Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 33
það hjálpar okkur líka að hafa spil- að saman svo lengi og mikið. Það þýðir að upplifanir okkar eru að miklu leyti þær sömu, og vænting- arnar svipaðar. Við höfum öll komið fram í ákveðnum tónlistarsölum, til dæmis, eða með ákveðnu fólki, og það skapar vissulega jafnvægi.“ Íslenskt verk á efnisskránni Kvartettinn hefur tvær efnis- skrár í farteskinu að þessu sinni. Á tónleikunum í dag og á Ísafirði um næstu helgi leika þau kvartetta eft- ir Mendelssohn, Ruth Crawford Seeger, Þorkel Sigurbjörnsson og Beethoven, en á tónleikum morg- undagsins eru Svartir englar George Crumb á efnisskránni auk Ligeti-strengjakvartetts nr. 1. Það er augljóst af þessum verk- um að Pacifica-kvartettinn sérhæfir sig ekki í einni tegund af tónlist, enda segja þau af svo mörgu að taka þegar kemur að kvart- ettforminu. „Við veljum efnis- skránna eftir því á hverju við höfum áhuga á hverjum tíma. Við erum auðvitað fjögur sem tökum ákvarð- anirnar, þannig að það koma marg- ar ólíkar hugmyndir upp,“ segja þau. Það vekur athygli að íslenskt tón- skáld á verk á efnisskrá dagsins í dag, Þorkell Sigurbjörnsson. Þor- kell nam á sínum tíma við Illinois- háskóla, og tengist því á vissan hátt Pacifica-kvartettnum sem nú kenn- ir við skólann. „Þetta er nýjasti kvartett hans af fjórum,“ útskýra þau, „og hann var saminn að beiðni norskra yfirvalda í tilefni afmælis Grieg. Verkið er því nokkurs konar hylling á Grieg, en þar er líka fleygt inn ýmsum íslenskum stefjum. Þetta er létt og skemmtilegt verk, sem myndar skemmtilegt mótvægi við hina kvartettana á efnis- skránni.“ Mikilvægt að kynna klassík Þrátt fyrir þá virðingu sem hann virðist njóta og óskir og tilboð frá ýmsum virtum tónlistarhúsum um að koma þar fram á tónleikum, leggur Pacifica-kvartettinn ekki síður áherslu á að ná til aðeins öðru- vísi hlustenda en þar er venjulega að finna. Jafnvel í sinni stuttu heim- sókn til Íslands gefa þau sér tíma til að heimsækja Litla-Hraun og leika fyrir fanga, og heimsækja tvo skóla og leika fyrir börn. Þau segja þetta hluta af skyldu sinni sem tónlistarmenn. „Stór hluti af því sem við fáumst við snýst um að taka þátt í þjóðfélaginu, og sú hugsun fer raunar vaxandi í klass- íska tónlistarheiminum í Bandaríkj- unum,“ segja þau. „Við spilum því oft á elliheimilum, í skólum eða fangelsum, og það er mjög þakklátt starf. Þannig getum við átt sam- skipti við margs konar fólk á okkar hátt – með því að spila.“ Þau segja það mikilvægt fyrir framtíð klassískrar tónlistar að koma til móts við áheyrendur í bók- staflegum skilningi – að breyta ímyndinni á þann veg, að hún sé ekki bara fyrir forréttindafólk sem sitji í fínum tónlistarsal og hlusti. „Það er vaxandi áhyggjuefni innan klassíska tónlistarheimsins að tón- leikagestir eru sífellt að verða eldri, svo það þarf að gera ráðstafanir. En það er líka sjálfsagt mál – hvers vegna skyldu tónleikar aðeins vera haldnir í tónleikasölum og ekki í fangelsi, svo dæmi sé tekið?“ Þau benda á að strengjakvartett sé mjög vel til fallinn að koma fram á óhefðbundnum stöðum, það eina sem þurfi eru stólar og nótnastatív. „Við getum átt mjög náin samskipti við fólkið á hverjum stað og rætt við það um tónlistina og hvernig lífi okkar sem tónlistarmanna er hátt- að. Okkur hefur alltaf verið mjög vel tekið,“ segja þau og bæta við að einir af minnisstæðustu tónleikum þeirra hafi verið í öryggisfangelsi í Los Angeles. „Okkur finnst þetta mikilvægur hluti af starfi okkar og viljum gjarnan koma þeirri hugsun á framfæri, að maður þarf ekki endilega að skilja tónlist til að njóta hennar. Tónlist er fyrir alla, og tón- listin sem við leikum er þar síður en svo undanskilin.