Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Búðu þig undir samræður og samtöl við
hópa og einstaklinga á næstu vikum.
Einhverra hluta vegna er hugur þinn
rafmagnaðri en ella um þessar mundir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið hugsar mikið um gildismat sitt á
næstu vikum. Það finnur sig knúið til
þess að skilgreina lífsskoðanir sínar. Ef
maður veit ekki hvað er eftirsóknarvert
kann maður ekki að bera sig eftir því.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Merkúr (hugsun) fer í merki tvíburans í
dag. Merkúr stýrir tvíburanum og vegna
áhrifa hans verður hugur þinn hvikari og
virkari en ella á næstu vikum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn er talsvert dulur þessa dag-
ana. Hann heldur aftur af sér á einhvern
hátt núna. Notaðu næstu vikur til þess
að sinna rannsóknum í einrúmi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ræddu markmið þín og drauma við aðra
núna og á næstu vikum. Skoðaðu hug-
sjónir þínar, viðbrögð annarra koma þér
að gagni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Nú og næstu vikur er upplagt fyrir
meyjuna að ræða við stjórnendur og yf-
irboðara. Einnig væri ráð að hefja nám
sem nýttist þér á starfsvettvangi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hvers kyns nám, ferðalög og ævintýri
sem víkka sjóndeildarhring þinn munu
gleðja þig nú og á næstu vikum. Þig
langar til þess að vita meira um lífið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vertu viðbúinn því að þurfa að standa í
samningaviðræðum um fjármál og sam-
eiginlegar eignir á næstunni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Merkúr (hugsun) er beint á móti sól bog-
mannsins núna. Það þýðir að nú er rétti
tíminn til þess að útkljá þýðingarmikil
málefni við aðra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er svo sannarlega í stuði fyr-
ir nákvæmnisvinnu þessa dagana og
verður það reyndar næstu sex vikur.
Hún kemur miklu í verk á meðan.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn er léttur í lund og gáska-
fullur þessa dagana. Hann finnur hjá sér
hvöt til þess að sletta úr klaufunum og
leika sér. Þú þarft ekkert að afsaka það.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Tjáskipti við foreldra gegna mikilvæg-
ara hlutverki en endranær á næstu vik-
um. Samræður innan fjölskyldunnar og
fjölskyldufyrirtæki eru í brennidepli.
Stjörnuspá
Frances Drake
Tvíburar
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert einstaklega skörp, flink og skap-
andi að eðlisfari. Þú ert hugmyndarík og
hefur unun af því að láta reyna á það
sem þér dettur í hug. Þú þarft að hafa
talsvert svigrúm til athafna, bæði í vinnu
og einkalífi.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 ofurlítill, 8 ber
birtu, 9 kyrrði, 10 espa, 11
treg, 13 flot, 15 lýsa heil-
agt, 18 slöngva, 21 frí-
stund, 22 telji úr, 23 skell-
ur, 24 banamein.
Lóðrétt | 2 geta á, 3 ákveð,
4 mas, 5 gróði, 6 riftun, 7
tvístígi, 12 ótta, 14 hress,
15 athvarf, 16 smá, 17 bar-
daganum, 18 lítið, 19 stétt,
20 kjáni.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 hyrna, 4 subba, 7 góðir, 8 jafna, 9 sjá, 11 arna, 13
trén, 14 syrgi, 15 fork, 17 nóta, 20 gat, 22 karpa, 23 íhuga,
24 aurar, 25 næddi.
Lóðrétt | 1 hægja, 2 ráðin, 3 aurs, 4 stjá, 5 bifar, 6 apann,
10 jarða, 12 ask, 13 tin, 15 fokka, 16 rýrar, 18 ólund, 19 ap-
aði, 20 gaur, 21 tían.
Tónlist
Búðarklettur | Dúettinn Sessý og Sjonni
með tónleika kl. 23. Sjá: sessy.net.
Café Rosenberg | Santiago tónleikar kl.
23.00.
Grand Rokk | Ein bjartasta von Danmerkur
í þungu rokki, Mercenary, spilar í kvöld.
