðan Gæslu- systrafélag Íslands var stofnað. Nafni þess var breytt 1971 í Þroska- þjálfafélag Íslands. Út úr nafna- breytingunni einni saman má lesa þá bylt- ingu sem varð á þess- um fyrsta áratug fé- lagsins í viðhorfum til fólks með þroskahöml- un, eða fávita eins og tungutak þess tíma endurspeglaði viðhorf þjóðarinnar. Litið var á þroskahömlun sem heilbrigðisvanda sem best væri leystur með því að setja sjúk- lingana á stóra heil- brigðisstofnun sem sérhæfði sig í lækningum og með- ferð þessa kvilla. Þeirra þurfti að gæta vel og þótti greinilega fráleitt að karlar kæmu að slíku verki. Foreldrum var oftast nauðugur sá kostur að senda börn sín á slíka stofnun, því lítinn sem engan stuðn- ing var að fá frá samfélaginu til upp- eldis í heimahúsum. Vitnisburður þroskaþjálfa sem muna tímana tvenna um aðbúnað og meðferð vistmanna á stofnunum er átakanlegur. Réttlætiskennd þeirra sem þá voru að hefja störf var mis- boðið. Hinn sameiginlegi vettvangur sem hið nýja félag varð, var án efa eitt af lykilatriðum þess að hin mikla bylting í lífi fólks með þroskahömlun hófst. Saga þroskaþjálfa á Íslandi og Lands- samtakanna Þroska- hjálpar er samofin. Þroskaþjálfafélagið var í hópi þeirra sem stóðu að stofnun samtakanna 1976. Það var mikil gæfa hversu vel að- standendur og fram- sækið fagfólk úr röðum þroskaþjálfa náðu sam- an um þær breytingar sem hófust hér á landi í málefnum fólks með þroskahömlun og fjöl- skyldna þeirra á áttunda áratugn- um. Þroskaþjálfar voru ötulir við að miðla því sem þeir höfðu m.a. numið erlendis hingað til lands og eru margir þeirra enn í dag öflugir mál- svarar fólks með þroskahömlun fyrir mannréttindum. Fagþekking þroskaþjálfans felst fyrst og síðast í viðhorfinu til þess fólks sem hann styður. Virðingu og skilningi á að- stæðum þess og brennandi löngun til að færa þær til betri vegar hvar sem þess er þörf. Þennan eldmóð má skynja í lögum félagsins þar sem fjallað er um tilgang þess: Að gæta hagsmuna fatlaðra, stuðla að fram- förum í málefnum þeirra og beita sér fyrir auknum skilningi á stöðu þeirra og þörfum. Að sjálfsögðu er eitt af megin- verkefnum stéttarfélags að semja um kaup og kjör og standa vörð um réttindi félagsmanna sinna. Lands- samtökin Þroskahjálp hafa alla tíð stutt þroskaþjálfa í þeirri baráttu, enda hljóta lífskjör þroskaþjálfa að endurspegla það mikilvægi sem stjórnvöld hvers tíma telja felast í því að skapa fólki með þroskahöml- un eðlileg lífsskilyrði. Fyrir hönd Landssamtakanna Þroskahjálpar óska ég Þroskaþjálfa- félagi Íslands hjartanlega til ham- ingju með 40 ára afmælið. Þroskaþjálfafélag Íslands 40 ára Halldór Gunnarsson skrifar í tilefni af 40 ára afmæli Þroskaþjálfafélags Íslands ’Fagþekking þroska-þjálfans felst fyrst og síðast í viðhorfinu til þess fólks sem hann styður.‘ Halldór Gunnarsson Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.