“ Pacifica-kvartettinn ætlar að halda þrenna opinbera tónleika í ferð sinni hér; í Íslensku óperunni í dag kl. 15, annað kvöld á sama stað kl. 20 og í Hömrum á Ísafirði laugardaginn 4. júní kl. 17. ingamaria@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 33 MENNING aðalatriði kjötkveðjuhátíða þar í landi stórar skrúðgöngur þar sem hljómsveitir spila á vögnum og skreyttir dansarar dilla sér. Við gerð vagnsins hafði Barney brasilískar goðsagnaverur kandomble í huga, guðina Ossain og Ogun. Í viðtali við tímaritið ArtForum segir Barney frá gerð verksins. Ogun er stríðsguð og tákn hans er járn. Járn hans er jafnt tól til að plægja jörðina sem og vopn. Ossaim er skógarguð og guð lækn- ingajurta. Þriðja persónan sem heill- aði Barney við gerð verksins var listakonan Julia Hill en hún bjó uppi í tré í tvö ár til að mótmæli eyðingu regnskóganna. Líkami hennar varð fyrir skakkaföllum eins og þurri húð á höndum sem að lokum minnti á trjábörk en búningar þeirra sem fylgdu vagni Barney voru með munstri unnu út frá þessu. Julia og Ossaim renna saman í eina fígúru í verkinu. Undir farartækinu, skóg- arhöggstrukki með hjólum sem eru tveir metrar í þvermál hefur síðan Ogun hreiðrað um sig, hann nærist á krafti risastórrar vélarinnar, tæknin og tólin æsa hann upp á líkamlegan máta sem áhorfendur myndbandsins fá séð en var ekki hluti af eða sýni- legt í skrúðgöngunni sjálfri. Að mínu mati er listamaðurinn hér ekki á nokkurn hátt að reyna að hneyksla áhorfendur, enda mun flóknari og al- varlegri listamaður en það á ferð. Það er því synd ef þetta atriði rís- andi holds og sáðláts sem að mínu mati er ekki aðalatriði verksins, verður til þess að fæla áhorfendur frá tilkomumiklu og eftirminnilegu verki. Hið stóra samhengi De Lama Lamina er aðgengilegra verk á margan hátt en Cremaster myndirnar, hér er a.m.k. tiltölulega auðvelt að ímynda sér hvert við- fangsefnið er en grundvöllur þess er hin eilífa hringrás og hið síbreytilega samspil manns og náttúru með ádeilu í afar fáguðu formi. Hvernig þessari innrás hvíta mannsins í hefð- bundið brasilískt ritúal er tekið þar eða annars staðar veit ég ekki, en mér sýnist Barney takast á flottan hátt að birta einhvers konar undir- meðvitund viðfangsefnis síns, rétt eins og Cremaster myndir hans gætu ef til vill verið birtingarmátar undirmeðvitundar vestrænnar hóp- sálar. Í samhengi við leit vestrænna listamanna að efnivið á öðrum menn- ingarsvæðum má sjá í þessum verk- um snertifleti til dæmis við verk eftir Dubuffet sem notar trjárót til að skapa skúlptúr „Töframann“ árið 1954, og gerir myndverk sem minnir á samruna manns og trés árið 1950 „Ĺarbre de fluides“, sem minnir að nokkru leyti á samruna manns og trés í verki Barneys. Það er þó grundvallarmunur á viðhorfi þessara listamanna, þar sem Dubuffet eins og aðrir samtímamenn hans sköpuðu verk sín innan ramma síns menning- arsvæðis en fengu eitthvað að láni annars staðar frá, nær Matthew Barney að fara yfir landamæri og skapa list sem er þeim óháð. Hann hefur einstaklega sterka listræna sýn og hæfileika til þess að skapa eftirminnilegar myndir án þess að ofureinfalda eða útskýra list sína. Ég botnaði hvorki upp né niður í stórum hluta af Cremaster verkum hans en fannst ég skilja þau á einhvern hátt engu að síður, þetta nýja verk ættu allir að geta skilið sem vilja. Sá sann- leikur sem listamenn leita kannski langt yfir skammt býr í verkum Bar- neys sama hvort hann vinnur þau á heimavelli eða á gjörólíku menning- arsvæði. Það er ekki hið innra sjálf sem leitað er að í sortu sálarinnar eða á framandi stöðum heldur sam- mannlegur sannleikur sem er okkar allra. Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.