Upphitun: Momentum, Myra og Severed
Crotch. Opnað 22.00 Hressing fylgir
fyrstu 100 sem mæta. 1.200 kr. inn.
Laugardalurinn | Vorhátíð Skátakórsins.
Útitónleikar og grill við þvottalaugarnar í
Laugardal kl. 16. Tónleikagestir komi með
grillmeti með sér.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða
Frægð | Á síðasta ári fóru Nina Nastasia
og Huun Huur Tu saman í tónleikaferð um
Bretland, og munu þau taka nokkur óraf-
mögnuð lög af dagskránni sem þau buðu
upp á á þeirri ferð.
Tónlistarskóli Garðabæjar | Síðustu tón-
leikar skólaársins í tilefni 40 ára afmælis
skólans verða haldnir kl. 16.00.
Myndlist
101 gallery | Ólafur Elíasson.
BANANANANAS | Sýningin Vigdís –
Skapalón á striga, aðferð götunnar í gall-
eríi.
Café Karólína | Hugleikur Dagsson.
Dagsbrún, undir Eyjafjöllum | Ragnar
Kjartansson.
Eden, Hveragerði | Karl Theódór Sæ-
mundsson.
Elliheimilið Grund | Jeremy Deller.
Gallerí I8 | Ólafur Elíasson. Lawrence
Weiner.
Gallerí Kambur | Þorsteinn Eggertsson.
Sýningin stendur til 28. maí.
Gallerí Sævars Karls | Jón Sæmundur
með myndlistarsýningu.
Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn-
ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um
helgar frá kl. 13–17. Sjá www.gerduberg.is.
Grafíksafn Íslands | Forum For Kunst.
Gestir: Roswitha J. Pape, Werner Schaub,
Lynn Schoene, Manfred Kästner, Luitgard
Borlinghaus, Elke Wassmann, Klaus Sta-
eck, Dik Jungling, Werner Richter.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce-
vic, Elke Krystufek, On Kawara.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind
Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og
kór Hallgrímskirkju.
Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og
Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall-
grímskirkjuturni.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð-
ur Vésteinsdóttir.
Kling og Bang gallerí | John Bock.
Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia
Pérez de Siles de Castro.
Listasafn Árnesinga | Jonathan Meese.
Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney,
Gabríela Friðriksdóttir.
Listasafn Íslands | Dieter Roth.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel
Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza-
dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir,
John Latham, Kristján Guðmundsson.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter
Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur
Jónsson, Urs Fischer.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Útskriftarsýning nemenda við Listaháskóla
Íslands.
Mokka-Kaffi | Multimania – Helgi Sig. Sjá:
www.hugverka.is.
Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf
Opdahl.
Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn.
Skaftfell | Anna Líndal.
Slunkaríki | Hreinn Friðfinnsson, Elín
Hansdóttir.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða
Frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin
heitir Coming Soon.
Suðsuðvestur | Anna Hallin sýnir málverk,
teikningar, videó-verk, skúlptúr og videó-
auga.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Pétursson.
Vestmannaeyjar | Micol Assael.
Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers.
Vinnustofa Guðrúnar Kristjánsdóttur |
Guðrún sýnir olíumálverk, myndbandsverk
og innsetningu á vinnustofu sinni, Bald-
ursgötu 12. Sjá: www.gudrun.is.
Listasýning
Askja – Náttúrufræðihús Háskóla Íslands
| Menningardeild franska sendiráðsins
kynnir sýninguna Margbreytileiki lífsins og
mannkynið. Sýningin samanstendur af ljós-
myndum frá öllum heiminum sem og kvik-
mynd. Markmið sýningarinnar er að stuðla
að því að fólk sé meðvitað um eyðilegg-
ingu auðlinda í heiminum.
Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig
Tryggvadóttir leirlistakona sýnir verk sín í
galleríinu Undir stiganum, Ráðhúsi Þor-
lákshafnar.
Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við Iðn-
skóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín í
Iðu, Lækjargötu.
Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir opnar
sýningu á raku–brenndum leirverkum.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð-
leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og
gönguleiðir í nágrenninu. Opið frá kl. 10–17.
Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið
er heiti sýningar sem segir frá ferðum
fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna
sem settust að í Utah.
Skemmtanir
Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli. Cafe Ca-
talina | Addi M. spilar í kvöld.
Gaukur á Stöng | Á móti sól í kvöld.
Kirkjuhvoll Kirkjubæjarklaustri | Í tilefni
Íslandsmeistaramóts í Enduro (drullumalli)
verður hljómsveitin Tilþrif með stórdans-
leik í Kirkjuhvoli Kirkjubæjarklaustri í kvöld.
Gestir verða unglingahljómsveitin The Lost
toad.
Klúbburinn við Gullinbrú | Geirmundur
Valtýsson ásamt hljómsveit í kvöld.
Kringlukráin | Rokksveit Rúnars Júl-
íussonar í kvöld kl. 23.
VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveitin
Úlfarnir. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til mið-
nættis.
Kvikmyndir
Gerðuberg | Sunnudaginn 29. maí kl. 16
verður sýnd myndin Elvis That’s The Way It
Is. Ókeypis aðgangur! Í tengslum við sýn-
inguna Stefnumót við safnara II þar sem
Baldur Garðarsson sýnir ýmsa muni
tengda goðinu. Sjá www.gerduberg.is.
Fundir
Deiglan | Stofnfundur samtaka um fjöl-
breytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði
verður kl. 14. Að stofnun samtakanna
stendur hópur fólks sem vill stuðla að fjöl-
breytni í atvinnumálum með áherslu á ný-
sköpun, þekkingariðnað og hátækniiðnað á
svipuðum nótum og kemur fram í vaxt-
arsamningi Eyjafjarðar.
Norræna húsið | Umræðufundur í Nor-
ræna húsinu 29. maí kl. 15–18. Fjallað verð-
ur um lýðhyggjutilhneigingar í menningar-
og stjórnmálum og tengsl þeirra við sam-
tímalist. Þátttakendur eru: Jakob Boeskov,
Jakob Fenger og Jani Leinonen sem taka
þátt í Populism sýningunni, einn sýning-
arstjóranna, Christina Ricupero og sýning-
arstjórinn Vanessa Muller. Nánari uppl. á
www.nordice.is.
OA-samtökin | OA karladeild alla þriðju-
daga kl. 21–22, að Tjarnargötu 20, Gula
húsinu, 101 Reykjavík. Meginmarkmið okk-
ar er að halda okkur frá hömlulausu ofáti
og bera boðskap samtakanna til þeirra
sem enn þjást af matarfíkn.
Fyrirlestrar
Gerðuberg | Sunnudaginn 29. maí kl. 15
mun Ólafur J. Engilbertsson, sagnfræð-
ingur flytja fyrirlestur í Gerðubergi sem
hann nefnir „Að skapa skart úr skít – um
söfnun, endurvinnslu og listræna sköpun“.
Aðgangseyrir er kr. 500, kaffi/te innifalið.
Félagsmenn í Akademíunni greiða aðeins
fyrir kaffið.
Málþing
Grand Hótel Reykjavík | Ljósmynd-
arafélag Íslands stendur fyrir málþingi á
Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 28.
maí kl. 13, undir yfirskriftinni „Stafræna
byltingin – til góðs eða ills? Á málþinginu
verður reynt að leita svara við spurning-
unni hvort eða hvað stafræna byltingin
hafi gert fyrir ljósmyndun og myndvinnslu.
ReykjavíkurAkademían | Málþing kl. 12–14,
þar sem fjallað verður um: Hvernig gengur
innflytjendum á Íslandi? Hvernig er að fóta
sig í nýju landi eins og Íslandi? Er hægt að
tala um algera samþættingu inn í nýtt
samfélag? Eru útlendingafordómar á Ís-
landi? Málþingið fer fram bæði á íslensku
og ensku.
Námskeið
Gerðuberg | Skráning í listsmiðjurnar Gagn
og gaman er hafin. 6.–10. júní – 6–9 ára,
20.–24. júní – 10–13 ára. Smiðjustjóri er
Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður.
Ráðstefnur
Mosfellsbær | Íbúaþing verður í Íþrótta-
miðstöð Mosfellsbæjar og Varmárskóla kl.
9.30–17. Ýmis málefni verða rædd s.s. fjöl-
skyldumál, menningarmál, skipulagsmál,
umhverfismál og atvinnumál. Sjá nánar á
mos.is.
Safnaðarheimili Oddasóknar | Odda-
stefna, ráðstefna Oddafélagsins verður
haldin kl. 14–17. Erindi halda: Árni Reyn-
isson, Freysteinn Sigurðsson og Þór Jak-
obsson.
Frístundir
Saab klúbburinn | Eigendur og áhuga-
menn um Saab-bifreiðir munu hittast á
planinu aftan við Hús verslunarinnar kl. 15 í
dag til að stofna Saab klúbb. Allir velkomn-
ir. www.icesaab.net.
Útivist
Laugardalurinn | Stafgöngudagurinn er í
dag. Kynningar fara fram í hópum á eft-
irfarandi stöðum: Skautahöllin í Laugardal
kl. 12, 13 og 14, Árbæjarlaug í Reykjavík kl.
12, 13, Kjarnaskógi Akureyri kl. 14, Sjúkra-
þjálfunarstöðin Höfn kl. 14, Akranestorgi
kl. 11, Gamla Essóstöðin Borgarnesi kl.
10.30. Einnig verður klukkutíma ganga fyr-
ir vana frá eftirfarandi stöðum, undir leið-
sögn þjálfara: Skautahöllinni í Laugardal
14, Kjarnaskógi, Akureyri 13 og Seleyrinni,
Borgarnesi 12.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Fjölmiðlar 2004
eftir Ólaf Teit
Guðnason er kom-
in út.
Bókin geymir
fjölmiðlapistla
Ólafs sem birtust
vikulega í Við-
skiptablaðinu árið
2004. „Pistlar
Ólafs Teits eru snarpir og beinskeyttir
og hafa vakið mikla athygli enda hefur
höfundurinn verið óhræddur við að
taka kollega sína á beinið,“ segir í
kynningu. Bókafélagið Ugla gefur bók-
ina út. Bókin er 288 bls.
Bók
LISTAHÁSKÓLI Íslands braut-
skráir nemendur frá skólanum á
hátíðarsamkomu sem haldin verð-
ur á stóra sviði Borgarleikhússins
í dag kl. 14.00.
Með brautskráningu lýkur
sjötta starfsári Listaháskólans en
alls útskrifast um 86 nemendur
með fyrstu háskólagráðu í mynd-
list, hönnun og arkitektúr, tónlist
og leiklist, og um 27 nemendur
með diplómapróf í kennslufræð-
um. Þetta er í fyrsta sinn sem
nemendur útskrifast með há-
skólagráðu í arkitektúr á Íslandi.
Aldei hafa svona margir nem-
endur útskrifast frá Listaháskóla
Íslands.
Auk ávarpa rektors og fulltrúa
nemenda verða á dagskránni há-
tíðarræða og listflutningur. Jes
Einar Þorsteinsson arkitekt flyt-
ur hátíðarræðu. Kynnir samkom-
unnar er Hallgrímur Ólafsson,
nemandi í leiklistardeild.
Hátíðarsamkoma
Listaháskóla Íslands
SKÁTAKÓRINN heldur vorhátíð í Laugardal, nánar tiltekið við gömlu þvottalaugarnar í
nágrenni Skautahallarinnar. Í tilkynningu um hátíðina segir. „Þungamiðjan í efnisskránni
verða létt og skemmtileg skátalög sem kórinn hefur verið að taka upp á disk í vetur og er
stefnt að útgáfu í sumar. Kórstjóri er Erna Blöndal og Örn Arnarson leikur undir á gítar.
Eftir tónleikana verður slegið upp grilli og eru tónleikagestir hvattir til að mæta með
eitthvað gott á grillið.“
Vorhátíð Skátakórsins
Morgunblaðið/Sverrir
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is